Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989
Hajek ogHavel
líklegir Nóbels-
verðlaunahafar
TILKYNNT verður í Ósló í dag hver
eða hveijir hljóti friðarverðlaun Nób-
els í ár. Talið er líklegt að tveir tékk-
neskir andófsmenn, sem beijast fyrir
lýðræðisumbótum í Austur Evrópu,
þeir Jiri Hajek, fyrrum utanríkisráð-
herra Tékkóslóvakiu (t.v.), og leik-
ritaskáldið Vaclav Havel (t.h.), hljóti
verðlaunin. Havel á 53 ára afinæli í
dag og yrði það því kærkominn af-
mælisgjöf. Ennfremur er talið að
Dalai Lama, hinn útlægi trúarleiðtogi
Tíbeta, og Nelson Mandela, blökku-
mannaleiðtoginn í Suður-Afríku,
komi einnig til greina. Minni líkur
eru taldar á að Ronald Reagan, fyrr-
um Bandaríkjaforseti, og Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseti verði fyrir
valinu.
Sameiginlegar regl-
ur um sjónvarp innan
Evrópubandalagsins
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Ráðherranefnd Evrópubandalagsins (EB) samþykkti á fúndi á
þriðjudag sameiginlegar reglur um sjónvarp innan bandalagsins.
Belgar og Danir greiddu einir aðildarþjóðanna atkvæði gegn sam-
þykktinni.
Reglunum er ætlað að stuðla að
sjónvarpi á milli ríkja innan EB,
þær kveða m.a. á um hlutdeild og
tíðni auglýsinga í sjónvarpsdagskrá
og beinast gegn klámi og ofbeldi í
sjónvarpsefni.
Afgreiðslu reglnanna hefur
tvívegis verið frestað vegna þess
að ljóst var að ekki var meirihluti
' ■ ... "'■ “ •***
i4'1
NÝ TJÓNA-
SKOÐUNARSTÖÐ
Vátryggingafélag íslands hf. opnar í dag nýja tónaskoðunarstöð að Smiðjuvegi 2, Kópavogi.
Par tökum við framvegis á móti viðskiptavinum sem þurfa að fá metið tjón á ökutækjum sínum.
Fullkominn búnaður stöðvarinnar gerir okkur enn frekar kleift að afgreiða mál hratt og vel.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF
Tjónaskoðunarstöð • Smiðjuvegi 2 • Sími 6 70 700
fyrir þeim innan þeirrar ráðherra-
nefndar sem fjallar um málið. Ro-
land Dumas, utanríkisráðherra
Frakka, sat í forsæti á fundinum í
Lúxemborg en þar neituðu Danir
að láta af andstöðu sinni sem þeir
byggja á þeirri skoðun að reglu-
gerðin fjalli um efni sem liggi utan
verksviðs EB. Belgar óttast hins
vegar neikvæð áhrif reglnanna á
stöðu málsamfélaganna tveggja í
landinu. Bandaríkjamenn hafa lýst
vanþóknun sinni á reglunum vegna
ákvæða um lágmarkshlutdeild evr-
ópsks efnis í útsendum dagskrám.
Samkvæmt reglunum er óheimilt
að ijúfa fréttatíma sem er styttri
en hálftími með auglýsingum og
sett eru ákvæði um ijölda auglýs-
inga í útsendum kvikmyndum.
Tóbaksauglýsingar eru með öllu
bannaðar. Reglurnar eiga einungis
að gilda um sjónvarpsefni sem sjón-
varpað er yfir landamæri til annars
ríkis. Til að greiða fyrir samþykkt
reglnanna féllst framkvæmdastjórn
EB á að reglur um hlutdeild evr-
ópsks efnis og krafan um að það
verði meira en helmingur útsends
efnis ef frá eru taldar fréttir, spurn-
ingaþættir o.s.frv. verði ekki tekin
bókstaflega. Samkvæmt því verða
þau ríki sem uppfylla ekki skilyrðin
um hlutdeild evrópsks efnis ekki
kærð til Evrópudómstólsins. Aðild-
arríkin eiga að hafa tekið ákvæði
reglnanna upp í eigin lög innan
tveggja ára.
Joseph Wybran
Belgía;
Gyðingaleið-
togi myrtur
Brussel. Reuter.
JOSEPH Wybran, formaður
Samstarfsnefndar samtaka gyð-
inga í Belgíu (CCOJB) lést í gær,
degi eftir að hann varð fyrir skoti
í höfuðið. I yfirlýsingu frá
belgísku lögreglunni segir að
vegna starfa Wybrans leiki grun-
ur á að hann hafi verið myrtur
af stjórnmáhiástæðum.
Wybran hafði reynt að leita sátta
í deilu gyðinga og katólskra um
nunnuklaustur í fyrrum dauðabúð-
um nasista í Auschwitz í Póllandi.
Hann varð fyrir skoti á þriðjudags-
kvöld á bílastæði Erasmus-sjúkra-
hússins i Brussel, þar sem hann
starfaði. Hann fannst liggjandi við
bifreið sína og lést á sjúkrahúsi
snemma í gærmorgun. Engin vitni
voru að morðinu og engar vísbend-
ingar hafa komið fram, að sögn
lögreglu.