Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1989
17
Ingrar J. Karlsson læknir afhenti peningagjöfina fyrir hönd Newman-sjóðsins. Við henni tóku
Ragnheiður Viggósdóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins, og Víkingur H. Arnósson prófessor.
Gjöf í byggingarsj óð
nýja barnaspítalans
SJÓÐUR kvikmyndaleikarans
Pauls Newmans (Newman’s
Own Foundation) til styrktar
líknarmálelhum hefur nýlega
gefið 10 þúsund dollara í bygg-
ingarsjóð barnaspítala Hrings-
ins sem stofnaður var fyrir
einu og hálfú ári (Byggingar-
sjóður nýja barnaspítalans).
Ingvar J. Karlsson læknir af-
henti peningagjöfina fyrir hönd
Newman-sjóðsins. Við henni tóku
Ragnheiður Viggósdóttir, for-
maður Kvenfélagsins Hringsins,
og Víkingur H. Arnórsson yfir-
læknir sem eru gjaldkeri og for-
maður stjórnar byggingarsjóðs-
ins.
Haustfagnaður Íslensk-ameríska félagsins:
James Thompson ræðumaður
HINN árlegi haustfagnaður Íslensk-ameríska félagsins verður haldinn
á Hótel Loftleiðum nk. laugardag, þann 14. október. Að þessu sinni
kemur ræðumaður kvöldsins frá Kentucky, en það er James Thomp-
son, forstjóri Glenmore Distilleries Company i Louisville, fyririækisins
sem selur Eldurís-vodka erlendis.
Íslensk-ameríska félagið hefur um
áratuga skeið haldið sérstakan
haustfagnað fyrir félaga sína og
gesti þeirra. Lögð er áhersla á mat-
föng og skemmtun á amerískan hátt.
í þetta sinn verður haldið sérstaklega
upp á tímamót í starfi félagsins, en
í ár eru liðin 40 ár frá því að Islensk-
ameríska félagið hóf milligöngu um
útvegun styrkja fyrir íslenska náms-
menn í Bandaríkjunum.
Meðal skólastyrkja þeirra, sem
félagið hefur milligöngu um, enj
styrkir Thor Thors-sjóðsins, Charles
Willey-sjóðsins, listiðnaðarstyrkir
sjóðs Pamelu Sanders Brement,
kennarastyrkir og rithöfundastyrkir.
Islensk-ameríska félagið hefur í sam-
vinnu við American Scandinavian
Foundation í New York liðsinnt
hundruðum íslenskra námsmanna og
fræðimanna á þessum 40 árum.
Á undan haustfagnaðinum, sem
hefst kl. 20.00 á Hótel Loftleiðum,
býður Menningarstofnun Banda-
ríkjanna haustfagnaðargestum til
■hanastéls í Ameríska bókasafninu
við Neshaga. (Fréttatilkynning)
James Thompson, forstjóri Glen-
more Distilleries Company í Lou-
isville.
Óvíst hvenær leigiiflug Brit-
ish Midland hingað hefst
EKKI liefur verið ákveðið hvenær breska flugfélagið British Midland
hefúr fiug hingað til lands, en félagið hefúr heimild til lciguflugs liing-
að einu sinni í viku í vetur, í fyrsta sinn á fimmtudag í næstu viku. Það
er ný ferðaskrifstofa, Skotferðir, eða Skot Travel, setn ætlar að standa
að ferðunum.
Flugfélagið fékk heimild til viku-
legs leiguflugs milli Keflavíkur og
Edinborgar í Skotiandi, en sam-
gönguráðherra hafnaði á þriðjudag
umsókn þess um flug tvisvar í viku.
Sú ákvörðun var studd með tilvísun
í 3. grein reglúgerðar frá 1987 um
leiguflug, þar sem segir m.a. að sam-
gönguráðuneytið geti takmarkað eða
bannað alveg leiguflug, Binstakar
ferðir eða um tiltekinn tíma á til-
teknum flugleiðum, þar sem reglu-
bundið flug er fýrir á meðan það er
stundað, enda fullnbegi framboð á
áætlunarleiðum eftirspurn. Við mat
á því, hvort áætlunarflug þjónar til-
teknum stað augljóslega, tekur
reglugerðin mið af fjarlægð milli
áætlunarflugvallar og hins tiltekna
staðar og samgöngum milli þeirra. í
Morgunblaðinu í gær var haft eftir
Ólafi Steinari Valdimarssyni, ráðu-
neytisstjóra í samgönguráðuneytinu,
að með tveimur ferðujrn British Mid-
land í viku yrði gengið ol' nærri sam-
keppnisaðstöðu Flugleiða á Skot-
landsferðum. Flugleiðir fljúga til
Glasgow tvisvar í viku, en þaðan er
um l'/j klukkustundar akstur til Edin-
borgar.
Chris Boylan, talsmaður British
Midland, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að flugfélagið hefði í
fyrra sótt um að fá að fljúga til Glas-
gow, en þeiri beiðni hefði verið hafn-
að þar sem Flugleiðir voru með áætl-
unarflug þangað. Nú hefði verið sótt
um Edinborg og það leyfi fengist.
íslenska ferðaskrifstofan Skotferðir,
sem ætlaði að selja í þessar ferðir,
hefði hins vegar óskað eftir því síðar
að flugfélagið sækti um leyfi til flugs
tvisvar í viku, en því verið hafnað.
„Það hefur ekki verið gengið frá
formlegum samningum milli British
Midland og Skotferða og því get ég
ekki sagt til um hvenær þessar ferð-
ir hefjast,“ sagði Boylan. „Sem
starfsmaður flugfélags skil ég vel
þau rök, sem að baki ákvörðun
íslenskra yfirvalda liggja og sé ekki
ástæðu til að mótmæla þeim. Við
höfum skýrt Skotferðuin frá því að
beiðninni var hafnað, svo nú er það
þeirra að taka ákvörðun um fram-
haldið."
Ekki tókst að ná' tali af forsvars-
manni Skotferða í gær, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er það Gunnar Guðmundsson, lög-
fræðingur.
British Midland er eina erlenda
flugfélagið, sem heimild hefur til
leiguflugs hingað til lands, í sumar
hafði danska flugfélagið Sterling
leyfi til að millilenda á leiðinni milli
Danmerkur og Kanada og setja af
farþega. SAS stundar áætlunarflug
hingað til lands og slíkt hið sama
hefur þýska flugfélagið Lufthansa
gert. á sumrin.
Hafskipsmál:
Geri nauðsynlega
grein fyrir málinu
- segir verjandi Ragnars Kjartanssonar
„ÆTLI ég lesi skýrsluna ekki
upp með viðeigandi viðbótum og
úrfellingum í frávísunarmálinu,
ég mun gera eins nákvæma grein
fyrir inálinu og nauðsynlegt er,“
sagði Jón Magnússon verjandi
Ragnars Kjartanssonar, fyrrum
stjórnarformanns Hafskips, um
neitun Hæstaréttar við því að
upplýsingaskýrsla umbjóðanda
lians verði lögð fram sem dóm-
skjal í máli ákæruvaldsins gegn
Ragnari og sextán öðrum fyrr-
verandi forsvarsmönnum Haf-
skips og Utvegsbankans.
„í skýrslunni er mjög mikið af
mjög mikilvægum ati'iðum sem
þurfa að koma inn í málið en líká
hlutir sem ekki þarf að ræða í
tengslum við frávísunarmálið,"
sagði hann. Jón Magnússon sagði
að hingað til hefði verið munnlegur
málflutningur um þær frávísun-
arkröfur sem gerðar hefðu verið í
máli þessu og hann kvaðst reikna
með að svo yrði einnig um um þá
kröfu hans og fjögurra annarra
veijenda um að ákæru sérstaks
saksóknara verði vísað frá vegna
ágalla á rannsókn. Sú krafa verður
lögð fram í málinu á morgun föstu-
dag.
Skýrslan
gefin út
Ragnar Kjartansson hefur gefið
út upplýsingaskýrslu sína í tak-
mörkuðu upplagi.
Ragnar sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að útgáfan væri við-
brögð hans við neitun Hæstaréttar.
Heimilt er að vitna í útgefin rit
fyrir dómstólum og sagði Ragnar
að upplag útgáfunnar miðaðist
fyrst og fremst við það að hún teld-
ist lögleg svo til skýrslunnar mætti
vitna.
Nokkur eintök verða til sölu í
bókaverzlun Pennans.
Með viðskiptafargjaldi Arnar-
flugs geturðu sneitt hjá öllu
aukavafstri og fyrirhöfn. Þú færð akstur frá
heimili þínu að flugstöð Leifs Eiríkssonar, þú
ferðast á Gullrými og nýtur margs konar þseg-
inda og þarft ekki að hafa áhyggjur af lágmarks-
dvalartíma. Hámarksdvalartími þegar ferðast er
á viðskiptafargjaldi Arnarflugs er aftur á móti 5
dagar. • Hafið samband við ferðaskrifstofurnar
og söluskrifstofur Arnarflugs.
(
Verð kr. 35.690,-
REYKJAVIK - AMSTERDAM
ÁN FYRIRVARA
Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sími 84477 • Austurstræti 22, sími 623060
og Keflavík, sími 92-50300