Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 7
Fimm presta- köll eru laus BISKUP íslands hefiir auglýst fimm prestaköll laus til umsókn- ar og er umsóknarfrestur til 28. október nk. Prestaköllin eru: Sauðlauksdalur í Barðastrandarprófastsdæmi (Sauðlauksdals-, Saurbæjar-, Brjánslækjar-, Haga- og Breiðuvík- ursóknir). Sr. Jón ísleifsson hefur þjónað prestakallinu frá 1. október 1987 er sóknarnefndin kallaði hann til tveggja ára. Hefur hún nú óskað eftir að prestakallið verði auglýst. Bolungarvík í Isafjarðarprófasts- dæmi (Hóls- og Staðarsökn í Grunnavík). Sr. Jón Ragnarsson, sem þar hefur verið sóknarprestur frá 1. maí 1983, hefur verið ráðinn deildarstjóri Fræðslu- og þjónustu- deildar Þjóðkirkjunnar frá 1. októ- ber nk. Sr. Torfi K. Stefánsson Hjaitalín, sem hafði embætti deildarstjóra á höndum, hefur fengið veitingu fyrir Möðruvallaprestakalli í Hörgárdal í Eyjafj arðarprófastsdæmi. Arnes í Húnavatnsprófastsdæmi (Arnessókn). Sr. Einar G. Jónsson, sem hefur þjónað því kalli frá 1. júní 1982, hefur verið veitt Kálfa- fellsstaðarprestakall í Skaftafells- prófastsdæmi frá 1. október nk. Sr. Fjalarr Siguijónsson, prófastur, sem hefur verið sóknarprestur Ör- æfinga frá 1. október 1963, lætur nú af embætti sóknarprests og pró- fasts að eigin ósk eftir 37 ára þjón- ustu í íslensku þjóðkirkjunni. Siglufjörður í Eyjafjarðarpró- fastsumdæmi _ (Siglufjarðarsókn). Sr. Vigfús Þór Árnason hefur feng- ið veitingu frá og með 1. október nk. fyrir Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi, en það er nýstofnað. Sr. Vigfús Þór hefur þjónað Siglufjarðarprestakalli frá 1. október 1976. Skinnastaður í Þingeyjarpró- fastsdæmi (Skinnastaðar-, Garðs- og Snartarstaðasóknir). Sr. Sigur- vin Elíasson lét af embætti vegna aldurs 1. september sl., en þá hafði hann þjónað prestakallinu frá 1. júlí 1967 eða í rúm 22 ár. Frjálst verð á síld til bræðslu VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefiir náð samkomulagi um að gefa ftjálsa verðlagningu á síld og síldarúrgangi til bræðslu á síldarvertíðinni, sem nú er að heljast. Síldveiðar til bræðslu hafa ekki verið leyfðar síðan veiðarnar hófust að nýju þar til í fyrra. Þá fylgdi það skilyrði veiðileyfi að aðeins ákveðið hlutfall mætti fara til bræðslu. Verð á síld til bræðslu var fijálst í fyrra. Borgarsjóður aðstoði KR í Skálafelli HUGMYNDIR um að KR fái stuðning frá Reykjavíkurborg vegna skíðasvæðis í Skálafelli bíða nú umfjöllunar Borgarráðs og hugsanlega fleiri aðila. Þetta mál þarf vitanlega að afgreiða á næstu vikum, að minnsta kosti áður en snjórinn kemur, segir Hjörleifur Kvaran, framkvæmda- stjóri lögfræði- og stjórnsýslu- deildar Reykjavíkurborgar. „Borgin þarf með einhverjum ráðum að aðstoða KR, líklegast hleypur borgarsjóður undir bagga og hugsanlega Bláíjallanefnd," seg- ir Hjörleifur. Fjárhagsstaða skíða- svæðis Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur að hans sögn batnað mikið á tiltölulega stuttum tíma. Hjörleifur segir að KR þurfi þó aðstoð og eins verði að fylgjast með því að skíðasvæðið sé vel rekið áfram. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1989 7 SÝNUM NISSAN SUNNY LINUNA •*1990 í SUNNY LÍNUNN1 ER ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ALLRA HÆFI • 3ja dyra hlaðbakur • 4ra dyra fólksbíll, sedan, • 5 dyra hlaðbakur hvort heldur framhjóladrifinn • Skutbíll, fjórhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn, þú velur. Ný 1 2 ventla vél, 1 600 cc HREINT ÓTRÚLEG Sunny bílar eru hlaónir aukahlutum, s.s. samlæsingu í hurðum, aflstýri, rafstýrðum rúðum og mörgu fleira. OG RÚSÍNAN í PYLSUENDANUM Verð á Nissan Sunny bókstaflega drekkhlöðnum aukahlutum „ 864.000.- Lánakjör: T.d. 25% út og 75% lánað í allt að 2V2 ár með lánskjörum banka. NISSAN: Mesf seldi japanski bíllinn í Evrópu ■Réttur bíll á réttum staó na Ingvar Helgason hf. \ Sævarhöfða 2 , \ . a A.-A '' sími 91-674000 o9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.