Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 37 ; l mssmmsM Ljósmynd/Sigmar Þormar Fimmta til tiunda október verða kanadískir dagar í Reykjavík. Myndin er frá Ottawa, höfuðborg Kanada. Kanadískir dag- ar í Reykjavík eftir Sigmar Þormar íslendingar vita því miður allt of lítið um kanadískt þjóðlíf. Kanada virðist einhvern veginn „bak við“ Bandaríkin í hugum margra íslend- inga. Þetta er röng sýn, Kandamenn standa Bandaríkjamönnum framar í ýmsu. Kanadamönnum hefur t.d. tekist að forðast nokkuð vel það böl sem við venjulega tengjum Ameríku, háa glæpatíðni og kynþáttahatur. Nú í byq'un októbermánaðar mun kanadíska ræðismannaskrifstofan í samvinnu við Verslunarráð íslands efna til Kanadískra daga í Reykjavík. Kynntar verða bókmenntir, kvik- myndir og önnur list. Sérstök áhersla verður á eflingu viðskipta landanna. Fulltrúar kanad- ískra fyrirtækja koma hingað til lands og kynna framleiðslu sína og þjónustu. Sjávarútvegssamstarf Kanadískt atvinnulíf á margt sam- eiginlegt með því íslenska. Versiun og viðskiptatengsi landanna eru hinsvegar lítil. íslendingar hafa þó uppgötvað í Kanada stóran markað fyrir veiðarfæri og tæknivörur til sjávarútvegs. Útflutningur okkar til sjávarútvegssvæða Kanada eykst nú með hverju árinu sem líður. Fjölmargir ónýttir möguleikar eru á samstarfi þjóðanna um sjávarút- vegsmál. Kanadamenn geta sótt til okkar reynslu í verndun fiskistofna og glímu við erlenda veiðiflota. Fiski- flotar Evrópubandalagsins virða ekki fiskverndunarsjónarmið á kanadísk- um fiskimiðum. Kanadamenn standa þessa dagana ráðþrota gagnvart þessum vanda. Vekja má athygli íslenskra útgerð- armanna á að Kanadamenn hafa tekið upp þá stefnu að veita erlendum aðilum veiðiheimildir innan lögsögu sinnar. Þetta fá þó aðeins þjóðir sem þykja hafa sýnt samstarf í fiskvemd- unarmálum. Þessi fríðindi hafa að vísu helst verið boðin þjóðum sem veitt hafa mikið við Kanada. Ekki er þó ólíklegt að með auknum sam- skiptum íslands og Kanada gætum við fengið fríðindi af þessu tagi. Ráðsteiha og sýnin g Þessi málefni og fleira varðandi viðskipti Islands og Kanada verða rædd á ráðstefnu á Hótel Sögu 9. október. Kanadisk fyrirtæki, á sviði tölvuhugbúnaðar o.fl., munu opna sýningu á vörum sínum og þjónustu á sama stað. Kanadísk bókakynning Meðal atriða á kanadískum dögum verður bókakynning í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Bókaþjóð- inni íslensku gefst því kostur á að kynna sér efni sem furðu lítið hefur borið á hér á landi. Kanadamenn eiga fjöldann allan af góðum rithöfundum. Á síðustu árum hafa skrif tveggja Margréta, Margaret Atwood og Margaret Laur- ence, vakið sérstaka athygli. Atwood er þekkt fyrir skáldsögur sínar en Laurence ekki síst fyrir smásögur sem hún sækir efnivið í bæði frá Tieimalandi sínu, og frá langri dvöl sinni í Afríku. William Valgardson er fæddur og uppalinn í íslendingabyggðinni í Gimli, Manitoba. Hann sækir efnivið sinn í kanadískt þjóðlíf og er at- burðarásin oft óvenjuleg. Vestur- íslendingar koma tíðum fyrir í sögum William Valgardson. Góðar myndir í bíó Laugarásbíó tekur til sýninga frá 7. október kanadískar myndir í til- efni Kanadísku daganna. Þar á með- al verður endursýnd Hnignun ameríska heimsveldisins (Le Déclin de l’empire américairí), en sú bíó- mynd er gerð af frönskumælandi Kanadamönnum. Myndin fór fram hjá allt of mörgum þegar hún var fyrst sýnd hér fyrir nokkru. Kanadísk kvikmyndagerð hefur aðeins nú á allra síðustu árum verið að skapa sér sérkenni og brjótast undan ofurvaldi Bandaríkjamanna. Hnignun ameríska heimsveldisins er dæmi um að góðar myndir koma nú frá Kanada. Myndi lýsir vinafólki, háskóla- borgurum, sem virðast öll fallin í gryiju sjálfselsku nútímans. Leik- stjóranum Denys Arcand tekst að skapa létta og áhrifamikla umgjörð um fremur alvarlegt efni. Söngur í Gerðubergi Heather Ireland er óperusöngkona af íslenskum ættum. Hún er dóttur- dóttir Guttorms J. Guttormssonar, kanadíska ljóðskáldsins sem ættaður var austan af Fljótsdalshéraði. Þann 8. október mun hún halda tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og syngja lög, bæði á íslensku og ensku. ísland og Kanada Aukin samskipti íslands og Kanada eru nauðsynleg. Nú í byrjun októbermánaðar gefst okkur ómet- anlegt tækifæri til að fá innsýn í ýmislegt kanadískt. Fyrir utan kynningu á kanadískum bókum, bíómyndum og sönglist verð- ur vakin athygli á ónýttum möguleik- um í viðskiptasamstarfi landanna. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur ogstarfarsem ujjplýsingafulltrúi Verslunarráðs Islands. Til hluthafa Verslunarbanka íslands hf. Hlutafjárútboð Á aðalfundi bankans 18. mars 1989 var bankaráði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir króna. Bankaráð hefur nú ákveðið að nýta þessa heimild og eiga hluthafar rétt til áskriftar í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína, eða 19,8%. Forgangsréttur hluthafa rennur út 25. október nk. Útboðsgengi hinna nýju hlutabréfa hefúr verið ákveðið 1.40 og er greiðslu- frestur til 10. nóvember nk. Sömu reglur gilda um hin nýju hlutabréf og annað hlutafé í bankanum. Áskriftarskrá mun liggja frammi á aðal- skrifstofú bankans, Bankastræti 5, frá 25. september til 25. október nk. að báðum dögum meðtöldum og verður hluthöf- um jafnframt send áskriftarskrá. Reykjavík, 19. september 1989. VERSLUNARBANKI ÍSLANDS HF. V€RSLUNRRBRNKINN -vúmot (tteð þé* ! Metsölublað á hverjum degi! C O O O STORUTSALA k PRENTARA- OG TÖLVUBORÐUM O O O O O o o o ▼ Þetta borð er fyrir flestar stærðir stórra prentara. Það hefur bæði botngrind fyrir pappír og grind fyrir útprentun. Fæst með eða án pappírsraufar. 5.900,- 6.900,- A Þetta borð hentar vel fyrir alla minni prentara. Fæst með eða án grindar. ▼Tölvuborð með stillanlega plötuhæð. Flægt er að fá hliðarplötu sem passar báðum megin. Einnig fæst standur undir sjálfa tölvuna og er hann festur á borðfótinn. 8.900,- TOLVU VBRUR SKEIFAN 17« HUGBUNAÐUR SKRIFSTOFUTÆKI 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 o o ■ • v| o o o ' o o o o Jg o o o o I o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.