Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 2
8 2 63GI íiaaÓT>IO .5 SUOAGUTMMn UTQAjáviUOaOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5! OKTÓBER 1989 Ríkisstjórnin: Virðisaukaskattur 26% - lægra skattþrepið 13% SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi Ólafs Ragnars Grímssonar er gert ráð fyrir að tekjur rikissjóðs á næsta ári verði um 90 miHjarðar og útgjöld um 93 milljarðar, þannig að halli Qárlaga verði um 3 milljarð- ar króna. Virðisaukaskatturinn, sem í núgildandi lögum er 22%, á samkvæmt frumvarpinu að verða 26%. Lægra virðisaukaskattþrepið, sem kindakjöt, nýmjólk, fískur og íslenskt grænmeti falla undir, mun á hinn bóginn verða 13% Stjórnarliðar telja að raungildi skatta á næsta ári verði um 1,5 milljarði króna lægra en í ár. Rök- stuðningur þeirra fyrir þeirri full- yrðingu er að skattahlutfallið af landsframleiðslu verði hið sama og í ár, en þar sem lanásframleiðslan minnki, þá muni heildarupphæð skatta minnka sem því nemur, eða um 1,5 milljarð króna. Flugfax hf.; Flugleiðir hækka afgreiðslu- gjald um 90% UM 90% hækkun hefur orðið á afgreiðslugjaldi Flugleiða á leiguflugvél Flugfax hf. á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Að sögn Halldórs Gunnars- sonar, stjórnarformanns Flug- fax, voru 90 hross flutt með leiguflugvél til Billund í Dan- mörku á þriðjudaginn, og höfðu afgreiðslugjöldin þá hækkað úr um 3.000 dollurum í tæplega 5.500 dollara, eða um 90%, frá síðustu afgreiðslu sem var 31. maí síðastliðinn. „Þessi einokunaraðstaða Flugleiða á Keflavíkurflugvelli er algjörlega óþolandi, en af- greiðslugjöld á sambærilegum flugvöllum og Keflavíkurflug- velli, þ.e. í Prestwick og Shann- on á írlandi, eru 3.000 dollar- ar,“ sagði Halldór. Stjórnarliðar benda á að ýmsir skattaliðir muni falla út á næsta ári. Tekjutap af lækkun vörugjalds nemi einum milljarði króna, skattur af erlendum lántökum hafi verið felldur niður og tekjutap af því nemi 3 til 400 milljónum króna. Þá segja þeir að ljóst sé að söluskattur gefi meira en gildandi lög um virðis- aukaskatt. Þar muni fjórum til fimm milljörðum króna. Alþýðubandalalgið lagði til, að bilið yrði minnkað með því að virðis- aukaskatturinn yrði 25% og lægra stigið yrði 15%, en Alþýðuflokkur- inn lagði til að virðisaukaskatturinn yrði 26%, en lægra stigið yrði 13%. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá miðsfjórnarfundinum i gær. Asmundur Stefánsson, forseti ASI fyrir miðju. Til hægri við hann á myndinni situr Magnús Geirsson, formaður Rafíðnaðarsambands íslands. ASÍ mótmælir lagaskilningi sem skjóli til verkfallsbrota MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands sendi forsætisráðherra í gær erindi þar sem harðlega er mótmælt þeim vinnubrögðum sem við- höfð hafa verið í kjaradeilu stjórnvalda við Rafiðnaðarsamband Is- lands og þeim Iagaskilningi, sem er notaður sem skjól til verkfalls- brota. Alþýðusambandið muni leita allra leiða til þess að verja grund- vallarmannréttindi verkafólks og ríkissfjórnin er minnt á þá ábyrgð sem hún ber á því að samningsfrelsi sé virt og sá kostur að vísa málinu til alþjóðastofnana verði kannaður. „Það er svo fast niðumeglt í lög- um, hefðum og venjum að verk- fallsréttur sé til staðar hjá almennu Sjálfstæðisflokkur: Landsfundur hefst í dag LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins verður settur í Laugardalshöll kl. 17.30 í dag og stendur hann fram á sunnudagskvöld. Laugardals- höll verður opnuð kl. 13 í dag og fram til kl. 17.30 geta landsfundar- fulltrúar sótt þar fúndargögn. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt lög í Höllinni frá kl. 16.30 en kl. 17.30 flytja karlakórinn Fóst- bræður og óperusöngvaramir Krist- inn Hallsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir nokkur söngleik við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, undir stjóm Ragnars Björnssonar. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, flytur ræðu sína að því loknu. í kvöld kl. 20.30 verða fundir í. þremur málefnanefndum Sjálfstæð- isflokksins á Hótel Sögu, þar sem fjallað verður um byggðamál, kjör- dæmaskipan og tengsl íslands og Evrópubandalagsins. Dagskrá landsfundarins verður síðan fram haldið í Laugardalshöll kl. 9 í fyrramálið og hefst hún á umfjöllun um starfsemi Sjálfstæðis- flokksins. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins, mun þar flytja skýrslu sín og kynntar verða tillögur að skipulagsreglu- breytingum. Þá verður framsaga um stjómmálaályktun og umræður um hana, auk þess sem kosin verð- ur stjórnmálanefnd. Davíð Oddsson mun á morgun kl. 14.30 gera grein fyrir álitsgerð nefndar um stefnumörkun til fram- tíðar og í kjölfar þess verða umræð- ur um álitsgerðina. Frá kl. 17 á morgun munu starfshópar starfa. Sjá frásögn bls. 20. verkafólki og iðnaðarmönnum, sem starfa hjá ríkinu, að það er næsta furðulegt að nokkur skuli bera á borð röksemdir af þvi tagi sem ríkis- lögmaður setur fram,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. Hann sagði að þetta væri mjög al- varleg misnotkun á embætti ríkis- lögmanns, því eðlilegt væri að ætl- ast til þess að hann leitaði ekki að ítrustu hagsmunum ríkisins í hverju máli, heldur skoðaði þau frá al- mennu sjónarmiði. „Ég neita ósköp einfaldlega að trúa því að ríkisvaídið geri sér ekki grein fyrir efnisforsendunni í þessu máli. Þetta snýst ekki á nokkum hátt um afstöðu til þeirrar kröfu- gerðar sem rafvirkjar hafa uppi, heldur um það einfalda mál hvort félagar Alþýðusambandsins hafi verkfallsrétt gagnvart því opinbera. Á því máli hlýtur að verða tekið af fyllstu alvöru,“ sagði Ásmundur ennfremur. Hann sagði að það væri útilokað mál að verkalýðs- hreyfingin léti þetta óátalið á sama hátt og það væri útilokað að ríkis- stjórnin axlaði ekki ábyrgð sína í þessu máli. Um þá afstöðu samninganefndar ríkisins að óska ætti eftir úrskurði Félagsdóms um lögmæti verkfalls- ins, sagði Ásmundur það hreinasta mgl að fara með augljóst mál fyrir Félagsdóm. Ef maður tæki sér fyr- ir hendur að reyna að keyra annan mann niður á götu, þá þyrfti ekki dómsúrskurð til að stöðva viðkom- andi. Um þá niðurstöðu ríkislögmanns að verkfall Rafiðnaðarsambands Islands sé ólögmætt vegna laga um verkfall opinberra starfsmanna nr. 33 frá 1915 segir í bréfi miðstjórn- ar til forsætisráðherra að hún sé í „algerri andstöðu við þau lög, dóma og samskiptareglur aðila vinnu- markaðarins sem gilt hafa hér á landi frá gildistöku laga um stéttar- félög og vinnudeilur 1938. Það er fráleitt að halda því fram að iðnað- armenn og verkafólk í störfum hjá ríkinu njóti ekki verkfallsréttar. Sú niðurstaða myndi gera öll verkföll fólks innan almennra verkalýðs- félaga, sem starfar hjá ríkinu, ólög- mæt.“ Þá er einnig minnt á að 1987 hafi aðildarfélög rafeindavirkja og rafvirkja boðað 10 daga verkfail og hafi hið opinbera enga athuga- semd gert við verkfallsboðun eða verkfallið og að með undanþágu- beiðnum nú hafi það í reynd viður- kennt verkfallsrétt rafiðnaðar- manna. Margeir vann Larsen aftur MARGEIR Pétursson vann í gær Bent Larsen í 36 leikjum í seinni skák þeirra í keppni þeirra og Finnans Yijöla um sæti á millisvæðamóti. Mar- geir hefúr nú lokið skákum sínum og stendur best að vígi, hefur þijá vinninga af fjórum mögulegum. Skák Margeirs og Larsens var tilþrifamikil og spennandi fyrir áhorfendur, að sögn Gunnars Finnlaugssonar tíðindamanns Morgunblaðsins á staðnum. Yijöla hefur svart á móti Larsen í seinni viðureign þeirra og þarf að vinna til að jafna metin við Margeir. Komi til þess munu þeir tefla til þrautar um sæti á millisvæða- mótinu. Seðlabankinn óskar lækkunar á víxilvöxtum einkabankanna i Morgtinblaðið/Sverrir Starfsmenn landsfundar útbúa fundargögn fyrir landsfúndarfulltrúa. -segir Tómas Árnason seðlabankastj óri TÓMAS Árnason, einn bankastjóra Seðlabanka íslands, segir að á fundi með stjórnendum einkabankanna í dag verði farið fram á að þeir endurskoði ákvörðun sína um hækkun vaxta frá því um mánaða- mót. Komið hafi í ljós að við þá ákvörðun hafi verðbólga verið of- metin og því verði farið fram á lækkun vaxtanna. Seðlabankinn hefúr heimild í lögum til íhlutunar í vaxtaákvarðanir viðskiptabank- anna. „Ákvarðanir einkabankanna um hækkun forvaxta á víxlum upp í allt að 29% komu okkur í Seðla- bankanum nokkuð á óvart,“ sagði Tómas í samtali við Morgunblaðið. „Vextir þeirra voru reyndar fyrir hækkunina um mánaðamótin held- ur lægri en hjá ríkisbönkunum, en vextir hjá þeim breyttust ekki og eru 26%. Þessi hækkun virðist okk- ur ekki vera í samræmi við verð- lagsþróun og verðbólgu. Það, sem kann að hafa villt fyrir mönnum, er að ýmsum launahækkunum til iðnaðarmanna var flýtt og fyrir vik- ið hækkaði vísitala byggingakostn- aðar meira en ella. Því hafa menn líklega reiknað verðbólguna meiri en spáð er að hún verði síðustu þijá mánuði ársins. Á fundi okkar með stjórnendum einkabankanna og ríkisbankanna á þriðjudag, kom þetta í ljós, en spáð er um 18% verðbólgu síðasta fjórðung ársins. Á fundi okkar á fimmtudag (í dag) munum við, í ljósi þessa, óska þess við einkabankana að þeir endur- skoði afstöðu sína til vaxtastigsins og sú endurskoðun leiði til vaxta- lækkunar þann 11. október, sem er næsti ákvörðunardagur vaxta. Fari svo, verður ekki þörf á því að beita heimild Seðlabankans til íhlut- unar um vexti,“ sagði Tómas Árna- son. Tómas sagði einnig, að á fundin- um á þriðjudag hefði orðið sam- komulag um aukið samráð við- skiptabankanna við Seðlabankann um vaxtaákvarðanir. Það samráð fælist þá fyrst og fremst í miðlun upplýsinga um verðlagsþróun og verðbólgu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.