Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Valgerður Guðmundsdóttir í garðinum sínum. Grindavík: Fegrunarnefiid veit- ir viðurkenningar Grindavíkurbær heiðraður sérstaklega FEGRUNARNEFND Grindavíkur heiðraði nú nýlega fern hjón fyrir snyrtilega garða í Grindavík. Fiskanes fékk viðurkenningu fyrir snyrti- legt umhverfi fyrirtækja og knattspyrnudeild UMFG fyrir vel skipulagt íþróttasvæði. Þá var að vanda einn eldri borgari heiðraður. Þau sem hlutu viðurkenningu voru Guðfinnur Bergsson og Helga Jó- hannsdóttir, Jóhann Guðfinnsson og Jórunn Jormundsdóttir , Dagbjartur Einarsson og Birna Oladóttir og Guðmundur Guðmundsson og Guð- laug Guðmundsdóttir. Venja er að veita eldri borgara viðurkenningu og að þessu sinni hlaut hana Valgerður Guðmunds- dóttir sem býr á Lundi við Víkur- braut. Valgerður sagði I viðtali við Morgunblaðið að sumarið hafi verið erfitt garðeigendum í Grindavík vegna kulda í sumar og gróður hafi ekki náð sér á strik. Hún sagðist hafa byijað á garðvinnu fyrir tæpum 20 árum og alltaf bætt við á hverju ári. „Sjávarselta gerir mér erfitt fyr- ir en með umhyggju gengur þetta vel,“ sagði Valgerður að lokum. Fegrunarnefndin ákvað í samráði við Birgi Þórðarson, garðyrkjufræð- ing, sem var nefndinni innan handar við valið, að viðurkenna Grindavík- urbæ sérstaklega vegna fram- kvæmda í fegrunarmálum og vera í fararbroddi fyrir fegrun bæjarins. FÓ * Tónlistarskóli Isafjarðar: 188 nemendur í vetur Isafirði. MIKILL stöðugleiki er í kenn- aramálum Tónlistarskóla Isa- fjarðar en af fimmtán manna kennaraliði hætti aðeins einn á síðasta vori, Sigríður Svavars- dóttir. I hennar stað kom Margr- ét Geirsdóttir sem lauk kennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor. Nú hafa verið innritaðir 188 nemendur í skólann, þar af eru 17 í forskóla- deild á aldrinum 4-6 ára. Nú sem fyrr eru flestir nemend- ur í píanóleik eða 69, þá lærir 21 á gítar, og 17 eru í söng- o'g fiðlu- námi. Nú hefur í fyrsta sinn innrit- að sig nemandi í sellóleik en alls eru kenndar milli 15 og 20 náms- greinar. Sigríður Ragnarsdóttir skóla- stjóri sagði við setningu skólans að þótt kennslan færi nú að mestu fram í húsakynnum skólans, á efri hæð húsmæðraskólans, þá væri enn kennt víðsvegar úti í bæ. Hún sagði að í samkomulagi stjórnar Tónlistarfélagsins og Bæjarsjóðs Isafjarðar um byggingu skólahúss ætti að hefjast handa við upp- steypu hússins á næsta ári. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Beáta Joó pianóleikari og Michael Jones klarinettuleikari léku nokkur lög við setningu tónlistarskólans. Þau eru bæði kennárar við skólann. Að venju var flutt tónlist við Michael Jones klarinettuleikari en skólasetninguna og léku í þetta þau eru bæði kennarar við skólann. sinn Beáta Joó píanóleikari og Úlfar Tíu íslenskir keppendur á Norðurlandakeppnina í Þrómiaifciag1 fyrir mið- hárgreiðslu og hárskurði bæinn verði stofiiað BORGARSTJÓRN samþykkti á síðasta fundi sínum að beita sér fyrir stofnun sérstaks þróunarfélags fyrir gamla miðbæinn. A félag þetta að samræma hugmyndir og tillögur hagsmuna- og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja og nauðsynlegrar þjónustu í gamla mið- bænum. Þátttaka verður opin öllum hagsmuna-, rekstrar- og fram- kvæmdaaðilum á svæðinu. Var tillaga þessa efnis samþykkt af borgar- fúlltrúum Sjálfstæðisfiokks og Alþýðuflokks. Tillagan var borin fram af tveimur munaaðilar sameinist um gerð áætl- Norðurlandakeppnin í hárgreiðslu og hárskurði fer fram í Hels- ingborg í Svíþjóð þann 1. október næstkomandi. Tíu keppendur frá íslandi fara utan til keppninnar. íslandskeppni er haldin annað hvert ár og það ár sem ekki er íslandsmót taka íslendingar þátt í Norðurlandakeppni. Alls taka tíu keppendur þátt frá hverju landi, fimm í hárgreiðslu og fimm í hárskurði. Samtals er um að ræða sex útlærða og fjóra nema. borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, þeim Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og Júlíusi Hafstein. í greinargerð þeirra með tillögunni segir: „Nú ligg- ur fyrir í fyrsta sinn staðfest deili- skipulag af miðbænum og framund- an eru töluverðar breytingar á nýt- ingu austurhafnarinnar. Lögð hefur verið áhersla á að starfsemi þar í framtíðinni tengist miðbæjarkiam- anum. Á þessum tímamótum er mikil- vægt að borgaryfirvöld og hags- ana og almenna stefnumörkun í málefnum miðbæjarins svo og um gerð framkvæmda- og fjárhagsáætl- unar í tengslum við slíka stefnumörk- un. Með stofnun þróunarfélags má best samhæfa hagsmuni einka- og opinberra aðila í þeim tilgangi að tryggja skynsamlega uppbyggingu og endurnýjun miðbæjarins og stuðla þannig að fjölbreytilegu mannlífi og öflugri þjónustu í hinum eina sanna miðbæ Reykjavíkur.“ Norðurlandakeppnin er haldin annað hvert ár og hefur verið hald- in hérlendis tvisvar, árin 1977 og 1987. Að þessu sinni eru reglur allbreyttar frá því sem áður hefur verið og er það samanlagður stiga- fjöldi allra frá landinu sem gildir til Norðurlandatitils. Jafnframt geta einstaklingar unnið til verð- launa en hafa ekki leyfi til að kalla sig Norðurlandameistara nema hafa unnið til hans ásamt liðsheild- inni. Alls eru 64 verðlaunasæti í keppninni og sú þjóð, sem verður Hvað réð þögn Alþýðu- flokksráðherranna? stigahæst fær jafnframt peninga- verðlaun að upphæð 50 þúsund krónur sænskar. Islenska hársn- yrtifólkið hefur æft vel að undanf- örnu og meistarar í hárgreiðslu munu fara um næstu helgi til Belgíu þar sem þeir munu æfa í fimm daga undir stjórn þjálfara síns Willheims de Ridder. í meistaraflokki hárgreiðslu eru keppendur Dóróthea Magnúsdótt- ir, Helga Bjarnadóttir og Anna G. Jónsdóttir. Módel þeirra eru Berglind Björgúlfsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Steinunn Sva- varsdóttir. í meistaraflokki hár- skurði keppa Guðjón Þór Guðjóns- son, Gísli V. Þórisson og íris Sveinsdóttir. Módel þeirra eru Númi Geirmundsson, Einar Ólafs: son og Sigurbjörn Einarsson. í flokki hárgreiðslunema keppa þær Þórdís Örlygsdóttir og Halldóra Matthíasdóttir. Þeirra módel eru Soffía Weishappel og Kristjana Þorgeirsdóttir. I flokki hárskera- nema keppa Harpa Hjálmtýsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir. Torfi Geirmundsson, varaform- aður Sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara, sagði að keppn- ir í hárgreiðslu og hárskurði hefðu verið stundaðar í tugi ára. Næsta . heimsmeistarakeppni, sem yæri sú 23. í röðinni, yrði haldin I Rotter- dam í Hollandi, en heimsmeistara- keppni er haldin annað hvert ár eins og reyndar Evrópukeppni. Jafnframt eru haldnar ýmsar aðrar keppnir í faginu svo sem Land- skeppnir, Evrópubandalagskeppni, Gullni túlipaninn í Hollandi, Gullna Greiðan í Júgóslavíu, Haustdagar í Belgíu auk opinna keppna í Þýskalandi, Frakklandi, Luxem- borg, Vín, Englandi, Tailandi, Jap- an og fjórum fylkjum Banda- ríkjanna. Að sögn Torfa eru allar þessar keppnir vel sóttar og sem dæmi nefndi hann að um ein millj- ón manna hafi sótt heimsmeistara- keppnina, sem haldin var í Dús- seldorf á síðasta ári. eftir Þorstein Pálsson Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, fullyrðir í yfirlýs- ingu, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag 26. september, að Alþýðublaðinu hafi ekki verið kunnugt um það leynisamkomulag stjórnarflokkanna að greiða að- stoðarmanni Stefáns Valgeirsson- ar laun úr ríkissjóði og titla hann í því skyni deildarstjóra í forsætis- ráðuneytinu. Upplýst er, að fyrir þessari ákvörðun er hvorki fjár- hagsleg né lagaleg heimild. Staðhæfingar mínar hér í blað- inu síðastliðinn laugardag um, að Alþýðublaðið hafi þagað yfir þess- ari vitneskju í heilt ár byggjast á því, að ritstjóri blaðsins situr fundi þingflokks Alþýðuflokksins og fylgist því með ákvörðunum og samþykktum sem þar eru gerðar. Honum hlýtur því að hafa verið kuhnugt um samkomulagið nema „En heldur er það ótrúlegt að ritstjórinn hafi af þeim sökum ekki haft vitneskju um málið í heilt ár. Það bendir til þess, að þessum upplýsingum hafi vísvitandi verið haldið leyndum fyrir honum. Hvers vegna? Hvað réð þögn Al- þýðuflokksráðherr- anna?“ því hafi verið haldið leyndu fyrir þingflokknum. Mikilvægt er að það atriði verði upplýst án tafar. Leyndi Jón Baldvin Hannibalsson þingflokkinn upplýsingum um bitl- inga til Stefáns Valgeirssonar og samstarfsmanna hans? Þar var þó um að ræða kaupverð fyrir ráð- herrastóla Alþýðuflokksins. Vissulega er ekki hægt að úti- loka þann möguleika, að ritstjóri Alþýðublaðsins hafi verið fjarver- andi á fundi, þar sem skýrt var frá samkomulaginu við Stefán Valgeirsson. En heldur er það ótrú- legt að ritstjórinn hafi af þeim sökum ekki haft vitneskju um málið í heilt ár. Það bendir til þess, að þessum upplýsingum hafi vísvit- andi verið haldið leyndum fyrir honum. Hvers vegna? Hvað réð þögn Alþýðuflokksráðherranna? Aðalatriðið er, að staðreyndir þessa máls verði leiddar í ljós. Því skora ég á ritstjóra Alþýðublaðs- ins, formann Alþýðuflokksins og þingmenn flokksins að upplýsa, hvenær nákvæmlega þeim varð kunnugt um þetta hneyksli? Höfundur er formnður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Þorkell Anna G. Jónsdóttir, Dóróthea Magnúsdóttir og Helga Bjarnadóttir æfa hér viðhafnargreiðslur á módelum sínum, þeim Steinunni Sva- varsdóttur, Berglindi Björgúlfsdóttur og Kristínu Kristjánsdóttur. Viðhafnarkjólar eru allir sérhannaðir og saumaðir af íslendingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.