Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Hugmyndir ráðgjafanefiidar um undirbúning kynningarátaks: ísland kynnt sem land hreinleika og hollustu SKÝRSLA ráðgjafanefndar um undirbúning sérstaks kynningar- átaks Islands á sviði markaðsmála var kynnt fjölmiðlum í gær. I skýrslunni koma fram hugmyndir um að unnið verði markvisst að því að kynna Island á erlendum vettvangi með tilliti til hreinleika, hollustuhátta og heilbrigðis og að bent verði sérstaklega á stöðu umhverfísmála á Islandi í þessu sambandi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær, eða hvort, hugmyndum þessum verður hrint í framkvæmd. Nefndina skipaði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í janúar sl. í nefndinni sátu: Baldvin Jónsson auglýsingastjóri, formað- ur, Björn Theódórsson fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Flug- leiða, Jón Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Magnús Gunn- arsson formaður Útflutningsráðs, Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu, Stef- án Friðfinnsson aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra og Kjartan Lárus- son formaður Ferðamálaráðs. Forsætisráðherra sagði, þegar hann kynnti skýrsluna, að horfa yrði fram á veg og leita nýrra leiða til að tryggja áframhaldandi vel- megun á íslandi. Hugmyndir nefnd- arinnar, sem forsætisráðherra sagði að kölluð hefði verið „bjartsýnis- nefndin", eru meðal annars þær, að Islendingar geti tekið frumkvæð- ið í umhverfísmálum og nýtt sér árangur skipulegra kynningarher- ferða og markaðsaðgerða. Breskir ráðgjafar nefndarinnar vörpuðu meðal annars fram þeirri hugmynd, að íslendingar veiti alþjóðleg um- hverfisvemdarverðlaun, sem væru sambærileg við Nóbelsverðlaunin hvað vegsauka og virðingu snerti. Þá vekur nefndin athygli á, að á Islandi séu góðar aðstæður til að stuðla að heilbrigðu lífi í óspilltri náttúru og miklir möguleikar á að byggja upp heilsuræktarstöðvar, þar sem bjóða mætti hópum og ein- staklingum aðstöðu til hvíldar og endurhæfingar. Þá gætu íslending- ar tekið forystu í forvamaraðgerð- um á sviði heilbrigðismála. Nefndin nefnir hugmyndir um að auka fijálsræðið á íslenskum Q'ármálamarkaði, til dæmis að gera Island að fríverslunarsvæði með fjármagn. Þá hefur áður verið skýrt frá hugmyndum um alþjóðlegt „lottó“, sem stjórnað yrði gegnum gervihnattasendingar og símalínur. , . MorgijnDiaoio/juiius Skýrsla rádgjafanefndar um undirbúning sérstaks kynningarátaks Islands á sviði markaðsmála var kynnt fjölmiðlum í gær. Það gerðu þeir Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Baldvin Jónsson, auglýsinga- stjóri, sem var formaður ráðgjafanefíidarinnar. Á fundi forsætisráðherra með fréttamönnum, þar sem skýrslan var kynnt, var mikið fjallað um aukna áherslu á kynningu á íslandi og íslenskum afurðum erlendis. Reifaðar voru hugmyndir um að stefna bæri að sameiningu utflutn- ingsráðs og Ferðamálaráðs. Nefnd- in varpaði fram þeirri hugmynd, að til þess að standa straum af kostn- aði vegna stefnumörkunar um for- ystu íslands á sviði umhverfísmála og öfluga kynningarstarfsemi gæti hagnaður af rekstri fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli runnið til þessa. Á þessu ári er sá hagnaður áætlaður um 218 milljónir króna. Talið er að um 250 milljónir þurfi árlega til að hrinda hugmyndunum í framkvæmd, en að sögn forsætis- ráðherra er ekki áætlað að leggja fram það fé á þessu eða næsta ári. VEÐURHORFUR í DAG, 5. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Um 350 km vestur af landinu er 982 mb lægð sem þokast norðvestur en síðan austur. Veður fer heldur kóln- andi, einkum sunnanlands og vestan. SPÁ: Sunnan- og suðvestangola eða kaldi um mest allt land. Skúrir á Vestur- og Suðvesturlandi, en sums staðar dálítil rigning eða súld við norðausturströndina. í öðrum landshlutum er búist við þurru og björtu veðri. Heldur kólnandi í bili. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt og þurrt að kalla um land allt. Víða næturfrost inn til landsins, en annars hiti 3 til 8 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestanátt. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu á Norð- austurlandi og á Austfjörðum. Hiti á bilinu 8 til 14 stig. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■JQ° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrír * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 11 súld Reykjavík 11 súld Bergen 9 skýjað Helsinki 9 alskýjað Kaupmannah. 11 skýjað Narssarssuaq heiðskírt Nuuk +1 léttskýjað Osló 11 hálfskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 26 þokumóða Amsterdam 16 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 14 léttskýjað Chicago 1 heiðskírt Feneyjar 18 léttskýjað Frankfurt 14 léttskýjað Giasgow 14 mistur Hamborg 14 hálfskýjað Las Palmas 27 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 15 léttskýjað Nladrid vantar Malaga 25 heiðskírt Mallorca 26 hálfskýjað Montreal 3 alskýjað New York 9 iéttskýjað Orlando 22 léttskýjað París 16 skýjað Róm 20 heiðskirt Vin 12 skýjað Washington 10 léttskýjað Wínnipeg vantar „Unglingar gegn ofbeldi“ Meginverkefni að færa umræðuna til unglinganna sjálfra Á kynningarfúndi sem efnt var til í Tónabæ í gærdag um herferðina „Unglingar gegn ofbeldi" kom fram að ofbeldi meðal unglinga hefði aukist hægt en stígandi á undanförnum árum og jafhframt yrði of- beldið stöðugt grófara. Fundarstjóri var Sveinn Ottóson starfsmaður útideildar í Reykjavík. í máli hans kom fram að síðasta vetur hefðu starfsmenn útideildar orðið varir við vaxandi ofbeldi og að þeir verið ráðþrota og úrræðalitl- ir um hvemig taka ætti á vandanum. Þar að auki hefði það svo gerst að ráðist var á einn starfsmanna deild- arinnar. í framhaldi af þessu kom upp hugmynd um að efna til kynningar- og fræðsluherferðar meðal unglinga um þessi mál. Upphaflega átti her- ferðin að vera s.l. vor en datt þá uppfyrir vegna verkfalls kennara. Henni var þó haldið lifandi og fleiri aðilar fengnir inn í dæmið. Þar að auki var grundvöllurinn víkkaður þannig að nú er rætt um ofbeldi í öllum sínum myndum meðal ungl- inga, líkamlegt, andlegt, félagslegt og kynferðislegt. Frummælendur á fundinum auk Sveins voru Ólafur Oddsson frá Rauða krossinum, Ómar Smári Ár- mannsson frá lögreglunni, Árni Stef- án Jónsson tómstundafulltrúi Kópa- vogs og Soffía Pálsdóttir forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar í Graf- arvogi. Á fundinn voru boðaðir full- trúar grunnskóla, félagsmiðsstöðva, lögreglu, skáta, ungmennafélaga, Rauða krossins og nemenda auk æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar. í máli Ómars Smára aðstoðaryfir- lögregluþjóns í forvarnatíeild kóma fram að lögreglan fagnar því undir- búningsstarfi sem unnið hefur verið í kringum herferðina og telur fulla ástæðu til að taka á þessum málum nú. Hann sagði að aukning ofbeldis nú væri ekki í einu stökki heldur hæg og stígandi þróun. Við þeirri þróun yrði að bregðast strax. Árni Stefán Jónsson, sem sæti á í undirbúningsnefndinni, sagði að meginverkefnið væri að færa um- ræðuna um þessi mál til unglinganna sjálfra og fá þá til að vera virka þátttekendur í henni. í máli allra sem tóku til máls kom fram að vandamálið er bundið við mjög fámennan hóp unglinga, um eða innan við 1% af þeim. Megin- þorri unglinga væri að gera góða hluti eins og mikil aukning á þátt- töku í íþrótta-og félagsstarfi bæri vott um. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins: Tekjur ríkisins af mjólk meiri en niðurgreiðslur Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins hefúr sent frá sér athugasemd þar sem fram kemur að sú upphæð sem ríkissjóður ver til niður- greiðslna á mjólk og mjólkurafúrðum sé nokkru lægri en skattar og gjöld sem ríkissjóður innheimtir í beinum tengslum við nyólkurfram- leiðslu og sölu mjólkurafúrða. í athugasemdinni segir að miðað við verð 1. september síðastliðinn og sölumagn á öllum mjólkurafurð- um síðustu 12 mánuði þar á undan komi í ljós að niðurgreiðslur ríkis- sjóðs miðað við seldar afurðir og verð þeirra í september séu alls 1.968 milljónir króna. Gjöld þau sem ríkissjóður innheimti af framleiðslu og sölu þeirra sé hins vegar saman- lagt um 2.081 milljón króna. Þar sé um að ræða söluskatt, sem er 1.600 milljónir, söluskatt á aðföng, sem er um 280 milljónir og sérstakt grunngjald af kjarnfóðri, sem er á bilinu 120-200 milljónir króna. Tekj- ur ríkisins vegna mjólkurframleiðsl- unnar séu því um 113 milljónir króna. Fram kemur að þessar niður- stöður séu byggðar á verðútreikn- ingum fimmmannanefndar og á tölum úr skýrslum Framleiðsluráðs landbúnaðarins um framleiðslu og sölu mjólkur og mjólkurvara. Áætlun um söluskatt aðfanga sé byggð á skýrslu stjórnskipaðrar nefndar frá árinu 1983. Útreikningur á grunn- gjaldi á kjarnfóður vegna mjólkur- framleiðslu byggi á reglugerð um það gjald og áætlun Framleiðsluráðs um magn erlends kjarnfóðurs til mjólkurframleiðslu, en nákvæmar skýrslur um skiptingu milli búgreina séu ekki til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.