Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 15 uðu undan vöniskorti en enginn undan peningaleysi. Frelsi, í víðasta skilningi þess orðs, var það sem fólkið þráði. Enginn nefndi glasnost eða perestrojku. Viðmælendur mínir vildu komast vestur fyrir járn- tjald. Þeir höfðu enga trú á kerfinu sem.langflestir þeirra voru fæddir og aidir upp í. Fyrir um hálfum mánuði bárust fréttir um að flóttafólkið yrði flutt með sérstökum lestum til Vestur- Þýskalands 6. september. Þegar þetta spurðist var þungu fargi létt af öllum. En miðvikudagurinn 6. september leið án þess að nokkuð gerðist og óvissan tók aftur við. Talsmaður ungversku stjórnarinnar sagði daginn eftir að málið yrði leyst innan nokkurra daga og Ny- ers, formaður kommúnistaflokks- ins, sagði í stuttu samtali við Morg- unblaðið á föstudag 8. september, að allir austur-þýskir flóttamenn yrðu farnir frá Ungveijalandi innan viku. Hann sagði að Ungveijar vildu að land sitt yrði brú milli ríkja sem hafa ekki skrifað undir flótta- mannasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og þeirra sem hafa gert það. Ungveijar rituðu undir sáttmálann í ár og er eina þjóðin í Austur- Evrópu sem hefur gert það. í fréttum á laugardag 9. septem- ber var haft eftir Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, að málið yrði leyst á næstu dögum. En fyrir tæplega 3.000 flóttamenn í Zanka, um 160 km suðvestan við Búdapest, var það þegar leyst. Þeim hafði verið tilkynnt formlega kvöld- ið áður að þeir fengju að fara lög- lega til Sambandslýðveldisins innan skamms. Eftirvænting ríkti í búð- Starfsmaður Rauða krossins býður austur- þýska stúlku velkomna til Vestur-Þýskalands við landamærin. vildu. Ungverska stjórnin ákvað að bijóta um óákveðinn tíma gagn- kvæmt samkomulag við Austur- Þýskaland frá 1969 um að hleypa þegnum þjóðanna ekki til Vestur- landa nema þeir hefðu vegabréfs- áritanir að heiman til fararinnar. Fólk skálaði í kampavíni og grét af gleði yfir frelsinu. Margir drifu sig strax af stað í þéttsettnum bílum, leigubílum og jafnvel fót- gangandi. Raðir höfðu myndast við landamærin inn í Austurríki á mið- nætti. Einn ungur maður sem beið í hálftíma eftir að þau opnuðu sagð- ist aldrei gleyma gleðinni sem greip um sig þegar klukkan sló 12 og Austur-Þjóðveijum var heimilt að fara vestur yfir. „Það var engu líkt,“ sagði hann og hamingjubros breiddist um andlitið við endur- minninguna. Ríkið hirðir eigurnar Einföld rúm biðu fólksins í flótta- mannabúðum í Passau og næstu nágrannabæjum. Þar lét það skrá sig og fékk 200 v-þýsk mörk (um 6.400 ísl. kr.) frá ríkinu. Þeir sem vissu hvert þeir ætluðu gátu haldið ferðinni áfram en aðrir dvöldust í búðunum þangað til ákveðið var hvert ferðinni skyldi heitið. At- vinnutilboð voru á auglýsingatöfl- um og límd á bíla og veggi þar sem flóttamennirnir fóru um. 28 ára karl stóð í hópi sem var að skoða auglýsingar. Hann sagðist ekki vera að leita að neinu sérstöku en spurði hvort ég hefði eitthvað fyrir sig að gera þegar ég ávarpaði hann. Svo var ekki en tugir annarra sem voru komnir mislangan veg til bæjarins höfðu það. Að minnsta kosti einn atvinnurekandi keyrði alla leið til Zanka í leit að vinnukrafti. Margir buðu líka upp á íbúðir og gistingu. Nóg atvinna virðist í boði þótt 2 milljónir manna séu atvinnulausar í Sambandslýðveldinu. 20% þeirra Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Atvinhutilboðin skoðuð í flóttamannabúðunum skammt frá Passau. Það vildi fá tækifæri til að ferðast þangað sem það lysti og vinna fyr- ir peningum sem hefðu eitthvert gildi. Allir sem ég talaði við kvört- unum í Búdapest yfir helgina og á sunnudagskvöld endurtóku fagnað- arlætin sem brutust út í Zanka tveimur kvöldum áður sig í höfuð- borginni. Horn, utanríkisráðherra Ungveijalands, tilkynnti að landa- mærin yrðu opnuð á miðnætti og allir gætu farið hvernig sem þeir Þrjár kynslóðir flúðu land í stað þess að fara í frí. Nestispakkar og upplýsingar biðu þeirra við landamærin. ei-u Austur-Þjóðveijar sem hafa verið einhvern tíma í landinu, sam- kvæmt upplýsingum sjónvarpsins. Austur-þýsku flóttamennirnir eru svo heppnir að tala tungumál landsins sem þeir flýja til og þeir eru hjartanlega velkomnir þangað eins og samlandar. Þeir skera sig ekki lengur úr hópnum þegar þeir eru stignir út úr bílunum sínum. Þeir eru klæddii' á vestræna vísu og fijálslegir í framkomu. Fertuga móðirin sagðist varla geta beðið eftir að henda gallabuxunum sem hún var í.„Ég keypti þær af Pól- veija á svörtum fyrir tveimur árum. Nú þarf ég ekki að standa í slíku framar." Flóttamennirnir eni iðnaðar- menn eða verkmenntað fólk upp til hópa. Einhver sagði að loks flýði gagnlegt fólk en ekki bara rithöf- undar og menntamenn vestur yfir! Starfsmaður úr postulínsverk- smiðju í Meissen óttaðist ekki at- vinnuleysi. „Ég frétti að forstjórinn hefði ekki snúið heim af vörusýn- ingu í Frankfurt. Hann getur hald- ið atvinnurekstrinum áfram hér. Ég held að megnið af starfsliðinu sé mætt,“ sagði hann hlæjandi. Þungavinnuvélstjóri sagðist hafa séð verkstjórann sinn álengdar í Búdapest. „Framkvæmdirnar sem við unnum við tefjast líklega eitt- hvað,“ sagði hann. Austur-Þjóðveij- arnir fengu leyfi ti! að fara í frí til Ungveijalands eða Rúmeníu og höfðu farangur með sér í samræmi við það. Þeir sem sóttu um leyfi eftir að flóttamannabylgjan hófst þóttust flestir ætla til Rúmeníu til að vekja ekki grunsemdir lögregl- unnar. Og þeir gættu þess að taka ekki of mikið með sér svo að landa- mæraverðirnir tækju ekki eftir neinu. Fólkið skildi flestar eigur sínar eftir heima. Margt sagðist vona að vinir þess og ættingjar gætu nálg- ast þær og notað. „Um leið og það kemst upp að við erum ekki í fríi heldur farin fyrir fullt og allt hirðir ríkið allt sem við skildum eftir,“ sagði 23ja ára lærð þjónustu— stúlka.„Ég verð að hringja heim og segja foreldrum mínum hvar ég er. Ég veit að þau fara að hágráta. En vonandi geta þau tæmt íbúðina áður en þeir gera það.“ Hún og 22ja ára múrari áttu engan að í Vestur-Þýskalandi. „Við erum til- búin að gera hvað sem er til að koma undir okkur fótunum,“ sagði hann.„En svo vildum við gjarnan læra eitthvað nýtt.“ PELSINN Kirkjuhvoli, simi 20160. Giæsileg pelsfóðurs- kápa Mikið úrval af húfum, treflum og kápum. Allar stærðir. Margir litir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.