Morgunblaðið - 27.09.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989
25
Leiðrétting
í Lesbók Morgunblaðsins s.l. laug-
ardag var birt sagan „Hallgerður
snýr aftur“ úr ritgerðarsamkeppni
Verslunarbankans. Þau mistök
urðu að nafn höfundarins, sem er
nemi á Akranesi, misritaðist. Höf-
undurinn heitir Sigurbjörg Þrastar-
dóttir. Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum.
Enginn skóli
í sjúkranuddi
VEGNA greinar í Morgunblaðinu
þann 21. september sl. með fyrir-
sögninni „Nuddskóli byrjar starf-
semi“, vill Sjúkranuddarafélag ís-
lands koma eftirfarandi á fi'am-
færi:
Vegna greinar í Morgunblaðinu
um sjúkranuddnám, þann 21. sept-
ember sl., vill Sjúkranuddarafélag
íslands benda á að enginn skóli hér
á landi hefur leyfi né getur veitt
menntun í s júkranuddi.
Kristjana Pálsdóttir í hlutverki sínu.
„Tvær grímur “ frum-
sýnir „I dauðadansi“
50 ára afmæli
í dag, miðvikudaginn 27. septem-
ber, er fimmtugur Æ var Auðbjörns-
son frá Eskifirði. Hann og kona
hans, Kristjana Magnúsdóttir, taka
á móti gestum á heimili sínu að
Kjarrmóum 36 Garðabæ frá klukk-
an 17 næstkomandi laugardag, 30.
september.
NÝR atvinnuleikhópur sem ber
nafhið „Tvær grímur" frumsýnir
íslenskt leikrit „í dauðadansi"
eftir Guðjón Sigvaldason, í kjall-
ara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3,
á fímmtudagskvöld.
Leikritið fjallar á lettan máta um
skoðanir dauðans á lífinu og dauð-
anum. Leikarar í sýningunni eru
fjórir, þau Erla Ruth Harðardóttir,
Guðfinna Rúnarsdóttir, Kristjana
Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson.
Leikmynd og búningahönnun er í
höndum Lindu Guðlaugsdóttur og
ljós annast Hákon Örn Hákonarson.
Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 26. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 69,00 58,00 68,56 1,782 122.180
Þorskur(smár) 34,00 34,00 34,00 0,076 2.567
Ýsa 113,00 73,Ö0 94,94 2,935 278.599
Karfi 56,00 33,00 43,50 1,120 48.723
Ufsi 36,00 30,00 33,55 0,615 20.625
Samtals 77,82 10,690 831.840
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 65,00 57,00 62,75 11,936 748.808
Þorskur(smár) 36,00 36,00 36,00 0,161 5.796
Ýsa 120,00 79,00 95,86 7,013 672.234
Ufsi 41,50 38,00 40,09 40,306 1.615.807
Ufsi(umál) 20,00 15,00 18,08 0,078 1.410
Samtals 51,42 61,507 3.162.925
Selt var meðal annars úr Ásgeiri. í dag verða meðal annars seld
3 tonn af ýsu og 14 tonn af ufsa úr Breka VE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 70,00 37,00 60,90 0,602 36.660
Ýsa 112,00 76,00 104,29 14,830 1.546.600
Karfi 42,00 36,50 37,12 0,968 35.932
Ufsi 25,00 25,00 25,00 0,597 14.925
Samtals 92,33 18,719 1.720.233
Selt var meðal annars úr Eldeyjar-Boða GK. í dag verður selt
óákveðið magn magn af blönduðum afla úr bátum.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 18. til 22. september.
Þorskur 133,81 69,485 9.297.947
Ýsa 119,72 31,420 3.761.550
Ufsi 60,29 11,990 722.855
Karfi 54,13 6,517 352.739
Koli 78,06 2,015 157.285
Samtals 118,15 127,132 15.020.197
Selt var úr Páli ÁR í Hull 21. í Grimsby 22. september. september og Otto Wathne NS
GÁMASÖLUR í Bretlandi 18. til 22. september.
Þorskur 116,22 382,540 44.460.023
Ýsa 120,27 132,570 15.943.601
Ufsi 59,52 11,060 658.239
Karfi 53,09 21,065 1.118.367
Koli 95,58 46,020 4.398.455
Samtals 111,22 659.903 73.394.112
SKIPASÖLUR ÍVestur-Þýskalandi 18. til 22. september.
Þorskur 110,13 7,697 847.677
Ufsi 62,89 43,343 2.725.898
Karfi 70,46 515,045 36.292.190
Samtals 67,06 606,246 1.279.202
Selt var úr Vigra RE 19. september, Björgúlfi EA 20. septem-
ber og Ólafi Bekk ÓF 22. september. Selt var úr öllum skipunum
í Bremerhaven.
Bréf yfírskoðunarmanna ríkisreiknings til ríkisendurskoðanda:
Heimild ráðuneyta til áfengis-
kaupa virðist alvarlega misnotuð
HÉR fer á eftir bréf yfirskoðun-
armanna ríkisreiknings til ríkis-
endurskoðanda Halldórs V.
Sigurðssonar:
Virðulegi ríkisendurskoðandi.
Við höfum vegna starfa okkar
sem yfirskoðunarmenn ríkisreikn-
ings fyrir árið 1988 fengið í hendur
ljósrit af reikningum frá Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins, sem
benda til þess að heimild ráðuneyta
til kaupa á áfengi á kostnaðarverði
hafi verið alvarlega misnotuð.
Upplýsingar okkar gefa til kynna
að þáverandi fjármálaráðherra hafi
í byijun maí 1988 pantað 106 flösk-
ur af áfengi hjá ÁTVR og látið
senda á einkaheimili við Ránargötu
í Reykjavík. Ekki verður af þessum
gögnum ráðið að þar hafi farið fram
opinber móttaka á vegum ráðherra
eða annarra starfsmanna ráðuneyt-
isins. Þvert á móti bendir margt til
þess að áfengi þetta hafi farið til
einkanota á vegum aðila, sem eru
Stjórnarráði íslands óviðkomandi.
Með vísan til 43. greinar stjórnar-
skrárinnar förum við þess á leit,
að þér aflið skýringa á umræddri.
áfengisúttekt og gerið viðeigandi
ráðstafanir sé grunur um misnotk-
un á rökum reistur. Við væntum
þess einnig að þér sjáið til þess að
áfengi þetta verði endurgreitt á
fullu útsöluverði. Jafnframt förum
við þess á leit að þér látið gagn-
skoða hvort um fleiri sambærileg
tilvik geti verið að ræða á síðasta
ári hjá þessu ráðuneyti eða öðrum.
Með bréfi þessu fylgja ljósrit af
umræddum reikningum.
Virðingarfyllst,
Geir H. Haarde,
Lárus Finnbogason,
Sv.G. Hálfdánarson.
Bréf utanríkisráðherra til ríkisendurskoðanda:
Ekki brotlegur ef risna
tekur til samstarfsmanna
HÉR fer á eftir svarbréf utanrík-
isráðherra, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, til ríkisendur-
skoðanda
Vísað er til bréfs yðar, sem dag-
sett er í dag og móttekið kl. 16.00.
Bréfi yðar fylgir afrit af bréfi yfir-
skoðunarm’anna ríkisreiknings
1988, þeirra Geirs H. Haarde, Lár-
usar Finnbogasonar og Sv. Hálf-
dánarsonar. Áður en mér barst bréf
yðar í hendur hafði ég þó verið
krafinn sagna um efni þess af full-
trúum fjölmiðla, sem augljóslega
höfðu bréf yðar undir höndum. Það
út af fyrir sig finnst mér að þarfn-
istskýringa.
I bréfi yðar er þess óskað að ég
geri grein fyrir sölunótum frá
ÁTVR tii fjármálaráðuneytis, er.
þær eru dags. 6. maí 1988 en á
þeim tíma var undirritaður fjár-
málaráðherra.
Skýringar mínar eru eftirfarandi:
1) Laugardaginn 7. maí 1988
efni ég sem þáverandi fjármálaráð-
herra til „kokkteilboðs" til heiðurs
Ingólfi Margeirssyni, ritstjóra,
vegna fertugsafmælis hans. Boðið
var haldið í félagsheimili Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi. Meðal
boðsgesta voru ýmsir samstarfs-
menn mínir og heiðursgestsins,
þ. á m. starfsmenn fjölmiðla og
þingmenn Alþýðuflokksins en skv.
flokkslögum er ritstjóri Alþýðu-
blaðsins meðlimur þingflokksins
með fullum og óskoruðum réttind-
um. Undirritaður var veislustjóri í
þessu boði.
2) Vegna þessa boðs fjármála-
ráðherra voru pantaðar 100 flöskur
af freyðivíni og 6 flöskur af sterku
víni. Kostnaðarverð skv. gjldandi
gjaldskrá var kr. 18.820,-. Útsölu-
verð hefði verið skv. upplýsingum
ÁTVR kr. 38.580,-.
3) Skýringin á því að pöntun
ráðuneytisins vegna boðsins var
ekki afhent í félagsheimili Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem það fór
fram, er sú, að ÁTVR mun ekki
afgreiða pantanir yfir helgi. Pönt-
unin var því geymd yfir nótt á
Ránargötu 22 (á heimili heiðurs-
gestsins), sem að öðru leyti sá um
undirbúning boðsins og bar annan
kostnað af því (leiga á sal, veiting-
ar o.fl.). Þar sem þessi ráðstöfun,
sem á sér praktískar skýringar,
getur vakið ókunnugum grunsemd-
ir um mistnotkun, skal það tekið
fram að heiðursgesturinn er bind-
indismaður á vín ’og tóbak.
4) I bréfi sínu fara yfirskoðunar-
rnenn þess á leit við yður að þér
gerið viðeigandi ráðstafanir, sé
grunur um misnotkun á rökum
reistur. Spurningin um misnotkun
hlýtur að byggja á mati á því, hvort
ráðherra hafi verið óheimilt að
halda umrædda veislu. Svarið við
þeirri spurningu ræðst væntanlega
af viðurkenndum reglum og hefð-
um. Þannig hafa t.d. ráðherrar
haldið samstarfsfólki sínu, t.d.
starfsfólki ráðuneyta og samstarfs-
mönnum í þingflokki, hóf af ýmsum
tilefnum. T.d. kveðjuhóf, jólaboð
o.fl. Þannig er t.d. ástæða til að
spyija hvort ráðherrar megi því
aðeins halda samstarfsmönnum
sínum boð, að þeir starfi í ráðuneyt-
um, — séu embættismenn en ekki
t.d. pólitískir samstarfsmenn.
5) Þessari greinargerð læt ég
fylgja eftirfarandi fylgiskjöl:
1) Fundargerð ríkisstjórnarfund-
ar (dags. 24.1. 89) þar sem forsæt-
isráðherra lagði fram tillögu ríkis-
endurskoðanda að breyttum reglum
um áfengiskaup á sérstöku verði.
Þar segir: „Heimild þessi er háð
því, að vörur þær sem keyptar eru
eigi að nota til risnu á vegum þess-
ara aðila og að kaupin séu færð í
bókhald hjá og greitt af þeim.“
2) Bréf forsætisráðuneytisins
(dags. 26.01.89) þar sem hinar
nýju reglur eru kynntar.
3) Bréf ríkisendurskoðanda,
Halldórs V. Sigurðssonar, til for-
sætisráðherra (dags. 23.12.88) þar
sem ríkisendurskoðandi rökstyður
tillögur sínar um hvaða reglur skuli
gilda í þessum efnum. I bréfi sínu
segir ríkisendurskoðandi m.a.: „Það
er mitt mat að halda beri núver-
andi fyrirkomulagi við verðski’án-
ingu á áfengi til risnu hjá þeim
aðilum, sem hér er um að ræða.
Verðið er sem næst raunverulegu
kostnaðarverði og hefur það verið
notað til gjaldfærslu gegnum árin.
Samanburður milli ára er því raun-
hæfur.“ Þá vekur ríkisendurskoð-
andi upp ýmsar spurningar um hvar
séu hin eðlilegu mörk varðandi opin-
bera risnu, hvort eigi „að hætta
t.d. að bjóða til síðdegisdrykkju
ýmsum félagasamtökum í tilefni af
aðalfundi þeirra eða þingum. Má
þar til nefna ASÍ, BSRB, búnaðar-
þing, fiskiþing, BHM, kennarafé-
lög, ýmis félög heilbrigðisstétta,
ýmis félög sem starfa að líknarmál-
um og svo má lengi telja“.
í framhaldi af þessu segir ríkis-
endurskoðandi í bréfi sínu: „Sumir
telja þetta óþarfa risnu, en að mínu
mati tel ég nauðsyn fyrir viðkom-
andi ráðherra að geta rætt óform-
lega við og kynnst mönnum. Það
sé liður í því að viðhalda góðu sam-
bandi milli aðila. Þá er einnig til
að taka fundi og þing norrænna og
alþjóðlegra samtaka, sem stundum
eru haldin hér á landi og eru oft
mjög fjölmenn."
Nýlegt dæmi um þetta, sem varð-
ar samskipti ráðuneyta og fjöl-
miðla, mætti nefna. Þann 29.08.89
varð utanríkisráðherra við beiðni
ristjóra Dagblaðsins þess efnis að
halda boð fyrir u.þ.b. 40 erlenda
ritstjóra og ávarpa samkvæmið.
Þegar sest var að borðum reyndust
ritstjórarnir vera 70 og kostnaður
við boðið skv. reikningi kr.
249.063.00.
Niðurstaða mín er því þessi: Ef
það telst innan eðlilegra marka,
skv. mati ríkisendurskoðanda, að
risna ráðherra geti tekið til sam-
starfsmanna, embættismanna jafnt
sem stjórnmálamanna og félaga-
samtaka, innlendra og erlendra, svo
sem ráða má af bréfi ríkisendur-
skoðanda, þá tel ég mig ekki hafa
gerst brotlegan við reglur í um-
ræddu tilviki.
Virðingarfyllst,
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra.
Bar sjálfiir allan kostnað af veislunni
- segir Ingólfur Margeirsson, ritstjóri
INGÓLFUR Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, segist sjálfur
hafa borið allan kostnað af veislu í tilefni af fertugsaftnæli sínu
á síðasta ári. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráð-
herra, hafi óskað eflir að halda boð honum til heiðurs af þessu
tilefni og það sé alfarið mál ráðuneytisins og ráðherra hvernig
veislufóng hafi verið fengin til veisluhaldanna.
Ingólfur sagði að hann hefði og það hafi orðið úr að það hafi
verið haldið samhliða. Þar hafi
verið veitt freyðivín, en hann sjálf-
ur hafi borið allan annan kostnað
af veislunni.
Ingólfur segir að ástæðan fyrir
því að komið var með freyðivinið
til heimilis hans á föstudeginum
fyrir veisluna hafi verið sú að
hann hafi ekki fengið aðgang að
salnum fyrr en á laugardags-
haldið upp á afmælið laugardag-
inn 7. maí í sal sjálfstæðismanna
á Seltjarnarnesi, sem hann hafi
tekið á leigu. Tæplega 200 manns
hafi verið boðið til veislunnar.
Hann sé bindindismaður og hefði
ekki hugsað sér að veita áfengi í
veislunni, en Jón Baldvin hafi
komið að máli við hann og viljað
sem ráðherra halda honum hóf
morgni og Áfengisverslunin af-
greiði ekki áfengi um helgar.
Áfengið hafi einungis verið geymt
á heimili hans yfir blánóttina.
„Þess vegna blandast heimili mitt
inn í þetta, sem er mjög leiðinlegt
og hefur ekkert með þetta mál
að gera. Það var ekkert gert við
áfengið hér, bara geymt hér og
siðan sent áfram um morguninn
þegar ég var kominn með lykla
að salnum. Ég hvorki keypti né
greiddi fyrir þetta vín og vissi
ekkert um kostnað vegna þess.
Þetta var alfarið mál ráðherra og
ráðuneytisins, sem vildi halda mér
þetta hóf,“ sagði Ingólfur Mar-
geirsson ennfremur.