Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ F^STUDAGUR 13. OKTÓBER 1989
11
-m—r
Draumurinn sem
varð að veruleika
eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur
Þann 17. september sl. var á
dagskrá Stöðvar 2 sjónvarpsþáttur
sem bar yfirskriftina „Lifum heil —
skemmtun gegn skelfingu“. Þáttur-
inn var unninn í samvinnu Ahuga-
hóps um bætta umferðarmenningu,
Stöðvar 2 og SEM-hópsins.
Tilgangur hans var tvíþættur:
Annars vegar að vekja athygli á
hörmungum umferðarslysanna og
hins vegar að safna peningum í
húsbyggingarsjóð SEM samtak-
anna.
Ástæða þess að við ákváðum að
styrkja þau 'samtök er einföld:
Stærstur hluti félaganna eru fórn-
arlömb umferðai'slysanna; fólk sem
hlotið hefur varanlegan mænu-
skaða í umferðarslysum. Þannig
gafst okkur tækifæri til þess að
láta draum félaga í SEM-hópnum
rætast um mannsæmandi líf í eigin
íbúð og um leið hjálpuðu þeir okkur
til þess að vekja athygli á hörmung-
um umferðarinnar.
Það var um miðjan mars sem
hugmyndin kviknaði fyrst. Þá kom
hópurinn að máli við forráðamenn
Stöðvar 2 sem þegar tóku vel í
hugmyndina. Um miðjan júlí var
Hvar er næsta
bókasafh?
eftirMörtu H. Richter
Margir muna bókasafn æsku
sinnar sem herbergi eða sali með
hillum frá gólfi og svo hátt að
þurfti nokkuð að hafa fyrir að ná
í bækur í efstu hillu. Sumir fengu
ef tii vill ekki að koma inn, heldur
báðu um bækur yfir afgreiðsluborð.
Það var alltaf einhver skrýtin lykt
líka, svona einhvern veginn gömul
lykt. Og það mátti ekki tala. Ætli
það hafi ekki verið af lotningu fyr-
ir þekkingunni? Óvíða voru lestrar-
salir, ef til vill á Landsbókasafni
einu. Kannski hefur þetta eitthvað
breyst. Ekki vita þó allir enn hvar
næsta bókasafn er, hafa aldrei kom-
• ið þangað og telja sig ekki eiga
þangað neitt erindi. Flestir eiga líka
fullt af bókum upp í hillu og segj-
ast ætla að lesa þær fyrst a.m.k.
Eru ekki „bara“ barnabækur og
skáldsögur í þessum bókasöfnum?
Sem betur fer eru þeir margir sem
vita að bóksöfn eru staðir sem gam-
an er að koma á, og komist fólk á
bragðið verður ferð á bókasafnið
fastur liður í daglegu lífi þess.
Fjölbreytni mikil
Bókasöfnin í landinu eru mörg
og margvísleg og skal nefna nokkur
dæmi: Rannsóknarbókasöfn eins og
t.d. Landsbókasafn og Iiáskóla-
bókasafn. Skólasöfn eru við flesta
grunn- og framhaldsskóla. Sér-
fræðisöfn eru við ýmsar stofnanir
eins og Hafrannsóknarstofnun og
læknisfræðisöfn sjúkrahúsanna. Öll
þessi söfn hafa að geyma gífurlegt
magn fjölbreytts safnefnis. Enda
þótt ofantöldum söfnum sé fyrst
og fremst ætlað að þjóna ákveðnum
lesendahópum, hefur almenningur
meiri aðgang að safnkostinum en
hann virðist gera sér grein fyrir,
ýmist með millisafnalánum gegnum
almenningsbókasöfnin eða beint.
Löng og merkileg saga
Almenningsbókasöfn eru þau
söfn sem allur almenningur kannast
best við. Þau eru vel á þriðja hundr-
að talsins og dreifast um allar
byggðir landsins. Fjöldi ?bóka er
afar misjafn, allt frá því að vera
innan við 3.000 í Lestrarfélögum á
landsbyggðinni og upp í 374.000 á
Borgarbókasafni. Saga lestrarfé-
laganna er mjög merk og nátengd
menningarsögu hvers byggðarlags
og sýnir að Islendingar lögðu mikið
á sig til að eiga aðgang að bókum.
í dag er vandi þessara litlu safna
mikill; aðstöðuleysi og íjárskortur
og bækur dýrar.
í bæjum og stærri þéttbýlisstöð-
um hafa risið upp öflug almennings-
bókasöfn með fjölbreytta þjónustu.
I þessum söfnum eru alls konar
bækur; skáldsögur og fræðirit fyrir
alla aldurshópa. Þótt bækur, dag-
Marta H. Richter
„Hafí einhver haldið að
bókasöfn séu deyjandi
stofíianir, þá er það
misskilningur. Utlán
allra almenningsbóka-
safna landsins eru tæp-
lega 2 milljónir, bóka,
blaða og tímarita á ári.“
þátturinn settur inn á dagskrá og
undirbúningur hófst. Þá var hafist
handa við að leita að hentugu hús-
næði fyrir útsendinguna' og varð
Hótel Island fyrir valinu — vegna
góðrar reynslu af beinum útsend-
ingum þaðan. Forráðamenn hótels-
ins ákváðu að lána okkur húsið án
endurgjalds. Síðan var haft sam-
band við fjölda skemmtikrafta sem
allir voru reiðubúnir til þess að
leggja sitt af mörkum í þágu mál-
staðarins.
Sömu sögu var að segja af kvik-
myndafyrirtækjunum Sýn hf., Saga
film, Samveri hf. og Nýja bíó sem
öll gáfu vinnuframlag og aðstöðu
til þess að vinna efni í þáttinn.
Ekki má heldur gleyma Flugleiðum,
Hótel Stefaníu og Bílaleigu Akur-
eyrar sem lögðu sitt af mörkum til
vinnslu efnis utan af landsbyggð-
inni. í útsendingunni sjálfri lánaði
Gula línan allar shnalínur fyrirtæk-
isins auk starfsfólks sem svaraði í
símana.
Fjölmargir aðrir, sem of langt
mál yrði að telja upp, styrktu þetta
framtak með fjármunum eða vinnu-
framlagi.
Sjónvarpsdagskrá sem þessi er
mjög viðamikil og kóstnaðarsöm.
Útsending stóð í rúmlega fjórar
klukkustundir og við þáttinn unnu
u.þ.b. 300 manns. Það má því nærri
geta að mikil og óeigingjörn vinna
var innt af hendi við undirbúning
hans og útsendingu. Að öðrum
ólöstuðum ber hlutur Stöðvar 2 þar
hæst. Án velvilja sjónvai’psstöðvar-
innar og skilnings á þessu málefni
hefði þetta framtak aldrei orðið að
Ragnheiður Davíðsdóttir
„Við sem stöndum að
Ahugahóp um bætta
umferðarmenningu
lítum ekki á alla þessa
ómetanlegu vinsemd og
fyrirgreiðslu sem sjálf-
sagðan hlut. Við erum
ólýsanlega þakklát öllu
þessu góða fólki sem
lagði okkur lið við þetta
£ramtak.“
veruleika. Allir starfsmenn stöðvar-
innar unnu sem einn maður að
þættinum og fóru langt fram úr
eðlilegum vinnutíma við gerð hans.
I því sambandi er vert að minnast
á framlag Maríönnu Friðjónsdóttur,
sem stjórnaði útsendingu dagskrár-
innar af fagmennsku og dugnaði.
Mér er til efs að aðrir hefðu skilað
því hlutverki betur og verður þáttur
hennar i þessu dæmi seint full-
þakkaður. Eg hef einnig rökstuddan
grun um að bæði hún og aðrir
starfsmenn stöðvarinnar hafi ekki
gert kröfu um laun fyrir stóran
hluta þeirra vinnustunda sem að
baki lágu þegar upp var staðið.
Vátryggingarfélag íslands á
einnig heiður skilið fyrir þann stór-
hug að kosta þessa útsendingu og
skal þeim sérstaklega þakkaður
þeirra hlutur sem ber ótvírætt vott
um skilning á málefninu.
Við sem stöndum að Áhugahóp
um bætta umferðarmenningu lítum
ekki á alla þessa ómetanlegu vin-
semd og fyrirgreiðslu sem sjálf-
sagðan hlut. Við erunr ólýsanlega
þakklát öllu þessu góða fólki sem
lagði okkur lið við þetta framtak.
En síðast en ekki síst sendum við
íslensku þjóðinni þakkir okkar. Þar
kom berlega í ljós hvers við erum
megnug þegar við stöndum saman.
Á einni kvöldstund lögðum við 13
milljónir í húsbyggingarsjóð fórnar-
lamba umferðarslysanna og and-
virði svipaðrar upphæðar í formi
vinnuframlags og efnis í húsbygg-
inguna. Við vorum vissulega haldin
nokkrum efasemdum um að þjóðin
opnaði aftur buddur sínar eftir
myndarlegt framlag hennar í lands-
söfnun Sjálfsbjargar skömmu áður.
Áhugahópur um bætta umferð-
armenningu gerði sér vonir um að
e.t.v. söfnuðust 3-4 milljónir en
reyndin varð önnur eins og komið
hefur í ljós. Árangurinn varð því
framar okkar allra björtustu von-
um. Við erum því bæði hrærð, þakk-
lát og um fram allt stolt af ykkur
öllum sem sáuð ykkur fært að
leggja þessu framtaki lið.
Með sameiginlegu átaki hefur
okkur tekist að glæða vonir SEM-
félaga um að eignast eigin íbúð og
geta þannig lifað eins eðlilegu lífi
og tök eru á miðað við fötlun þein-a.
Það er einnig von okkar að með
þessum sjónvarpsþætti hafi okkur
að einhvetju leyti tekist að vekja
fólk til umhugsunar um ábyrgð
þess í umferðinni. Þannig getum
við öll orðið virkir áhugamenn um
bætta umferðarmenningu.
Höfundur er þáttt-akandi 1
Ahugahóp um bætta
umferðarmenningu.
blöð og tímarit séu enn algengasta
efni bókasafna eru þar einnig
snældur með tónlist og töluðu máli,
hljómplötur, geisladiskar, mynd-
bönd, skyggnur og í einu bókasafni
er meira að segja hægt að fá lánað-
ar grafíkmyndir.
Almenning'sbókasöfn lifandi
stofnanir - 2 milljónir
útlána á ári
Hafi einhver haldið að bókasöfn
séu deyjandi stofnanir, þá er það
misskilningur. Útlán allra almenn-
ingsbókasafna landsins eru tæplega
2 milljónir bóka, blaða og tímarita
á ári. Þessi útlán segja þó aðeins
til um hluta af starfseminni. Á söfn-
unum er.u sögustundir fyrir börn
og sérstök þjónusta við aldraða og
fatlaða. Upplýsingaþjónusta og
heimildaöflun er ört vaxandi þáttur
í þjónustu almenningsbókasafna.
Einnig má nefna bókmenntakynn-
ingar, brúðuleikhús og myndlistar-
sýningar og fleira eftir því sem
pláss leyfir.
Bókasöfn eru jafnréttismál. Þau
veita fólki jafnan aðgang að fróð-
leik og afþreyingu, sem allur al-
menningur hefði ekki efni á að veita
sér að öðrum kosti.
Skírteini, sem veita aðgang að
söfnunum eru mjög ódýr eða jafn-
vel ókeypis. Líttu inn!
Höfundur er bókasafnsfneðingur
og starfar sem forstöðumaður
Héraðsbókasafns Kjósarsýslu.
Er heimilið hornreka hiððfélagsins?
STÖFNFUNDUR LANDSSAMTAKA
HEIMAVINNANDI FÓLKS,
haldinn á Holiday-lnn 14. október kl. 13.30.
DAGSKRÁ:
1. Ragnheiður Ólafsdóttir setur fundinn og skipar fundarstjóra:
Þuríði Pálsdóttur og Arndísi Tómasdóttur og ritara: Bergrósu Jóhann-
esdóttur og Helgu Margréti Guðmundsdóttur.
2. Ávörp heiðursgesta:
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra,
Davíð Oddsson, borgarstjóri.
3. Kynning á samtökunum:
Ragnheiður Ólafsdóttir, formaður undirbúningsnefndar.
4. Kynnt drög að lögum samtakanna:
Guðmundur Ágústsson, alþingismaður,
Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri.
5. Fyrirspurnir um lagadrög og vinnuhópur skipaður.
6. Mannvernd:
Ólafur Ólafsson, landlæknir.
7. Staða sjómannskonunnar og bóndakonunnar:
Guðjón A. Kristjánsson, form. Farm. og fiskimannasambandsins.
8. Um stöðu heimilanna í landinu:
Baldur Kristjánsson, sálfr. frá Félagsvísindadeild HÍ.
9. Seinni umræða um lög samtakanna. Lögin borin undir atkvæði.
10. Tillaga að árgjaldi borin upp.
KAFFIHLÉ
11. Kosning formanns, varaformanns og fulltrúaráðs.
12. Málefni ekkna og ekkla:
Þuríður Pálsdóttir.
13. Pallborðsumræður undir stjórn:
Ólínu Þorvarðardóttur og Guðjóns Arngrímssonar.
Þingmenn og ráðherrar sitja fyrir svörum:
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, Framsóknarflokki.
Júlíus Sólnes, Hagstofuráðherra, Borgaraflokki.
Málmfríður Sigurðardóttir, alþingiskona, Kvennalista.
Friðrik Sophusson, alþingismaður, Sjálfstæðisflokki.
Stefán Valgeirsson, alþingismaður, Samt. um jafnr. og félagsh.
Ingi Björn Albertsson, alþingismaður, Frjálsl. hægri.
Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður, Alþýðubandalagi.
Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður, Alþýðuflokki.
14. Úrslit talningar tilkynnt (formaður, varaformaður, fulltrúaráð).
FUNDARSLIT.