Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 25
MORGIT.N'IJLAÐII) FÍMMTUDÁGUR !5. OKTÓBER lð8ð
25
Austur-Þýskaland:
Líklegiir arftaki Honeck-
ers enginn umbótasinni
Vestur-Berlín. DPA.
STJÓRNVÖLD í Austur-Þýska-
landi munu senn efna til hátíðar-
halda vegna 40 ára afmæli ríkis-
ins. Áhyggjur kommúnista-
stjórnarinnar fara vaxandi
vegna nýrra hreyfinga andófs-
manna sem heimta umbætur I
líkingu við þær sem gerðar hafa
verið í Ungverjalandi og Póll-
andi. Leiðtogi landsins, Erich
Honecker, sem orðinn 77 ára
aldri, hefur vísað öllu umbóta-
tali á bug og segir enga þörf á
perestrojku í Austur-Þýskalandi
í anda Míkhaíls Gorbatsjovs Sov-
étforseta. En margir listamenn,
stúdentar, prestar og í sumum
tilvikum félagar í sljórnar-
flokknum telja umbætur eina
svarið við auknum straumi
flóttamanna frá Austur-Þýska-
landi til vestrænna landa, fyrst
og fremst Vestur-Þýskalands.
„Lygin er hér við völd. Það er
ekki hægt að vera sáttur við þetta
ríki,“ segir Baerbel Bohley sem er
einn af frammámönnum „Nýs vett-
vangs,“ sjálfstæðra stjórnmála-
samtaka sem stofnuð voni fyrir
skömmu. Nokkrum dögum eftir að
skýrt var frá stofnun þeirra voru
félagarnir orðnir yfir 1.500 en
stjórnvöld hafa nú bannað samtök-
unum að starfa.
Hermann Axen, sem á sæti í
stjórnmálaráðinu, og Kurt Hager,
aðalhugmyndafræðingur flokksins,
vísa allri gagnrýni á bug og segja
Austur-Þýskaland fyrirmyndarríki
í einu og öllu. Yfirvöld hafa svarað
fjöldaflóttanum til vesturs með
hefðbundinni áróðurstuggu og
neita nú grunsamlegu fólki um
vegabréfsáritun til Ungveijalands.
Honecker, sem orðinn er 77 ára
gamall, var nýlega skorinn upp
vegna sjúkdóms í gallblöðru og var
frá störfum í fjórar vikur. Þetta
hefur aukið umræður um væntan-
legan eftirmann leiðtogans sem
verið hefur við völd frá 1971.
Erich Honecker (t.h.) og Egon
Krenz.
I austur-þýsku forystunni er
ekki í augsýn neinn maður sem
virðist líklegur til að feta í fótspor
Gorbatsjovs en meðalaldurinn í
stjórnmálaráðinu er 65 ár. Egon
Krenz er þeirra yngstur, 52 ára,
og talinn líklegasti eftirmaðurinn.
Hann er enginn umbótasinni og
hefur klifið sama stigann til met-
orða og Honecker, var fyrst í stað
leiðtogi ungliðahreyfingar komm-
únistaflokksins. Sagt er að Krenz
eigi við áfengisvandamái að stríða
en það er þó ekki talið munu hindra
hann í að taka við af Honecker.
Vitað er að meðal 2,3 milljóna
flokksfélaga er stuðningur við
umbætur útbreiddur, hvað sem
líður harðlínustefnu forystunnar.
Margir flokksfélagar taka beinlínis
þátt í starfi ýmissa andófshópa sem
allir segjast styðja sósíalismann en
vilja lagfæra stefnuna. Sumir þess-
ara hópa hygjast bjóða fram í
næstu kosningum en aðrir láta sér
nægja að kreíjast viðræðna við
stjórnvöld um breytingar á stjórn-
arháttum.
Fyrstu andófshóparnir, sem
kröfðust breytinga, urðu nær allir
til innan vébanda mótmælenda-
kirkjunnar. Aðallega var um að
ræða friðar- og umhverfissinna.
Fyrir skömmu kröfðust hins vegar
Kristilegir demókratar, flokkur
sem aðeins hefur fengið að starfa
sem hjáleiga stjórnarflokksins,
þess að komið yrði á málfrelsi.
Manntjón í
spreng-
ingu
í Delhí
Nýju Delhí. Rcuter.
ÞRJÚ börn og kona biðu bana
er tímasprengja sprakk í mið-
borg Nýju Dehlí í gær. Að
minnsta kosti tveir menn slös-
uðust lífshættulega en marg-
menni var í borginni þegar
atvikið átti sér stað. Að sögn
lögreglu var sprengjan viðvan-
ingslega gerð og ekki vitað
hveijir báru ábyrgð á tilræð-
inu. Grunur beindist þó að
aðskilnaðarsamtökum síka, en
þeir stóðu á bak við sprengju-
tilræði í borginni í júní sl. en
þá biðu níu menn bana.
Verkfall hjá
Boeing
Seattle. Reuter.
VERKFALL skall á hjá Bo-
eing-flugvélaverksmiðjunum í
gær eftir að flugvélasmiðir
höfðu hafnað samningi til
þriggja ára. Fól hann í sér 4%
kauphækkun á ári og 8% bón-
usgreiðslu fyrsta árið. 90%
hinna 57.000 flugvélasmiða
Boeing tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni og felldu þeir
samningstilboð með 85% at-
kvæða. Verkfallið er hið fyrsta'
hjá Boeing frá 1977. Svo vel
árar hjá fyrirtækinu að verð-
bréf þess hækkuðu í fyrradag
í kauphöllinni í New York þrátt
fyrir verkfallsboðunina. Telja
spákaupmenn að stutt verkfall
muni hafa hverfandi áhrif á
afkomu Boeing.
Viðskiptahætt-
ir Japana
gagnrýndir
Tókíó. Reuter.
LEON Britten, sem fer með
samkeppnismál í fram-
kvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins (EB), gagnrýndi við-
skiptavenjur Japana á fundi
hjá samtökum í viðskiptalífi
þar í landi. Sagði hann að
ýmsir viðskiptahættir þar
stæðust ekki lög um hringa-
myndun og samkeppni.
Síðustu bílarnir af Suzuki Swifl árgerð 1989
VERÐ ÚTSALA AFSLÁTTUR
SWIFT GA 3ja dyra, 5 gíra 599.000,- 549.000,- 50.000,-
SWIFT GL 3ja dyra, 5 gíra 650.000,- 590.000,- 60.000,-
SWIFT GL 3ja dyra, sjálfskiptur 711.000,- 653.000,- 58.000,-
SWIFT GL 5 dyra, 5 gíra 682.000,- 626.000,- 56.000,-
SWIFT GL 5 dyra, sjálfskiptur 745.000,- 683.000,- 62.000,-
Við seljum þar að auki 4 Swift GTi árgerð 1988
með ótrúlegum 202.000,- kr. afslætti. >
Veré áéur kr. 997.000,-, nú kr. 795.000,-
Útborgun frá kr. 150.000,-. Eftirstöðvar lánaðar til allt að 36 mánaða.
Suzuki Swift traustur og sparneytinn btlí.
$ SUZUKI
--V/M
SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTlÐAR
FAXAFENI 10 • SlMI 689622 OG 685100