Morgunblaðið - 07.10.1989, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
Þorstein Gylfason:
Óskráðar reglur
Mér skilst að uppistaðan í vörn
Magnúsar Thoroddsen fyrrum
hæstaréttarforseta, í máli því sem
dómsmálaráðherra hefur höfðað
á hendur honum fyrir óhæfileg
áfengiskaup, sé sú að hann hafi
engar reglur brotið. Nú á dögun-
um sagðist Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra hafa
hugleitt að segja af sér vegna
óreiðu á áfengiskaupum, en hætt
við það vegna þess að hann hafi
engar reglur brotið. Báðum yfir-
sést hrapallega. Þeir sjá ekki, eða
þykjast ekki sjá, að skráðar regl-
ur eru ekki einu reglurnar sem
við búum við í mannlegu félagi.
Það eru til óskráðar reglur líka.
Einn starfsbróðir minn í Há-
skóla íslands gerði mikinn grein-
armun á einkabréfum sínum ann-
ars vegar og bréfum sem hann
skrifaði vegna starfs síns hins
vegar. Einkabréfin frímerkti
hann sjálfur á eigin kostnað, en
lét frímerkjavél Háskólans um
hin. Þessa reglu hafði hann lært
af afa sínum sem var frægur
sérvitringur í Stjórnarráðinu. Svo
komst hann að raun um að þessi
siður hans var almennt aðhláturs-
efni í Háskólanum. Þannig lærð-
ist honum sú óskráða regla um
hlunnindi háskólakennara að
einkabréf þeirra mættu fljóta með
öðrum pósti úr skrifstofum þeirra.
Nokkrum árum síðar varð annar
háskólakennari að athlægi fyrir
það að elta uppi háskólaritara,
oft með ærinni fyrirhöfn, til að
biðja hann leyfis í hvert skipti sem
hann þurfti að hringja til útlanda
í erindum Háskólans. Þannig
lærðist honum sú óskráða regla
að háskólakennari mætti sjálfur
meta hvort hann þyrfti að hringja
til annarra landa starfs síns
vegna eða ekki.
Hér höfum við dæmi um
óskráðar reglur. Önnur veitir
hlunnindi, hin veitir réttindi. Það
er tvennt athyglisvert við reglurn-
ar. Annað er að þær eru ekki
auðlærðar. Stundum þarf að gera
sig að fífli til að ná þeim. Satt
að segja morar allt mannfélagið
af óskráðum reglum sem engum
manni endist ævin að læra til
fulls. Hitt er að þegar þær hafa
lærzt liggur oftast nær í augum
uppi hverjar þær eru og hvað eru
brot á þeim. Þannig blasir það
við að þótt ég geti látið frímerkja-
vélina um eitt eða.tvö kunningja-
bréf ásamt með starfsbréfum
mínum í hverri viku, þá get ég
ekki látið Háskólann frímerkja
fimmtíu boðskort í einkasam-
kvæmi heima hjá mér, hundrað
þakkarkort fyrir auðsýnda samúð
vegna fráfalls ættingja míns e<3a
boðsmiða á fi’umsýningar ís-
lensku óperunnar (svo vill til að
ég sit í stjórn hennar). Rétti
mínum til að ráða því sjálfur hve-
nær ég hringi til útlanda úr Há-
skólanum fylgir auðvitað ekki
réttur til að rabba í síma við kunn-
ingja mína út um allan heim í
vinnutímanum. Þetta sér hver
heiivita maður. Þetta sér hver
siðaður maður. Alveg eins og
hver maður sér að þó að fólk fái
samkvæmt óskráðri reglu frítt
kaffi ómælt á vinnustað, þá er
ekki þar með sagt að það geti
líka fyllt brúsa á kvöldin til að
hafa heim með sér.
Nú sáum við að óskráðar regl-
ur eru ekki auðlærðar. Og þetta
kynni að virðast vera vörn í mál-
um utanríkisráðherra og fyn"ver-
andi forseta Hæstaréttar. Þeir
séu óvart ámóta tregir á óskráðar
reglur og háskólakennararnir
tveir, og þess vegna eigi bara að
hlæja að þeim eins og hlegið var
að háskólakennurunum. En ég
get ekki séð að þessi vörn stand-
ist með minnsta móti. Astæðan
til þess er sú meginregla, sem
mér virðist vera, að þegar óskráð
regla tryggir manni hlunnindi,
þá beri þessum manni siðferði-
leg skylda til að ganga úr
skugga um hver reglan sé, og
hvernig hún er hugsuð, áður
en hann byrjar að neyta hlunn-
indanna. Ekki hvað sízt ef hann
á sjálfdæmi um hlunnindin eins
og háskólakennari á um símtöl
sín og ráðherrar eiga um vínveit-
ingar sínar. Þetta hygg ég að
hver heilvita maður sjái í hendi
sér og þar með hver siðaður
maður líka. „Hér er frítt kaffi
allan daginn,“ er sagt við nýjan
starfsmann á vinnustað. Og auð-
vitað spyr hann ef möguleikinn
hvarflar yfirhöfuð að honum: „Má
ég hafa heim með mér á brúsa
eftir vinnu?“
Þannig bar þeim Magnúsi
Thoroddsen og Jóni Baldvin
Hannibalssyni tvímælalaus
skylda til að kynna sér hefðina
sem tryggði þeim umrædd hlunn-
indi og hugsunina í henni, áður
en þeir gripu símann í fyrsta sinn
og gerðu pöntun hjá Afengis-
verzlun ríkisins, einkanlega ef
þeir eru yfirleitt ámóta ónæmir á
óskráðar reglur og til dæmis h'á-
skólakennararnir tveir sem ég
sagði frá. Þeir hefðu þá getað
spurt hvort þessi hlunnindi væru
hugsuð sem launauppbót. Eða
hvort þau væru sambærilegur
glaðningur við þann að öllum
ríkisstarfsmönnum gafst til
skamms tíma kostur á að kaupa
áfengi á vildarverði fyrir jólin.
Það er trúlegt að þeir hefðu alls
staðar fengið sama svarið: þessi
hlunnindi eru hugsuð sem rísna.
Nú er hugsanlegt að þeir hefðu
ekki skilið orðið rísna. Þegar svo
stendur á er til dæmis hægt að
fletta upp í Orðabók Menningar-
sjóðs. Þar stendur: „risna: veit-
ingar af hálfu handhafa embættis
vegna stöðu sinnar.“ En flestum
mönnum mundi reynast óþarft
að halda uppi víðfeðmum fyrir-
spurnum og fletta upp í bókum
í þessu skyni. Allt þetta sér hver
heilvita maður. Það sér hver sið-
aður maður.
En utanríkisráðherra og fyrr-
verandi forseti Hæstaréttar sjá
það ekki. Og grunur minn er sá
að það sé hárrétt sem ég hef
heyrt haft eftir þeim félögum
báðum: „Hinir eru ekkert betri!“
Biskup vígii* kapellu
Borgarspítalans
BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir kapellu á Borgarspíta-
lanum á morgun, sunnudaginn 8. október, klukkan 16. Sú hugmynd
að taka frá til helgunar afmarkað rými á sjúkrahúsinu, hefir lengi
verið til staðar. Pyrir atbeina félags velunnara Borgarspítalans var
hafist handa við undirbúning framkvæmda og sjóður stofnaður.
Kapellunni, sem rúmar 15-20 manns í sæti, var valinn staður á fyrstu
hæð B-álmu spítalans.
Odddfellowstúkan Þormóður
goði hefur sýnt þessu verkefni
mikla ræktarsemi, gefið allar inn-
réttingar, húsgögn, altarisbúnað og
messúklæði. Onefndir aðilar hafa
lagt fram fjárupphæðir, sjúklingar,
aðstandendur og starfsfólk.
Gunnar Theódórsson innanhúss-
arkitekt teiknaði kapelluna ög í
samvinnu við hann unnu listamenn-
irnir ívar Björnsson, gullsmiður, og a
Guðrún Vigfúsdóttir, vefari, kirkju-
gripi og skrúða. Kapellan er opin
og þangað geta menn sótt og verið
ótruflaðir í einrúmi eða með öðrum.
Þar verður reglubundið helgihald,
en almennar sunnudagsguðsþjón-
ustur verða eftir sem áður á fjórðu
hæð Borgarspítalans.
(Frcttatilkynning)
011 Kfl 01 07fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I I UU ’ L I 0 1 W KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÖGG. FASTEIGNASr
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Fyrir smið eða laghentan
2ja-3ja herb. stór og góð íb. á vinsælum stað í Garðabæ. Komin und-
ir tréverk nú þegar. Óvenju hagstæð greiðslukjör. Teikn. á skrifst.
Ennfremur nokkrar eignir í borginni á nágr. sem þarfnast endurbóta.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
í reisulegu steinhúsi - 9 ára
í austanverðum Laugarásnum 3ja herb. úrvalsíb. á 1. hæð um 80 fm
nettó. Sérþvottah. Geymsla í kj. JP-innrétting. Ræktuð lóð. Stór og
góður bílskúr.
Endurnýjuð á góðu verði
4ra herb. íb. á 1. hæð við Hraunbæ. Nýtt eldh., nýtt bað o.fl. Góðir
skápar. Geymsla í kj. Skuldlaus. Hentar m.a. þeim sem hafa lánsloforð.
Ennfremur góðar 4ra herb. íb. við Dalaland, Sólheima, Langholtsveg,
Álfheima, Lynghaga og Sporhamra.
2ja herb. góðar íbúðir
í gamla Vesturbænum - öll ný endurbyggð- og í gamla Austurbænum
- míkið endurbætt. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
Hagkvæm skipti möguleg
Nokkur mjög góð eínbýlish., raðh. og parh. til sölu í skiptum fyrir góð-
ar hæðir í borginni. Teikningar með nánari upplýsingum á skrifstofunni.
Gegn útborgun
Þurfum að útvega 3ja-4ra herb. íbúðir, 4ra-6 herb. íbúðir, sérhæðir,
raðhús og einbýlishús að meðalstærð í borginni. Rétt eign verður
borguð út.
Opið i dag laugardag ALMENNA
kl. 10.00 tilkl. 14.00.
Fjöldi fjársterkra kaupenda. FASTEIGNASALAN
LflUGAVEGI 18 SÍMAR 21150-21370
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Stundum ofbýður mér. Maðúr
nokkur, sem rætt var við í sjón-
varpsfréttum, sagði orðrétt:
„Við erum að byggja upp fyrir-
tækið vélalega séð.“ Mér finnst
að hann hefði getað sagt þetta
á margan hátt og miklu skap-
legri: Við erum að vélbúa fyrir-
tækið; við erum að bæta (við)
vélakost fyrirtækisins; við erum
að efla fyrirtækið með betri vél-
um; vélbúnaður fyrirtækisins er
nú að verða miklu betri en áð-
ur, eða bara: Við erum að fá
okkur miklu meira af vélum.
Þessi ósköp, “ .. .lega séð“
vaða uppi í máli manna. Heyrt
hef ég „pípulagningalega séð“,
og er þá langt gengið á vegi
málspjallanna. Eg veit að menn
geta séð sæmilega, ágætlega,
greinilega eða ógreinilega, en
hvernig menn sjá „pípulagn-
ingalega“ og „vélalega“ er mér
hulin ráðgáta.
★
í útvarpsfréttum var sagt frá
fólki sem berðist gegn þeim
„ráðahag“ að urða sorp á til-
teknum stað. Mér þykir ákaflega
hæpið að nota orðið ráðahagur
í þessu sambandi. Ráðahagur
merkir nær ætíð kvonfang. Að
leita ráðahags er að biðja sér
stúlku. í fornu máli gat ráða-
hagur merkt efnahagur, og í
undantekningardæmum telst
ráðahagur=ráðslag, svo að
orðalag fréttarinnar var kannski
verjandi með ítrasta góðvilja.
Ráðslag eða ráðlag telur
Orðabók Menningarsjóðs merkja
háttarlag, hegðun eða athæfi og
setur í sviga hyggilegt. Stundum
hefur þó ráðslag niðrandi merk-
ingu og sögnin að ráðslaga.
Hallgrímur Pétursson kvað:
Mjög árla uppi vóru
öldungar Júða senn,
svo til samfundar fóru.
Fyrstir þó kennimenn .
í ráðslag létu leiðast,
líkar það öllum vel,
hversu þeir gætu greiðast
Guðs syni komið í hel.
(Passíusálmar 15,1)
Með sama lagi, ekki rímna-
bragarhætti, er þessi frábæra
vísa sem ég iærði um daginn:
Vel hylur frakkafaldur
flöskuna pakkaða.
Eitthvað er Bakka-Baldur
búinn að smakka „ða“.
(Hjörleifur Hjartarson)
Hér er alimikill skrásetning-
arvandi í síðustu línunni, en það
gieður hjarta mitt að heyra að
svona góðar vísur eru enn
kveðnar við tækifæri á þessu
blessaða landi og það í sveit-
inni, þar sem ég ólst upp (ekki
„aldist“ eins og glapyrðingar
segja nú um stundir).
Já, þetta er ekki rímnabragar-
háttur, heldur sálmalag. Svein-
björn allsheijargoði setur fram
þá kenningu að þríliður (troch-
eus, dæmi: „búinn að“) sé ekki
hafður í rímnabragarháttum
nema í undantekningardæmum
og þá sem ígildi tvíliðar. í þrílið
er fyrst eitt áhersluþungt at-
kvæði og síðan tvö létt, og þyk-
ir Sveinbirni vandasamt að yrkja
með þríliðum og telur fáa gera
það vel.
★
Ég hef verið spurður um
mannsnafnið Sturla, einkum af
því að það beygist eins og fjöldi
kvenmannsnafna. Þetta hef ég
helst getað tínt til:
Sturla virðist merkja „styrj-
armaður, óeirinn maður, bar-
dagamaðurinn litli“, sjá ending-
una -la.
Endingin -la er smækkunar-
eða gæiuending, einkum á kven-
kynsorðum, sbr. mey-la=lítil
mey, dótt-la=litla dóttir, frið-
la=ástmær, seinna með samlög-
un frilla, og Surt-la=litla svört,
einkum haft um svartar ær (kýr
og hryssúr).
Geta má þess, að karlmaður
að nafni Eysteinn var auknefnd-
ur meyla og annar að nafni
Símon auknefndur skeríla=litli
skarfur.
Sturla er fornt á Norðurlönd-
um, fyrst að því er virðist sem
auknefni, en síðar (mjög
507. þáttur
snemma) skírnarnafn. Þarna er
-la vafalítið eins og vant er
smækkunar- eða gæluending.
Stofn orðsins, stur, er náttúr-
lega skylt styr=ófriður, sbr.
nöfnin Sturlaugur(=sá sem
vígður er orustu, hermaður),
Styr(r), Styrgerður(=val-
kyija), Styrkár og Styrbjörn.
Samstofna þessu er sögnin að
sturla sem hefur frummerking-
una að koma úr jafnvægi, sbr.
þýsku stören(=trufla, ónáða) og
dönsku styrte(=steypast). Sjá
ennfremur stormur og Óðins-
heitið Styrmir.
Langtímum saman misþókn-
aðist mönnum að hafa karl-
mannsnafn með endingunni -la
og breyttu þá nafninu iðulega í
Sturli og jafnvel með samlögun
í Stulli. Þetta löguðu menn svo
aftur við lærdóm og skólagöngu
og fyrir áhrif frá fornbókmennt-
unum. Ég lít á báðar myndirn-
ar, Sturla og Sturli, sem eitt
nafn.
Árið 1703 bera 20 íslendingar
þetta nafn, og var þá til siðs að
skrifa Sturli. Árið 1801 eru
þeir 14 (í Nafhalykli sr. Björns
Magnússonar prentað Sturla),
1845 enn 14 og 1910 eru þeir
23, þar af 13 fæddir í ísafjarðar-
sýslu.
Árin 1921-50 voru 66 sveinar
skírðir þessu nafni, í þjóðskrá
1982 eru 94 sem heita Sturla
einu nafni eða fyrra nafni af
tveimur. í fæðingarárgangi
1982 voru fimm skírðir Sturla,
1985 tveir, svo að nafnið er vel
lifandi.
★
Hlymrekur handan kvað:
Ekki reyndist það hent Jóa heigli
að horfa á sitt smetti í spegli.
Hann hörfaði undan
í hamslausri skundan
og sig hengdi í nálægum dregli.
Mikil er ofnotkun orðanna.
Nú heitir það allt kvóti sem
skammtað er. Væri nú ekki
reynandi, að minnsta kosti til
tilbreytingar, að nota íslenska
orðið skammtur á Islandi?