Morgunblaðið - 07.10.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.10.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 25 Eigendur og starfsmenn Borgar- dekks, Borgartúni 36. Nýtt hjól- barðaverk- stæði Nýtt hjólbarðaverkstæði var nýlega opnað í Borgartúni 36, þar sem Gúmmíkarlarnir voru áður til húsa. Nýja fyrirtækið, sem heitir Borgar- dekk hf, vetir alhliða hjólbarðaþjón- ustu, tölvustýrða jafnvælgisstill- ingu og þar er boðið upp á nýja og sólaða hjólbarða. Opið er frá klukkan 8 til 18 virka daga og klukkan 9-15 á laugardögum. Ný ljós- myndastofa í Miðbænum Sigríður Bachmann hefur opnað ljósmyndastofu í Garðastræti 17. Þar veitir hún alla almenna ljós- myndaþjónustu, portrettmyndatök- ur, passamyndatökur og tekur jafn- vel myndir af dýrum. Sigríður legg- ur mikla áherzlu á svart-hvítar myndir. Tískusýning á Hótel Borg ÁTTA hönnuðir í Félagi fata- og textilhönnuða halda tískusýn- ingu á Hótel Borg í dag laugar- daginn 7. október. Sýningin hefst klukkan 16.30 og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Hönnuðir sem sýna haustsýning- una 1989 eru Alda Sigurðardóttir, Ásta Björnsdóttir, Birna Péturs- dóttir, Gréta Sörensen, Margrét Þorvarðardótir, María • Manda ívarsdóttir, María Lovísa Ragnars- dóttir og Vera Ósk Steinsen. Ætlunin er að tískusýning á vegum Félags fata og textflhönn- uða verði árviss viðburður og virk- ur þáttur i þróun og nýsköpun í íslenskum fataiðnaði, en fata- og textílhönnuðir hafa á síðustu miss- erum fundið fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur í fataiðnaði hér á landi, m.a. vegna harðrar sam- keppni við innfluttan fatnað. Tilgangur félagsins með tísku- sýningunni er m.a. sá að eiga þátt í að snúa við hinni neikvæðu þróun sem hefur orðið á þessu sviði. Fé- lag fata og textílhönnuða var stofn- að 19. júní 1986. Félagar eru nú 30 talsins og héldu þeir fyrstu sam- sýningu sína haustið 1987. (Fréttatilkynning) Framsóknarflokkur- inn: Ráðsteftia um heilbrigðis- og tryggingamál Framsóknarflokkurinn gengst fyrir ráðstefnu um heilbrigðis- og tryggingamál að Hótel Sögu í dag laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 10. Á ráðstefnuninni verða flutt ell- efu framsöguerindi af mönnum sem á einn eða annan hátt vinna að heilbrigðis- og tryggingamálum. Að loknu hveiju framsöguerindi verða stuttar umræður og fyrir- spumir. Háskólafyrir- lestur um kennslu í ritlist WILLIAM D. Valgardson, rithöf- undur og prófessor í ritlist (creative Writing) við Universify og Victoria í British Columbia í Kanada, flytur opinberan fyrir- Iestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands, þriðjudaginn 10. október, klukkan 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn fjallar um kennslu í ritlist og verður fluttur á ensku. William D. Valgardson er kunnasti núlifandi rithöfundur af íslenskum ættum í Kanada. Hann er fæddur 1939 og alinn upp í Gimli í Man- itoba og hlaut háskólamenntun sína m.a. í Winnipeg. Hann hefur skrif- að mikið um fólk af íslenskum ættum í Kanada og nýtur sívax- andi vinsælda. Meðal bóka hans em smásagnasöfnin Blood Flowers (1973), God is not a Fish Inspector (1975) og Red Dust (1978), skáld- sagan Gentle Sinners (1980) og ljóðabækumar A Carpenter of Dre- ams (1986) og In the Cutting Shed (1986). Hann hefur hlotið fjölda bók- menntaverðlauna í Kanada. Þess má geta að mánudaginn 9. október kemur út fyrsta íslenska þýðingin á sögu eftir Valgardson. Er það sagan Blóðrót í þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Frétt frá Háskóla íslands Sýnir í Nýhöfti VALGARÐUR Gunnarsson opn- ar málverkasýningu í Nýhöfii, Hafiiarstræti 18, í dag, laugar- daginn 7. október, klukkan 14-16. Á sýningunni verða olíumálverk unnin á striga á síðustu tveimur ámm. Valgarður er.fæddur í Reykjavík 1952,. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975-79 og framhaldsnám við Empire State College í New York 1979-81. Þetta er fimmta einkasýning Valgarðs, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Valgarður sýndi síðast í Nýhöfn í apríl 1988 smá- myndir á pappír. í nóvember nk. er svo fyrirhuguð sýning hans í Galleri Boj í Stokkhólmi. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10-18 og frá klukkan 14-18 um helgar. Henni lýkur 25. október. Lokapré- dikanir í DAG, laugardag, flytja tveir guðfræðingar lokaprédikun sína í kapellu Háskólans; þau Eiríkur Jóhannsson og Steinunn Arnþrúður Bjömsdóttir. Athöfnin hefst klukk- an 14 og er öllum heimill aðgangur. Don Johnson í hlutverki sínu í myndinni „Stórskotið" sem Bíó- höllin hefur tekið til sýninga. Bíóhöllin sýnir „Stórskotið“ BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Stórskotið". Með aðalhlutverk fara Don Johnson og Penelope Ann Miller. Leik- stjóri er John Frankenheimer. Það er komið að jólum. John Burns vindur sér inn í sölubúð og skýtur verslunarstjórann sem er svertingi. Þetta er strax tillkynnt lögreglumönnum um alla Los Ang- eles. Einn þeirra, Kimble, sér John á gangi og ákveður að gefa sig á tal við hann. John hefur engin umsvif og skýtur Kimble til bana. Sýning á dam- askveftiaði SÝNING verður á damaskvefti- aði í Skrúði, Hótel Sögu, sunnu- daginn 8. október, klukkan 14-20. Sýningin er einnig opin mánudag og þriðjudag frá klukkan 15. Georg Jensen fyrirtækið hefur framleitt vefnaðarvöm allt frá 15. öld, en upp úr miðri síðustu öld hóf það að framleiða handofna damaskdúka og servíettur, sem nú er helsta framleiðsluvara þess. Þrátt fyrir nútíma tæknivæðingu í framleiðslu og rekstri á undan- fömum árum viðheldur fyrirtækið gamalli hefð við sölu á framleiðslu- vörunum, þ.e. að selja ekki til versl- ana, heldur einungis beint til kaup- enda. (Úr fréttatilkyniiingu.) Sýning um sögu ljósmyndunar á íslandi hefst í dag, laugardaginn 7. október. Sýning um sögu ljósmyndunar á tslandi í ÁR er 150 ára afinælis ljós- myndunar minnst með margvís- legum hætti um heim allan. Þjóð- minjasafn íslands gengst fyrir sérstakri sýningu af þessu tilefni í Bogasal safnsins og ber hún yfirskriftina: Ljósmyndin 150 ára — saga ljósmyndunar á ís- landi. Sýningin er byggð á frummynd- um úr fómm safnsins eftir frum- heija 5 iðninni. Þar er í fyrsta sinn reynt að veita yfirlit yfir sögu ljós- myndunar hér á landi með fjölda mynda og ítarlegum sýningartext- um. Sýningin verður opnuð í dag, laugardaginn 7. október, og mun hún standa til nóvemberloka. Að- gangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Haustmót Taflfé- lags Kópavogs HAUSTMÓT Taflfélags Kópa- vogs 1989 hefst á morgun, sunnudaginn 8. október, klukk- an 14. Teflt verður í Hjallaskóla við Álfhólsveg. Umferðir verða á sunnudögum klukkan 14 og á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20. Núverandi skákmeistari Taflfé- lags Kópavogs er Pétur Viðarsson. Allar nánari upplýsingar um haust- mótið veitir Haraldur Baldursson. Sigurborg Stefánsdóttir Sýnir í Ásmund- arsal SIGURBORG Stefánsdóttir opn- ar laugardaginn 7. október klukkan 4 sýningu á verkum sinum í Ásmundarsal við Freyju- götu. Sigurborg Stefánsdóttir er fædd 1959 og er nýflutt heim, eftir margra ára dvöl í Danmörku. Hún stundaði nám hjá H.Cr. Hoier, list- málara í Kaupmannahöfn og síðar í Skolen for Brugskunst í sömu borg. Hún lauk prófi úr teikni- og grafíkdeild skólans vorið 1987. Sigurborg hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á grafík- myndum í Kaupmannahöfn, hefur haldið einkasýningu á málverkum 1988 í Alborg Kunstpavillion og á undanfömum 2 árum tekið þátt í 6 samsýningum á málverkum víðsvegar um Danmörku. Á þessari fyrstu sýningu Sigur- borgar á íslandi sýnir hún akrýl- myndir á striga og pappír. Sýningin er opin alla daga klukk- an 4-8 og um helgar klukkan 2-8, síðasti sýningardagur er 23. októ- ber. Kvölduppboð hjá Gallerí Borg 22. málverkauppboð Gallerí Borgar í samráði við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktsson- ar hf. fer fram í Hótel Borg á morgun sunnudaginn 8. október og hefst klukkan 20.30. Boðin vérða upp 64 verk. Meðal verka sem verða boðin má nefna tréskúlptúr eftir Sverri Haraldsson, gömul ómerkt uppstill- ing eftir Karl Kvaran, stórt olíu- málverk eftir Ásgeir Bjarnþórsson og verk með blandaðri tækni eftir Jón Gunnar Árnason. Auk þessa eru svo myndir eftir Erró, Svein Þórarinsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Kristján Davíðsson, Valtý Pétursson og Nínu Tryggvadóttur. Loks skal getið tveggja olíumál- verka eftir Jóhannes S. Kjarval báðar abstraktionir, stórrar abstr- aktionar eftir Þorvald Skúlason og olíumyndar eftir Ásgrím Jónsson, Strútur. Myndirnar verða sýndar föstu- dag á venjulegum opnunartíma Gallerísins og milli klukkan 14 og 18 laugardag og sunnudag. Atriði úr Litla Regnbogastrákn- um. Litla leikhúsið: Regnbogastrák- urinn sýndur NÚ FER hver að verða síðastur að sjá bamaleikritið Regnboga- strákurinn eftir Ólaf Gunnars- son. Síðasta sýningin verður í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi kl. 15 á sunnudag. Þetta er fyrsta leikrit Ólafs, en hann er m.a. áður kunnur af upp- finningasömum skáldsögum eins og Milljón prósent menn, Gaga og Heilagur andi og englar vítis, auk þess sem hann skrifar reglulega pistla í Morgunblaðið. í haust verð- ur saga hans Fallegi flughvalurinn gefin út á Norðurlöndum. Þeir Gunnar Þórðarson og Ólaf- ur Haukur Símonarson hafa samið söngva og söngtexta við sýning- una. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson og gerir hann einnig leik- mynd. Leikendur eru þrír, þau Emil Gunnar Guðmundsson, Alda Arnardóttir og Erla Rut Harðar- dóttir. Sýning Litla leikhússins er styrkt af leiklistarráði mennta- málaráðuneytisins. (Fréttattilkynning) Barna og ferm- ingarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík BARNA- og fermingarstarf vetr- arins í Fríkirkjunni í Reykjavík hefst nú um helgina. Barnastarf- ið hefst við barnaguðsþjónustu klukkan 11. í barnaguðsþjón- ustum lærum við og syngjum sálma, biðjum bænir saman, lær- um hreyfileiki með söng, hlust- um á Guðs Orð og fáum það út- skýrt í máli og myndum. Barna- stundinni lýkur með sögulestri og smáhressingu fyrir börn og fullorðna. Til aðstoðar fastráðnum starfs- mönnum kirkjunnar verða við bamaguðsþjónusturnar þau Þuríð- ur G. Sigurðardóttir og Birgir H. Birgisson. Barnaguðsþjónustumar verða annan hvern sunnudag til jóla. Til síðari guðsþjónustu sunnu- dagsins klukkan 14 er boðið sér- staklega þeim ungmennum, sem vilja taka þátt í fermingarundir- búningi og forráðamönnum þeirra. Á fundi með þeim í guðsþjón- ustunni lokinni verður vetrarstarfið skipulagt. Sr. Cecil Haraldsson. Skátadagur í Reiðhöllinni SKÁTASAMBAND Reylqavíkur heldur skátadag og Qölskyldu- hátið í Reiðhöllinni á sunnudag- inn kemur 8. október. Boðið verður upp á skátatívolí, kynn- ingar á skátastarfinu og skáta- kvöldvöku. {fréttatilkynningu segir að þetta eigi að vera sameiginlegur skemmtidagiir fyrir alla skáta I Reykjavík og jafnfram sé almenn- ingi boðið að vera með til að kynn- ast skátum í leik og starfí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.