Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 52
SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmi^mmmmmmi^mmmm Þyrla sótti slas- aðan sjómann Landhelgisgæslan leitaði lið- sinnis varnarliðsins í gærkvöldi, þegar tilkynnt var að skipverji hefði slasast uni borð í skipi undan Suðurlandi. Ekki var hægt að fá upplýsingar um miðnætti í gær um hvernig slysið bar að, en þyrla frá varnarliðinu sótti manninn, sem talið var að hefði hlot- ið innvortis meiðsli. Þyrla landhelgis- gæslunnar gat ekki sinnt kallinu, þar sem hún var að ná í konu í barns- nauð í Reykhólasveit. Þjóðleikhús- stjóri kærður Rafiðnaðarsamband Islands hefur kært Gísla Alfreðsson, þjóðleikhússtjóra, fyrir að hafa gengið inn í störf rafiðnaðar- manna við leikhúsið, sem eru í verkfalli. Miðstjórn ASÍ sendi forsætisráð- herra í gær erindi, þar sem mót- mælt er harðlega þeim vinnubrögð- um, sem viðhöfð hafa verið í kjara- deilu stjórnvalda við Rafiðnaðar- sambandið og þeim lagaskilningi, sem er notaður sem skjól til verk- fallsbrota. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann vildi ekki tjá sig um bréf miðstjórn- ar ASÍ fyrr en að loknum ríkis- stjórnarfundi í dag. Þar yrði málið tekið fyrir. Sjá bls. 2. Sjfflji fT 4 j ! 1 i ý/l ■ ji S'W; //: b C V/V//. % SAGA FLOKKS í 60 ÁR Morgunblaðið/Sverrir Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár heitir bók, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman og út kom í gær. Fyrstu eintökin fengu þau Marta Thors, dóttir Olafs Thors varaformanns flokksins 1932- 1934 og formanns 1934-1961, Ragnheiður Hafstein, ekkja Jóhanns Hafstein varaformanns 1965-70 og formanns 1970-73, Vala Thor- oddsen, ekkja Gunnars Thoroddsens varaformanns 1961-65 og 1974-81, Elín Þorláksson, dóttir Jóns Þorlákssonar, fyrsta form- anns Sjálfstæðisflokksins 1929-34, Ingibjörg Magnúsdóttir, ekkja Magnúsar Jónssonar frá Mel, varaformanns 1973-74, Ásgeir Pét- ursson, sonur Péturs Magnússonar, varaformanns 1937-48, Már Jóhannsson, skrifstofústjóri Sjálfstæðisflokksins, sem hefúr starfað með velflestum forystumönnum flokksins, og Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, varaformanns 1948-61 og formanns 1961 til 1970. Geir Hallgrimsson varaformaður 1971 - 73 og for- maður 73 - 83, var staddur erlendis. Sjá frásögn á bls. 20. Morgunbiaðið/Bjarni Frú Helga Helgadóttir, séra Ragnar Fjalar Lárusson og biskup Islands, herra Olafur Skúlason, sem jafnframt er forseti Biblíufé- lagsins, skoða Guðbrandsbiblíuna. Bankar gefa Biblíufélaginu Guðbrandsbiblíu: Biblían árituð af dóttur Guðbrands HIÐ íslenska biblíufélag hefur nú eignast óskemmt eintak Guð- brandsbiblíu. I gær tóku forseti og varaforseti féiagsins, Ólafur Skúlason biskup og Jónas Gíslason vígslubiskup, við biblíunni af fyrri eiganda, frú Helgu Ilelgadóttur. Biblían er gjöf Seðlabanka, Landsbanka, Búnaðarbanka og ís- landsbanka til Hins íslenska biblíu- félags. Bankastjórarnir Jóhannes Nordal og Sverrir Hermannsson höfðu forgöngu um kaupin og til- efnið er 175 ára afmæli Biblíufé- lagsins á næsta ári og að rúm 400 ár eru liðin frá prentun biblíunnar. Biblían var prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1584 og er talið að prentuð hafi verið 500 eintök. Það var Guðbrandur biskup Þorláksson sem gaf út fyrstu prentun biblíunn- ar á íslenska tungu og er biblían kennd við hann. Neðst á titilblaði þess eintaks, sem bankarnir gefa nú Biblíufélag- inu, er áritun Halldóru, dóttur Guðbrands biskups, sem árið 1625 gaf biblíuna Gísla Magnússyni, barnungum syni Magnúsar Björns- sonar lögmanns að Munk^þverá í Eyjafirði. Gísli varð síðar sýslumað- ur. Hæstaréttardómarar víkja í máli Magiiúsar Thoroddsen í þriðja skipti sem dómarar réttarins víkja vegna málaferla eins úr þeirra hópi HÆSTIRÉTTUR hefúr ákveðið að hæstaréttardómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjarni K. Bjarnason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson víki sæti er mál ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen verður tekið til með- ferðar í réttinum. Gunnar M. Guðmundsson, settur hæstaréttardómari sem tók sæti Magnúsar í réttinum, mun ekki víkja sæti í málinu. Dóms- málaráðuneytið hefúr, að tillögu Hæstaréttar, skipað þrjá dómara og íjóra hæstaréttarlögmenn til að taka sæti þeirra sem víkja við meðferð málsins. Þetta mun vera í þriðja skipti í sögu Hæstaréttar sem skipað- ir dómarar hans víkja sæti við meðferð dómsmáls sem varðar einn úr þeirra hópi. Þeir sem skipa munu Hæstarétt í máli þessu eru, auk Gunnars M. Guðmundssonar: Gunnlaugur Briem- yfirsakadómari, Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður, Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður, Ragnar Hall- dór Hall borgarfógeti, Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlög- maður, Sveinn Snorrason hæstarétt- arlögmaður og Ingibjörg Benedikts- dóttir sakadómari, sem eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er önnur íslenskra kvenna til að taka sæti í Hæstarétti. Tvívegis áður hafa allir hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar vikið sæti vegna mála sem snerta einn úr þeirra hópi. I fyrri skiptin var um meiðyrðamál að ræða. í mars 1967 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í meiðyrðamáli . sem Lárus Jóhannesson, sem látið hafði af störfum dómara við réttinn 1964, hafði höfðað gegn forsvars- mönnum blaðsins „Fijálsrar þjóðar". Starfsfélagar Lárusar úr Hæstarétti viku sæti og varadómarar komu í þeirra stað. Lárus vann málið. 1978 og 1979 voru kveðnir upp í Hæstarétti dómar í nokkrum meið- yrðamálum sem forsvarsmenn undir- skriftasöfnunarinnar „Varins lands“ höfðu höfðað. Þeirra á meðal var Þór Vilhjálmsson, sem skipaður hafði verið hæstaréttardómari 1976. Vara- dómarar dæmdu málin, sem for- svarsmenn_„Varins lands“ unnu. Halldór Ásgrímsson var sem kunn- ugt er dómsmálaráðherra þegar Magnúsi Thoroddsen var vikið úr embætti og mál höfðað gegn honum til embættismissis en Oli Þ. Guð- bjartsson skiþar nú varadómara Hæstaréttar sem dómsmálaráðherra. Morgunblaðið innti Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann Magnúsar Thoroddsen eftir því hvort hann sæi annmarka á því hvernig að skipun varadómara hefði verið staðið þar sem dómsmálaráðherra, sem á aðild að málinu fyrir hönd ríkisvaldsins, hefði skipað varadómara réttarins. Jón Steinar sagðist ekki mundu gera neinar kröfur fyrir rétti byggðar á því hvernig að skipun varadómara hefði verið staðið. Löndunarstöð fyrir mjöl reist í Póllandi SAMKOMULAG hcftir tekist milli framleiðenda og útflytjenda fiski- mjöls og pólskra innflytjenda um að reisa í borginni Stettin losunarsam- stæðu og geymslutanka fyrir fiskimjöl sem notuð yrðu sem miðstöð fyrir dreifingu til neytenda. Áætlaður kostnaður vegna þessa er röskar 300 milljónir króna, að sögn Haralds Haraldssonar framkvæmdastjóra Andra h/f sem haft hefúr forgöngu um málið. Auk Andra standa að verkefninu nokkrir stærstu fiskimjölsframleiðcndur landsins auk pólskra innflytjenda. Stofnað verður hlutafélag, sem verður að 55 hundraðshlutum í eigu íslendinganna, og taldi Haraldur að um yrði að ræða eitt fyrsta sam- starfsfyrirtæki í sameign Pólveija og vestrænna aðila. Stefnt er að því að mjöl veðri sekkjað í losunarstöð- inni og fluttþaðan til kaupenda, jafn- vel utan Póllands. Pólveijar hafa um langt skeið verið meðal helstu kaup- enda íslensks loðnumjöls og hafa keypt allt að 55 þúsund tonn af fiski- mjöli héðan á ári. Sjá nánar B1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.