Morgunblaðið - 05.10.1989, Page 50

Morgunblaðið - 05.10.1989, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 19.89 foafrm FOLX ■ SHEFFIELD Wed., sem hafði ekki skorað nema tvö mörk í níu leikjum, skoraði átta mörk gegn Aldershot í deildarbikarkeppninni, 8:0, á þriðjudagskvöldið. Steve Whitton skoraði fjögur, en Dalian Atkinson þrjú. ■ DANSKI leikmaðurinn Lars Elstrup skoraði þijú mörk fyrir .Luton þegar það vann Mansfield, 7:2 í sömu keppni. ■ MICHAEL Thomas hjá Arse- nal var einnig á skotskónum. Hann skoraði þijú mörk þegar Arsenal vann Plymouth, 6:1. I BRYAN Robson lék á ný með Manchester United gegn Portsmouth. Þrátt fyrir það varð félagið að sætta sig við jafntefli, 0:0, á Old Trafford. United komst áfram í þriðju umferð á saman- lagðri markatöku, 3:2. Robson hef- ur verið valinn í enska landsliðs- hópinn sem mætir Pólverjum í undankeppni HM í næstu viku. ■ Motherwell skaust upp á topp- inn í Skotlandi í fyrsta skipti í fjór- tán ár, þegar félagið vanri Glasgow Rangers, 1:0. Bobby Russell, fyrr- um leikmaður Rangers, skoraði sigurmarkið eftir aðeins sex mínút- ur. ■ CHELSEA hefur áhuga á að fá til sín vestur-þýska sóknar- manninn Herbert Waas frá Bay- ern Leverkusen. Schalke hefur einnig sýnt áhuga á honum. ■ HEIMSSAMBAND kylímga hefur formlega óskað eftir við al- þjóða ólympíunefndina að golf verði sýningargrein á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og verður um- sóknin tekin fyrir í desember. Þegar hefur verið ákveðið að Pelota (jai alai - boltaleikur ekki ósvipaður veggtennis), hjólaskautakeppni, og taekwondo (svipar til karate) verði sýningargreinar, en - tekið verður fyrir slíkar greinar eftir næstu Ólympíuleika. KNATTSPYRNA / SKOTLAND Guðmundur Torfason kunni vel við sig á heimavelli St. Mirren í gær- kvöldi. Hér er hann í búningi félagsins. Gudmundur skoradi tvö - fyrir St. Mirren gegn Dundee í gærkvöldi GUÐMUNDURTorfason gerði tvö mörk fyrir St. Mirren er lið hans sigraði Dundee, 3:2, í skosku úrvalsldeildinni f knatt- spyrnu í gærkvöldi. Dundee fékk óskabyijun og komst í 2:0 eftri 20 mínútur. Guðmundur Torfason minnkaði muninn fyrir St. Mirren rétt fyrir leikhlé. „Þetta var glæsilegt mark. Há sending kom fyrir markið og eftir að varnarmaður hafði skallað frá marki barst boltinn til mín. Ég tók hann viðstöðulaust með vinstri og hamraði knöttinn í netið,“ sagði Guðmundur. Guðmundur jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks eftir að brotið hafði verið á sóknarmanni St. Mirren. Sigur- markið gerði síðan Walker skömmu fyrir leikslok. Guðmundur sagðist vera mjög ánægður með leikinn, utan fyrstu 20 mínúturnar. Hann sagðist þó hafa fengið högg á bakið þegar 15 mínútur voru eftir og orðið að yfir- gefa völlinn. „Ég er mjög slæmur núna en held að þetta sé ekkert alvarlegt. Ég fæ góðan tíma til að jafna mig því næsti leikur er ekki fyrr en eftir 10 daga. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími hér í Skotlandi.“ Guðmundur hefur gert 4 mörk fyrri St. Mirren á tímabilinu, þijú í deildinni og eitt í bikarkeppninni. Liðið hefur nú sjö stig og er þrem- ur stigum á eftir efstu liðunum. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Islendingar mæta Grikkjum - á móti í Danmörku í desember Islenska landsliðið í körfuknatt- leik tekur þátt í Ijögurra þjóða móti í Danmörku dagana 28. til 30. desember næstkomandi. Þátttöku- þjóðir verða, auk íslands, Danmörk, Eystland og Grikkland. KKÍ fékk endanlega staðfest í gær að Grikkir taki þátt í mótinu, en Danir ætluðu sér. Danir ætluðu sér að fá eitt stórlið á mótið og það tókst. Grikkir eru með allra bestu körfuboltaþjóðum álfunnar — nældu í silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti sem fram fór fyrr í sumar; töpuðu þá úrslitaleiknum gegn Júgóslövum, en urðu hins vegar Evrópumeistarar á næsta móti þar á undan. Sigruðu þá sjálfa Sovétmenn í eftirminnilegum úr- slitaleik. FIMLEIKAR / HEIMSMEISTARAMOT íslendingar á heimsmeistara- mót fyrsta sinni Þrjárstúlkurfara á næsta mót, sem hefst í Stuttgart um aðra helgi LINDA Steinunn Pétursdóttir, Fjóla Ólafsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir verða meðal keppenda á heimsmeistara- mótinu ífimleikum sem hefst Stuttgart íVestur-Þýskalandi 14. október. Heimsmeistaramótið í fimleik- um, sem haldið er annað hvert ár, verður nú haldið í 25. sinn. Mótið stendur yfir frá 14. til 22. október. Þetta _er í fyrsta sinn í sögunni sem íslandingar senda keppendur á þetta mót. íslensku keppendurnir, Lindá Steinunn Pétursdóttir, íslands- meistari, Fjóla Ólafsdóttir, Norð- urlandameistari á tvíslá, og Bryndís Guðmundsdóttir, sem varð þriðja á íslandsmótinu, hafa æft sleitulaust í allt sumar og undirbúið sig vel fyrir mótið. í tengslum við heimsmeistara- mótið í Suttgart verður m.a. ráð- stefna um vísindalegar athuganir á fimleikum og námskeið fyrir Bryndís Guðmundsdóttir. dómara. Stórbrotinn sýningarat- riði verða í tegslum við opnunar- hátíð mótsins sem hefst daginn áður, eða 13. október. Mikið hefur verið að gerast hjá íslensku fimleikafólki á þessu ári. Alþjóða fimleikasambandið, FIG, hélt stjórnarfund í Reykjavík í lok Fjóla Ólafsdóttir. júní og byijun júlí. Þetta var fyrsti fundir FIG á Norðurlöndum. A sama tíma og stórnarfundir FIG stóð yfir hér var hópur fimleika- stúlkna úr Gerplu og Stjörnunni í Vejle í boði danska fimleikasam- bandsins, sem hélt upp á 90 ár afmæli sitt. Ellert sækist ekki eftir endurkjöri Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnu- sambands Is- lands, sækist ekki eftir endurkjöri á ársþingi sam- bandsins, sem verður haldið fyrstu helgina i desember. Ellert staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur verið formaður KSÍ síðan 1973 og er því að ljúka sextánda árinu sem slíkur. KORFOBOLTI Evrópuleikur í Kef lavík Keflvíkingar mæta ensku meist- urunum Bracknell Tigers í Evrópukeppni meistaraliða í körfu- knattleik í kvöld. Þetta er síðari viðureign félaganna, en Englend- ingarnir unnu fyrri leikinn á heima- velli sínum 140:105. Leikurinn í Keflavík í kvöld hefst kl. 20. Ellert B. Schram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.