Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 20

Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 Líbanon: Tveimur starfs- mönnum Rauða krossins rænt Sídon. Reuter. ÞRÍR vopnaðir menn rændu tveimur svissneskum starfs- mönnum Rauða krossins í hafn- arborginni Sídon í Suður-Líban- on í gær. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem starfsmönnum líknarsamtaka er rænt í Sídon. Talið er að 19 vestrænir menn séu nú í haldi mannræningja í Líbanon. Enginn hefur lýst mannráninu á hendur sér en heimildir í Beirút og Sídon herma að mannræningjamir tilheyri hinum róttæku skæruliða- samtökum Palestínumanna, Bylt- ingarráði Fatah, sem lúta stjóm hins illræmda Abu Nidals. Bandaríkja- dalur styrkist London. Reuter. Bandaríkjadalur styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og stóð því af sér vaxtahækkanir evrópskra seðlabanka og mikla dollarasölu. Spákaupmenn telja að dalurinn sé vanmetinn og heftir eftirspurn eftir honum því aukist ef eitthvað er. Seðlabankar helstu iðnríkja heims seldu dali í gær 10. daginn í röð til þess að styrkja gjaldmiðla sína. Þá hækkuðu seðlabankar Vestur-Þýskalands, Bretlands, Sviss og Frakklands forvexti í fyrradag og var talið að það yrði til þess að veikja dalinn en raunin varð önnur. Var gengi hans gagn- vart helstu gjaldmiðlum í gær svo til það sama og 25. septembér sl., fyrsta bankadag eftir að leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims urðu sam- mála um að sterk staða dalsins hefði slæm áhrif á efnahagslíf þeirra. Emmanuel Christen g|j0 Erriquez Sídon er 40 km sunnan við Beir- út og á valdi hersveita súnní- múslima, Þjóðfrelsishers Palestínu- manna (PLA), og palestínskra skæmliðahreyfinga sem hafa bæki- stöðvar í flóttamannabúðunum Ain al-Hilweh og Miyeh Miyeh skammt frá borginni. Aðeins steinsnar er frá Ain al-Hilweh-búðunum að bæki- stöðvum Rauða krossins í Sídon. Sátu mannræningjamir þar fyrir Svisslendingunum, Emmanuel Christen 25 ára, og Elio Erriquez 23 ára. 12. maí síðastliðinn rændu vopn- aðir menn tveimur Þjóðverjum, Heinrich Strublig og Thomas Kempner sem báðir vom á vegum líknarsamtakanna Humanitas í Sídon. í desember á síðasta ári kölluðu svissnesk stjómvöld sendiherra sinn í Líbanon heim og alþjóðadeild Rauða krossins fyrirskipaði öllum starfsmönnum sínum í landinu, 14 að tölu, yfirgefa landið vegna hót- ana mannr'æningja. Þetta var í fyrsta sinn í 125 ára sögu samtak- anna sem þau neyddist til að grípa til slíkra örþrifaráða. Starfsmenn Rauða krossins snem aftur til landsins í janúar sl. þegar þeir höfðu verið fullvissaðir um að öryggi þeirra væri ekki í hættu. Nunnurláta afmótmælum Reuter Nunnur yfirgefe kjúklingabú klausturs í Da- ventry í Mið-Englandi eftir að hafa látið af mót- mælum gegn þeirri ákvörðun landbúnaðarráðu- neytisins að slátra skuli fiðurfé þeirra vegna salmonellusýkingar. Orsök alvarlegra tilfella matareitrunar í júli sl. voru rakin til búsins. Sovétríkin: Stj órnvöld senda líðsauka tíl Armeníu Moskvu. Reuter. SOVÉSKUM hermönnum hefúr ekki tekist að koma á jámbrautars- amgöngum milli lýðveldanna Armeníu og Azerbajdzhan. Vegna verk- falls Azera hafa birgðaflutningar til Armeníu legið niðri í rúman mánuð en tilefni þessara aðgerða er heiftarleg deila nágrannalýðveld- anna um yfirráðarétt yfir héraðinu Nagomo-Karabakh. Talsmaður armensku fréttastof- Samkvæmt opinbemm tölum unnar Armenpress sagði í samtali hafa 100 manns fallið í átökum við fréttaritara Reuters í Moskvu að hermenn hefðu verið fluttir til höfuðborgar Armeníu, Jerevan, á fimmtudag. Hefðu tíu stórar liðs- flutningavélar lent á flugvellinum en í héraðinu umdeilda vom fyrir um 4.000 hermenn. Þrátt fyrir liðs- auka þennan lægju samgöngur enn niðri og ástandið færi sífellt versn- andi. Azera og Armena frá því deilan um Nagomo-Karabakh, sem Armenar byggja að mestu, blossaði upp í febrúar á síðasta ári. Héraðið til- heyrði Azerbajdzhan en var fært undir stjóm ráðamanna í Moskvu eftir að átökin bmtust út. Því stýr- ir sérstök nefnd og lýsti einn nefnd- armanna yfír því fyrr í vikunni að hundmð manna hefðu fallið, að því er segir í frétt bandaríska dag- blaðsins The Washington Post. Embættismaðurinn, Valerí Sídorov, kvaðst óttast að borgarastyijöld brytist út í Nagomo-Karabakh og sagði „kalt stríð“ ríkja í samskipt- um lýðveldanna. Átökin hefðu leitt til þess að um 300.000 Armenar og Azerar hefðu gerst flóttamenn og á hveijum degi væm grimmdar- verk framin. Charles Cobb tilnel&idur sendiherra Bandaríkjanna á Isiandi: Vill auka gagnkvæm viðskipti við Bandaríkin Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Utanríkismáladeild Öldunga- deildar Bandaríkjaþings kallaði í gær fyrir sig flögur ný sendi- herraefiii, sem George Bush forseti leggur til að verði skip- aðir sendiherrar Banda- ríkjanna á íslandi, í Rúmeníu, Finlandi og á Möltu. Charles Cobb Jr., sem undan- farið hefir gegnt stöðu aðstoðar viðskiptamálaráðherra í stjóm Bandaríkjanna, þar sem hann fór aðallega með ferðamál, sagði nefndinni, að hann myndi leggja aðaláherslu á sem sendiherra að auka gagnkvæm viðskipti milli Bandaríkjanna og íslands. Cobb sagði, að sér sýndist margt benda til að slíkt myndi takast til hags- bóta fyrir bæði ríkin. Hann benti á, í því sambandi, að samkvæmt skoðanakönnunum væm 80 prós- ent íslendinga fylgjandi aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu, og meirihluti landsmanna væri hlynntur vamarsamningum, en heldur minni hópur styddi dvöl Reuter Charles Cobb, sem útnefndur hefúr verið sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, svara spurn- ingum þingmanna í utanríkis- málanefnd öldungadeildarinn- ar. Bandaríkjahers við flugvöllinn í Keflavík.. Sendiherraefnið var spurður hvort hann kynni málið, sem Is- lendingar tala. Cobb svaraði því til, að því miður væri hann ekki fær í málinu, en að hann væri byijaður að reyna að læra það og myndi halda því áfram. Þá var hann inntur eftir því, hvort hann hefði sérstaklega sóst eftir því aða verða útnefndur sendiherra á ís- landi. Cobb svaraði því til að þegar það kom til tals, að forsetinn nefndi hann til sendiherrastöðu, hefði hann nefnt „norðlægar slóð- ir“, sem hann myndi helst sækj- ast eftir. Þannig hefði staðið á því, að hann hefði verið viðriðinn, að nokkm, við samningana milli Kanada og Bandaríkjanna, er fríverslunarsamningurinn var á döfinni. Hann hefði og átt nokkur viðskipti við Norðurlöndin, sem kaupsýslumaður og hann bæri mikla virðingu fyrir þeim þjóðum. ísrael: Viðræðum við Pal- estínumenn hafhað Jerúsalem. Reuter. RÁÐHERRAR Likud-flokksins, flokks Yitzhaks Shamirs forsæt- isráðherra ísraels, höfnuðu í gær tillögu Verkamannaflokksins um að gengið yrði til friðarviðræðna við fulltrúa Palestinumanna. Til- Iagan var felld á jöfnum atkvæð- um í ríkisstjórninni. Egyptar höfðu lagt fram áætlun í tíu liðum þar sem m.a. var gert ráð fyrir því að ísraelar létu land af hendi auk þess sem kveðið var á um hvemig staðið skyldi að kosn- ingum fulltrúa Palestínumanna á vesturbakka Jórdanár og Gaza- svæðinu. Var og ráð fyrir því gert að viðræðumar færu fram í Egypta- landi. Að sögn Yitzhaks Modai, efna- hagsmálaráðherra ísraels, voru allir sex ráðherrar Verkamannaflokks- ins hlynntir því að gengið yrði til slíkra viðræðna. Jafnmargir ráð- herrar Likud reyndust því hins veg- ar andvígir og var tillagan þar með felld. Einn ráðherra Verkamanaflokks- ins, Moshe Shahal, sagði á fimmtu- dag að samsteypustjórnin kynna að springa yrði tillaga flokksins ekki samþykkt. Stjómmálaskýrend- ur kváðust hins vegar efast um að deila þessi leiddi til stjómarslita. Verkamannaflokkurinn treysti sér tæpast út í kosningar þar sem allt benti til að hlutskipti flokksins yrði það að vera í stjórnarandstöðu að þeim loknum. Svíþjóð: Kafbáts leit- að í skerja- garðinum Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKI sjóherinn leitaði í gær að ókunnum kafbáti í skerjagarð- inum fyrir norðan Stokkhólm. Höfðu þá nokkrir íbúar á eyjunum fyrir utan skýrt svo frá, að þeir hefðu komið auga á sjónpípu kaf- báts á siglingaleiöinni inn til höf- uðborgarinnar. Á þessu svæði em mikilvæg strandvirki og annar búnaður til að aftra hugsanlegum óvini frá að nálgast Stokkhólm úr þessari átt. Síðla dags í gær hafði ekki orðið vart við kafbátinn þrátt fyrir, að mörg skip tækju þátt í leitinni. Á þessu ári hefur sjaldan orðið vart við ókunna kafbáta við Svíþjóðar- strendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.