Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 49

Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 49 I Þessir hringdu . . Þakkir Sólveig Eggerz Pétursdóttir- hringdi: „Ég var með sýningu í Gamla- lundi á Akureyri fyrir nokkru. Meðan sýningin stóð yfir var ég lögð inn á Fjórðungssjúkrahúsið þar og fékk sérstaklega góð umönnun. Ég vil senda senda hjartans þakkir til starfsfólksins þar. Einnig vil ég þakka þeim er sáu um sýninguna fyrir mig og öllum gestunum sem komu en ég gat ekki talað við. Svo langar mig til að vekja athygli á hve Gamlilundur er vinalegur sýning- arstaður og hversu mikill mynd- listaráhugi eru á Akureyri. Kærar þakkir tii Akureyringa.“ Góður saltfískur Guðrún hringdi: „í Velvakanda hinn 28. septem- ber heldur einhver kona því fram að saltfiskurinn sem seldur er á' útimarkaðinum í Austurstræti kosti 760 kr. kílóið. Þetta er ekki rétt. Ég keypti þarna pakka sem var 1.8 kg og kostaði 760 kr. Þetta er mjög góður saltfiskur og þykir mér rétt vað fólk fái að vita hið sanna um verðið.“ Greiðvikinn bílstjóri Lesandi hringdi: „Ég vil koma á framfæri þökk- um til sendibílstjóra sem tók frænku mína uppí bílinn hjá sér og ók henni heim í óveðrinu 26. september. Veðrið var mjög vont og var hún í stökustu vandræðum. Ef allir væru svona greiðvinknir eins og þessi bílstjóri, sem ég held að sé hjá Nýju sendibílastöð- inni, værum margt með öðrum hætti." Reiðhjól Hvítt kvenreiðhjól er í óskilum við Reynimel. Upplýsingar í síma 19428. Svart SCO kvenreiðhjól var tekið við Ásvallagötu 27 aðfara- nótt laugardags. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 10869. Taska Svört taska merkt FOX tapað- ist sl. laugardagskvöld. í henni voru skilríki, lyklar og græn snyrtibudda. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 50327. Úr Kvenúr fannst í söludeild Póst og síma í Miðbænum og getur eigandinn vitjað þess þar. Kettling-ur Undanfarinn mánuð hefur stálpaður kettlingur, læða, haldið til í Trönuhólum 8. Hún er svört að lit með örfá hvít hár framan á hálsinum. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 72715. Hvar er gamli góði Alþýöuflokkurinn Til Velvakanda. Þegar ég fór að hugsa um pólitík, á yngri árum, fannst mér mikið til hugsjóna Alþýðuflokksins koma. Þá voru markmiðin háleit, t.d. afnám tekjuskatts af almennum launatekj- um, lagfæring skattakerfisins með hliðsjón af mýmörgum leiðum til skattsvika, uppskurð úreltrar land- búnaðarstefnu o.s.frv. Hvernig hefur reyndin orðið. Al- þýðuflokkurinn hefur skriðið upp í fangið á Framsókn, komið á sérstök- um matarskatti, hækkað tekjuskatt, leggur á ráðin um misrétti tií barna- Frá hjartanu Ágæti Velvakandi. Hann var bæði hreinskilinn og frá hjartanu kominn, boðskapurinn þeirra í Krossinum í Kópavogi hinn 19. ágúst. Ræðumaður lagði út af V. Mósebók 7. kapítula, sýndi lit- skyggnur og útskýrði nánar. Allt var þetta einfalt og auðskilið utan þess hvað boðskapur þessi hefur með kross og Jesúm að gjöra. Bjarni Valdimarsson bóta og ellilífeyrisgreiðslna og hyggst standa að framlengingu bú- vörusamnings sem nánast hefur gert þjóðina gjaldþrota. Er nokkur undrandi yfir því, að skoðanakannanir sýni, að Álþýðu- flokkurinn er að hverfa úr íslenskri pólitík. 11( 14 14 WKSTHICTKD tggg) UNDEK 17 REOtHRES RCCOMPANTWS PARENT Ofi ADUIT SUANOIAN T WENTlETH CCNTUHV EOX FK.M COGPOnATON . REYKJAVÍK TEG: VICTORY - BREIDD 305 CM REGENT MÖBEL Þýsk vegghúsgögn í miklu úrvali - Ijós og dökk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.