Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 12

Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 12
MGRGUNBLAÐIÐ FIMMTlWÍlJR 5. 0KTÓBER l'ílRa Auðlindaskattur er ekki sáttahugmynd eftir Einar K. GuðGnnsson Umræður um auðlindaskatt eru nú að verða jafn árvissar og haustbrælumar. I fyrra magnaði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins þennan draug og upp- skar andmæli nánast úr öllum þátt- um sjávarútvegsins. Nú hefur þessi umræða aftur skotið upp kollinum í kjölfar ráðstefnu Sjávarútvegs- nefndar Sjálfstæðisflokksins um miðjan september. Hér er ekki ætlunin að ræða efnis- lega um hugmyndina að auðlinda- skatti. Undirritaður er andvígur þeirri skattheimtu. Hef ég látið þá skoðun í ljósi og rökstutt fyrr á opin- berum vettvangi. Um hitt verður Ijallað í þessum greinarstúf hvort rétt hafi verið af Nýr salur tekinn í notkun á Hótel Islandi Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir koma fram UM NÆSTU helgi verður tekinn í notkun á Hótel Islandi nýr salur sem hefur hlotið nafiiið Asbyrgi. Asbyrgi verður opnaður með glæsilegri söngskemmtun þar sem Haukur Morthens leikur aðalhlut- verkið og Erla Þorsteinsdóttir kem- ur fram í fyrsta skipti á íslandi eftir þijátíu ára hlé. Skemmtunin hefur hlotið nafnið „Kvöldið er fag- urt“. Auk Hauks og Erlu kom fram söngkonurnar Jóhanna Linnet og Ingveldur Ólafsdóttir og Ástrós Gunnarsdóttir mun sjá um sviðsetn- ingu ásamt því að semja dansa og flytja þá. Asbyrgi tekur um 200 manns og er undir hliðarsalnum á götuhæð Hótel íslands (Café íslandi) með sérinngangi að austanverðu. Eftir að sýningum er lokið verður opnað á milli allra sala hússins og geta gestir þá valið á milli fimm sala í húsinu. „Þar sem Haukur hefur lengur en nokkur annar verið einskonar ambassador íslensks skemmtanalífs erlendis sem hér heima í 45 ár þótti við hæfi að fá hann til þess að ríða á vaðið með eigin tónlistarhátíð í nýjum salarkynnum á Hótel ís- landi,“ segir í frétt frá Hótel íslandi. HEILSU (jd LINDIN NÝBÝLAVEGI24 SÍMI46460 Sjúkrcmudd - svæðunudd Cellohitanudd - rafnudd HUÓÐBYLGJUR - HEITIR LEIRBAKSTRAR VATNSGUFA - NUDDPOTTUR FRÁBÆRIR UÓSALAMPAR Ath: Hjá okkur starfar aðeins fagfólk Kjörorð okkar er: Vöðvabólga og stress, bless. Opið virka daga frá kl. 9.00-22.00. Laugardaga frá kl. 13.00-19.00. Þorsteini Pálssyni formanni Sjálf- stæðisflokksins að andmæla auð- lindaskattshugmyndinni svo afdrátt- arlaust sem hann gerði á fyrr- greindri ráðstefnu sjálfstæðis- manna. Morgunblaðið skýrir svo frá þriðjudaginn 19. september að Þor- steinn Pálsson hafi í ræðu sinni á ráðstefnunni sagt að hugmyndir um auðlindaskatt, uppboð á veiðileyfum og skatt sem yrði almennt hlutfall af aflaverðmæti myndu allar leiða til aukinna ríkisafskipta. Orðrétt sagði í frásögn Morgunblaðsins af ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins: „Þær (þ.e. framangreinar hugmynd- ir, innsk. mitt EKG) fælust í því að ríkið tæki til sín og deildi síðan út aftur. Sagði hann alveg augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hlyti að berj- ast gegn auknum ríkisafskiptum og leita yrði annarra leiða í þessum efnum en að auka skattheimtuna." Afstaða Morgxinblaðsins Morgunblaðið gerði þessi orð Þor- steins Pálssonar að umræðuefni í ritstjórnargrein 24. september sl. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvort rétt hafi verið af formanni Sjálfstæðisflokksins að lýsa svo ákveðinni afstöðu á þessu stigi máls- ins. Það sé hlutverk formanns Sjálf- stæðisflokksins að vera sáttasemjari ólíkra sjónarmiða innan flokksins. Þrætan um fiskveiðistjórnunina sé hin viðkvæmasta og hafi skipt þjóð- inni í fylkingar. Og niðurstaðan af þessum hug- leiðingum í ritstjórnargreininni er sú að: „Með því að taka svo ákveðna afstöðu í upphafi sjávarútvegsráð- stefnunnar hefur formaður Sjáif- stæðisflokksins gert sér erfiðara um vik en ella að leiða málið til lykta.“ Það er óhjákvæmilegt að and- mæla þessum sjónarmiðum Morgun- blaðsins. Óánægja með kvótakerfið Nú er það deginum ljósara að mikilvægt er að leysa þá erfiðu deilu sem stendur um fiskveiðistjórnunina í landinu. Þrátt fyrir að menn segi oft að stuðningur við kvótakerfið sé almennur, er það mál engan veginn svo einfalt. Að sönnu er það rétt að innan sjávarútvegsins hefur ótrúleg- ur fjöjdi fólks komið til liðs við Hall- dor Ásgrímsson og félaga við að knýja fram kvótakerfið. Undir niðri kraumar þó óánægjan. Má í því sam- bandi minna á að fulltrúar heilla landsfjórðunga, svo sem Vestfjarða og Vesturlands hafa lýst yfir hreinni andstöðu við kerfi þetta. Svipaða Einar K. Guðfinnsson „Þess vegna er það mis- skilningur hjá Morgun- blaðinu að orð Þor- steins Pálssonar hafi verið þröskuldur í vegi samkomulags um fisk- veiðisljórnun. Öðru nær, eins og hér hefur verið rökstutt. Orð hans voru frumfor- senda þess að einhver von væri um að ná sátt- um í gríðarlega erfiðu, margslungnu og við- kvæmu deilumáli.“ sögu má segja víðar frá og er skemmst að minnast ályktunar Grindvíkinga um þessi mál fyrir skömmu. Þess vegna er ljóst að þrætan um fiskveiðistjórnunina heldur áfram. Andstaðan við auðlindaskatt Um eitt eru menn þó sammála í sjávarútvegi. Skiptir þá engu hvort þeir koma frá Vestfjörðum eða Vest- mannaeyjum, eru útgerðarmenn eða fiskverkendur, sjómenn eða land- verkafólk. Menn sameinast í and- stöðunni við hvers kyns auðlinda- skatt. Sumir eru fljótir að gleyma. Það er þess vegna kannski þörf á því að rifja upp að Jón Baldvin Hannibals- son var þeirrar skoðunar í fyrra að leggja ætti á margra milljarða auð- lindaskatt, til þess að stoppa upp í - blessað fjárlagagatið. Og hafi menn einhvern tíma verið einhuga, þá var það í fyrra. Að mótmæla allir sem einn, hvar og hvenær sem var, öllum svona hugmyndum skýrt og skori- nort. Þetta kom til dæmis glöggt fram á Fiskiþinginu í fyrra. Þar var sam- þykkt ítarleg ályktun þar sem segir orðrétt: „47. Fiskiþing mótmælir því hugmyndum um auðlindaskatt og telur þær byggðar á vanþekkingu og feli í sér virðingarleysi fyrir sögu- legum rétti starfandi aðila í sjávarút- vegi.“ I sjö tölusettum atriðum eru síðan tíunduð rökin gegn óskapnaðinum, auðlindaskatti og vakin athygli á að allar’félagsdeildir og fjórðungssam- bönd hafi í samþykktum sínum vísað hugmyndum um auðlindaskatt á bug. Forsenda sátta Undir það skal tekið með Morgun- blaðinu að mikilsvert er að leiða þrætur um fiskveiðistjórnun til lykta. I því máli gegnir Sjálfstæðisflokkur- inn þýðingarmiklu hlutverki. En það skulu menn ekki ímynda sér, að grundvöliur slíkrar sáttar geti verið að leggja auðlindaskatt á herðar þess fólks og þeirra fyrirtækja sem starfa að sjávarútvegi. Slíkar hug- myndir eru ekki líklegar til sátta. Sennilegra er að þær leiði til frekari sundrungar. Sátt um fiskveiðistjórnunina verð- ur ekki til nema að henni komi hags- munaaðilar, fólkið er starfar í sjávar- útveginum. Þetta hljóta allir að skilja. Menn leiða ekki mál af þessu tagi til lykta nema í bærilegum friði við það fólk sem á að búa við það til frambúðar. Engum dettur til dæmis í hug að setja saman nám- skrá fyrir grunnskóla, nema kennar- ar komi að því verki. Því hvarflar vonandi ekki að neinum að bera saman hugmyndir að fiskveiðistjórn- un án þess að spyija það fólk ráða sem á að vinna eftir því skipulagi til framtíðar. Þegar sjálfstæðismenn settust niður til þess að ráða ráðum sínum, varðandi fiskveiðistjórnunina, þurfti það þess vegna að liggja fyrir alveg kristaltært, hver skoðun Þorsteins Pálssonar var varðandi auðlinda- skattinn. Frá sjónarhóli sjávarút- vegsins, kemur þessi skattheimta ekki til greina. Hún er því engin sáttaflötur. Spurningin sem svara átti því strax var: Vill formaður Sjálfstæðisflokksins koma til liðs við sjávarútveginn, eða ljáir hann máls á marga milljarða skattheimtu í formi auðlindaskatts. Þess vegna er það misskilningur hjá Morgunblaðinu að orð Þorsteins Pálssonar hafi verið þröskuldur í vegi samkomuiags um fiskveiði- stjórnun. Öðru nær, eins og hér hef- ur verið rökstutt. Orð hans voru frumforsenda þess að einhver von væri um að ná sáttum í gríðarlega erfiðu, margslungnu og viðkvæmu deilumáli. Höfundur er útgerdurstjóri í Bolungarvík og varaþingmaður Sjálfstæðisílokks fyrir Vesttjarðakjördæmi. EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppurnar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þariendum yfir- vöidum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, í sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. 5 I tm 'H ^ ]t*FA D i m i\ \ Ú~L>~ * V ‘ J - Lé 1QHfö Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SlMI 24020 64.5cm 07.Ocm I09.5cm 132.0cm 154,5cm 177,Ocm ÚTSflLA don cano Krumpugöllum Jogginggöllum Anórökum og kuldaúlpum 30 til 50 % afsl. Sendum í póstkröfu um allt land. don ccmo - búóin Glæsibæ - sími 82966.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.