Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAQUR 17. SEPTEMBER 1989 17 ■ Landsbanki og stjórnvöld ætla að bjarga Sambandinu. I Skuldirnar um níu milljarðar króna. ■ Lánstraust erlendis í hættu. H Tjónið meira af gjaldþroti en björgunaraðgerðum. ■ KEA skuldar 1,4 milljarða í Landsbankanum. ■ Valur með Samvinnubankakaupunum, en samt á móti. ■ Yfirverð Samvinnubankans a.m.k. 200 milljónir króna. vinnubankanum. Þeir sem vetja gerðir Sverris í þessu máli og Sverr- ir sjálfur segja aftur á móti að hag- ræðingin sem fáist af sameiningu þessara tveggja banka sé svo mikil að kaupverð bankans muni skila sér aftur til Landsbankans á örfáum árum. Bankaútibúum verði hægt að fækka um að minnsta kosti 15 á landinu öllu, auk þess sem við- skiptin sem flytjist yfir í Lands- banka frá Samvinnubanka séu Landsbankanum mikils virði. Stór hluti viðskiptavina Samvinnubank- ans eru spariijáreigendur, sem eru jú þeir viðskiptamenn sem allir bankar keppa fyrst og fremst um. Aðeins lítill hluti lánafyrirgreiðslu bankans er til samvinnufyrirtækja, eða um 17%. Auk þess gera Lands- bankamenn sér vonir um að fá Lífeyrissjóð samvinnumanna, Sam- vinnusjóðinn og Innlánsdeildir kaupfélaganna í sinn hlut, sem eru viðskipti upp á milljarða króna. Því mun Landsbankinn sjá sér mikinn ■framtíðarhag í bankakaupunum. Það má til sanns vegar færa að miklu meira þarf til, til þess að Sambandinu verði bjargað. Auðvit- að er það lífsspursmál fyrir Lands- bankann og Sambandið að 1,6 millj- arða skuld þess í Samvinnubankan- um fái að flytjast yfir í Seðla- banka. Forsætisráðherra segir um þetta mál: „Ég skil það þannig að skuld Sambandsins við Samvinnu- bankann verði „parkerað“ í Seðla- bankanum í 15 ár. Ef Seðlabankinn lítur svo á að hér sé um hagræð- ingu í bankakerfinu að ræða og hér sé verið að afstýra einhverjum meiriháttar vandræðum í peninga- málum, þá getur hann vitanlega stuðlað að því að málið leysist , með því að taka við skuldabréfum frá Landsbankanum, fyrir þessari upphæð.“ Það er í verkahring Jóns Sigurðs- sonar, bankamálaráðherra að leggja blessun sína yfir þessi við- skipti Landsbankans og Sambands- ins, eða að hafna þeim. Forsætis- ráðherra segist telja að Jón eigi „voðalega erfítt með að stöðva þessi viðskipti", en bendir jafnframt á að ekki séu öll kurl komin til graf- ar því enn séu ótal fyrirvarar og eftir’ sé að meta fjölmarga hluti, áður en hægt verði að tala um end- anlegt verð. Jón Sigurðsson, bankamálaráð- herra segist ekkert geta sagt til um það hvenær sín niðurstaða muni liggja fyrir. Hann bíði greinagerðar Bankaeftirlitsins og nú á þriðjudag muni hann hitta bankastjóra Lands- bankans ásamt ráðuneytisstjóra sínum, þar sem farið verði yfir málið. Nú séu Ríkisendurskoðun og Bankaeftirlitið að fara yfir málið og því sé ótímabært að vera með nokkrar yfirlýsingar um það hveijar niðurstöður kunni að verða. Það verði ekki hægt að taka afstöðu til þessarar málaleitunar Landsbank- ans um aðstoð Seðlabanka fyrr en niðurstöður þessara stofnana liggi fyrir. Sambandið hyggur á stórfellda eignasölu Fleira þarf þó til: Landsbankinn gerir kröfu um það til Sambandsins m h TIL SOLII HJÁSfS Hæð í húsi Sambandsins á Kirkju- sandi. Lífeyrissjóður samvinnumanna hefur þegar keypt hæðina. Osta-og smjörsalan, Bitruhálsi 2. Milljónir króna Söluverð Q E Milljónir Wllkróna Húseignin Krókháls 7. Skv. heimildum Mbl. hafa viðræður við BYKÓ hafist. Söluverð 101) Milljónir luU króna Hlutur SÍS í Osta- og smjörsölunni, Bitruhálsi 2. Söluverð 10fl Milljónir I LU króna Húseignin Snorrabraut56. Milljomr króna að það geri nákvæma grein fyrir framtíðaráformum sínum og leggi fram áætlanir um það hvaða eignir fyrirtækið hyggist selja til þess að bæta fjárhagsstöðu sína. Sam- kvæmt heimildum mínum hafa Sambandsmenn þegar lagt fram lista yfir þær eignir sem þeir vilja selja, en á þeim lista eru hvorki . Reginn eða ESSO, tvær aðalmjólk- urkýr Sambandsins. (Sjá nánar töflu um eignir hér í opnunni.) Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort Sambandinu tekst að selja þessar eignir á því verði sem upp er sett, en þó getur það vart talist líklegt. Miklu meira þarf einnig til og þá er ekki óeðlilegt að líta þangað sem peningarnir eru, þ.e. til hluts Sambandsins í íslensk- um aðalverktökum, en þar á Sam- bandið um 28%, sem sumir telja að jafngildi á milli tveimur og þrem- ur milljörðum króna, en aðrir segja að SÍS fái mun minna fyrir sinn hlut þar, ef selt verður á annað borð. Bókfært nafnverð hlutar Sambandsins í ESSO er 1,1 millj- arðar, en raunvirði er miklum mun hærra. Þá vaknar sú spurning'hvort einhver kaupandi fáist að slíkum eignum og verður vart séð að um nokkurn geti verið að ræða annan en ríkið. Breytist Sambands-risinn í meinlausa mús Guðjón B. 'Ólafsson, forstjóri Sambandsins átti fund þann 1. sept- ember (daginn sem hann og Sverr- ir undirrituðu samkomulagið) með formönnum stjórnarflokkanna, þar sem hann útlistaði fyrir þeim skuldastöðu Sambandsins og óró- leika erlendra lánadrottna. Þar kom til umræðu hvort stjórnvöld vildu hugsanlega kaupa hlut Sambands- ins í íslenskum aðalverktökum. Engar formlegar ákvarðanir voru teknar, en það mun þó liggja fyrir að nái ríkið samningum við Samein- aða verktaka, þá telji stjórnvöld ekkert því til fyrirstöðu að semja einnig við SÍS. „Ég held að ég geti sagt að það er vilji til að skoða það mál, en það er ekki farið að ræða Um verð eða a.inað í því sambandi. Það er mín skoðun að það geti vel verið rétt að ríkið leysti þessa eign til sín og hefði þar með meiri tök á þessum málum,“ segir forsætis- ráðherra. En það eru fá teikn á lofti um það nú að samningar ríkis- valdsins og Sameinaðra verktaka séu í sjónmáli. Ljóst er að það hefur verið ákveð- ið að bjarga Sambandi íslenskra samvinnufélaga, enda liggur það fyrir að íslenskir hagsmunir, hér- lendis og erlendis, myndu líða mun meira fyrir gjaldþrot Sambandsins, en þeir munu gera með þessum kostnaðarsömu björgunaraðgerð- um. Framtíðarsýn sú sem bíður Sambandsins er þó ekkert í líkingu við mynd þess undanfarna áratugi. Sambandið mun vart Iengur heita risi í íslensku atvinnulífi, ef sú verð- ur niðurstaðan, að það verði að missa flestar sínar tennur við björg- unaraðgerðirnar. SIS verður áfram til, en hjal manna um SÍS-risann mun væntanlega fjara út á örfáum árum. Húseignin Snorrabraut 56, gamla Osta- og smjörsalan. Söluverð 80 Milljónir króna HluturSÍSíTollvörugeymslunni, Héðinshöfða 1-3, Laugamesi. \ Ej Milljónir Söluverð IU króna Tollvörugeymslan, 1C Milljónir Héðinshöfða 1-3, Laugarnesi. IM króna Húseignin Rauðarárstígur 33. 10 Milljónir Söluverð IL króna Sambandið vill selja hlut sinn í Islenskum Aðalverktökum. Ríkið er hugsanlegur kaupandi. Söluverð 1-2000S" Hús íslenskra Aðalverktaka sf., Höfðabakka 9, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.