Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Mývatn hrópar Frá Mývatni eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Mývatn hrópar Eitt þeirra meistaraverka náttúr- unnar sem við eigum, er Mývatn. Það er þjóðardjásn, sem í augum allra þeirra í hinum stóra heimi, sem vita eitthvað um ísland og íslensku þjóðina dást að. Undirritaður hefur stundum átt þá gleði að fara með útlendinga til Mývatns og það bregst ekki að náttúran þar hrífur fólk. Eins og öllum er kunnugt rennur Laxá úr Mývatni. Allir, sem til þekkja telja hana perlu meðal þeirra áa heims, þar sem unnt er að veiða lax í ómengaðri náttúru. Til þessara staða steyma fuglaskoð- arar, náttúruelskendur og laxveiði- menn og hvers konar ferðalangar. Aðdráttarafl staða af þessu tagi vex í mengaðri veröld. Nú er vatnið og fljótið í bráðum háska vegna mengunar og svo virð- ist sem óbætanlegt voðaverk sé unnið en ekkert raunhæft gert til þess að stemma stigu við háskan- um. Svo er sinnuleysið í þessu efni mikið að ungur Húsvíkingur, Birgir Steingrímsson kallar til þjóðarinnar í Víkurblaðinu, 31. ágúst sl. Þetta er neyðaróp. „Mývatni verður aldrei fórnað“, er fyrirsögn greinar hans. Unga manninum farast m.a. svo orð: „Eitt sinn fyrir rúmum 30 árum fór ég í bátsferð um Mývatn ... ég minnist alltaf græna litarins, sem ég sá þá. Vatnið var þykkt af fagur dimmgrænum þörungum og þessi fagri græni litur var í og á öllu vatninu. í dag sést þessi græni litur ekki, liturinn er brún-gul- grænn. . . . Laxá var áður tær og blá og Mývatn fullt af silungi. Nú í sumar hefur Laxá verið viðvar- andi gruggug og það svo að nær alveg hefur tekið fyrir flugu- veiði. . . Við Mývatn afrækja end- urnar hreiður sín og ef þær ná að unga út, falla ungarnir úr hor. Hin síðustu ár hefur geldum öndum á Laxá af hinum ýmsu tegundum ijölgað stöðugt. . .Ég hef nú í sum- ar fundið mörg húsandahræ á bökk- um Laxár. .. Silungar í Mývatni, þeir fáu sem veiðast, eru horað- ir... Ástæða fæðuskorts fyrir sil- ung og endur virðist augljós.. . hrun á mýi í vatninu. Hvers vegna er Mývatn og Laxá gruggug? Hvers vegna er ekkert mý?“ Hér hefur aðeins verið vitnað í nokkur atriði í hinni harmþrungnu grein. Síðan brýtur ungi maðurinn heil- ann um hvað valdi þessum ósköpum og talar um það af ótrúlegri en sjálf- menntaðri vísindamennsku, sem mótast hefur vegna hins nána sam- bands hans við fljótið, sem hann er alinn upp við. Afi hans og al- nafni, sem látinn er fyrir nokkrum árum, var einn reyndasti og frækn- asti veiðimaðurinn við Laxá, hafði ræktað þessa ást á náttúrunni í sonarsyninum. í greininni er bent á þau helstu atriði, sem valdið geta mengun Mývatns og þar segir m.a.: „Of- auðgun það er fyrirbæri í vötnum, þegar jafnvægi í náttúrunni raskast og t.d. þörungagróður eykst úr hófi og vaxtarskilyrði geta jafnvel orðið að keðjuverkandi vítahring . . . Margir vísindamenn telja þetta vera alvarlegt vandamál við Mývatn. Ofauðgun getur stafað af: 1. Grunnu vatni... það er stað- reynd að mikið landris hefur átt sér stað á undanförnum árum við norð- urenda Mývatns. .. .auk þess er þetta svæði sem mest _fær af úr- gangi frá mönnum. . . .grynnkandi vatn og vindbáran nær strax niður í botnsetið. 2. Áburði t.d. sem skolast af tún- um bænda. 3. Órotnuðum úrgangi manna. 4. Þegar hrært er upp í botnset- inu t.d. við dælingu á kísilgúr eða þegar hvasst er og vindbáran gerir það.“ Síðan eru hugleiðingar um hin ýmsu atriði. Birgi Steingrímssyni farast svo orð um Kísiliðjuna: „Kísi- liðjan er búin að vera með svipaða dælingu úr vatninu síðan hún var reist og lítil breyting þar á. Sömu- leiðis notar Kísiliðjan mikið af óæskilegum efnum, svo sem brenni- steinssýru og sóda. Eitt atriði er þó jákvætt við þessi tvö efni, það að þegar þau blandast upphefja þau hvort annað og eftir verða vatn og meinlítil sölt án þess þó að ég vilji á nokkurn hátt firra kísiliðjuna ábyrgð, á sínum þætti.“ Ognvekjandi ástand „Mín tilfinning (Birgis) er sú, að það sé ekki kísiltaka af botninum né heldur eiturefni frá Kísiliðjunni og ekki heldur áburður af túnum bænda, sem er höfuðsökin í málinu. Þessir liðir eru að sjálfsögðu ekki til þess að bæta ástandið ... Megin sökin er að mínu áliti mengun frá mannfólkinu . . . mengun frá íbúð- arhúsum, sundiaugum, tjaldstæð- um, skólum, bændabýlum, bifreiða- verkstæðum o.fl.“ „Rotþrær voru fyrir 15 árum eða svo afbragðs lausn á úrgangi fólks, það lá við að það mætti drekka það sem úr þeim kom. I dag eru þessar sömu rotþrær ónýtar, það liggur við að það megi bara sleppa þeim alveg, rotnun á sér ekki lengur stað í þeim vegna þessara efna. Þessa breytingu á rotþróm ... þekki ég mjög vel...“ Jafnvel þótt hér sé e.t.v. of fast að orði kveðið væri æskilegast að ekkert frárennslisvatn rynni út í Mývatn Ástandið er sem sagt ógnvekj- andi, en samt ekki svo alvarlegt að eigi sé unnt að bæta það með góð- um vilja. Tillögur til úrbóta Greinarhöfundur bendir á, að „ Greinarhöfimdur bendir á, að með því að veita öllu frárennsli frá Kísiliðjunni og byggða- kjarnanum við Reykja- hlíð í eina safnþró og dæla því svo norður á sand, megi að verulegu leyti koma í veg fyrir áframhaldandi mengnn vatnsins og þar með Laxár.“ með því að veita öllu frárennsli frá Kísiliðjunni og byggðakjarnanum við Reykjahlíð í eina safnþró og dæla því svo norður fyrir, megi að verulegu leyti koma í veg fyrir áframhaldandi mengun vatnsins og þar með Laxár. Hann tekur fram að kostnaður við þetta hljóti að vera mikill, en bendir á að þar sem líta megi á mengun sem náttúru- hamfarir að hluta, sé eðlilégt að Viðlagasjóður, hreppurinn, Orku- stofnun og Kísiliðjan beri kostnað- inn saman eftir fyrirfram gerðri áætlun. í þann hóp væri eðlilegt að bæta veiðifélagi Laxár, öllum hreppum, sem eiga land að Mý- vatni, Húsavíkurkaupstað og Akur- eyrarbæ vegna ferðamála. Þá mætti ríkissjóður leggja sitt fram, þar sem Mývatn er eiginiega þjóðar- eign. Mér sem leikmanni finnst, að skylda ætti alla þá, sem beina frá- rennsli í vatnið og eru utan fyrr- greinds svæðis, til þess að koma sér upp tveimur samtengdum rot- þróm. Allt vatn, sem kemur af þök- um og götum, verði leitt út í náttúr- una, en ekki í rotþrær. Hreppurinp komi sér upp vatnsbíl eða haug- sugu, sem nota mætti við að dæla upp úr rotþróm og siðan yrði ekið með þann vökva norður fyrir Náma- skarð. Slík hreinsun úr rotþróm færi fram með vissu millibili. Þar verði þessu efni dreift á afviknum stöðum, yfir grýtta jörð. Slíkt gæti orðið til uppgróðurs á örfoka landi. Þannig nota t.d. Kínverjar allt slíkt til búbóta. Það má ekki henda, að allur tíminn fari í rannsóknir, áður en einföldustu björgunaraðgerðum er komið í kring. Þess vegna er neyð- arkall Birgis Steingrímssonar til þjóðarinnar fyrir hönd Mývatns, orð í tíma töluð og ættu að vekja for- ustumenn okkar til athafna. Hér duga engin vettlingatök, eins og t.d. með stofnun umhverfismála- ráðuneytis, sem aðeins mun verða til aukinna útgjalda og einskis gagns. Hér má sýndarmennska ekki ráða, það sem gildir er að komið verði í veg fyrir mengun Mývatns. Höfiindur er hæstaréttarlögmaúur. Lækkun fjármagnskostn- aðar er eini valkosturinn eftirÁrna Gunnarsson Þegar vextir voru gefnir fijálsir á íslandi varaði ég mjög eindregið við þeirri miklu samkeppni um fjár- magnið, sem þegar hófst á milli banka og sparisjóða, verðbréfafyrir- tækja og ríkissjóðs. Þessi sam- keppni varð nánast hömlulaus. Ástæðurnar voru m.a. þessar: 1. Vegna slæmrar stöðu sinnar urðu bankamir að reyna að auka innlán og sparifjármyndun eftir mikil útlán og fjárfestingaræði undanfarinna ára. Þeir fengu nýjan keppinaut, verðbréfafyrir- tæki, sem strax buðu mun betri ávöxtun fjár en bankamir. Bank- arnir þurftu einnig meira fé í reksturinn vegna stöðugrar út- þenslu, fjölgunar útibúa og fjár- festinga í nýjum tölvubúnaði og vegna margvíslegrar aukinnar þjónustu. Með aukinni vaxtatöku í útlánum og hækkun þjónustu- gjalda, var unnt að mæta þessum aukna kostnaði. 2. Eftir vaxtafrelsið varð aug- ljóst, að verðbréfafyrirtæki myndu nota tsékifærið til hins ítrasta til að hasla sér völl í ís- lenska peningakerfínu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir fjár- magni, gátu þau hækkað vaxta- tilboð sín upp úr öllu valdi. Við þetta bættist svo, að kaupleigu- fyrirtæki fluttu inn í landið gífur- lega erlenda fjármuni, og höfðu af því umtalsverðan milliliða- hagnað. Fleiri hanga nú í skulda- snömm kaupleigufyrirtækjanna en flesta grunar; sumir af kjána- skap og vegna gylliboða og aðrir vegna þess að engar áætlanir hafa staðist gagnvart sveiflum í íslensku efnahagslífi. 3. Ríkssjóður taldi sig knúinn til að taka þátt í vaxtaævintýrinu vegna vaxandi lánsfjáröflunar innanlands. Hann var ekki barn- anna bestur í því að þróa há- vaxtastefnuna. Vaxtafrelsið var ákveðið án þess að ráðstafanir væru gerðar til að þróa eðlilega samkeppni. Það hefði verið nauðsynlegt að ákveða eitt- hvert þak á vexti umfram verðbólgu a.m.k. fyrstu árin, eða að opna er- lendum bönkum og lánastofnunum leið inn á íslenska peningamarkað- inn til að veita íslenskum peninga- stofnunum aðhald með lægri vöxt- um. Þeir hefðu átt að fá beinan og milliliðalausan aðgang að peninga- markaðnum hér. Þetta var ekki gert, og því fór sem fór. Nú eru fyrirtæki og einstaklingar svo þús- undum skiptir að sligast undan fjár- magnskostnaði, þúsundir eru þegar gjaldþrota og fjármagns- og eigna- tilfærsla hefur aldrei orðið eins mikil á jafnskömmum tíma. Á næstu dögum og vikum munu stjórnvöld standa frammi fyrir eft- irtöldum valkostum: 1. Að fella gengi íslensku krónunn- ar verulega svo útflutningsiðnaður- inn geti aukið tekjur sínar og þar með greitt hinn ofurháa Ijármagns- kostnað, og 2. að viðurkenna nauðsyn á veru- legum launahækkunum á almenn- um vinnumarkaði svo einstaklingar geti staðið í skilum með lán sín, eða 3. að grípa til róttækra aðgerða til lækkunar fjármagnskostnaðar. Að verðtryggja peninga Ég var einn þeirra þingmanna sem barðist fyrir því, að fjármunir á íslandi yrðu verðtryggðir. Þá of- bauð öllum hvemig sparifé varð að engu í bönkunum og þeir, sem höfðu aðstöðu til að fá há peningal- án urðu forríkir og þurftu aldrei að endurgreiða nema hluta af lán- um sínum. En þegar við ræddum um verð- tryggingu á fjármunum, var alltaf talað um verðtryggingu og hóflega vexti. Engum datt í hug hávaxta- æðið, sem átti eftir að grípa um sig. Engum datt í hug að verð- trygging og vextir ættu eftir að færa til meiri fjármuni en gerðist á „óverðtryggða tímabilinu". Þegar háu vextirnir bættust ofan á ört-hækkandi lánskjaravísitölu vegna verðbólguþróunar, hófst á íslandi eignaupptaka, sem er jafn- vel hrikalegri en spariljárbruni fyrri ára. Menn höfnuðu hinum gullna meðalvegi, sem fólst í fullri verðtryggingu sparifjár og allra fjárskuldbindinga með 2-4% innl- ánsvöxtum og vaxtamun inn-útlána upp á 1-2%. Nú er ekki hikað við að láta skuldara standa undir ávöxtunar- kröfum, sem eru utan og ofan við öll eðlileg mörk. Hinar háu ávöxtun- arkröfur koma ekki frá almennum Ámi Gunnarsson „En þegar við ræddum um verðtryggingn á flármunum, var alltaf talað um verðtryggingn og hóflega vexti. Eng- um datt í hug hávaxta- æðið, sem átti eftir að grípa um sig.“ spariijáreigendum. Þær koma frá „stóriðjumönnum" í hópi fjár- magnseigenda, sem nú lifa sæla daga. I efnahagsþrengingum þjóðar- innar er það aðeins einn hópur manna, sem hefur verið gulltryggð- ur gegn áföllum, en það eiu fjár- magnseigendur. Þeir hafa ekki þurft að taka á sig nein áföll vegna minnkandi þjóðartekna; þvert á móti hefur þeirra hagur aldrei verið betur tryggður. Á hinn bóginn hafa almennir launamenn ekki getað staðið undir lánum, sem eru fjarri því að vera óeðlilega há, og fyrirtæki hafa ekki getað greitt fjármagnskostnað vegna eðlilegs viðhalds og endur- bóta. — Auðvitað er það rétt, að margir einstaklingar og fyrirtæki hafa verið á fjárfestingafylliríi, en timbvrmennirnir mega ekki verða svo miklir að þeir jafnist á við svartadauða og að óttinn við fjár- festingarkostnaðinn komi í veg fyr- ir eðlilega og sjálfsagða endurnýjun og uppbyggingu atvinnulífsins. Valkostir ríkisstjórnarinnar í þessari stöðu er valkostur ríkis- stjórnarinnar aðeins einn. Hún verður að beita öllum ráðum til að lækka íjármagnskostnaðinn. Éng- um heilvita manni dettur í hug, að efna til stórfelldrar gengisfellingar með þeim afleiðingum, sem henni fylgja, þ.e. hækkunum erlendra lána, hækkun verðlags og láns- kjaravísitölu og þar með kröfugerð um stórhækkuð laun. Það yrði koll- steypa, sem allir myndu tapa á. Launþegar myndu meta lækkun Ijármagnskostnaðar sem verulegar kjarabætur. Ásamt ráðstöfunum til að gera fyrirtækjunum kleift að halda eftir einhveijum fjármunum til eðlilegrar endurnýjunar og upp- byggingar, yrði lækkun fjármagns- kostnaðar til þess að efla atvinnu- rekstur í landinu og draga úr at- vinnuleysi. Um það snýst málið. — Óbreytt stefna leiðir aðeins til ófarnaðar. Höfiindur er alþingismaður Alþýðuflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.