Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. 0KTÓBER 1989 Stafar hætta af upplýsingiim? eftirRagnar Kjartansson Það kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um Hafskipsmálið og margir lesendur sjálfsagt búnir að fá sig fullsadda á máli sem brátt er búið að vera til meðferðar jafn lengi og seinni heimsstyrjöldin í Evrópu. En málið snýst einnig um hvers virði réttar- og rannsóknarkerfið í landinu er og að hve miklu leyti það fer að lögum. Vegna neitunar sakadóms um að nýleg upplýsingaskýrsla mín um rannsóknar- og ákærumeðferð Haf- skipsmálsins verði felld að málinu í formi tilvísanlegra dómsskjala, sem þegar eru á sjötta þúsund tals- ins, sé ég ástæðu til að vekja at- ljygli lesenda á eftirgreindu, en svo viil til að réttarkerfið er ekki einka- eign þeirra er þar starfa. 1. Við upphaf þeirrar yfirborðs- kenndu og síðar ónýtu rann- sóknar er Hallvarður Einvarðs- son, rannsóknarlögreglustjóri og stuttu síðar ríkissaksóknari, stjórnaði í maí-júní 1986 óskaði ég eftir að gefa ítarlega upplýs- ingaskýrslu, sem varpað gæti skýrara ljósi á málið. Beiðn- inni, sem ég margítrekaði, var endurtekið hafnað og að engu höfð. 2. Haustið 1986 var mér gefinn kostur á að kynna mér rann- sóknargögn málsins hjá RLR. Fyrir það var hinsvegar snar- lega tekið er ég sendi frá mér greinargerð dags. 30. sept. þar sem fram kom m.a. gagnrýni á rannsóknarmeðferð málsins. 3. í desember sama ár var Hall- varði Einvarðssyni, þá ríkissak- sóknara, afhent upplýsinga- skýrsla mín um rannsóknar- meðferð málsins, tæpl. 200 bls. auk tveggja fylgigagnabinda, á þriðja hundrað blaðsíður tals- ins. Upplýsingar í skýrslunni staðfestu ótvírætt að málið væri vanreifað og ekki rann- sakað í samræmi við lagafyrir- mæli. Skýrslan var að engu höfð enda einstökum liðum málsins ekki vísað í endurrann- sókn. Staðfestu þau vinnu- brögð ein sér vanhæfi Hall- varðs. 4. í apríl 1987 gaf Hallvarður Einvarðsson út ákærur í mál- inu, sem sakborningum voru að vísu kynntar í Helgarpóstin- um. Við framlagningu rann- sóknargagna/dómsskjala kom í ljós að upplýsingaskýrsla mín fylgdi þeim ekki. 5. Eftir að Hallvarður hafði verið dæmdur vanhæfur og málið hafði allt ónýst var Jónatan Þórmundsson skipaður sérleg- ur saksóknari. í september 1987 var honum afhent fram- angreind upplýsingaskýrsla ásamt fylgigögnum og í desem- ber sama ár fékk hann að auki Upplýsingaskýrslu II, þar sem fram komu ýmsar nýjar upplýs- ingar og rannsóknartilefni. 6. Þann 21. október 1987 fór fram eina raunvei'ulega skýrslutakan af mér hjá RLR tengt hinum svokallaða Haf- skipshluta málsins. Þar spurði ég Arnar Guðmundsson deild- arstjóra, að viðstöddum Tryggva Gunnarssyni, fulltrúa sérlegs saksóknara, hvort upp- lýsingaskýrslan hefði verið lögð frarn og myndi fylgja i'ann- sóknargögnum. Þetta var stað- fest að lögmanni mínum, Jóni Magnússyni, viðstöddum. 7. Við útgáfu ákæru í nóvember 1988 upplýsti Jónatan Þór- mundsson í samtali við Jón Magnússon að ekki hefði verið staðið við fyrri fyrirheit og að upplýsingaskýrslurnar myndu ekki fylgja rannsóknargögn- um. Jónatan benti hins vegar á að ekkert væri því til fyrir- stöðu að við legðum gögnin sjálf fram í sakadómi. 8. Afhending rannsóknar- gagna/dómsskjala úr hendi Jónatans Þórmundssonar dróst allt til loka mars 1989 er við loksins fengum þau í hendur, en þá var liðið tæpt hálft ár frá útgáfu ákæru. Gögnin voru í samtals 25 bindum, á sjötta þúsund blaðsíður talsins. Við tók margra mánaða vinna við að kynna sér gagnamoðið og engin tök á að vera tilbúinn með athugasemdir við fyrsta þinghald í málinu um miðjan apríl, enda var málinu skjótt frestað til 25. september þann- ig að dómarar, lögmenn og sakborningar hefðu einhver tök á að kynna sér gagnastæðurn- ar. 9. Þar sem ég hafði nú fyrsta sinni málsgögnin í heild milli handanna tók ég til við að kynna mér málið og vann sam- fellt að því í tæpt hálft ár og skrifaði þá m.a. Upplýsinga- skýrslu dags. 8. ágúst 1989. 10. Eftir að Jónatan Þórmundsson hafði verið skipaður sérlegur saksóknari í málinu benti lög- maður minn mér á tiltekin skrif hans m.a. í Tímariti lögfræð- inga 1984 en þar segir Jónatan m.a. á bls. 207: SM\\Áa ;OQa°- Leitiö tii okkar: SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300 Ragnar Kjartansson „Eftir áralanga baráttu við að koma fram upp- lýsingum í málinu, allt frá maí 1986, hefi ég samfellt mætt neitunum og hverskyns lítt skilj- anlegu viðnámi, rétt eins og að tilgangur rannsóknar sé ekki al- hliða og fullnægjandi upplýsingaöflun þar sem leggjá beri að jöfiiu meinta sekt eða sak- leysi.“ „Sökunautur á ekki fortaks- laust heimtingu á að rannsókn beinist að tilteknum sakargift- um er máli skipta, sbr. eldra ákvæði 2. mgr. 75. gr. oml., sem fellt var niður með L. 107/1976. Sjálfsagt er þó eftir sem áður rétt að fara eftir slíkum ábendingum sakborn- ings, enda má segja, að það helgist af reglum 39. gr. og 75. gr. oml. um hlutlæga rann- sókn á öllum málsatvikum." Þetta varð til þess að saksóknara var afhentur í september 1987 lang- ur listi yfir vanreifuð atriði, sem óskað var eftir að rannsókn færi fram á, enda talið fullvíst að fræði- maðurinn myndi ekki hafna þeirri beiðni sbr. tilvitnun í framangreind skrif hans. I sex tilfellum að auki sendi ég Jónatani Þórmundssyni og aðstoð- armanni hans gögn og upplýsingar er gáfu tilefni til sérstakrar rann- sóknar, auk fjölda rannsóknartil- efna í áður afhentum upplýsinga- skýrslum. Og hver varð svo niðurstaðan? Næsta engin, ef nokkur, rann- sóknarábendinga minna, er skipta tugum, var tekin til greina! Ákæra Jónatans í hinum sérskil- greinda Hafskipshluta málsins sam- anstendur af a.m.k. 35 efnisþáttumj einstökum talnastærðum o.fl. I ránnsókn Jónatans var ég ekkert spurður um þessa einstöku þætti né gefinn kostur á að tjá mig um málatilbúnaðinn. Um fjölda liða að bak ákæru Jónatans var ég ekki heldur spurður í hinni yfirborðs- kenndu, ónýtu rannsókn Hallvarðs Einvarðssonar. Eins og upplýsinga- skýrsla mín dags. 8. ágúst 1989 staðfestir með ótvíræðum hætti hefði mátt forða saksóknaranum frá ýmsum stórslysum ef málið hefði eingöngu verið rannsakað í samræmi við þau rannsóknarfyrir- mæli sem hann gaf sjálfur út í málinu og sakborningar spurðir ítarlega um alla þætti þess og tillit tekið til ábendinga og rannsóknar- beiðna. Þar sem ég hafði ekkert verið spurður um meginþætti málsins í rannsókn Jónatans en samt ákærð- ur vegna sömu þátta, hugðist ég bæta úr vanreifun saksóknarans og skrifaði fyrrnefnda ítarlega upplýs- ingaskýrslu um alla ákæruþætti hins sérgreinda Hafskipsmáls auk þess sem fram kemur í skýrslunni nokkurt upplýsingamagn til glöggvunar á baksviði málsins. Snemma í september sl. var skýrslan afhent sakadómi og óskað eftir að hún myndi fylgja dómsskjöl- um málsins, enda yrði frávísunar- mál einnig byggt á upplýsingum í skýrslunni þar sem rökstuddar eru á annað hundrað athugasemdir um rannsóknarmistök eða skort á mik- ilvægum gögnum. Eru reyndar mörg dómafordæmi fyrir frávísun mála sem ekki eru rannsökuð né ákæruhæf skv. lögum. Eftir áralanga baráttu við að koma fram upplýsingum í máliriu, allt "frá maí 1986, hefi ég samfeflt mætt neitunum og hverskyns lítt skiljanlegu viðnámi, rétt eins og að tilgangur rannsóknar sé ekki alhliða og fullnægjandi upplýsingaöflun þar sem leggja beri að jöfnu meinta sekt eða sakleysi. Er því nú borið við að skýrsla mín sem leikmanns sé „munnlegur málflutningur" og/eða „skrifleg vörn“, þ.e. verið er að fjalla um einhverskonar umbúðir en ekki inni- hald eins og löngum hefur viljað brenna við í Hafskipsmálinu og fer þá lítið fyrir leit að sannleikanum. Hvað þarf eiginlega til að ég fái komið fram upplýsingum í málinu? Ég hefi í gegnum feril málsins gagniýnt með rökstuddum hætti framkvæmd réttar- og rannsóknar- kerfisins. Er viðnám kerfisins af- leiðing þeirrar gagnrýni eða skipta umbúðir meira máli en innihald? Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Hafskips hf. VERKTAKAR - BÆJARFÉLÖG VATNSDÆLUR MIKIÐ ÚRVAL- GOTT VERÐ ASETA HF. . Ármúla 17a • Sfmar: 83940 - 686521 1 Viðskiptatækni 128 klst. Markaðstækni 60 klst. Fjármálatækni 60 klst. Sölutækni 36 klst. Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 6 2 6 6 5 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.