Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/H LAÐVARPIN N SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989_________________________________________________ HÚSGflHGflR okkar á milli ... ■ MELINU Mercouri, menning- armálaráðherra Gríkklands og fyrrverandi leikkonu, hefur alla tíð dreymt um að fá að skipu- le&gja Olympíuleikana einu sinni. Eða svo sagði hún að minnsta kosti þegar henni var nýlega falið að taka við sljórn gríska íþróttaráðuneytisins. Grikkland vill gjarnan halda leik- ana sumarið 1996. Mercouri gæti því hugsanlega fengið ósk sína uppfyllta, það er að segja ef Aþena fær að halda leikana og hún verður enn ráðherra 1996. — ab. M ALLT upp í 25.000 börn búa ágötunni í Astralíu. Sumfóru að heiman tíu ára gömul. Mörg halda hópinn í misjöfnum ungl- ingaflokkum. Stór hluti þeirra reynir að hafa ofan af fyrir sér í skemmtanahverfúm stórborg- anna og hefst við á ströndinni. Mörg leiðast út í vændi og eitur- lyQaneyslu. Nýleg skýrsla kennir atvinnu- leysi og kostnaðarhækkunum, sem hafa leitt til þess að báðir foreldrar verða að vinna úti til að geta séð ljölskyldum farborða, um ástandið. Börnin eru yfirleitt lrá fátækum heimilum. Mörg liðu kynferðislegt ofbeldi eða aðra illa meðferð áður en þau fóru að heiman. Æ fleiri börn stijúka frá velstæðum heimilum. Þau eru þó enn i miklum minnihluta. — ab. ■ LÍFVANAstúlkafæddistmeð 1,3 prómill af alkóhóli í blóðinu í Vestur-Þýskalandi fyrr í vetur. Móðir hennar hafði fengið sér svo rækilega neðan í því daginn áður að fóstrið lést úr áfengiseitrun. Það kemur víst oftar fyrir en marga grunar að sögn lækna. — ab. ------------------------------------------ ; ; Bölsýnir Bandaríkjamenn TVEIR Bostonbúar hafa komist að því að 43 af hundraði Banda- ríkjamanna eru þeirrar hyggju að það sé hluti mannlegrar nátt- úru að ljúga, hræsna og leggja allt af mörkum til að græða fé. Niðurstaða Donalds Kanters og Philips Mirvis er að Pollýanna sé fallin í ónáð og eigi sér ekki viðreisnar von, en speki Italans Niccolos Macchiavellis ráði lögum og lofúm: Bandaríkjamenn séu upp til hópa hundingjar, fúllir tortryggni í garð mannlegrar nátt- úru og aðeins fjörutíu og einn af hundraði trúi því að mannskepn- an láti viljandi gott af sér leiða. Eftir standa sextán prósent, sem kváðust engum treysta og taka öllu með varúð. Fró Karli —ÆK— Blöndal í BOSTON -S- Eftirfarandi fullyrðingar voru lagðar fyrir um sjö hundruð manns til að komast að því hvort menn og konur níunda áratugarins færðu allt til betri vegar í anda Pollýönnu eða sæju vélar og tál í öllum hlutum: • Flestir grípa til lyginnar ef þeir sjá sér hag af því. • Menn segjast lúta siðferði- legum lögmálum, en fáir fylgja þeim ef peningar eru annars vegar. • Fólk lætur sem því þyki vænna hvoru um annað en það gerir í raun. • Flestir hugsa aðeins um sjálfa sig. • Fólk flest er í raun óheiðar- legt í eðli sínu. Þeir sem sögðu að þessar fullyrð- ingar og fleiri væru sannar, töldust sannir hundingjar og hafa þeir víst aldrei verið fleiri í Bandaríkjunum. Kanter og Mirvis fannst niðurstaða könnunarinnar það forvitnileg að þeir ákváðu að bijóta málið til mergjar og í sumar kom út bók eftir þá félaga undir heitinu „Böl- sýnir Bandaríkjamenn: líf og starf á tímum óánægju og brostinna vona“. Þar er varað við því að mannfyrirlitning, níska og hreinn og beinn kvikindisháttur færist ört í vöxt. Þetta leiði til þess að á vinnustöðum treysti enginn nein- um, yfirmenn gruni forstjóra jafnt sem undirmenn um græsku, undir- menn vantreysti yfírmönnum, af- greiðslumenn fyrirlíti viðskiptavini, unga fólkið hugsi aðeins um sig sjálft og eldra fólk sé of útbrunnið til að láta sig það einhverju varða. Höfundarnir segja að vegna þessa standi menn sig verr í starfi, erfið- ara sé að gera breytingar innan fyrirtækja, framleiðni hrapi, versl- un og viðskipti bíði tjón og Banda- ríkjamenn dragist aftur úr í heimi samkeppni þar sem Japan hf. ráði ríkjum og fíleflt Evrópubandalag á næsta leiti. Biturleiki og tortryggni velta á tíðarfarinu. í kreppunni miklu voru hundingjar legíó. Eftir efnahags- bata og sigur í heimsstyijöldinni síðari var sem Birtingur færi sigur- för um Bandaríkin með bjartsýnina í farangrinum og hundingjar nán- ast hurfu. Efahyggja og tortryggni sóttu á samfara undirgefni og að- lögunarhyggju sjötta áratugarins, en friðarsinnar og hippar sjöunda áratugarins stökktu þeim systrum á flótta. Enn snerist dæmið við í lok sjöunda áratugarins og á þeim áttunda þegar Robert Kennedy og Martin Luther King voru myrtir, Víetnam-stríðið færði morð og blóðsúthellingar inn á stofugólf al- mennings, Watergate-hneykslið leiddi til afsagnar Richards M. Nix- ons og fólk glataði trausti á for- setaembættið. Höfundarnir halda því fram að brostnar vonir hafi enn dregið úr mönnum á þessum áratug. Þeir tala um áratug bölsýninnar og sig- ur græðginnar á hugsjónunum. Jafnframt hafi traust til ríkis_ og stjórnar aldrei verið minna. Árið 1966 kom fram í könnun að 29 af hundraði sögðu að þeir gætu lýst óánægju sinni með ástand mála með yfirlýsingum á borð við „hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari" og „mitt atkvæði hefur ekkert að segja“. Nu er svo komið að rúmlega 60 af hundraði kveðast óhikað geta gert þessi orð að sínum. Kosningaþátttaka gerist ekki minni í iðnvæddum ríkjum en í Bandaríkjunum og var minni en nokkru sinni fyrr í kosningunum í nóvember 1988. Ef eitthvað er hæft í þessum niðurstöðum þýðir lítið fyrir blá- eyga sakleysingja og reynsiulausa glanna að ætla sér að komast áleið- is hér vestra og augljóslega visku- legast að tileinka sér hið fyrsta að ljúga, svíkja og pretta við hvert tækifæri, treysta engum og reyna ávallt að koma sér áfram á kostnað náungans vegna þess að hann reyn- ir að komast áfram á þinn kostnað og á það því skilið. Það er að minnsta kosti hægd; að treysta á það. I 1 ...................................................................................................................... . Besta auglýsingin er vitnisburður viðskiptatækna EPLIÐ OG EIKIN Þegar lrú Smith gaf loksins upp öndina, níræð að aldri, var einsemd hennar úti. Hún var ekki lengur ein með sjálfri sér og tíkinni Daisy í hvítkalkaða húsinu sínu. Hún hafði varla komið sér fyrir í gröfinni þegar herra Jones, óraQarskyldur og bláókunnugur frændi hennar, birtist með strokinn flibbann og glampa í augum. Og stakk í vasann þeim aurum sem gamla konan hafði tínt saman á langri ævi. Margrét Runólfsdóttir, rekur eigið fyrirtæki ásamt eiginmarmi sínum: Viðskiptatæknin nýtist mér mjög vel í mínu starfi. Sjálfstraustið jókst og öll ákvarðanataka varð markvissari og öruggari. Mín reynsla er sú að Viðskiptatæknin sé hagnýtt og skemmtilegt nám sem nýtist sérstaklega vel stjórnend- um og forráðamönnum minni fyrirtækja. Ég mæli eindregið með Viðskiptatækninni. Már Óskarsson, markaðsstjóri Tölvusýnar h/f.: Mér finnst Viðskiptatækni vera markvisst, sam- þjappað og nútímalegt nám sem tilheyrir morgundeginum. Það hefur nýst mér í starfi, víkkað sjóndeildarhringinn og bent mér á nýjar leiðir. Ég fletti oft upp í náms- gögnunum til upprifjunar og til að fá nýjar hugmyndir. 1 raun er verið að færa hagnýta viðskiptamenntun til almennings. Þetta er nám sem hefur vantað. Námskeið hefjast 25. september. Hafðu samband í síma 62 66 55 og við sendum þér bækling. Viðskiptaskólinn BORGARTÚNI 2 4, SÍMI 62 66 55 Fió Guðrúnu Nordal I LOHDON En til að valda engum mis- skilningi; Herra Jones er enginn skúrkur, heldur hirti hann það sem honum bar með réttu. Með hjálp Félags ætt- fræðinga og skjalafræðinga. Það er ekki einungis samsafn sérvitr- inga, sem grúska í gulnuðum skjölum sér til ánægju, heldur notfæra nokkrir félagar þess sér þekkingu sína í mjög hagkvæm- um tilgangi: til þess að hafa upp á erfingjum einstæðinga eins og frú Smith, _sem engan eiga að í veröldinni. í þeirri leit koma flók- in ættartré og rækileg þekking á ættartengslum í góðar þarfir. Og auðvitað vel mötuð tölva. í mannmörgu samfélagi eins og Bretlandi rofna tengsl ættmenna auðveldlega og vitneskja um nánustu forfeður því af skornum skammti. í viku hverri birtast tilkynn- ingar í blöðum um erfðaskrár nýlátins fólks, að því er virðist, til að veita upplýsingar um þær eignir sem það lætur eftir sig. Og þar getur oft verið um auðug- an garð að gresja. En einungis ef lesandinn veit eitthvað um uppruna sinn. Það hefði ekki gagnast Helenu Channing mikið, þó að hún hefði séð nafn frú Wood prentað þar skýrum stöf- um. Hún hafði aldrei heyrt hana nefnda, þó fæðingarnafn móður hennar væri einnig Wood, fyrr en Ættfræðingafélagið gerði vart við sig. Hún gaf þeim leyfi sitt til að hafa upp á hugsanleg- um arfi og samþykkti, að bæri rannsókn þeirra árangur, skyldu þeir fá einn þriðja af góssinu. Frú Rosalind Wood kom í leitirn- ar. Helena var lýstur lögmætur erfingi, ásamt nokkrum öðrum, og uppskar 150 þúsund krónur. Hæfilega stór upphæð, eins og einn ættfræðingurinn komst að orði, til að lyfta fólki upp, en ekki of stór til að gefa því höfuð- verk. Og hnýtti svo aftan við, að sú hugsun gleddi hana ekki síst, að góður fjárhagslegur árangur af starfi hans veitti öðr- um einnig nokkra hamingju! En það er vonandi að herra Jones líti stundum við hjá frænku sinni í bljúgu þakkarskyni fyrir arfinn sinn. Þannig gæti hann komið í veg fyrir að grafsteinn hennar sé notaður í húsaklæðn- ingar, í steingötur eða jafnvel sem arinhella. Þeir sem eiga einkakirkjugarða hér í Bretlandi halda því nefnilega fram, að sé gröf ekki sinnt í eitt ár og einum degi betur, þá eigi þeir steinana sem prýða þær. Og þeir séu mjög eftirsóttir vegna þess að áferð þeirra sé svo eðlilega veðruð. Gangverðið ku vera 1000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.