Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 23 Japanar draga úr um- deildum reknetaveiðum Tókíó. New York Times. JAPANAR hafa ákveðið að draga úr veiðum með gríðarstórum reknetum, en talið er að þær hafi valdið því að ýmsir dýrastofh- ar Suður-Kyrrahafs, svo sem sæfiiglar, selir og höfrungar, séu í útrýmingarhættu. Þessar veiðar Japana hafa farið mjög vaxandi á undanfornum árum og sætt mikilli gagnrýni á Vesturlöndum og á meðal Suður-Kyrrahafsþjóða. U mhverfisverndarsinnar, vísindamenn og sjómenn hafa haldið þvi fram að reknetin, sem eru 50 km löng, hafi útrýmt nokkr- um dýrategundum og ógnað Færeyjar; Flugvöllur- inn án veð- urþjónustu Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttarit- ara Morgunblaðsins. Veðurþjónustan á flugvellin- um í Vogum í Færeyjum verður lögð niður 1. nóvember nk. Er ástæðan sú, að veðurfræðingur- inn hefúr sagt upp störfúm og ekki hefúr tekist að ráða annan. Flugumferð um völlinn verður hér eftir að reiða sig á veðurfrétt- ir frá Kaupmannahafnarflugvelli en Finnbogi Niclasen flugvallar- stjóri segir, að það eigi ekki að koma að sök. Flugvöllurinn í Vog- um er með þeim minnstu, sem notaðir eru fyrir millilandaflug, og óvíða hefur veðrið meiri áhrif á flugumferð en einmitt þar. Suður-Afríka: Blökkumenn berást á bana- spjót í Natal Jóhannesarborg. Reuter. INNBYRÐIS átök hafa blossað upp meðal blökkumanna í Natal- héraðinu í Suður-Afríku og hefúr talsvert mannfall orðið í þeim. Tvenn samtök stjórnarandstæð- inga takast þar á um áhrif og hefur það leitt til ofbeldisað- gerða. Reyndu leiðtogar fylkinganna að semja um frið og meðan samninga- viðræður stóðu yfir í júní og júlí dró úr ofbeldi. Viðræðurnar urðu árangurslitlar og þegar sýnt var hvert stefndi í þeim brutust átök út að nýju. Týndu 97 lífi í ágúst og vitað er um a.m.k. 94 sem biðu bana í september, en í júní og júlí biðu samtals 34 bana. fæðukeðjunni í hafinu. 15 Suður- Kyrrahafsþjóðir hafa krafist þess að Japanar hætti þessum veiðum þegar í stað og bandarískir emb- ættismenn hafa hótað að banna innflutning japanskra sjávarafurða til Bandaríkjanna haldi veiðarnar áfram. Ákvörðun Japana er ekki líkleg til að binda enda á gagnrýnina á reknetaveiðar þeirra. Japönsk stjórnvöld hafa sagt að ekki komi til greina að banna slíkar veiðar fyrr en viðamikilli rannsókn á áhrifum þeirra lýkur. Samt sem áður verður bátunum, sem stunda þessar veiðar, fækkað niður í 20 á næstu vertíð, sem hefst í desember. Bátarnir voru 20 árið 1987 en urðu rúmlega 60 á síðustu vertíð. Taiið er að þeir hafi veitt 10.000 tonn af túnfiski, eða helmingi meira en floti Nýsjá- lendinga og 20 sinnum meira en bátar Ástralíumanna. Netunum er kastað á kvöldin þegar fiskurinn kemur upp á yfir- borðið. Þegar þau eru dregin um borð á morgnana finnast oft í þeim fuglar og sjávarspendýr, sem drep- ast þegar þau reyna að sleppa úr netunum. ITOLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vörurÆfTískusýningar TónlistÆf KaffihúsÆ? ítalskur maturö Ferbakynningar U ÖGetraun, vinningur: ferö fyrir tvo til Ítalíú U Ef þú ert í nánu sambandi veistu hvar þú stendur Þjónustusíminn veitir þér upplýsingar um nýjustu stöðuna á tékka- bíða eftir reikningsyfirliti eða hringja í bankann. Þú hringir í síma: (91) Ný staða strax kostar eitt símtal og þú greiðir ekkert þjónustugjald. reikningnum og 20 síðustu færslur. Þú getur hringt hvenær sem er —• á nóttu sem degi. Einfalt, öruggt, þægilegt Nú þarftu ekki lengur að 62 4141 og færð gefna upp nýjustu stöðu strax. Hægt er að hringja úr hvaða tónvals- síma sem er — heima eða erlendis. Lykillinn að Þjónustu- símanum er leyninúmer sem þú velur í bankanum þínum. Fáðu þér kynningar- bækling og settu þig í samband strax. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur B2 44 44 BEIIM LÍIMA BAIMKA UM LAIMD ALLT LANDSBANKINN ALÞÝÐUBANKINN ÚTVEGSBANKINN IÐNAÐAREANKINN VERSLUNARBANKINN SAMVINNUBANKINN BÚNAÐARBANKINN ÚTSÖLUMARKADUR Kefst í dag kl. 13.00 aö Skipholti 11 (viö hliöina á Tonabíó)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.