Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 6
eser naHMyme vj mvkauwAWd gictAjaviuoflOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER-1989
T
6 FRÉTTfR/INNLENT
Listmálarinn Erró:
Ljúfur vinnuþjarkur
Ferró hét íslenski listmálarinn Guðmundur Guðmundsson þegar
hann og verk hans urðu fyrst á vegi mínum. Það listamannsnafu
þótti mér aldrei hæfa honum. Ferró vekur hugartengsli við járn
eða jafhvel úlf. En í Guðmundi fyrirfinnst hvorki harka né grimmd.
Hann hefur frá upphafi verið einstaklega ljúfur maður. Og er það
enn, þrátt fyrir heimsfrægðina. Hún hefúr engu breytt þar um. Svo
kom í ljós að einhver erlendur listamaður, sem enginn þekkir leng-
ur, var búinn að taka sér nafnið Ferró og vildi ekki sætta sig við
samnefhi við þennan unga myndlistarmann norðan af Islandi og
hann kippti F-inu framan af nafhinu. Nú dettur engum í hug að
jafha Erró saman við nokkurn annan listamann. Undir þessu nafhi
hefur hann skipað sér sess í listasögu 20. aldarinnar með sínu per-
sónulega myndmáli. Nafn hans vel þekkt í heimi lista, keppst um
að kaupa verk hans og skrifaðar um hann og list hans merkar bækur.
Erró fæddist í Ólafsvík árið
1932. Á öf ru ári kom hann
1 rró fæddist
11932. Á ör'ru
með móður sinni, Soffíu Kristins-
dóttur frá Miðengi í Grímsnesi, til
sumardvalar austur á Kirkjubæjar-
klaustri á Síðu. Þar var drengurinn
vatni ausinn og skírður Guðmundur
af sóknarprest-
mum sera
Óskari J. Þor-
lákssyni. Hann
sóttist eftir að
fá að fara í
gönguferðir
með ungu prestshjónunum og þeg-
ar þau sögðu einhvem tíma í stríðni
að þau langaði til að eiga svona
strák, svaraði snáðinn: Þið megið
eiga svolítið í mér! Viðmót sem
gæti átt við alla ævi listamannsins
Errós. Hann er alltaf að gefa öllum
og öllu svolítið af sjálfum sér.
Kirkjubæjarklaustur varð æsku-
heimili hans, því móðir hans giftist
þar Siggeiri Lárussyni, sem varð
stjúpfaðir hans. Eftir að hann kom
í skóla í Reykjavík, fór hann í teikn-
itíma á kvöldin, svo snemma beygð-
ist krókurinn. Hann átti ekki langt
að sækja listræna hæfileika, sonur
myndlistarmannsins Gumundar
Einarssonar frá Miðdal. Leiðin lá
svo í hefðbundið myr.dlistanám í
Handíða- og myndlistaskólanum í
Reykjavík og í Listaháskólann í
Osló. Hann var ekkert að stytta
sér leið, gaf sér tíma til að læra
módelteikningar og ná fullkomnu
valdi á handbragðinu, áður en hann
hélt áfram. Eftir þriggja ára nám
í Noregi hélt Erró til listaborgar-
innar Flórens á Ítalíu, þar sem
hann tók að vinna sjálfstætt að list-
sköpun sinni. Tveimur árum eyddi
hann í Ravenna við að læra og
vinna að mósaikgerð og eru til
margar mosaikmyndir eftir hann
frá þeim árum. Með nokkurra mán-
aða viðkomu í ísrael hélt hann svo
til Parísar 1958, þar sem síðan
hefur verið starfsvettvangur hans
í þrjátíu ár.
A sjötta áratugnum var mikil
getjun og umbylting í listum í París
með nýjum hugmyndum um eðli
listsköpunar. Erró hellti sér út í
þetta nýja myndmál og skapaði sér
brátt sérstöðu innan popplistarinn-
ar. í stíl við tækni síns tíma greip
hann á sérkennum samfélagsins
með ofgnótt sinni og bruðli. Með
forvitni og dálítilli furðu horfði
maður stórum augum á vinnu-
brögðin. Þetta
SVIPMYNP
eftir Elínu Pálmadóttur
var svo stórt og
svo mikið af
öllu. Eitt sinn
lýsti hann því
við mig í viðtali
hvemig hann
heygði sér efnivið í öskutunnum
og hjá pappírssöfnurum, ef ég man
rétt. Ætli það hafi ekki verið þá,
eða kannski fyrr, að íslendingamir
í París sögðu á kaffihúsunum að
Erró, sem væri orðinn frægur, vildi
ekkert umgangast landa sína.
Hann sæist aldrei. En Erró var
ekki að forðast landa sína, hann
hafði einfaldlega ekki tíma til að
umgangast íslendinga í París.
Hann var of vinnusamur. Hann
lokaði sig inni í vinnustofu sinni í
Rue Buci í Latínuhverfinu allan lið-
langan daginn og gat ekkert verið
að ansa þótt einhverjum dytti í hug
að koma í heimsókn. Kom ekki út
fyrr en á kvöldin, til að setjast á
matsölustað með vinum. Maðurinn
er einfaldlega með fádæmum
vinnusamur og ótrúlega afkasta-
mikill, enda segir hann að 90 %
af málverkinu sé hrein vinna.
Hvernig hefði hann annars átt að
koma í verk öllu því sem eftir hann
liggur? Þannig vinnur hann enn
daglega í 10-12 tíma í vinnustofu
sinni í Rue Fondary í Suðurborg-
inni. Eini munurinn að nú býr hann
ekki lengur líka í vinnustofunni.
Eða eins og hann sagði við mig
fyrir tveimur árum: „Hér er ég al-
einn við vinnu mína allan daginn,
en reyni að hætta vinnu milli kl. 7
og 8 á kvöldin. Þá hefi ég þörf
fyrir að komast innan um fólk. Eg
vakna um 7 leytið á morgnana og
þegar ég lýk vinnu hér í vinnustof-
unni hefi ég venjulega 1-2 tíma til
að sjá um bókhaldið mitt og annað
sem tilheyrir daglegu umstangi.
Um 10 leytið þykir mér gaman að
hitta vini mína úti á góðu veitinga-
húsi, borða með þeim og spjalla
við þá. Það er alveg ótrúlegt hve
gott það gerir mér að koma svona
út á kvöldin, hafa vistaskipti og fá
ferskt loft að loknum vinnudegi."
Þegar Gunnar Kvaran listfræð-
ingur var að skrifa MA-ritgerð sína
um tíma og rými í verkum Errós
við háskólann í Aix-en-Provence
árið 1980 og var að heygja sér
éfni hjá listamanninum- sjálfum í
París, tók Erró þennan unga náms-
mann gjarnan með sér út að borða
á kvöldin eða hringdi og kvaðst
koma með gest, þegar honum hafði
verið boðið í matarboð. Kveðst
Gunnar aldrei hafa séð svo margt
frægt fólk. Þarna voru allir þeir
sem eitthvert nafn höfðu í listum
og námsmaðurinn sat og horfði á
þá stórum augum og gleypti í sig
umræðumar við borðið. Gunnar
segir að Erró hafi tekið sér ákaf-
lega ljúflega, leyft honum að sitja
yfir sér í vinnustofunni og sparaði
þá hvörki tíma né ljúft viðmót.
Síðast hitti ég Erró í París að
haustlagi. Hann átti aðeins eftir
að opna eina málverkasýningu í
Rue de Seine með fjölda smá-
mynda, halda hefðbundið árlegt
boð fyrir velunnara sína og stuðn-
ingsmenn til margra ára og svo
ætlaði hann að drífa sig til Thai-
lands á eftir konu sinni Vilai, og
dvelja þar í nokkrar vikur um jóla-
leytið eins og hann er vanur. Erró
hefur vinnustofur í Bangkok, París
og Formentera á Majorka og deilir
þar vinnutíma sínum eftir árstí-
ðum. í París á hann uppkomna
dóttur af fyrra hjónabandi, en í
Bangkok tvær 17 og 18 ára gaml-
ar stjúpdætur, dóttur Milai og föð-
urlausa bróðurdóttur hennar. Þar
get ég ímyndað mér að Erró falli
vel inn í tilgerðarlaust líf hinna
eðliskurteisu og Ijúfu Thailendinga,
þar sem sjálfsagt þykir að sá sem
á gefi fjölskyldu og vinum af ör-
læti sínu ög af sjálfum sér.
Erró sýnir nokkrum vinum sínum myndir úr gjöf hans til Reykjavíkurborgar.
Morgunblaðið/Rax
Fimm skip
fá leyfi til
spærlings-
veiða
HÁBERG GK hefúr verið á
spærlingsveiðum við Vest-
mannaeyjar að undanförnu og
fengið mest tvö 20 tonn höla á
dag, að sögn Jóhanns Péturs
Andersen, framkvæmdastjóra
Fiskimjöls og lýsis hf. í
Grindavík en þar er afli skipsins
bræddur. Háberg GK, Sunnu-
berg GK, Sighvatur Bjarnason
VE, Huginn VE og Erling KE
fengu leyfi til að stunda þessar
veiðar til 15. október nk., að
sögn veiðieftirlitsins. Háberg
GK var 3-4 vikur á spærling-
sveiðum í vor og fékk þá nokkur
hundruð tonna afla.
Spærlingurinn er veiddur í troll.
Hann er þorskfiskur, mjög
líkur kolmunna og Háberg GK
hefur fengið mikið af kolmunna
með spærlingsaflanum í haust.
Islensk skip veiddu 3.647 tonn
af spærlingi í fyrra. Þar af voru
3.458 tonn brædd í Vestmannaeyj-
um og 188 tonn á Höfn í Horna-
firði.
Hér heldur spærlingurinn sig
aðallega við Suðurland. Hann hef-
ur hins vegar lítið verið rannsakað-
ur á undanförnum árum og ekki
er vitað hversu stór stofninn er,
að sögn Viðars Helgasonar hjá
Hafrannsóknastofnun. Danir og
Norðmenn hófu spærlingsveiðar í
Norðursjó og Skagerak í stórum
stíl til bræðslu árið 1961 og veidd
voru 288 þúsund tonn í Norður-
Atlantshafi árið 1986. Spærling-
sveiðar hófust hér ekki fyrr en
árið 1969 en íslensk skip veiddu
34.600 tonn hér við land árið 1978.
Heimsmarkaðsverð á fiskimjöli
er nú um 7,50 Bandaríkjadalir (465
krónur) fyrir prótíneininguna og
heimsmarkaðsverð á lýsi er um 240
dalir fyrir tonnið (14.880 krónur).
í spærlingsmjöli eru að meðaltali
67,5 prótíneiningar og úr einu
tonni af spærlingi upp úr sjó fást
200 kíló af mjöli.
Úr spærlingnum fæst hins vegar
ekkert lýsi núna, þannig að út-
flutningsverðmæti á einu tonni upp
úr sjó er nú rúmlega 6 þúsund
krónur. Fyrir 35 þúsund tonn upp
úr sjó fæst því rúmlega 200 millj-
óna króna útflutningsverðmæti.
Jóhann Pétur Andersen sagðist
hins vegar vonast til að fituinni-
hald spærlingsins yrði 4 til 6% í
október og þá yrði hægt að vinna
lýsi úr honum.
Korpúlfsstaðir verða listamiðstöð
BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að Korpúlfsstaðir verði listamiðstöð
og að uppbyggingin þar verði næsta stórverkefni borgarinnar á eftir
Viðeyjarstofú og Borgarleikhúsinu. Kjarni listasafnsins, sem þar verður
til húsa verður safn listaverka Errós, sem listamaðurinn hefúr fært
borginni að gjöf en listamiðstöðin á auk þess að hýsa aðra menningar-
starfsemi, svo sem leiklist, höggmyndalist, ritlist og tónlist.
Korpúlfsstaðir munu hafa komist
í eigu Viðeyjarklausturs á 13.
öld og í konungseign í siðaskiptun-
um. Á 19. öld átti Benedikt Sveins-
son yfirdómari jörðina um skeið og
eignaðist Einar Benediktsson skáld
hana eftir hans dag. Thor Jensen
keypti jörðina af Einari árið 1922
og var kaupverðið 20 þúsund krón-
ur. í greinargerð Ragnheiðar H.
Þórarinsdóttur borgarminjavarðar
um Korpúlfsstaði segir, að á árunum
fyrir 1922 hafi jörðin verið talin
meðaljörð. Eftir að Thor eignaðist
jörðina hóf hann þegar jarðabætur
og tveimur árum síðar ákvað hann
að á Korpúifsstöðum skyldi rísa
stærsta bygging á íslandi. Thor ák-
vað sjálfur að mestu gerð hússins
og réði öllu fyrirkomulagi með aðstoð
Sigurðar Guðmundssonar húsameist-
ara. Korpúlfsstaðahúsið er reist á
melhrygg og grunnflötur þess 30x80
m, kjallari, hæð og ris.
Húsasmíðin hófst í apríl árið 1925
og lauk á 6 árum en það var draum-
ur Thors að Alþingishátíðarárið 1930
yrðu Korpúlfsstaðir reisulegasta bý-
lið á íslandi. Það ár gaf Búnaðarfé-
lag ísiands út bækling um fram-
kvæmdir sunnanlands og segir þar
um Korpúlfsstaði að þar sé orðin
mesta bújörð á íslandi vegna hinna
mikiu umbóta sem þar hafi farið
fram. Árið 1930 voru keypt öll áhöld
í mjólkurstöðina á Korpúlfsstöðum
samkvæmt ströngustu kröfum um
hreinlæti og verkhagræðingu og
hófst þá sala á mjólk til Reykjavík-
ur. Býlið stækkaði jafnt og þétt og
voru rúmlega 300 mjólkurkýr í íjosi
í árslok 1934. Auk mjóíkurfram-
llllll 3 BI. ■ l.l'f I;| S |%| |Jþ L11111|
Korpúlfsstaðir - listamiðstöð
leiðslunnar var einnig stunduð kart-
öflurækt og þar reyndi Lorentz Thors
bústjóri, ásamt föður sínum ýmsar
nýjungar í rekstri, sem vöktu mikla
athygli á sínum tíma. Hámarki náði
búreksturinn á Korpúlfsstöðum á
árunum 1934 til 1935 og störfuðu
47 manns við búið sumarið 1935.
Þáttaskil urðu í janúar það ár þegar
„mjólkurlögin" gengu í gildi og
Mjólkursamsalan var stofnuð. Þar
með var bannað að selja mjólk beint
til neytenda. Borgarminjavörður seg-
ir í greinargerð sinni, að þar með
Reykjavíkur.
hafi fótunum verið kippt undan bú-
rekstrinum, meðal annars vegna þess
að það verð, sem fékkst fyrir mjólk-
tina stóð ekki undir rekstrinum.
Reykjavíkurbær eignaðist Korp-
úlfsstaði árið 1942 og komst jörðin
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur ári
síðar. Rak bærinn búsakp á jörðinni
fram til ársins 1967 er borgarráð
samþykkti að leigja jörðina ásamt
útihúsum og íbúð til ársins 1970. í
janúar árið 1969 kom upp eldur á
Korpúlfsstöðum og urðu miklar
skemmdir á öllum þremur álmum
hússins.
Árið 1970 voru gerðir matjurta-
garðar í landi Korpúlfsstaða austan
Korpu og á árinu 1975 fékk Golf-
klúbbur Reykjavíkur aðstöðu á Korp-
úlfsstaðatúnum. Húsin hafa verið
nýtt sem geymslur fyrir borgarstofn-
anir en árið 1973 samþykkti borgar-
ráð að gefa myndhöggvarafélaginu
kost á að leigja til 20 ára hluta Korp-
úlfsstaða fyrir vinnustofur og íbúðir
myndhöggvara fyrir eina krónu á
ári.