Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 4
4 FRBTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR Í7. SEPTEMBER 1989
ERLENT
INNLENT
Sprengjur
í miðbæ
Reykjavíkur
Tvær öflugar
sprengjur voru
sprengdar í mið-
bæ Reykjavíkur
rétt fyrir mið-
nætti miðviku-
dags. 40 rúður
brotnuðu í hús-
um við Berg-
þórugötu, átta rúður brotnuðu við
Óldugötu. Engan mann sakaði.
Ekki hefur tekist að upplýsa
hverjir voru að verki. Að sögn
sprengjusérfræðings var sprengt
dínamít og hefðu vegfarendur
verið í lífshættu í fimm til sex
metra fjarlægð frá sprengjunum.
Deilt um bankakaup
Bankaráð Landsbanka íslands
ákvað á sunnudag að kaupa 52%
hlut SÍS í Samvinnubankanum á
828 milljónir króna og bjóða öðr-
um hluthöfum sambærileg kjör.
Bankaráðið klofnaði í afstöðu
sinni og greiddu tveir fulltrúar
atkvæði gegn kaupunum, Lúðvík
Jósepsson og Eyjólfur K. Sigur-
jónsson. Lúðvík gagnrýndi
ákvörðun bankaráðs harðlega og
sagði meðal annars verðið vera
allt of hátt og Sambandið skulda
óeðlilega háar upphæðir, bæði í
Landsbankanum og hjá erlendum
lánadrottnum. Hann upplýsti að
Citibank hefði sagt upp 300 millj-
óna króna láni við SÍS, en Guðjón
B. Ólafsson forstjóri Sambands-
ins segir upphæðina vera 185
milljónir króna og að ekkert sé
athugavert við uppsögnina, hún
teljist til eðlilegra viðskiptahátta
vegna breytinga á lánastarfsemi
Citibank. Ummæli Lúðvíks um.
skuldir Sambandsins og stöðu
Samvinnubankans vöktu hörð við-
brögð og hefur verið óskað eftir
að bankaeftirlit Seðlabankans
kannaði hvort hann hafi brotið lög
um trúnað. Viðskiptaráðherra
mun ræða við bankastjórn Lands-
bankans áður en hann tekur af-
stöðu í málinu, en til að kaupin
geti orðið þarf samþykki hans.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur krafist
þess að viðskiptaráðherra upplýsi
Alþingi um alla þætti málsins.
Sigurey aftur í
Hafnarijörð?
Veðhafar í Sigurey BA ákváðu
að taka tilboði Stálskipa hf í Hafn-
arfirði um 257,5 milljónir króna
fyrir togarann. Stálskip hf buðu
að framselja tilboð sitt til heima-
manna, en þeir höfnuðu því og
leita eftir að kaupa önnur skip.
Kvóti á sérfræðinga
Heilbrigðisráðherra hefur
kynnt í ríkisstjóminni hugmyndir
um spamað í heilbrigðiskerfinu.
Þær fela meðal annars í sér að
sérfræðingum verði bannað að
vinna jafnt fullt starf á sjúkrahús-
um og reka eigin stofu. Einnig
að á fjárlögum verði veitt heimild
til að kaupa ákveðna sérfræði-
þjónustu utan sjúkrahúsanna, í
stað þess að allir reikningar sér-
fræðinga verði sjálfkrafa greiddir.
Mjólk hellt niður?
Mjólkurfræðingar hafa boðað
verkfall frá og með þriðjudegi.
Komi til þess þarf að hella niður
mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna
og má búast við mjólkurskorti
þegar í sömu viku.
Búvöruverð hækkar
Búvöruverð var ákveðið á föstu-
dag. Kindakjöt hækkar um 5,07%
en talið er líklegt að mjólkurverð
muni lækka um 4% til 5%.
Sjálfstæðisflokkur í 44%
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
44% fýlgi ef kosið yrði nú, sam-
kvæmt skoðanakönnun Félagsví-
sindastofnunar. í könnuninni töp-
uðu allir stjórnarflokkarnir fylgi
miðað við síðustu kosningar.
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings
fjórðungs kjósenda.
ERLENT
Framfara-
flokkurinn
sigurvegari
norsku kosn-
inganna
Framfara-
flokkurinn undir
forystu Carls I.
Hagens var sig-
urvegari þing-
kosninganna í
Noregi ásamt
Sósíalíska
vinstriflokknum
(SV), en tveir stærstu flokkar
landsins, Verkamannaflokkurinn
og Hægriflokkurinn töpuðu mestu
fýlgi. Framfaraflokkurinn hlaut
22 þingsæti en hafði 2 þingsæti
í síðustu kosningum og SV hlaut
17 þingsæti en hafði 6. Hægri-
flokkurinn fékk 37 þingsæti en
hafði 50 I síðustu kosningum og
Verkamannaflokkurinn fékk 63
þingsæti en hafði 71. Spáð er
mikilli óvissu í norskum stjóm-
málum í kjölfar kosninganna en
Car! I. Hagen sagði í símaviðtali
við Morgunblaðið að hann teldi
að minnihlutastjóm Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra
yrði áfram við völd.
Flótti frá
Austur-Þýskalandi
• Stjórn Ungverjalands hefur
hafnað kröfum stjórnvalda í Aust-
ur-Þýskalandi um að flótti Aust-
ur-Þjóðvetja um Ungverjaland til
Vestur-Þýskalands verði stöðvað-
ur. AIls hafa rösklega 13.700
Austur-Þjóðveijar flúið yfir til
Vestur-Þýskalands frá því að
Ungveijar opnuðu landamærin til
vesturs fyrir réttri viku.
Ný ríkisstjórn í Póllandi
Ný ríkisstjórn Tadeusz
Mazowieckis forsætisráðherra
tók með formlegum hætti við
Póllandi á þriðjudag og er þar
með lokið valdaeinokun kommún-
istaflokkins sem staðið hefur óslit-
ið frá 1945. Mazowiecki sagði í
stefnuræðu sinni að helsta verk-
efni hinnar nýju ríkisstjómar væri
'að endurreisa efnahag Póllands
og treysta lýðræðið í sessi.
Koch tapar forkosningxim
Edward
Koch, sem verið
hefur borgar-
stjóri New-Y-
ork-borgar í átta
ár, beið ósigur í
forkosningum
demókrata-
floícksins á þriðjudag. Frambjóð-
andi flokksins verður blökkumað-
urinn David Dinkins, sem verið
hefur hverfisstjóri Manhattan.
Sigri Dinkins verður hann fyrsti
blökkumaðurinn til að gegna emb-
ætti borgarstjóra New York-
borgar.
Áhrifamaður í SWAPO
myrtur
Anton Lubowski, áhrifamaður
innan namibísku skæruliðahreyf-
ingarinnar SWAPO, var skotinn
til bana fyrir utan heimili sitt á
þriðjudag. Lubowski var fyrsti
hvíti maðurinn sem gekk til liðs
við SWAPO, sem barist hefur fyr-
ir sjálfstæði Namibíu. Nokkuð víst
var talið að Lubowski hlyti ráð-
herraembætti í ríkisstjórn undir
forystu SWAPO, næði hreyfingin
að sigra í þingkosningum 6. nóv-
ember nk. Á föstudag var F.W,
de Klerk, Ieiðtogi Þjóðarflokks-
ins, kjörinn forseti Suður-Afríku.
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðinefiidin:
EB áskilur sér rétt til ein-
hliða kvótaákvörðunar
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
NORÐVESTUR-Atlantshafsfisk-
veiðinefndin (NAFO) lauk á
föstudag árlegum fundi sinum
sem að þessu sinni var haldinn í
Brussel. Á fundinum var sam-
þykkt án mótatkvæða að draga
nyög úr sókn í ofveidda stofiia á
svæðinu. Fulltrúi Evrópubanda-
lagsins (EB) sat hjá við atkvæða-
greiðslur.
að eru fyrst og fremst veiðar
á Nýfundnalandsbanka, utan
200 mílna lögsögu Kanada, sem
nefndin íjallar um. Níu ríki eiga
aðild að nefndinni auk EB sem á
aðild að henni fyrir hönd aðild-
arríkja bandalagsins. íslendingar
hafa ekki setið fundi NAFO en taka
þátt í störfum vísindanefndar stofn-
unarinnar.
Á Nýfundnalandsbanka eru þær
sérstöku aðstæður að gjöful fiski-
mið ná út fyrir 200 mílna lögsögu.
Á þessum miðum eru m.a. tegundir
sem ganga af grunnmiðum árstíða-
bundið og eru því hluti af hefð-
bundnum fiskstofnum við Ný-
fundnaland. Kanadísk stjómvöld
hafa lagt áhersiu á að þessir stofn-
ar verði viðurkenndir sem kana-
dískir og þá ekki hluti af úthafs-
stofnum. EB hefur hafnað þessum
hugmyndum og hefur síðan 1986
ákveðið kvóta sína á svæðinu ein-
hliða. Kanadamenn fullyrða að
minnkandi stofnar og miirill sam-
dráttur í afla stafi fyrst og fremst
af ofveiðum fiskiskipaflota EB á
þessum slóðum en sum árin hefur
EB einhliða úthlutað sér allt að
tuttugu og fimmföldum heildar-
kvótum NAFO. Árið 1988 úthlutaði
'EB rúmlðga 110 þúsund tonnum
fréttaritara Morgunblaðsins.
til aðildarríkja sinna en floti banda-
lagsins náði einungis að veiða 66
þúsund tonn. Kanadamenn hafa
bent á að verið sé að þrefa um
pappírsfisk; Evrópubandalagið gefi
út veiðileyfi í stórum stíl á fisk sem
ekki sé til. Verði ekki lát á muni
fiskistofnar á NAFO-svæðinu, sem
þegar séu í útrýmingarhættu,
þurrkast út.
Aurskriða íManila
Talið er að 15 manns að minnsta kosti hafi týnt lífi og enn fleiri
slasast í aurskriðu sem varð í höfuðborg Filippseyja, Manila, í
gær. Atburðurinn varð í úthverfi blásnauðs fólks við gamla námu
þar sem illa byggð hús grófiist undir aur og grjóti. Langvarandi
rigningar eru sagðar hafa valdið skriðunni sem féll snemma
morguns er flestir voru sofandi. Á myndinni sjást björgunarmenn
flytja slasaðan mann á brott. ,
Erlend aðstoð og efiia-
hagsumbætur í Póllandi
TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, ítrekaði í stefnu-
ræðu sinni er hann flutti í síðustu viku að Pólveijar væntu þess að
njóta velvildar og fyrirgreiðslu lánastofnana og ríkisstjórna er-
lendra ríkja. Ráðamenn pólskir hafa boðað að tekinn verði upp
markaðsbúskapur í Póllandi en jafiiframt varað við því að harkaleg-
ar aðgerðir á vettvangi efhahagsmála, sem eru öldungis óhjákvæmi-
legar, geti ógnað lýðræðisþróuninni í landinu. Ljóst þykir að ætli
Pólverjar sér að sigrast á eftiahagsvandanum verður tvennt að
koma til; tryggja verður frest á greiðslum erlendra lána og greiða
þarf fyrir stórfelldum flárfestingum erlendra fyrirtækja í Póllandi.
Erlendar skuldir Pólveija eru
nú um 39 milljarðar Banda-
ríkjadala (um 2.400 millj. ísl. kr.)
eða um 60.000 krónur á hvert
mannsbarn. Þetta er mikill
skuldabaggi þegar tekið er tillit
til þjoðarframleiðslu og þeirrar
staðreyndar að
meðaltekjur
pólsks verka-
manns . á ári
hveiju eru
rúmar 60.000
krónur.
Stærst er skuldin við Vestur-
Þjóðveija um 17 milljarðar v-
þýskra marka (um 520 millj. ísl.
kr.) og Pólveijar virðast einkum
binda vonir sínar við þá. Lech
Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur
sagt að Pólverjar þurfí 10 millj-
arða Bandaríkjadala (um 620
millj. ísl. kr ) í beina efnahagsað-
stoð erlendis frá. Walesa ítrekaði
þetta er hann var í Vestur-Þýska-
landi nú nýverið og bætti við á
fundi með stjómmálamönnum og
ráðamönnum í viðskiptaheiminum
að gróðavon vestur-þýskra fyrir-
tækja í Póllandi væri ævintýraleg.
Benti hann mönnum á að hafa
hraðann á því ella kynnu Japanir
að hrifsa þennan markað til sín.
Flest bendir til þess að þetta ákall
Walesa hafi skilað tilætluðum ár-
angri, alltjent eru traustar heim-
ildir fyrir því að Helmut Kohl,
kanslari V-Þýskalands, muni á
næstunni halda til Póllands með
loforð um stórfellda efnahagað-
stoð í farteskinu. Þykir sýnt að
sú aðstoð verði
á allan hátt
rausnarlegri en
sú sem Bush
Bandaríkjafor-
seti hét Pól-
veijum er hann
sótti þá heim í sumar. Líklegt
má telja að Kohl muni leita eftir
fullnægjandi pólitískum trygging-
um af hálfu stjórnvalda í Pól-
landi. Fáist þær má heita fullvíst
að v-þýsk fyrirtæki, ekki hvað
síst á sviði vefnaðariðnaðar og
raftækjaframleiðslu, hefji „sókn
til austurs" og hafa fyrirtæki eins
og Siemens raunar þegar náð all-
traustri stöðu á þessum markaði.
Enn er ekki fyllilega ljóst til
hvaða aðgerða stjórnvöld í Póll-
andi hyggjast grípa. Tveir banda-
rískir hagfræðingar hafa kynnt
forystumönnum Samstöðu áætlun
sem nefnd hefur verið „Hvellurinn
mikli“ en hún gerir ráð fyrir al-
gjörri umbyltingu efnahagslífsins
á mjög skömmum tíma. Peninga-
Mazowiecki, forsætisráðherra
Póllands, treystir á efnahagsað-
stoð erlendis frá.
magn í umferð verði takmarkað
verulega, hallinn á rekstri ríkis-
sjóðs réttur af m.a. með því að
hætta niðurgreiðslum og slakað
verði enn frekar á reglum er varða
utanríkisviðskipti svo nokkur at-
riði áætlunarinnar séu nefnd.
Annar hagfræðingurinn, Jeffrey
Sachs, telur að allsheijar öng-
þveiti myndi ríkja fyrstu sex mán-
uðina en að greinilegur efnahags-
bati kæmi fram innan tólf mán-
aða. Telur hann og að innan tíu
ára gætu Pólveijar orðið fullgildir
félagar í hagkerfi Vesturlanda.
Samstöðumenn mun greina á um
ágæti áætlunar Jeffrey Sachs en
hann vann sér það til frægðar á
sínum tíma er hann starfaði sem
efnahagsráðgjafí stjórnvalda í
Bóliviu að ná verðbólgu í landinu
niður úr 40.000 prósentum í 15
á nokkrum mánuðum. Full þörf
er talin á sambærilegum aðgerð-
um í Póllandi þótt aðstæður séu
vissulega aðrar þar.
BAItSVlÐ
eftirÁsgeir Sverrisson