Morgunblaðið - 27.09.1989, Síða 37
• MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989
37
TURKU
Norræn fegurð
Hugrún Linda Guðmundsdóttir, fegurðardrottning íslands, varð
önnur í keppninni um fegurstu stúlku Norðurlanda, sem fór
fram í Turku í Finnlandi. Myndin er tekin þar og er Hugrún (til
hægri) með sigurvegara keppninnar, hinni perlum kiýndu Louise
Devenstram frá Svíþjóð, og finnsku þokkadísinni Ásu Lövdahl (til
vinstri), sem varð í þriðja sæti.
Martha Louisa prinsessa hefur orð á sér fyrir að vera blátt áfram,
ærleg og hress stúlka.
KONUNGLEGT AFMÆLI
Mártha Louise
prinsessa 18 ára
Martha Louise prinsessa Har-
aldsdóttir ríkisarfa í Noregi
varð 18 ára á föstudag og þar með
myndug. Nú getur hún að stjórnlög-
um gifst hverjum sem hún vill, og
ekki hafa bollaleggingar fólks látið
á sér standa.
Spánski krónprinsinn Felipe er oft
nefndur til sögunnar sem hugsanleg-
ur eiginmaður Mörthu, eins og hún
er oftast köliuð meðal vina. Dönsku
prinsarnir tveir, Joachim og Frede-
rik, hafa einnig komist á blað, en
ef marka má frétt í blaði einu á
Mártha Louisa sér þegar kærasta.
Sá heitir Tomas Salvesen og er ósköp
venjulegur miðstéttarpiltur.
Fyrir skömmu kom Mártha Louise
fram í útvarpsviðtali í fyrsta sinn.
Þar sagðist hún vera orðin leið á
vangaveltunum um einkalíf sitt. „Ég
óska mér þess fyrst og fremst að
eignast heimili og barn og fá að vera
í friði með einkalíf mitt,“ sagði hún.
„Ég tel langmestar líkur á að eigin-
maður minn verði úr borgarastétt
en ekki af kóngafólki."
Hun sagðist einnig vera ánægð
með að prinsessur ættu ekki rétt til
ríkiserfða í Noregi. En þetta verður
í síðasta sinn sem sú skipan ríkir því
að innan skamms verður stjórnarskrá
landsins breytt í þá veru að konur
geti einnig orðið þjóðhöfðingjar ef
þær éru frumburðir.
Mártha Louisa hefur orð á sér
fyrir að vera blátt áfram, ærleg og
hress stúlka. Hún hefur erft áhuga
sinn á útilífi frá foreldrunum, Sonju
og Haraldi. Hún stundar fjallaklifur
og siglingar, er áhugasöm hestakona
og tekur þátt í kappreiðum, auk þess
sem hún hefur gaman af þjóðdönsum
og bókmenntum.
Þá hefur það sýnt sig nokkrum
sinnum að prinsessan hefur mjög
góða söngrödd. Hún hefur oft sungið
einsöng með menntaskólakórnum
sem hún er félagi í, meðal annars í
nokkrum lögum á hljómplötu sem
kórinn er að gefa út um þessar mund-
ir.
Márta Louise er þegar farin að
sinna opinberum embættisverkum.
Um miðjan þennan mánuð sótti hún
meðal annars silfurbrúðkaupsboð
Önnu-Maríu og Konstantins í Kaup-
mannahöfn. Þar hitti hún meðal ann-
arra Felipe, Joachim og Frederik.
Afmælisgjafirnar streymdu í
stríðum straumi til Mörthu Louise
og hún hélt daginn hátíðlegan hjá
Ólafi konungi afa sínum í Ósló.
JAFUCO
BESTU TÖLYUKAUPIN?
JAFUCO -286 með:
80286-12 12 MHz örgjörva 0 biðstigi.
Sökkli fyrir reiknigjörva.
640 Kb, minni stækkanlegu í 4 Mb á
móðurborði.
Amber skjá.
Grafísku skjákorti.
30 Mb hörðum diski.
1.2 Mb diskadrifi.
8 tengiraufum, 7 16 bita, ein 8 bita.
Tveim' raðtengj um.
Tveim hliðtengjum.
Tengi fyrir stýripinna.
MS-DOS 3.3 og GW-BASIC.
Þrem bókum og bæklingum.
Allt þetta færðu fyrir aðeins
139.900 kr. stgr.
Fyrir þig!
Fyrir skólann!
Fyrir fyrirtæki!
/*ml 4 i i i /« i i ti,.N t ,
%
Tölvusalan hf
Suðurlandsbraut 20 sími 91- 8 47 79.
SUÐURVERI
• Morgun- dag- og kvöldtímar
• „LAUSIR“ tímar
• Opnum 21.30, 10.15
og 14.30 tímana
• „RÓLEGIR" tímar
• Framhald - byrjendur
• Tímar fyrir alla aldurshópd
Nokkur pláss laus
fyrir byrjendur
6 ára 1 x í viku
7-12ára2xíviku
HRAUNBERG s. 79988
• Morgun-, dag- og kvöldtímar
»Nú er morguntími alla morgna
•Opnum 21.30 tímana
• Vönduð kennsla, — betri árangur
HRAUNBERGI
Nokkur pláss laus fyrir
byrjendur: 6 ára 1 x í viku
á laugardögum
»i_j m 1T m i_i m
EKKI hrcaldiö lengur
2. október
rður
rA ti I
Íf
lletskóli Báru