Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1989 33 Sinf6níuhliómsveitin í kvöld: píanó Einleikur á I kvöld verða aðrir áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói undir stjórn Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóra. Á efnisskránni verða þrjú verk, hvert úr sinni áttinni. Finnsk, ensk og frönsk tónlist Fyrsta verkið á efnisskránni er eitt tónaljóða Sibeliusar, Finlandia. Sibelius er ástsælasta tónskáld Finna. Hann fæddist í lok ársins 1865 og lést 20. september 1957. Hann stundaði nám í píanóleik og fiðluleik í heimabyggð sinni. Því næst hélt hann til Helsinki og skráði sig þar í háskólann til náms í lög- fræði en hætti því námi eftir eitt misseri og sneri sér einvörðungu að tónlist. Hann gekk í Tónlistar- háskólann í Helsinki og nam þar fiðluleik og tónsmíðar. 1892 gekk hann að eiga Aino Jámefelt og upp frá því sinnti hann eingöngu tónsmíðum fram til ársins 1927 er hann dró sig í hlé og settist í helg- an stein. Finnar hafa heiðrað Sibel- ius með margvíslegum hætti; stofn- að tónlistarháskóla með nafni hans, Sibeliusar-akademíuna í Helsinki, nefnt listahátíðir eftir honum og fleira mætti telja. í einu ferð sinni til Bandaríkjanna var Sibelius gerð- ur að heiðursdoktor í tónlist við Yale-háskólann. Finlandia er eitt þekktasta verk Sibeliusar og eitt tónaljóða hans. Hann samdi verkið aldamótaárið 1900 og Fílharmóníusveit Helsinki frumflutti verkið undir hans stjórn 2. júlí það ár. Það varð strax tákn sjálfstæðisbaráttu Finna, sem voru þá undir stjórn rússneska keisara- dæmisins. Verkið hafði svo sterk áhrif meðal finnskrar alþýðu, að keisarinn gekk eins langt og hann gat til að banna það. Annað verkið á efnisskránni er Píanókonsert Benjamins Britten, sá hinn eini sem hann skrifaði. Píanó- konsertinn skrifaði hann fyrst 1938 en lauk við þriðja þáttinn 1946 og var verkið frumflutt í Scheltenham í Bretlandi 2. júlí það ár. Britten stundaði m.a. nám í Royal College of Music í London þar sem og marg- ir íslendingar hafa stundað fram- haldsnám. Benjamin Britten stofn- aði meðal annarra Aldenborgar- listahátíðina, þar sem mörg verka hans voru frumfiutt, en hann var búsettur þar og lést þar 1976. Eft- ir Benjamin Britten liggur fjöldi verka, óperur, sönglög, hljómsveit- arverk og stofutónlist. Hann hlaut margháttaða viðurkenningu heima og erlendis fyrir störf sín að tónlist- armálum og var meðal annars fyrsta breska tónskáldið sem var aðlað. Síðasta verkið á efnisskrá tón- leikanna er La Mer eða hafið eftir franska tónskáldið Claude Debussy og er í raun drög að þremur sinfón- íum: De l’aube á midi sur la mer, Jeux de vagues og Dialouge du vent et de la mer. Verkið samdi Debussy á þremur árum, 1903 til 1905, en hann lauk við smíði þess á Englandi. Það var svo frumflutt í París í október 1905. Claude Debussy fæddist í ágúst 1862 og lést.í París í mars 1918. Hann var nemandi Chopins, sem bjó hann undir tónlistarnám í París. Þangað hélt Debussy til tónlist- arnáms 10 ára gamall. Þegar tímar liðu aðhylltist hann stefnu impressj- ónista og varð fyrir áhrifum af franskri nútímaljóðlist og áttu þess- ar stefnur eftir að hafa varanleg áhrif á hann sem tónskáld. Vegur Debussy til virðingar sem tónskálds var þyrnum stráður og auk þess lifði hann átakamiklu eink'alífí. Hljómsveitarstjórinn og- einleikarinn Hljómsveitarstjórann á tónleik- unum, Petri Sakari, þarf ekki að kynna nánar; hann hefur á rúmu ári sem aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar sýnt að hér Obbinn af rjómanum Langi Seli og Skuggarnir hafa verið umsvifamiklir í islenska rokkheiminum, en sveitin hefur þó ekki enn látið verða af því að gefa út breiðskífu. Þess í stað hafa komið út tvær tólftommur sem náð hafa allmikilli hylli. Þegar þetta birtist hefur sveit- in nýlokið við upptökur á breiðsk- ífu sem fyrirtæki þeirra, Hálfur heimur, gefur út í samvinnu með Smekkleysu. Rokksíðan hitti þá Sela, Komma, Steingrím og Jón í Hljóðrita fyrir stuttu. Það finnst mörgum löngu tfmabært að Langi Seli gefi út breiðskífu. Já og okkur finnst það líka. Þá getið þið hætt að spila þessi lög. Eða bara hætt! Þið ætlið ykkur stuttan tíma í að vinna plötuna, verður þá ekki hrátt yfirbragð á henni? Vonandi. Þetta er spilað beint inn og svo unnin lágmarksvinna eftirá, en það er samt ekki verið að kasta til höndunum. Við höf- um trú á því að það eigi betur við tónlistina. Þetta hefur enda allt gengið mjög vel, lögin eru vel æfð og við leggjum mikið uppúr samspili, það „swingar" betur. Kommi: Mér finnst leiðinlegt að spila við taktmæli. Það er leið- inlegasti maður sem ég þekki. Hvenær er stefnt að útgáfu og hver gefur út? Við gefum sjálfir út í samkrulli við Smekkleysu, ætli útgáfudag- ur sé ekki um miðjan október. Seli: Var það ekki korter yfir þrjú þann sextánda? Jón Skuggi: Ellefta. Kommi: Á afmælisdaginn minn, tíunda, væri gott. Steingrímur: Nei, það var þrettánda. Seli: Við skulum bara segja að hún komi út, punktur. Hvað takið þið upp mikið af lögum? Tíu lög. Við látum það nægja. Þetta er nú obbinn af rjómanum. Er lagasafnið ekki orðið mikið að vöxtum? Það er svo skrítið með þetta lagaprógram það er alveg sama hvað við semjum mörg lög það eru alltaf jafn mörg lög í pró- gramminu. Þau detta bara út sem við erum ekki fullsáttir við. Eða tvö verða eitt. Er svipað yrkisefni á þessari plötu og hinum tveim? Við erum ekki orðnir pólítískir ennþá. En það má finna beittar meiningar í textunum. Sérstak- lega þeim sem við eigum eftir að skrifa. Það var mjög góð stemning þegar þið spiluðuð á Rykkrokki og því hefur verið fleygt að þið séuð vinsælasta hljómsveit Breiðholts. Það er mjög gaman að spila í Breiðholti við höfum spilað í Fellahelli og krakkarnir eru mjög skemmtilegir, eins og aðrir Breið- hyltingar, hmm, Seli. En varðandi vinsældirnar, þá stóð það í Mogganum, og ekki lýgur Mogg- inn. Petri Sakari núverandi aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. er röggsamur stjórnandi á ferð, enda að verða einn eftirsóttasti • hljómsveitarstjóri á Norðurlöndum. Finnski píanóleikarinn Ralf Goth- oni hefur búið í Þýskalandi í rúman áratug og getið sér gott orð sem píanóleikari, bæði sem einleikari og í stofutónlist. Gothoni er prófessor í stofutónlist við Listaháskólann í Hamborg og til skamms tíma var hann listrænn framkvæmdastjóri óperuhátíðarinnar í Savonlinna í Finnlandi. Undanfarið hefur Goth- oni æ meira snúið sér að tónsmíðum og hljómsveitarstjóm. Höfundur er kynnmgarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sj ómannafélag Reykjavíkur: Áhyggjur af atvinnuör- yggi farmanna í ÁLYKTUN frá stjórn og tún- aðarmannaráði Sjómannafé- lags Reykjavíkur segir að í vaxandi atvinnuleysi hér á landi sé eðlilegt að stjórnvöld stöðvi íslenskar kaupskipaút- gerðir í leigutöku erlendra kaupskipa sem mönnuð séu erlendum sjómönnum. Fundurinn lýsiryfir áhyggjum sínum varðandi atvinnuöryggi farmanna. Islenskum kaupskip- um háfi fækkað á undanförnum árum og þó það eigi einnig við um erlend leiguskip, séu þau þó enn í reglubundnum siglingum að og frá landinu, auk leiguskipa í tímabundnum verkefnum fyrir íslenskar kaupskipaútgerðir. Þá segir ennfremur: „Með til- liti til þeirra viðræðna og þáttöku íslendinga í samstarfi EFTA og Efnahagsbandalagsins og þeim breytingum sem á verða 1992 skorar fundurinn á stjórnvöld að birta opinberlega stefnu sína í atvinnumálum og þá m.a. hvað varðar stærð, fjölda skipa og. flutningsgetu íslenska kaup- skipaflotans.“ SHIfl auglýsingar ¥ ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 = 171510872 = □ St:.St:. 59891057 VII □ HELGAFELL 59891057 IV/V 2. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og Ungs fólks með hlutverk. Þorvaldur Halldórsson leiðir söginn. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Kirkjustræti 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ragnar J. Henrikson tal- ar. Foreldrar athugið að barna- samkomur verða í dag og á morgun kl. 17.00. Allir velkomnir. Samkomuherferð í Bústaðakirkju Tissa Weerasingha frá Sri Lanka talar í krafti Guðs í kvöld kl.20.30. Fyrirbænaþjónusta, lofgjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir. Öll sem eitt, samstarf kristinna í Reykjavík. Skipholt 50b, 2. hæð. Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. AD KFUM Ferð íViðey Samvera i Viðeyjarkirkju með altarisgöngu. Kaffiveitingar i Við- eyjarstofu. Brottför frá Sundahöfn kl. 20 stundvíslega. I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Vitnis- burðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumaður verður Bára Friðriksdóttir. Aliir velkomnir. Munið opið hús á laugardag. Samhjálp. [Blj Útivist Helgarferðir í Landmannalaugar- Jökulgil 6.-8. okt. Gist í góðum skála við Land- mannahelli. Á laugardag verður ekið inn i Jökulgil og gengið um litrikt og hrikalegt landslag frá Hattveri i Laugar. Fararstjóri: Egill Pétursson. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1, kl. 12-18. Simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 8. okt.: Kl. 10.30 Hengill (803 m). Ekið i áttina að Sleggjubeins- skarði og gengið þaðan. Verð kr. 1.000,-. Kl. 13.00 Hengladalir. Ekið að Kolviðarhóli og gengið upp Hellisskarö og sem leið liggur í Hengladali. Komið til baka um Sleggjubeinsskarð. Verð kr. 800,-. Borttför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Ath.: Fyrsta myndakvöldið verður miðvikudaginn 11. okt. kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Myndakvöld Ferðafé- lagsins eru eins og fyrr, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Ferðafélag íslands. WLennsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.