Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR S. JÓSEPSSON,
Ásvallagötu 2,
lést í St. Jósefsspítala, Landakoti, þann 25. september.
Stefanía Ottesen og dætur.
t
Eiginmaður minn,
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON,
Hólagötu 10,
Vestmannaeyjum,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 24. september.
Sigurbjörg Jónsdóttir.
t
Elsku litla dóttir okkar,
ANNA KRISTÍN,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 25. september. Jarðar-
förin ákveðin síðar.
Ingunn Ástvaldsdóttir,
Ottó Eiríksson.
t
Eiginmaður minn,
SVEINN JÓNSSON,
Hvassaleiti 101,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn 15. september sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Pálsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir og afi,
ÁGÚST JÓHANNESSON,
Faxabraut 32c,
Keflavík,
verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 28. september
kl. 14.00.
Bergljót Ingólfsdóttir,
Jóhannes Ágústsson,
Hrólfur Brynjar Ágústsson,
Guðrún Ágústsdóttir,
Oúa Berg.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR THORARENSEN BOGADÓTTIR,
Vallholti 36,
Selfossi,
lést laugardaginn 23. september í Sjúkrahúsi Suðurlands.
Hartmann Antonsson,
Anton Hartmannsson, Ragnhildur Jónsdóttir,
Pétur Hartmannsson, Jórunn Ingimundardóttir,
Ásbjörn Hartmannsson, Jóna Bára Jónasdóttir,
Skúli Hartmannsson, Auður Haraldsdóttir
og barnabörn.
Útför t GUÐLAUGS UNNARS GUÐMUNDSSONAR,
Lönguhlið 3,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. september klukkan
15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNFRÍÐAR SIGURBERGSDÓTTUR,
fór fram frá Áskirkju þann 25. september i kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
, Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug.
Börn, tengdasonur,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jóhanna B. Guðjóns-
dóttír — Kveðjuorð
Fædd 25. september 1900
Dáin 9. ágúst 1989
Þegar við, sem komin erum nokk-
uð til aldurs og lítum yfir farinn
veg, koma minningar bernsku- og
æskuáranna æ betur upp í hugann.
Það, sem þá virtist svo sjálfsagt
og auðvelt, verður manni nú undr-
unarefni.
Er við leiðum hugann að því
margbreytilega samhengi og ólíku
aðstæðum, sem fólk bjó við, sjáum
við annars hve margslungin saga
lífsreynsla aldraðra er.
Þessi fátæklega, síðbúna kveðja,
sem hér er færð í letur, til húsmóð-
urinnar í Árholti — aldamótabarns-
ins — nýtur sín ekki, nema hús-
bóndans sé getið að nokkru, því svo
samrýnd og nátengd eru þau minn-
ingunni í mínum huga.
Jóhanna Bjarney Guðjónsdóttir
fæddist á Arnarnúpi í Keldudal i
Dýrafirði 25. september árið 1900
og var því á 89. aldursári er hún
lést í Landspítalanum 9. ágúst sl.
Foreldrar hennar voru Guðjón
Þorgeirsson bóndi og kona hans
Elínborg Guðmundsdóttir. Þeim
varð 13 barna auðið og var Jóa
þriðja í röðinni. Jóa ólst svo upp í
föðurgarði, fjölmennu, myndar-
heimili, og stundaði þar algeng
sveitastörf allt til manndómsára.
Æskustöðvunum unni hún alla tíð.
19. janúar 1924, var mikill gæfu-
og gleðidagur í lífi Jóu. Þá gekk
hún að eiga ungan og glæsilegan
mann, Þorleif Júlíus Eggertsson frá
Árholti í Haukadal. Þar stofnuðu
ungu hjónin svo sitt heimili og þar
eignuðust þau börnin sín fjögur, en
þrjú eru á lífi. Þau eru: Þórdís, Jón
Snorri og Guðmunda, allt myndar-
fólk.
Hugurinn leitar vestur á Firði, í
dalinn okkar, Haukadal, þar sem
Til greinahöfunda
Aldrei hefur meira aðsent efni
borizt Morgunblaðinu en nú og
því eru það eindregin tilmæli rit-
stjóra blaðsins til þeirra, sem óska
birtingar á greinum, að þeir stytti
mál sitt mjög. Æskilegt er, að
greinar verði að jafnaði ekki lengri
en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra
hvetja línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfundar
telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfum á birt-
ingu.
Minningar- og
afinælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
blaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir i
áður birt ljóð inni í textanum.
Almennt verður ekki birtur lengri
texti en sem svarar einni blaðsíðu
eða fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morgun-
blaðið sé beðið um að birta ræð-
ur, sem haldnar eru á fundum,
ráðstefnum eða öðrum manna-
mótum. Morgunblaðið mun ekki
geta orðið við slíkum óskum nema
í undantekningartilvikum.
Ritstj.
Bróðir okkar, t
SKÚLI PÉTURSSON
bóndi,
Nautaflötum,
Ölfusi,
verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju föstudaginn 29. sept-
ember kl. 14.00.
Systkini hins látna.
t
Útför
MARGRÉTAR SIGFRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR,
Skeggjagötu 6,
Reykjavík,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. september kl.
15.00.
Baldur Steingrímsson,
Steingrímur Baidursson, Fri'ða Ásbjörnsdóttir,
Höskuldur Baldursson, Magdalena Búadóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur,
HULDU RÓBERTSDÓTTUR,
Sólbarði,
Bessastaðahreppi,
verður gerð frá Bessastaðakirkju fimmtudaginn 28. september
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Sveinbjörn Hrafn Sveinbjörnsson,
Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir,
Björn Sveinbjörnsson,
Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Þórlaug Guðmundsdóttir, Róbert Bjarnason.
bernsku- og æskusporin liggja. Þá
var allt svo gott og tryggt, tilveran
björt, þótt margvíslegt mótlæti
sýndi sig líka. Hönd hins mikla al-
mættis hélt vemdarsprota sínum
yfir börnum dalsins og lyfti þeim
yfir örðugleika hversdagsins.
Mínar fyrstu minningar tengjast
einmitt Árholti — heimilisfólkinu,
frændfólki mínu, umhverfinu,
kannski ekki furða, því þar er ég
borinn og barnfæddur.
Þarna bjuggu þau heiðurshjón
Jóa og Leifi, eins og þau voru nefnd
dagsdaglega, ásamt börnum sínum,
öldruðum foreldrum og öðmm, sem
þar vom til heimilis.
Eg minnist þess ávallt, hve gott
var að koma þangað, hvort sem það
var nú seint eða snemma á degi,
hvort sem snáðinn var lítill eða
maðurinn stór. Móttökur allar voru
svo hiýjar og vinalegar. Fólkið allt
var svo elskulegt og heimilisbragur
allur til fyrirmyndar, einstök snyrti-
mennska og myndarskapur yst sem
innst. Fallegt, hlýlegt heimili, sem
bar húsbændum sínum fagurt vitni.
Þetta var Árholt. Húsið við ána.
Þangað var gott að eiga erindi.
Jóa og Leifi voru myndarleg hjón.
Hann var hár og spengilegur, svip-
mikill, léttur í lund og bar sig vel.
Hún var lagleg kona, sem ekki var
hægt annað en að veita eftirtekt,
glaðleg og hress í bragði, háttvís
og prúð til orðs og æðis, en hún
hafði sínar skoðanir og náði þeim
oftast fram með lagni og lipurð.
Þarna áttu þau hjón sín bestu
æviár, en erfiðleikarnir, veikindin,
kvöddu alltof fljótt dyra.
Langt um aldur fram, varð
frændi minn, Leifi, að hverfa frá
sinni elskuðu fjölskyldu og dvelja
nær helming ævinnar innan veggja
sjúkrahúsa, uns yfir lauk í ársbyij-
un 1983'
Þetta voru erfiðir tímar hjá ungri
móður og börnum, en Jóa sýndi það
þá og síðar, að hennar sálarþrek,
ást og elja, varð þess megnug, að
standast alla brotsjói lífsins.
Fjölskyldan flutti svo suður 1942.
Með ótrúlegri seiglu, trú og dugn-
aði, tókst Jóu furðu vel að halda
utan um sína og sitt. Hún var
sívinnandi, heima og heiman, enda
fleygt niður á flest og vandvirknin
eftir því, samt hafði hún alltaf
nægan tíma til móðurlegrar um-
hyggju börnum sínum og umvafði
maka sinn ást og kærleika, eftir
því sem tími gafst. Þannig tókst
henni og þeim hjónum að treysta
enn um sinn fjölskylduböndin.
Þegar svo árin færðust yfir og
kraftar þrutu, naut hún ástríkis
barna sinna og þeirra fjölskyldna,
sem reyndu á allan hátt að létta
henni ævisporin.
Síðustu árin dvaldi hún á heimili
dóttur sinnar Guðmundu og tengda-
sonar, Jónasar Jóhannssonar, og
segja má, að þar hafi þau hjónin
borið hana á höndum sér.
Útför þessarar mætu konu var
gerð frá Seltjarnarneskirkju, 16.
ágúst sl. að viðstöddu fjölmenni.
Að lokum þakka ég Jóu fyrir
samfylgdina á liðnum árum og bið
góðan Guð að vera með henni og
ástvinum öllum, sem á undan eru
gengnir.
Aðstandendum öllum, nær og
fjær, flyt ég og fjölskylda mín sam-
úðarkveðjur.
Jón Þ. Eggertsson