Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 AUGL ÝSINGA BATAR — SKIP Veiðiheimild Úrelding fyrir 9,9 tonna bát. Gott verð. Upplýsingar í síma 54496. Kvóti - kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarana okkar Arn- ar og Örvar. Staðgreiðum hæsta gangverð. Upplýsingar í símum 95-22690, 95-22620 og 95-22761. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. Kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarann Hólma- drang. Greiðum besta verð. Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband í símum 95-13209, 95-13203 og 95-13308. Hólmadrangur hf. Til sölu 36 tonna eikarbátur til afhendingar strax. Óveiddur kvóti 60 tonn. Vantar á söluskrá 50-150 tonna báta fyrir góða kaupendur. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 622554, hs. 45641. TIL SÖLU Beitusíld til sölu Höfum til sölu beitusíld. Upplýsingar í síma 96-81111. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Takið eftir! Til sölu er nýleg Flott-form bekkjasamstæða (7 bekkir). Einnig er til sölu 600 kílóa þrek- stöð sem býður upp á ótal möguleika. Upplýsingar í símum 98-33872 og 98-33962 á kvöldin. Skagafjörður - jörð til sölu Garðhús, Seyluhreppi er til sölu. Jörðin er 60 hektarar að stærð, helmingur ræktað land. íbúðarhús, 34 hesta hesthús, hitaveita og veiðiréttindi. Tilvalið fyrir hestamenn eða félagasamtök. Upplýsingar í síma 95-35649 eða 95-37382. Gott fyrirtæki Til sölu í Keflavík, keilusalur með sex nýjum brautum, möguleiki á að koma fyrir biljard- borðum. Langur leigusamningur um húsnæðið. Lögmenn, Garðar Garðarson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hafnargötu 31, sími 92-11733. Myndavél/reprómaster til sölu AGFA-GEVAERT RPS-2024 AUTOMATIC reprómaster með nýjum densitymæli (d. 103) til sölu. Vélin er í mjög góðu ásig- komulagi. Stærð 50 x 65, stærsta fyrirmynd 59 x 84. Upplýsingar í síma 54466 kl. 8.00-18.00. Sól - sól - sól Nú er góður tími framundan. Til sölu: Lítil, vinsæl og vel staðsett sólbaðs- stofa með nuddaðstöðu. Gæti líka verið að- staða fyrir snyrtistofu eða hárgreiðslustofu. Góðir stækkunarmöguleikar. Til greina kemur að taka bíl upp í útborgun. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir næstu mánaðar- mót merkt: „Sól - 6399“. „Penthouse11 íbúð Skrifstofu okkar hefur verið falið að selja 170 fm. „penthouse" íbúð í Reykjavík. íbúðin hefur öll verið endurnýjuð og er sem ný. Nýtt parket á allri íbúðinni, ný eldhúsinn- rétting, nýtt gler og öll íbúðin ný máluð. Ca. 50 fm. svalir. Ekki hefur verið búið í íbúðinni eftir endur- bætur og er hún því laus nú þegar. Glæsileg eign. Þeir sem hafa áhuga hafið samband við Ein- ar eða Sigurð. Málflutningsskrifstofa Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími 689560. YMISLEGT Stálstoðir - hitablásarar Óskum eftir að taka á leigu stálstoðir eða turna undir loftaplötur (lofthæð 7,0-8,5 m). Leigutími ca. tveir mánuðir. Einnig óskum við eftir að kaupa rafmagns- eða olíuhitablás- ara. Allar nánari upplýsingar gefnar í símum 95-24054 eða 95-24123. o Trésmiðjan Stígandi hf., Blönduósi. Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns á lóðinni Vesturhraun 7 í Garðabæ Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjórnar ríkisins og með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns á lóð- inni Vesturhraun 7 í Garðabæ. Breytingin felst í því, að leyfileg hámarkshæð húss er hækkuð úr 9,5 m í 14,5 m. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu, við Víflisstaðaveg, frá 18. september 1989 til 30. október 1989 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skilað til undirritaðs fyrir 13. nóvember 1989. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. TILKYNNINGAR VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF w Orðsending til viðskiptamanna Vátryggingafélags íslands hf. Frá og með mánudeginum 18. september nk. verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Sölufélag garðyrkjumanna hefur flutt skrifstofur og rekstrarvörudeild að Síðumúla 34, Reykjavík. Nýtt símanúmer er 678900. Vinsamlegast athugið að verslunin er enn á sínum stað við Skógarhlíð 6. Sölufélag garðyrkjumanna. Tilkynning til skipulagsgjaldenda Gjaldendum vangoldins skipulagsgjalds 1988 er bent á að skipulagsgjaldi fylgir lög- veðréttur í viðkomandi fasteign, sbr. 1. mgr.' 35. gr. laga nr. 19/1964. Verði vangoldið skipulagsgjald álagt 1988 eigi greitt fyrir 21. október nk. mun skv. 1. gr. laga nr. 49/1951, fyrirvaralaust verða krafist nauðungaruppboðs á fasteignum þeim, er lögveðrétturinn nær yfir, til lúkning- ar vangoldnum kröfum auk dráttarvaxta og kostnaðar. Reykjavík 17. september 1989, Tollstjórinn í Reykjavík. Námsstyrkir í Banda- ríkjunum 1990-1991 íslensk amerkíska félagið auglýsir hér með eftir umsóknum vegna aðstoðar félagsins við öflun námsstyrkja í „undergraduate" námi í Bandaríkjunum fyrir skólaárið sem hefst haustið 1990. Aðstoð félagsins felst í milligöngu með aðstoð stofnunarinnar Institute of International Education, sem sendir umsóknir til bandarískra háskóla en styrkirnir kom frá þeim. Til greina koma þeir sem hafa lokið stúdentsprófi í síðasta lagi vorið 1990. Umsóknum skal skilað fyrir 1. október nk. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá Verslunarráði íslans, sími 83088. íslensk ameríska félagið. Auglýsing um tillögu að breytingu á deili- skipulagi á Flötum og í Lundum í Garðabæ Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjórnar ríkisins og með vísan til greinar 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir athuga- semdum við eftirfarandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Flötum og Lundum: „Þökum húsa má breyta innan eftirfar- andi marka: Hámarkshæðir eru miðaðar við sam- þykkta plötukóta samkvæmt hæðar- blaði eða samþykktar leiðréttingar frá því. Hámarkshæð er 4.20 m. Þó má mænishæð valmaþaks vera allt að 4.75 m. Kvistir eru ekki leyfðir". Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðarveg, frá 18. september 1989 til 16. október 1989 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skilað til undirritaðs fyrir 30. október 1989. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.