Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 30

Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 30
r£- . ■■-‘Í r ;•!) - r >-• •. ' í. I 3ö..................— -----------------------------MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsa Vatnsberans í dag er það umfjöllun um Vatnsberanna (21. janúar — 19. febrúar) útfrá heilsu- fræðilegu sjónarmiði. Eins og áður er athygli vakin á því að þar sem hver einstakling- ur á sér nokkur stjörnumerki geta önnur merki einnig haft sitt að segja þegar heilsufar er annars vegar. Ökklar Vatnsberinn er sagður hafa með blóðrásarkerfið að gera, en stjómar einnig kálfum og ökklum. Það er því svo að Vatnsberinn er viðkvæmur í fótunum og slasast gjaman á ökklum, tognar eða brotn- ar, ef hann slasast á annað borð. Hann getur síðan átt í erfiðleikum með blóðrásina, sem á m.a. til að vera of hæg. BlóÖrás og œöar Það er sagt að Vatnsberinn eigi til að fá æðahnúta. Það ásamt veikum ökklum gerir að fæturnir verða stundum sérlega viðkvæmir. Aðrir mögulegir sjúkdómar tengj- ast óhreinu blóði. Mataræði sem hreinsar blóðið' er því æskilegt. Hár blóðþrýsting- ur, æðakölkun, bólgnir ökkl- ár og vöðvakrampi eru einnig meðal kvilla sem stundum hijá Vatnsberann. Líkamsœjingar Æskilegt er að Vatnsberinn leggi stund á íþróttir sem hafa með útiveru og hreint loft að gera, í þeim tilgangi að örva blóðrásina. Göngu- ferðir, hjólreiðar, sipp og skíðaferðir éru t.d. meðal íþrótta sem em góðar fyrir Vatnsbera. Einnig er mikil- vægt að hann iæri að synda rétt, því rétt öndun gefur súrefninu blóð og örvar blóðrásina, en of hæg blóðrás og útfrá því þyngsli og þreyta eiga til að há Vatnsberanum. Hugarslökun Þar sem Vatnsberinn er merki hugsunar og er oft athafnasamur á því sviði get- ur verið gott fyrir hann að leggja stund á hugarleikfimi og tækni sem róar hugann og hjálpar honum að ná auknu valdi á hugsuninni. Hugleiðsla og aðrar róandi og styrkjandi andlegar æf- ingar eru því æskilegar. Stundum þjáist Vatnsberi af svefnleysi og er honum þá ráðlagt að varast andlega æsandi viðfangsefni að kvöldlagi. 1 slíkum tilvikum koma slökunaræfingar að góðum notkum. Félagslíf Til að Vatnsberinn haldi fuilri orku þarf hann síðan að fást við félagslega og hugmynda- lega lifandi viðfangsefni, þ.e. vera innan um fólk, sem seg- ir sögur og er að fást við vitsmunaleg mál. Einnig er að sjálfsögðu æskilegt að hann sjálfur leggi stund á slíkt. Frelsi ogsvigrúm Ef Vatnsberinn er bundinn niður, þarf að lifa við þving- andi kringumstæður, getur hann fundið til andlegara þyngsla og orðið þunglyndur. Hann þarf því að skapa sér ákveðið frelsi og hafa svig- rúm í daglegu lífi til að vera hann sjálfur. Jafnframt þarf hann að læra að vera fijáls innan þeirra takmarkana sem daglegt líf óhjákvæmi- lega setur okkur. Hann þarf því ekki síst að finna og skapa sér innra frelsi, læra að vera fijáls með sjálfum sér þó ytri kringumstæður séu þvingandi. GARPUR BRENDA STARR MENCKEN, Y -• UMM E/ZTl) ) f-tí-gTU/e A& vei/CUfe J WERA /1AATNUM 7 *\ óÆ'/P A£> KeAIAJA Hwefzc \/Af? XMa/n /etí-AR t-itr '. HANN AÐ U CGA AÐ nM S/Ð- /EÐATyA'STA TÍSKOþAzTT/N- \ RfrSJTl/7 \ UM i STÓNVA/ZP- V /A/// k f 1 ~.N_I 1 ö Tni\/ifv/ii nri iczmivii r ". ■ . . hj 1 vJIVIIVII Uu JCZlVIVI : « j 1 <—;— r 1—; n FERDINAND SMAFOLK Ég viðurkenni að ég er óð af af- brýðisemi! HOU) CAN I MELP BEING JEALOUS KN0WIN6 CMUCK ANP MARCIE ARE AT CAMP T06ETNEK WHILE l'M IN SUMMEK 5CU00L? STRAN6E GIKL.-I'LL I4AVET0 KEEP AN EVE ON WER..50UNP5 LIKE 5UE COULP 3E GIVIN6 AWAY 0URTR00P M0VEMENT5... Hvemig get ég annað en verið af- brýðisöm, vitandi að Kalli og Magga eru saman í sumarbúðunum á með- an ég er í sumarskólanum? Skrýtin stelpa. Ég verð að hafa auga með henni. Kannski hún af- hendi upplýsingar um liðsflutninga okkar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Samanburður í sveitakeppni: „Við eigum 600 fyrir þijú grönd.“ „Einn út — þeir eiga 630.“ „Þeir eiga 100. Við fórum í 6 tígla." „Hvað! Kom út spaði?“ Vestur ♦ 86 ▼ 9743 ♦ 4 . ♦ KD106 Norður ♦ ÁD104 ▼ ÁKD52 ♦ K3 ♦ Á7 Austur ♦ KG5 ▼ 1086 ♦ G1085 ♦ G9852 Suður ♦ 9732 ▼ G ♦ ÁD9762 ♦ 43 Slemmur eru dýrmætar í sveitakeppni. Það tekur enginn eftir því þótt einn og einn yfir- slagur „leki“ í vörn gegn þremur gröndum, en ónákvæm spila- mennska sem getur af sér slemmusveiflu sieppur ekki í gegn umræðulaust. Suður var tekinn á beinið. NS höfðu komist í sex tígla, sem er betri slemma en sex spaðar og á að vinnast ef ekki kemur út spaði. En vestur á sjálfsagða útkomu í laufi. Suður fór geyst af stað. Hann drap á laúfás og tók tígulkóng og spilaði tígli upp á ás. Legan kom í ljós og nú var orðið nauðsynlegt að svína spaðadrottningunni. Besta spilamennskan er að taka hjartagosa og spila svo tígulás og tígli yfir á kóng. í 3-2-legunni má trompa hjarta heim, taka síðasta tígulinn og spila blindum inn á spaðaás: 12 slagir. En þegar fjórliturinn upp- lýsist er hjörtum spilað úr borð- inu og austur er varnarlaus. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti stórmeistarasam- bandsins í Moskvu í maí kom þessi staða upp í skák sovézka alþjóða- meistarans Huzmans (2.475) og bandaríska stórmeistarans Nicks deFirmians (2.585), sem hafði svart og átti leik. Svartur hefur fórnað skiptamun fyrir sókn og fann nú laglega leið til sigurs: 24. - %3+! 25. Kal (Auðvitað ekki 25. bxa3 — Dxc3 og vinnur) 25. - Dxc3! 26. Bcl - Dc2! (Vinnur skiptamuninn til baka með léttunnu endatafli) 27. Dxc2 — Rxc2+ 28. Kbl — Rxel 29. Hxel — Be5 og með peði yfir og betri vígstöðu vann svartur endataflið auðveldlega. Moskvu- mótið var liður í undankeppni heimsbikarmótanna og deFirmian var sá eini af þeim sjö keppendum sem komust áfram, sem ekki var sovézkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.