Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÖ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. SÉPTEMBER 1989 Lifandi starf við bókaútgáfu Bókaútgáfan Vaka - Helgafell hf. óskar eftir starfskrafti í útgáfudeild. Um er að ræða fjöl- breytt og lifandi starf sem meðal annars felst í vinnu við klúbbrit okkar, tölvuumbrot og umsjón með skjala- og myndasafni. Við leitum að starfskrafti sem er lipur, áreið- anlegur og sveigjanlegur. Þekking á tölvum er nauðsynleg og góð ritvinnslukunnnátta. Einnig er æskilegt að kunnátta í tölvuum- broti sé fyrir hendi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir berist fyrir 22. septemb- er til Vöku - Helgafeils, Síðumúla 29, 108 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Þórarinn Friðjónsson, útgáfustjóri í síma 688300. VAKA HELCAFELL LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Skurðstofuhjúkrunarfræðing vantar í að- stoðardeildarstjórastöðu við beinskurð- lækningar. Um afleysingarstöðu er að ræða í óákveðinn tíma. Einnig vantar skurðstofuhjúkrunarfræðing í K-1 stöðu. Umsóknarfrestur er til 23. september nk. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 601306 eða 601300. Reykjavík 17. september 1989. Verkstjóri: Þvottur-hreinsun Verkstjóri óskast í Fönn, sem er með mikil og vaxandi umsvif, í þvotti og hreinsun. Við- komandi þarf að vera stundvís, reglusamur, geta unnið sjálfstætt og skipulega. Starfið er krefjandi stjórnunarstarf sem út- heimtir góða skipulagshæfileika og yfirlit yfir fjölbreytta starfsemi. í boði er starf í mjög góðri vinnuaðstöðu og góð laun fyrir réttan mann. Upplýsingar í síma 82220 mánudag kl. 10-12. KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Kjötafgreiðsla Viljum ráða hreinlegt, þjónustulipurt og geðgott fólk til kjötafgreiðslu í verslunum okkar í: - Miklagarði vestur í bæ, - Miklagarði við Sund, - Kaupstað í Mjódd. Hér er um heilsdagsstörf að ræða sem gætu þó skiptst milli tveggja starfsmanna. Allar upplýsingar veitir starfsmannastjóri á þriðju hæð í Kaupstað í Mjódd, mánudag, og í síma 675000 einnig í Miklagarði við Sund, þriðjudag kl. 14.00 til 17.00. AIIKLIG4RÐUR Krefjandi stjórnunarstarf Rótgróið innflutningsfyrirtæki í Reykjavík hefur beðið okkur að útvega sér starfsmann í stöðu stjórnanda til að takast á við fjöl- breytt verkefni í uppbyggingu og rekstri fyrir- tækisins. Um er að ræða krefjandi stjórnunarstarf þar sem viðkomandi starfsmaður þarf í upphafi að taka að sér fjármálastjórn og bókhald, síðan sölustjórn og ef vel tekst til og árangur í starfi er mikill, framkvæmdastjörn fyrirtækisins. Fyrirtækið starfar við innflutning og sölu á vörum til matvöruverslana, mötuneyta og veitingahúsa. Allar vörur fyrirtækisins eru þekkt vörumerki og standast alla samkeppni varðandi gæði. Leitað er að ungum baráttuglöðum, metnað- arfullum og vel menntuðum einstaklingi, sem tilbúinn er til stórra átaka, og um leið, leggja töluvert á sig til að ná árangari. í boði er áhugavert starf hjá fyrirtæki þar sem nýjar og ferskar hugmyndir fá hljóm- grunn. Ágæt laun í boði fyrir réttan aðila, sem mundu auðveldlega hækka í samræmi við áhuga og árangur í starfi. Umsóknareyðublöð, ásamt frekari upplýsing- um um störf þessi, eru veittar á skrifstofu okkar í Hafnarstræti 20. Teitur lÁRUSSON^^ STARl'SMANNA ráðningarþjónusta. launaútrf.ikningar. ÞJÓNUSTA NÁMSKFIÐAHAI.D. RÁDGJOK hf. HAFNARSTRÆTI 20. VID LÆKJARTORG. 101 REYKJAVÍK SÍMI 624550 PACVIST BABWA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: VESTURBÆR Ægisborg Ægissíðu 104 s. 14810 Grandaborg Boðagranda 9 s. 621855 Valhöll Suðurgötu 39 s. 19619 BREIÐHOLT Hraunborg Hraunbergi 12 s. 79600 Hálsaborg Hálsaseli 27 s. 78360 HEIMAR Langholt Dyngjuvegi 18 s. 31105 Sunnuborg Sólheimum 19 s. 36385 AUSTURBÆR Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 Efrihlíð v/Stigahlíð s. 83560 Múlaborg Ármúla 8a s. 33617 ÁRBÆJARHVERFI Árborg Hlaðbæ 17 s. 84150 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfólk! Óskum að ráða nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi, í eftirtalin störf: 1. Hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu á legu- deild. 2. Svæfingahjúkrunarfræðing í 60% starf við svæfingar og umsjón með neyðar- og endurlífgunarbúnaði. Sjálfstætt og krefj- andi starf á nýrri skurðdeild. Ný tæki og búnaður. Bakvaktir. Möguleiki á hluta- starfi við hjúkrun á legudeild á móti svæf- ingastörfum. 3. Sjúkraliða í vaktavinnu á legudeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-16.00. 4. Sjúkraþjálfara bráðvantar í fullt starf á nýja og vel búna endurhæfingadeild (tækjasalur, bekkjasalur fyrir strekkmeð- ferð, nudd, bakstra, hljóðbylgjur, leiser o.þ.h., sundlaug, nuddpottur). Upplýsingar veitir deildarsjúkraþjálfari alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-16.00. Sérstök athygli er vakin á mjög góðri vinnu- aðstöðu og heimilislegum starfsanda í splunkunýju og vel búnu sjúkrahúsi. Fjöl- breyttni í ofangreindum störfum er mikil og nær til umönnunar og þjónustu við fóik á öllum aldri. % Den kongelige danske Ambassade soger to medarbejdere, fortrinsvis omkring 35-45 ár, til tiltrædelse henholdsvis den 15. oktober 1989 og den 1. november 1989, eller eventu- elt efter nærmere aftale. Arbejdsomrádet, som ipvrigt er fleksibelt, kræver selvstændighed og omfatter bog- holderi, arkiv-, sekretariats-, og receptions- funktioner. Der fordres godt kendskab i skrift og tale til dansk og islandsk samt kendskab til eng- elsk og maskinskrivning. Kendskab til steno- grafi og til elektronisk tekstbehandling (Word Perfect) vil være en fordel. Skriftlig ansogning pá dansk indeholdende personlige data, oplysninger om uddannelse samt tidligere og eventuel nuværende be- skæftigelse bedes være. KGL. DANSKAMBASSADE Hverfisgata 29 Postboks 1540 121 Reykjavik i hænde senest mandag den 25. september 1989. Ansogningerne behandles i fortrolighed. Konunglega danska sendiráðið óskar að ráða 2 starfsmenn, einkanlega milli 35-45 ára, til starfa 15. október 1989 og 1. nóvember 1989, eða eftir samkomulagi. Starfsviðið, sem er breytilegt og þarf sjálf- stæði, er m.a. fólgið í bókhaldi, skjalasöfnun, ritara- og afgreiðslustörfum. Krafist er góðrar kunnáttu í vélritun, skrif- og talmáli, bæði íslensku og dönsku ásamt þekkingu á ensku. Þekking á hraðritun og tölvukunnáttu (Word Perfect) væri æskileg. Skrifleg umsókn á dönsku með upplýsingum um fæðingardag og -ár, menntun og fyrri störf ásamt núverandi starfi, sendist til: KGL. DANSKAMBASSADE Hverfisgötu 29 Póstbox 1540 121 Reykjavík í síðasta lagi fyrir mánudaginn 25. september 1989. Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.