Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Stjörim- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsa Bogmannsins í dag er það umfjöllun um Bogmanninn útfrá heilsu- farslegu sjónarmiði. Athygli er vakin á því að þar sem hver maður á sér nokkur stjörnumerki geta önnur merki haft sitt að segja þeg- ar heilsufar er annars vegar, ekki síst Tunglmerkið eða Rísandi merki. Þar sem sjúk- dómar gefa til kynna af- brigðilegt ástand, eru það , erfið merki eða afstöður sem leiða til sjúkdóma. Það þar< því ekki endilega að veva sólarmerkið sem veldur erfið- leikum, heldur fullt eins önn- ur merki sem eru á einhvern hátt erfið hjá viðkomandi. Lifur Bogmaðurinn stjórnar neðra baki, lifrarkerfi, mjöðmum og lærum. Hann á því oft í erfiðleikum með lifur og gallrás, sem og með mjaðmir og læri. Hann á t.d. til að fá settaugarbólgu, eða eiga í erfiðleikum með taugar sem liggja frá spjaldhrygg eftir aftanverðu læri niður í fót. Einnig er iðrakvef sagt angra Bogmanninn og ef streita verður of mikil getur hann átt við öndunarerfiðleika að stríða. Hann er sagður við- kvæmur í lungum og hættir til að fá lungnakvef. Yfirkeyrir Bogmaðurinn þarf að varast að dreifa orku sinni um of, eða fást við of margt með þeim afleiðingum að hann yfirkeyri sig og verði slæmur á taugum. Hann þarf einnig — að varast þungan og ofkrydd- aðan mat, sem og annað sem skapar of mikið álag á lifr- ina. Hann ætti þvert á móti að leitast við að borða mat sem hreinsar og er léttur fyr- ir lifrina. Heimildir mínar mæla með grænmeti, höfrum og grófu korni sem æskileg- um efnum í fæðu og lifrar- hreinsandi vökvun. Óhóf Önnur hætta þegar Bog- maðurinn er annars vegar er óhóf og agaleysi. Hann á til að sleppa fram af sér beisl- inu, gera ofstórar áætlanir eða borða og drekka of mik- tið. Hann þarf því að temja sér hófsemi og vissa var- kárni. Hann þarf að gæta þess að vera raunsær og á jörðinni í áætlunum sínum og lífsstfl. Þarfhreyfingu Eins og við er að búast verð- ur Bogmaðurinn slappur ef hann er bundinn niður á sama stað og þarf að búa við of mikla vanabindingu til langframa. Hann þarf fjöl- breytileika og hreyfingu, en einnig umhverfi óg áhugamál sem höfða til hugsunar og vitsmuna. Ef svo er ekki er hætt við að hann verði leiður og þreyttur. Frelsi og hreyf- anleiki er því mikilvægur heilsugjafi fyrir Bogmann, ef svo má að orði komast. Útivist Bogmanni er ráðlagt að stunda útivist, t.d. hesta- mennska, veiðar, golf, gönguferðir eða aðrar íþrótt- ir, ekki síst líflegar hópíþrótt- ir. Hann þarf hreyfingu og hreint loft, að vítt sé til veggja og lítið um þrengsii. Því er sérstaklega mæit með útiíþróttum. Eg læt það einn- y ig fljóta með að sagt er að honum líði best í þurru fjalla- loftslagi en ekki í röku sjáv- arlofti. Skapléttur Sálræn vandamál eru heldur sjaldgæf, þegar hinn dæmi- gerði Bogmaður er annars vegar, enda er hann að öllu jöfnu skapléttur og lítið fyrir að flækja líf sitt með þung- lyndislegum vangaveitum. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR 1 ^ All Rl0 U RcMrvad | \ V. V ^PI FERDINAND SMÁFÓLK I MI55EP YOU WWEN I U)A5 AWAY AT CAMP.. PIP ANVTWING EXCITING WAPPEN WWILE I U)A5 60NE 7 TWERE I C0A5 AT \ TU)0 TW0U5ANP FEET \ OVER 5T. JUVIN..5UPPENLY A FOKKÉR TRIPLANE / APPEAREP ABOVE ME' / 6-Z2 Ég saknaði þín á meðan ég var í sumarbúðunum. Gerð- Þarna var ég í tvö þúsund feta hæð yfir St. Juvin. ist eitthvað skemmtilegt á meðan ég var í burtu? Skyndilega birtist þriggja hreyfla Fokker fyrir ofan mig! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hálfslemma í spaða er hinn eðlilegi samningur á spil NS. En gráðugur í topp ákvað suður að freista gæfunnar í sex grönd- um. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á32 ¥Á2 ♦ 1073 + ÁKG87 Vestur Austur ♦ G96 ♦ D4 ¥ 104 ¥9873 ♦ KDG8 ♦ 9542 + D1053 ♦ 962 Suður ♦ K10875 ¥ KDG65 ♦ Á6 ♦ 4 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: tígulkóngur. Tólf slagir eru auðveld bráð í spaðasamningi, en í gröndun- um sjást aðeins tíu. Eftir tígulút- spil er ekki hægt að dúkka spað- ann og þótt svíningin í laufi heppnist vantar enn slag. „En þeir kasta nú oft vitlaust af sér,“ hugsaði suður bjartsýnn og lagði af stað með hjörtun. Þetta var staðan þegar hann átti eitt hjarta eftir. Norður ♦ Á3 ¥ — ♦ 10 ♦ ÁKG87 Vestur Austur ♦ G96 ♦ D4 ¥ — ¥ — ♦ D ♦ 954 ♦ D1053 ♦ 962 Suður ♦ K10875 ¥6 ♦ 6 ♦ 4 Hjartasexan batt enda á vonir vesturs í vörninni. Hann var ein- faldlega ofurseldur kastþröng í þremur litum. Hann gat frestað vandanum með því að henda tíguldrottningunni, en tígultían myndi þá síðar þvinga fram 13. slaginn. Einu mistök vesturs voru að spila út tígli, því með öðru útspili dúkkar sagnhafi spaða og fær aðeins 12 slagi! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í nýju hefti júgóslavneska In- formatorsins kemur m.a. fram að ungverski jafntefliskóngurinn Zoltan Ribli(2.610) hefur fundið laglega vinningsleið í skák sinni við Gary Kasparov (2.775) heimsmeistara á heimsbikarmót- inu í Barcelona í vor. I þessari stöðu telur Ribli sig hafa misst af vinningnum: Hann segist hafa átt að leika: 39. — c3! og gefur upp tvö meginaf- brigði: a) 40. bxc3 — a4 41. Bc4 - fxg4 42. Kf2 - Kf5 43. Kg3 — Rc5 og vinnur. b) 40. g5-l--- hxg5 41. fxg5+ — Kxg5 42. bxc3 - a4 43. Bc4 - f4+! 44. Kd3 - Kxh5 45. Kc2 - f3 46. Kb2 - f2 47. Ka3 - Rc5 48. Kb4 - Kg4 o.s.frv. í staðinn lék Ribli: 39. — £xg4? 40. Bc4 — Rc5 og samið var jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.