Morgunblaðið - 27.09.1989, Side 23

Morgunblaðið - 27.09.1989, Side 23
MOROUN'BLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR- 27. SBPTEMBER 1-989 23 att- iflár að ræða og vel að sér um þá þætti efnahagsmála, sem kjaramálin snertu, þótt ekki væru lærðir hag- fræðingar. En að þeirra dómi voru hagstæð óbein áhrif vaxtalækkana á hag launafólks mikilvægari en hin beinu áhrif, en þessi óbeinu áhrif voru fólgin í því, að eftirspurn eftir vinnuafli myndi aukast ef vext- ir lækkuðu og í skjóli þess væri auðveldara að knýja fram kröfur um hærra kaup. Um það má þó deila, hvort líkur séu á því, að lægri vextir leiði til hærri raunlauna. Ef vaxtahækkunin leiðir aðeins til auk- innar verðbólgu, sem oft hefir viljað brenna við hér á landi, eru ekki líkur á því að kaupmáttur launa aukist. En þó aðilar vinnumarkaðarins virtust á þeim tíma vera á einu • máli um það að vaxtahækkun væri æskileg, þá virðist sem meiri efa- semda en áður gæti um það meðal vinnuveitenda að þeim verði hagur í vaxtalækkun, ekki sízt ef slíkt er knúið í gegn með handafli, þ.e.a.s. í trássi við lögmál markaðarins. Ekki mun þó skýringin á þessu vera sú, að hlutdeild vinnuveitenda í sparifé landsmanna hafi aukizt, heldur sú, að þeir óttast að vaxta- lækkun muni draga úr framboði lánsíjár og þannig geta haft nei- kvæð áhrif á hag annarra fyrir- tækja en þeirra, sem njóta póli- tískra forréttinda. Atvinnurekendur munu hinsveg- ar alltaf hafa haft neikvæða afstöðu til skattlagningar sparifjár og virð- ist sú afstaða óbreytt, sbr. bréf Verzlunarráðsins til ijármálaráð- herra, sem nokkuð hefir verið til umræðu síðustu daga. Tæpast mun sú afstaða þó ákvarðast af ótta við það að slíkur skattur verði í neinum teljandi mæli greindur af umbjóð- endum þessara aðila heldur af því, að þeir gera ráð fyrir að skattlagn- ingin dragi úr framboði lán.sijár og hækki vexti. Þetta atriði verður nokkuð rætt hér á eftir. Vextir og sparnaður I umræðunum um vexti, verð- tryggingu og skattlagningu vaxta- tekna hefir það eðlilega borið mjög á góma hverskonar samband sé á milli raunvaxta og sparnaðar. Þetta hefir einnig verið mjög til umræðu meðal hagfræðinga og skoðanir þeirra skiptar í því efni. Hin svo- nefnda klassíska hagfræði ályktaði sem svo, að þar sem vextina mætti skoða sem umbun fyrir það að spara ættu hærri vextir að léiða til meiri sparnaðar og þá öfugt ef vextir lækka. Keynes og fylgismenn hans lögðu hinsvegar megináherzlu á tekjurnar sem ákvörðunarþátt sparnaðarins. Ef hærri vextir hafa neikvæð áhrif á atvinnustig og tekj- ur segja Keynes-sinnar, þá hafa þeir einnig neikvæð áhrif á sparn- að, öfugt við það sem klassíska hagfræðin hélt fram. Ekki verða þessu efni gerð hér nánari skil, enda var,ágreiningurinn milli þess- ara skóla meira sprottinn af því, að gengið var út frá mismunandi forsendum heldur en af hinu, að um mismunandi röksemdafærslu væri að ræða. Keynes-hagfræðin, en blómatímabil hennar var fjórði áratugur þessarar aldar þegar heimskreppan mikla gekk yfir, hef- ur með nokkrum rétti verið kölluð kreppuhagfræði, þar sem forsendur klassísku hagfræðinnar voru þær, að hagkerfið leitaði alltaf af sjálfu sér jafnvægis við fulla nýtingu vinnuaflsins. Enginn getur auðvitað um það sagt með neinni vissu, hver verði áhrif lækkunar raunvaxta á heildar- sparnað miðað við þær aðstæður, Ólaí'ur Björnsson „Mér virðist því í meira lagi vafasamt, hvort það er skattlagning hlutaQár sem fælir frá því að kaupa hlutabréf, heldur hygg ég, að hitt sé miklu þyngra á met- unum, að fólk hefir tak- markaða trú á því, að hlutafé skili nokkrum arði. En ef ekki er um neinn arð að ræða, þá skiptir skattlagningin litlu máli. “ sem fyrir hendi eru nú hér á landi. Ef við gerum ekki ráð fyrir því, að slíkt hafi áhrif á tekjurnar, reiknað á föstu verði eða í kaupmætti, þá má telja ólíklegt að um veruleg áhrif vet'ði að ræðá, a.m.k. ef yfir skemmri tíma er litið. Hinsvegar kemur sparnaður fram í mörgum myndum og ef um verulega breyt- ingu raunvaxta er að ræða getur slíkt, jafnvel þótt yfir skamman tíma sé litið, haft veruleg áhrif á það, hvaða myndir sparnaðurinn tekur á sig. Þannig tel ég ekki vafa á því, að lækkun raunvaxta af sparifé í merkingunni bundnar inn- stæður í lánastofnunum eða kaup spariskírteina getur haft veruleg neikvæð áhrif á hinn peningalega sparnað, þótt það þurfi ekki að leiða til minni heildarsparnaðar að sama skapi. Menn spara þá í öðrum myndum, t.d. þeirri, að kaupa vand- aðri og meiri heimilistæki en áður, sem er ijárfesting frá sjónarmiði einstaklings, þótt neyzla teljist í þjóðhagsreikningum, kaupa erlend- an gjaldeyri ef slíks er kostur o.s.frv. Sem dæmi má hér nefna hinn mikla samdrátt í peningaleg- um sparnaði sem leiddi af hinum neikvæðu raunvöxtum sparifjár á seinni hluta síðastliðins áratugar, sem var höfuðástæða þess að al- menn verðtrygging fjárskuldbind- ing vai' tekin upp. Þar sem ekki var um neina verulega rýrnun kaup- máttar tekna að ræða má telja ólík- legt, að heildarsparnaður hafi að sama skapi dregizt saman, þótt upplýsingar vanti um það hvert spariféð flúði. Annað dæmi um röskun sparnað- arforma er hinn mikli bílainnflutn- ingur, sem átti sér stað í kjölfar þeirra samninga, sem aðilar vinnu- markaðarins gerðu árið 1986 um stórfellda lækkun aðflutningsgjalda af bílum. Þetta gerði bílakaup miklu hagkvæmara form fyrir sparnað en áður hafði verið og tel ég ekki vafa á neikvæðum áhrifum þess á liinn peningalegan sparnað, þótt ekki hafi þurft að eiga sér stað beinn samdráttur í honum, þar sem raun- tekjur almennings fóru þá mjög hækkandi vegna þess góðæris sem þá var. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að í umræð- unni um þessi mál er peningalegum sparnaði og almennum sparnaði gjarnan blandað saman, sem telja má mjög óheppilegt. Helztu rök með og móti skattlagningu vaxtatekna Það sem fylgismenn skattlagn-, ingar raunvaxta af sparifé einkum benda á máli sínu til stuðnings eru eftirfarandi atriði: Allar tekjur beri að skattleggja eftir sömu reglum, hvort sem um launatekjur eða eignatekjur er að ræða. Sérstök áherzla er gjarnan lögð á mismun- andi skattgreiðslu af eignatekjum, sem samræma beri. Sem rök fyrir slíkri samræmingu hefir það gjarnan verið nefnt, að slíkt gæti orðið hvati til þess að almenningur keypti hlutabréf í stærri stíl en nú er. Þá er gjarnan vitnað til þess, að vaxtatekjur séu yfirleitt skattskyld- ar í nágrannalöndum okkar og hef- ir þar verið sérstaklega á það bent, að ef koma eigi til nánari tengsla Islands við Efnahagsbandalagið þá verði nauðsynlegt að samræma íslenzka skattalöggjöf þeirri, sem aðildarríki Efnahagsbandalagsins búa við. Þá hefir og verið á það bent, að . æskilegt sé að breyta skattlagningu eigna og eignatekna á þann veg, að dregið verði úr eignasköttum eða þeir jafnvel afnumdir með öllu, en skattar á tekjur af eignum gerðir víðtækari en áður. Að því er fyrsta atriðið snertir, þ.e. samræmingu skattlagningar allra tekna, þá er sú skoðun vafa- laust almenn, að réttlæti mæli með því, enda þótt hafa beri í huga, að enginn hlutlægur mælikvarði er til á það, hvað sé réttlátt, heldur verð- ur slíkt ávallt háð huglægu mati einstaklinga. En þó að menn fallist á ofangreinda skoðun, sem æskilegt markmið, þá getur það í fyrsta lagi verið óframkvæmanlegt að fá svo góðar upplýsingar um tekjur, bæði af atvinnurekstri og eignum, að reglan um það, að sömu reglum skuli fylgt við skattlagningu allra tekna getur ekki orðið virk. Smáat- vinnurekendur, sem ekki hafa aðra en ijölskyldu sína í þjónustu sinni og hafa bein viðskipti við þá sem þeir selja vöru og þjónustu, geta í raun sjálfir ákveðið skatta sína, því að allt eftirlit með tekjum þeirra er í raun óframkvæmanlegt. I flestum þjóðfélögum er hér um allljölmenna hópa að ræða, ekki sízt hér á landi, þar sem smárekstur er svo almenn- ur. Af þessu leiðir að svonefnd tekjutenging annarra tekna en launatekna bitnar meira á launþeg- um, sem fá allar tekjur sínar gefn- ar upp til skattayfirvalda af launa- greiðanda en öðrum, þannig að tekjutengingin nær aldrei tilgangi sínum nema að takmörkuðu leyti. Þetta vandamál er raunar allstaðar fyrir hendi að meira eða minna leyti. En fleira en þetta kemur til, sem veldur því, að það er ekki alltaf sjálfsagður hlutur, að allar tekjur skuli skattleggja eins. Hvað sem líður kenningunni um hina hlut- lausu skattheimtu, sem engin áhrif hefir á það hvernig menn ráðstafa vinnuafli sínu og eignum, þá munu jafnvel þeir, sem lengst vilja ganga í fijálshyggjuátt, viðurkenna rétt- mæti þess, að ríkið beiti sér til þess að hafa áhrif á athafnir borgar- anna. Skattarnir eru eitt þeirra tækja, sem hægt er að beita í þessu efni og það er allstaðar gert í meira eða minna mæli, sér í lagi þó að því er snertir skattlagningu eigna. Ekki verður að telja líklegt, að horfið verði frá allri mismunun í þessu efni, en hitt er annað mál að alla slíka mismunun verður að styðja með sérstökum rökum fyrir því, að slíkt sé sanngjarnt eða æskilegt frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Sem dæmi um slíka mismunun má nefna það, að mér er ekki kunnugt um það, að ráðgert sé að taka upp á ný skattlagningu afnota eigin hús- næðis, sem lengi var hér í gildi. Hér er þó um greinilega mismunun að ræða milli þeirra, sem leigja út húsnæði, sem þeir eiga, og hinna, sem nota það sjálfir. Þetta verður ekki rökstutt með því, að gera megi ráð fyrir því, að þeir, sem leigja út húsnæði, séu alltaf betur efnum búnir en hinir, sem nýta húsnæði sitt eingöngu fyrir sjálfa sig, því að oft geta fjárkröggur ein- mitt verið ástæðan fyrir því, að fólk leigir út húsnæði, sem það gjarnan vildi nota sjálft. En rökin fyrir því, að á sínum tíma var horf- ið frá því að skattleggja eigin hús- næði fólks voru þau, að þannig bæri að auðvelda fólki að byggja yfir sig, en ekki væri á sama hátt rétt að örva einstaklinga til þess að byggja leiguhúsnæði. Annað nærtækt dæmi þessa dag- ana eru lífeyrissjóðirnir og ávöxtun þeirra. Ég tel mér að vísu óheimilt að blanda mér í deilur um túlkun tillagna nefndar þeirrar, er undan- farið hefir á vegum ríkisstjórnárinn- ar fjallað um skattlagningu fjár- magnstekna, þar sem ég hefi aðeins fengið að sjá þær sem trúnaðar- mál. En skýrar yfirlýsingar liggja fyrir um það frá ríkisstjórninni, að engin slík skattlagning vaxta lífeyr- issjóðanna sé fyrirhuguð. Það sæti illa á mér, sem gömlum formanni fjölmennra launþegasamtaka, að mæla með slíkri skattlagningu, enda geri ég það ekki. Hitt er svo annað mál, að framlög lífeyrissjóða eru mikilvægur þáttur þess sparn- aðar, sem á sér stað í þjóðfélaginu, þannig að skattfrelsi vaxtatekna er þeir gefa af sér brýtur í bág við þá stefnu, að allar vaxtatekjur skuli skattleggja eins. En hvernig á þá að skattleggja lífeyri, sem einstakl- ingar kaupa sér, sbr. hin svonefndu lífeyrisbréf, sem nú eru boðin til kaups? Ef litið er til annarra landa, þá veit ég ekki betur en mikið sé um það í flestum þeirra landa, sem við berum okkur einkum saman við, að mismunað sé milli s'parnaðar- forma við skattlagningu. Aðalregl- an er að vísu sú, að sömu reglum eigi að vísu að fylgja við skattlagn- ingu fjármagnstekna, en alltaf er það svo, að tiltekin markinið sparn- aðar, svo sem trygging lífeyrisrétt- inda, eru talin svo mikilvæg, að sparnaður í þágu þeirra eigi að njóta skattfríðinda. Annað atriði, sem bent hefir ver- ið á, sem rök fyrir afnámi þeirra skattfríðinda er sparifé nýtur nú, er það að slíkt geti orðið hvati tií þess að almenningur kaupi hluta- bréf í ríkari mæli en áður og hefir þá jafnvel verið rætt um að veita eigendum hlutabréfa frekari skatt- fríðindi en þeir njóta nú. I þessu sambandi skiptir það litlu máli, hvort hlutaijáreign er talin til sparifjár eða ekki, en hvað sem því líður, þá hefir mikið verið gert síðustu tvo áratugi til þess að jafná aðstöðu sparifjár og hlutabréfa- eignar. Nú er þeim, sem kaupa hlutabréf fyrir 72 þús.kr. ef um einstakling er að ræða en 144 þús.kr. ef hjón eiga í hlut, heimilt að draga þá fjárhæð frá tekjuskatt- stofni sínum. Ekkert sambærilegt þessu er boðið þeim, sem auka eig- inlega sparifjáreign sína. Ráðstöfun sparnaðar til hlutabréfakaupa er því nú þegar hagstæðari frá skatta- legu sjónarmiði en innlög í lána- stofnanir þegar um fjárhæðir er að ræða innan þeirra marka, sem allur þorri fólks ræður við að leggja til hliðar. Mér virðist því í meira lagi vafa- samt, hvort það er skattlagning hlutafjár sem fælir frá því að kaupa hlutabréf, heldur hygg ég, að hitt sé rniklu þyngra á metunum, að fólk hefir takmarkaða trú á því, að hlutafé skili nokkrum arði. En ef ekki er um neinn arð að ræða, þá skiptir skattlagningin litlu máli. Þá er það þriðja röksemdin, sem nefnd var hér að framan fyrir því að afnema beri skattfríðindi spari- fjár, en hún er sú, að samræma beri reglur þær, sem fylgt er í ná- grannalöndum okkar í þessu efni, okkar reglum. Vissulega getum við lært margt af nágrönnum okkar í skattamálum, sem öðrum málum. En þegar borin er saman skattlagn- ing sparifjár hjá okkur við það sem gildir í þessum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi og Banda- ríkjunum, þá hefir mér fundizt, að gjarnan sjáist yfir atriði, sem höfuð- máli skiptir við allan slíkan saman- burð, en þar á ég við þá staðreynd, sem öllum ætti að vera kunn er í þessari umræðu taka þátt, en hún er sú, að efnahagsvandamálin, sem þar er við að etja, eru nánast þau öfugu við þaú, sem hér er við að etja. I þessum löndum er mjög óveruleg verðbólga og traust gjald- eyrisstaða, en hins vegar er at- vinnuleysið, sem ekki sízt stafar af ónógri eftirspurn eftir vöru og þjón- ustu, erfiðasta efnahagsvandamál- ið, sem þar er við að etja. Við^slíkar aðstæður er engin ástæða til þess að hvetja til aukins sparnaðar, hvorki með skattfríðindum eða á annan hátt. Stjórnvöld í þessum löndum telja það oftast fremur af því góða ef fólk sparar minna en kaupir meira og örvar þannig eftir- spurn eftir vinnuafli. Hér á landi er það hinsvegar verðbólgan og erlend skuldasöfnun, sem að nokkru á rót sína að rekja til verðbólgunn- ar, sem eru aðalvandamálin. Ekki er vafi á því að aukinn peningaleg- ur sparnaður dregur úr verðbólgu, þannig að allt, sem hvetur til aukn- ingar slíks sparnaðar, hvort sem um er að ræða skattfríðindi eða annað, hefir að þessu leyti jákvæð áhrif á hina efnahagslegu þróun. í sambandi við þessa umræðu um æskilega samræmingu skattlagn- ingar sparifjár hér á landi og í ná- grannalöndunum hefir því sjónar- miði talsvert verið haldið fram, að slík samræming muni greiða fyrir nánari tengslum íslands við EBE. Nú er það út af fyrir sig rétt, að ef t.d. tvær stórþjóðir efna til ná- inna efnahagslegra tengsla ,sín í milli, þá verður að samræma skatt- lagningu fjármagnstekna þeirra í milli, því að annað myndi auðveld- lega leiða til óeðlilegra fjármagns- flutninga. Hitt virðist fremur ólík- legt, að verðbólguhijáðu smáríki einsog Islandi verði sett það skil- yrði fyrir tengslum við stóra efna- hagsheild, að það afnemi hugsan- lega skattfríðindi sparifjár, sem beitt hefir verið sem verðbólgu- hömlu. Aðalhindrunin í vegi tengsla íslands við EBE á sviði verðlags og peningamála hlýtur að vera hið háa verðbólgustig hér á landi. Mér finnst það því nánast vera að byrja á öfugum enda hlutanna, að hefjast fyrst handa um afnám skattfríðinda sparifjár er haft getur neikvæð áhrif á lausn verðbólguvandans. Takist hinsvegar að sigrast á hon- um eftii' einhveijum leiðum og skapa svipað jafnvægi í verðlags- málum og EBE-löndin yfirleitt búa við, þá gæti skattlagning fjár- magnstekna verla lengur verið sér- stakt ágreinings- eða vandamál. Þá skal að lokum í þessu sam- bandi minnst á íjórða og síðasta atriðið, sem nefnt var hér að fram- an sem rök fyrir aukinni skattlagn- ingu eignatekna, en það var að slík skattlagning kæmi að meira eða minna leyti í stað eignaskatts. Hér er að mínum dómi um at- hyglisverða hugmynd að ræða. Flestir hagfræðingar munu sam- mála um það, að í nútíma þjóð- félagi séu tekjurnar yfirleitt betri mælikvarði á getu borgaranna til þess að greiða skatta en eignirnar. Eignaskattar svipaðir því sem hér þekkist tíðkast á Norðurlöndum, annarstaðar en í Færeyjum, að því er fróðir menn hafa tjáð mér og ennfremur í V-Þýskalandi en þekkj- ast ekki annarstaðar í V-Evrópu og ekki í Norður-Ameríku. Stór- eignaskattar voru þrisvar sinnúm lagðir á hér á landi á árunum 1947-57 en gáfust illa og hin mikla hækkun skatta á eignir yfir ákveðnu marki er lögfest var á síðasta Alþingi er mjög óvinsæl, vegna þes hve illa hún kemur við marga, sem eiga dýrar fasteignii' ;n hafa e.t.v. litlar tekjur. Róttæk breyting í þessa átt irefst þó meiri uppstokkunar á skattakerfinu en vitað er til að nú standi fyrir dyrum, auk þess sem æskilegt er, að þegar hún á sér stað verði meira jafnvægi komið á peninga- og verðlagsmálin en nú er að heilsa. Höfundur. er fyrrverandi prófessor við viðskiptaffæðideild Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.