Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 4
a 4 M (MuáiSíBÍ ÁT)I D FdsTUDAGlÍR '13. ÓKTÓBER U)H9 Olafur Ragnar Grímsson, gármálaráðherra: „Hlutverk hins almenna vinnu- markaðar að móta launasteínu“ OLAFUR Ragnar Grímsson, qarmalaraðherra segir að launastefna ríkisstjórnarinnar seni slík komi ekki fram í íjárlagafrumvarpinu sem hann lagði fram á Alþingi í fyrradag, heldur sé einungis gengið út fi'á því að aðilar vinnumarkaðarins muni semja um kaup og kjör inn- an þess ramma verðbreytinga sem miðað er við að verði á fjárlagaár- inu, þ.e. 15 til 16%. „Launastefna ríkisstjórnarinnar kemur ekki fram í þessu frumvarpi, því við teljum að það eigi að vera hlutverk hins almenna vinnumarkaðar að móta hana,“ sagði fjármálaráðfierra í samtali við Morgunblaðið i gær. Ummæli Pálma Jónssonar, al- þingismanns og fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í fjárveitinganefnd í blað- inu í gær voru borin undir fjármála- ráðherra, en þar sagði Pálmi m.a.: „Ekki er gert ráð fyrir neinuni launahækkunum og svari nú hver fyrir sig að það sé trúlegt að laun standi óbreytt í 16% verðbólgu." „Það er ekki rétt að ekki sé gert ráð fyrir neinum launahækkunum. Munurinn á Þjóðhagsáætlun núna og þessu fjárlagafrumvarpi er að áður hefur verið kortlagt nákvæm- lega að laun hækki þetta mikið og gengi breytist þetta mikið, en það er ekki gert núna. í staðinn er sett fram spá um verðlagsþróun," sagði Ólafur Ragnar, „og hún er 16% á milli ára. Sú verðlagsþróun getur síðan orðið af ýmsum ástæðum: vegna breytinga á gengi, vegna breytinga á launum, eða af öðrum ástæðum. RíkiSstjÓrnin telur það ekki vera sitt hlutverk að segja til um það fyrirfram hvað af því eigi að vera vegna gengisbreytinga og hvað vegna launabreytinga. Því þetta frumvarp er burðarásinn í þeirri efnahagsstefnu að ljúka milli- færslutímabilinu á þessu ári og loka millifærslusjóðunum sem voru stofnaðir hér sem bráðabirgðaað- gerð til að bjarga atvinnulífinu. Síðan verður haldið inn í tímabil þar sem nýr grundvöllur markast af því að ríkið mótar hinn almenna ramma, og síðan verða aðilarnir á vinnu- markaðnum að laga sig að honum með sínum fijálsu ákvörðunum." Fjármálaráðherra sagði að um- mæli Pálma Jónssonar væru á mis- skilningi byggð. „Hann hefur ein- faldlega ekki lesið frumvarpið nægj- anlega vel, sem skiljanlegt er, því hann hafði til þess skamman tíma í gær,“ sagði ijármálaráðherra. Fjármálaráðherra sagðist telja að 16% verðlagsbreyting milli ára væri nokkuð raunhæf áætlun, því þetta þýddi að verðbólgan myndi fara hægt og bítandi niður á við, en ekki væru ráðgerð nein stór stökk í þeim efnum. Ólafur Ragnar sagði einnig að þótt ríkisvaldið hefði verið á undan almenna launamarkaðnum í kjara- samningum á þessu ári, þá liti ríkis- stjórnin þannig á að þar hefði verið um undantekningartilvik að ræða. Nú ætti afkoma atvinnuveganna og afkoma launafólks að ráðast í fijáls- um samningum samtaka launafólks og samtaka atvinnulífsins, án þess að lúta ríkisforsjá. VEÐURHORFUR í DAG, 13. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Um 400 km austur af Langanesi er 985 mb lægð á leið austul og 988 mb lægð við suðvesturströnd íslands hreyfist einnig austur. Veður fer kólnandi. SPÁ: Norðaustangola eða kaldi og skýjað norðanlands, en léttskýj- að syðra. Dálítil rigning norðanlands og austan. Hiti 1-7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg norðaustlæg átt og fremur kalt. Él norðaustanlands en annars þurrt. HORFUR Á SUNIMUDAG: Hæg breytileg átt og víðast léttskýjað. Fremur kalt í veðri og víða næturfrost inn til landsins. _______________________i_______________________ 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —j~ Skafrenningur [~<^ Þrumuveður TAKN: O ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 6 skýjað Reykjavík 5 rigning Björgvin 7 súld Helsinki 4 rigning Kaupmannah. 11 skýjað Narssarssuaq *1 léttskýjað Nuuk 0 snjókoma Ósló 4 rigning Stokkhólmur 7 hálfskýjað Þórshöfn 8 skúrir Algarve 23 skýjað Amsterdam 16 skýjað Barcelona 15 þokumóða Berlin 9 rigning Chicago 13 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 14 skýjað Glasgow 13 súld Hamborg 13 rigning Las Palmas vantar London 18 skýjað Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 13 skýjað Madríd 17 skýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 22 hálfskýjað Montreal 8 skýjað New York 12 mistur Orlando 23 skýjað Paris 17 hálfskýjað Róm 20 skýjað Vin 13 skýjað Washington 11 heiðskírt Winnipeg 53 skýjað Frumvarp til fjárlaga 1990 Hagnaður ATVR rúmir 6 milljarðar GERT er ráð fyrir að ÁTVR skili 6,15 milljörðum af hagnaði sinum í ríkissjóð árið 1990. í ár verða skil á hagnaði ÁTVR um 5/2 milljarður. I fjárlagaft-umvarpi ríkisstjórn- arinnar kemur fram, að áætlanir um bjórsölu hafa nokkuð gengið eftir, en innlenda framleiðslan náð stærri markaðshlutdeild en búist var við. Hins vegar hefur gætt meiri samdráttar í annarri áfengis- sölu en reiknað var með og þá ekki síður í tóbakssölu. Búist er við svipaðri þróun á næsta ári, þ.e. að sala þessara vara dragist saman um 3-4% frá þessu ári. Miðað við það er gert ráð fyrir að 6,15 mill- arðar renni í ríkissjóð frá ÁTVR á næsta ári. Milljón í náttúru- fræðihús ÁÆTLAÐ er að verja einni millj- ón króna á næsta ári til hönnun- ar náttúrufræðilmss fyrir Nátt- úrufræðistofnun Islands. Heildarfjái'veiting til Náttúru- fræðistofnunar á næsta ári er áætl- uð tæpar 28,5 milljónir króna og er það 16% hækkun frá 1989. Til kaupa á hirslum undir vísindalega starfsemi eru veittar 2,5 milljónir. Þá kemur fram, að að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli ríkis- ins, Háskóla íslands og Reykjavík- urborgar um náttúrufræðihús. Til hönnunar þess er veitt cinni millj- ón, enda takist um verkið sam- komulag milli þessara aðila. Framlag til ríkisstjórnar hækkar um 43% FRAMLAG til ríkisstjórnarinnar á að hækka á næsta ári um 43%, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, fer úr tæpum 40 milljónum í tæpar 57 milljónir. Reiknað er nú með launum ellefu ráðherra og ellefu aðstoðarmanna, samanborið við níu ráðherra og jafn marga aðstoðarmenn í fjárlög- um 1989. Launagjöld ríkisstjórnar- innar nema alls rúmum 49 milljón- um króna. Útsendingar úr risi Alþingis SAUTJÁN milljóna framlagi til Alþingis, scm er í fjárlaga- frumvarpi undir liðnum „ýmis stofnkostnaður“, er meðal ann- ars áætlað að verja til sjón- varps- og hljóðvarpsaðstöðu í risi Alþingishússins. Til viðhalds fasteigna Alþingis er áætlað að verja 9,1 milljón króna, en það er hækkun um 87% frá fjárlögum 1989. Þá er áætlað að veija 17 milljónum til ýmissa verkefna, meðal annarrs áfram- haldandi framkvæmda við öryggis- og eftirlitskerfi Alþingis og við sjónvarps- og hljóðvarpsaðstöðu í risi Alþingishússins. Bifreiðagjald á að hækka BIFREIÐAGJALD á að hækka um 2-3 krónur á kíló á næsta ári, en í fjárlagafrumvarpinu kemur fram, að þegar allt sé meðtalið eigi skattar af rekstri bifreiða að lækka að raungildi árið 1990. Áætlað er að heildartekjur ríkis- sjóðs af bifreiðasköttum, þ.e. þungasköttum og bifreiðagjaldi, verði samtals um 2,1 milljarður á næsta ári. Talið er að hækkun bif- reiðagjalds þýði um 300 milljón króna viðbótartekjur, þannig að heildartekjur af gjaldinu verði 900 milljónir á næsta ári. Hins vegar mun þungaskattur og bensíngjald ekki hækka í samræmi við heimild- ir á næsta ári. Tekjur af þunga- skatti eru áætlaðar 1200 milljónir á næsta ári, eða tæpum 100 millj- ónum meiri en á þessu ári. Þá seg- ir í íjárlagafrumvarpinu, að þegar allt sé meðtalið munu skattar af rekstri bifreiða á næsta ári lækka að raungildi frá því sem nú er. Hafrannsóknarstofti- un: Hækkun fram- laga vegna tekjumissis FRAMLAG til Hafrannsóknar- stofnunar hækkar á næsta ári um rúmar 115 milljónir, eða 34%, miðað við fjárlagafrum- varpið. Ástæða hækkunarinnar er sú, að stofnunin hefur ekki lengur tekj- ur af hvalarannsóknum og ekki er gert t'áð fyrir leigutekjum af r/s Hafþóri. Framlag til stofnunarinn- ar samkvæmt fjárlögum 1989 var tæplega 340,5 milljónir, en hækkar nú í tæpar 456 milljónir. Framlag til sendiráðisins í Brussel hækkar um 96% FRAMLAG til sendiráðsins í Brussel og hjá Evrópubandalag- inu hækkar um 96% milli ára, iniðað við fjárlagafrumvarp næsta árs. Framlagið verður nú tæpar 26 milljónir króna, sem er hækkun um tæpar 13 milljón- ir frá fjárlögum 1989. Launakostnaður sendiráðs ís- lands í Brussel hækkar á næsta ári um rúmar 5,2 milljónir króna og framlag vegna annarra gjalda um 2,8 milljónir. Um er að ræða kostnað vegna stofnunar sérstaks sendiherraembættis hjá Evippu- bandalaginu, auk þess sem einum starfsmanni er bætt við í sendiráð- inu. Rekstrarframlög til sendiráða Islands eru áætluð rúrnar 331 millj- ón króna, sem er hækkun um tæp- ar 94 milljónir, eða 40%. Launa- kostnaður vegna staðráðinna starfsmanna og fastanefnda hækk- ar umfram verðlagsforsendur. Skýrngin á því er sú, að verið er að leiðrétta misræmi sem orðið hefur í launakjörum þeirra miðað við launakjör starfsmanna í sam- bærilegum störfum í viðkomandi landi. Þá hækka önnur rekstrargjöld nokkuð hjá sendiráðunum, sem stafar einkum af auknum síma- og póstburðargjöldum, sem m.a. er afleiðing af kröfum um meira og skjótara upplýsingastreymi, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarp- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.