Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 226. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flóttamannalestin irá Prag: Austur-þýska lög- reglan stendur vörð um brautarteinana Prag. Ilof. Austur-Berlín. Reuter. BYRJAÐ var síðdegis í gær að flytja um það bil 12.000 Austur- Þjóðverja frá sendiráði Vestur-Þýskalands í Prag vestur á bóginn. Brottfórin tafðist um tæpan sólarhring því austur-þýsk yfirvöld vildu gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fleira fólk stykki um borð þegar lestirnar færu um austur-þýskt landsvæði. Þarlend yfir- völd reyna nú að loka öllum flóttaleiðum úr landinu og staðinn var vörður um vestræn sendiráð í Austur-Berlín í gær, einkum hið banda- ríska þar sem 18 manns leituðu hælis á þriðjudag. Fólkið yfirgaf sendiráðið í gærkvöldi eftir að hafa fengið loforð um ferðafrelsi til Vestur-Þýskalands. Ferðalangar, sem komu frá Aust- ur-Þýskalandi með venjulegum hætti til Vestur-Þýskalands í fyrri- nótt, sögðu að hvarvetna á áætl- aðri leið flóttamannalestanna hefði ungt fólk með bakpoka safnast saman þegar tilkynnt var að flótta- mennirnir 12.000 í Prag fengju far- arleyfi en vegabréfsáritun þyrfti framvegis til Tékkóslóvakíu. Aust- ur-þýsk lögregla er sögð hafa góðan árangur sósíalismans og sagði ríkið hafa fært íbúum sínum sælu síðan það var stofnað fyrir 40 árum. Helmut Kohi, kanslari Vestur-Þýskalands, hét austur- þýskum stjórnvöldum aukinni efna- hagsaðstoð í gær, kæmu þau á umbótum. Sjá ennfremur: „Liklegur arf- taki . . .“ á bls. 25. Kampakátir Austur-Þjóðverjar í járnbrautarlest á leið frá Prag til lesta átti að flytja allt að 12.000 flóttamenn á brott. Keuter Vestur-Þýskalands í nótt. Tugur brugðist hart við. Meðal annars voru 3.000 manns fjarlægðir frá brautarstöðinni í Dresden í gær. Yfii-völd virtust ekki ætla að láta atburði helgarinnar endurtaka sig en hluti af þeim 6.300 flóttamönn- um, sem komu á sunnudag til bæj- arins Hofs í Vestur-Þýskalandi, hafði stokkið um borð á leið lest- anna um Austur-Þýskaland. Vest- ur-þýskir fjölmiðlar sögðu að lest- unum y.rði valin önnut' leið en um helgina til að koma í veg fyrir at- burði af þessu tagi. Þær myndu einungis fara nokkurra km leið um austur-þýskt land. Þjóðernisólgan í Kákasuslöndum Sovétríkjanna: Uppreisnarmenn vígbú- ast í Nagomo-Karabakh Erich Honecker, leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, hélt ræðu í gær á hátíðarsamkomu en minntist ekki einu orði á flótta- mannastrauminn. Hann ijallaði um Moskvu. Reuter. HOPAR vopnaðra uppreisnar- I manna eru á ferli í héraðinu Nag- orno-Karabakh í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan, að því er segir i nýjasta liefti vikuritsins Moskvu- \ frétta sem út kom í gær. Deilu Azera og Arrnena uni yfirráð yfír héraðinu hefúr verið líkt við átök á stríðstímum og tala fallinna er sögð hækka á degi hverjum. I frétt vikuritsins kemur ekki fram hvot't það eru Azerar eða Armenar sem hafa vígbúist. Sagt er að þorps- búar í Nagorno-Karabakh séu teknir að mynda herflokka og ráði sumir þeit'ra yfir sjálfvirkum rifflum og heimatilbúnu sprengjuefni. Flug- menn hafi komið auga á búðit- í fjall- lendinu og gild ástæða sé til að ætla að þar fari fram þjálfun upp- reisnarmanna. „Tala fallinna, bæði hermanna og óbreyttra borgara, hækkar á hvetjum degi,“ segir í greininni en heimildir herma að rúm- lega 100 manns hafi fallið frá því átök Armena og Azera blossuðu upp í febrúar á síðasta ari. Armenar eru í miklum meirihluta í Nagorno- Karabakh en héraðið tilheyrði Az- erbajdzhan þar til í janúar á þessu ári að það var fært undir beina stjórn yfityalda í Moskvu. Á þriðjudag samþykktu sovéskir þingmenn að veita ríkisstjórn Sov- étríkjanna heimild til að senda herlið til Kákasuslýðveldanna ef nauðsyn krefði. Sökunt verkfalls Azera hafa járnbrautarsamgöngur legið niðri og hefur því ekki verið unnt að koma nauðsynjum til Armeníu og Nag- orno-Karabakh um Azerbajdzhan. Talsmaður Þjóðfylkingarinnat', rót- tækrar hreyfingar þjóðernissinna í Azerbajdzhan, lýsti yfir því að það yrði ekki liðið að stjórn járnbrauta yrði færð í hendur hersins og boðaði allshetjarverkfall í lýðveldinu yrði raunin sú. Algjört neyðarástand ríkir í Arm- eníu sökum aðgerða íjenda þeirra í nágrannalýðveldinu. Iðnframleiðsla liggur að mestu niðri sökum hrá- efnaskorts, nauðsynjavörur eru af skornum skammti og eldsneyti er ófáanlegt. Talsmaður armenska ut- anríkisráðuneytisins sagði á mið- vikudag að fersk matvæli hefðu enn ekki borist um Azerbajdzhan þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir stjórnvalda í Moskvu. Nauðsynjavörur væru fluttar til lýðveldisins frá Georgíu. „Hingað koma járnbrautarlestir full- ar af rotnandi mat. Fólk notar gas- grímur við að losa vagnana." Hann bætti við að Azerar hefðu unnið skemmdarverk á byggingarefni sem sent hefði verið til Armeníu til að flýta fyrir uppbyggingarstarfi þar eftir landskjálftann ógurlega í des- ember á síðasta ári. Stalín gerir stuttan stans íBúdapest Búdapestbúar ráku marg- ir upp stór augu í gær þegar þeir sáu, að verið var að koma fyrir styttu af Jósef Stalín, þeirri sömu og þeir steyptu af stalli í uppreisninni 1956. Þessar framkvæmdir voru þó ekki til marks um skyndilega hugarfarsbreytingu stjórnvalda, heldur voru það kvikmyndagerðar- menn, sem þurftu að nota hana. Styttan verður síðan fjarlægð eftir fáeina daga, um sama leyti og lands- þing ungverska stjórnar- flokksins hefst. Þar er búist við að flokkurinn segi skilið við kommúnismann í nýrri stefnuskrá sinni. Reuter Sáttmáli norsku borgaraflokkanna: Skattalækkanir o g minni ríkisútgjöld Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. Borgaraflokkarnir þrír, sem ætla að inynda saman stjórn í Noregi, kynntu í gær málcfnasáttinála sinn en þar er meðal annars kveðið á um skattalækkanir, niðurskurð ríkisútgjalda og nokkra einkavæðingu. Orðalagið þykir þó almennt og ágreiningi tveggja flokkanna um afstöð- una til Evrópubandalagsins (EB) heftir í raun aðeins verið skotið á frest. væntanlegri stjórn. Ekki er minnst á hugmyndina um tollabandalag Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB. Miðflokkur- inn hefur fengið því framgengt, að ekki verður rætt við EB um sameig- inlega landbúnaðarstefnu og niður- greiðslur í þeim atvinnuvegi verða óbreyttar. Nýja stjórnin verður í minnihluta á þingi og hlýtur því að reiða sig á stuðning Framfaraflokks Carls I. Hagens. Hann sagðist í gær sæmilega ánægður með sáttmálann. „Hægriflokkurinn er enn sem fyrr hlynntur aðild að EB,“ sagði Jan P. Syse, formaður Hægriflokksins og væntanlegur forsætisráðherra, „en við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Það er ekki meirihluti fyrir aðild í Stórþinginu sem stend- ur.“ Sagði Syse að tekjuskattar og skattar á fyrirtæki og fjárfestingu yrðu lækkaðir og einnig, að reynt yrði að draga úr fjárframlögum til ríkisfyrirtækja. Auk Hægriflokksins eru það Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem standa að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.