Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 14
'MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTOBER 1989 14 * Asgeir Gunnars son - Minning Fæddur 12. nóvember 1941 Dáinn 6. október 1989 Sumarið er liðið, sólarlítið og fremur drungaiegt, að þessu sinni. Skil sumars og hausts eru ákveð- in en ekki ávallt auðsæ. Þó er það eitt einkenna haustsins sem engum dylst, þegar lauf fellur af tijám og gróskumikill gróður lætur undan síga fyrir nöpram haustnæðingi. Á þeirri aðfarartíð vetrarins bár- ust þau sorglegu tíðindi að Ásgeir Gunnarsson tæknifræðingur væri látinn. Harmi lostnir og höggdofa urðu allir þeir er þennan mæta mann þekktu. Þetta ljúfmenni sem allra hlut vildi bestan gera og ávallt var reiðubúinn til hjálpar og aðstoðar ef einhver þurfti með. Ásgeir var mikill félagsmálamað- ur og lagði ýmsum félögum og stofnunum dijúgt lið. Má þar meðal margs annars nefna störf hans í þágu þroskaheftra, umhyggju hans fyrir blindum og störf hans að góð- gerðarmálum margvíslegum. Víða mun skarð fyrir skildi nú að honum látnum. Ég varð þeirrar hamingju aðnjót- andi að kynnast Ásgeiri sem ungum dreng og að fylgjast með þroska hans til fullorðinsára. Var sá ferill gjarnan glæsilegur og benti til bjartrar framtíðar. — En haustið kom. Ásgeir var sonur hjónanna Gunn- ars Asgeirssonar og Valgerðar Stefánsdóttur. Næst elstur barna þeirra mætu hjóna. Þegar á unga aldri hóf hann störf við fyrirtæki föður síns og veitti síðar hluta þeirrar starfsemi forystu. Víst er að þeir sem þar unnu undir hans stjórn gátu vart valið sér betri húsbónda. Þeim var hann öllum hollvinur og þeim þótti vænt um hann.^ Ungur gekk Ásgeir að eiga eftir- lifandi konu sína, Guðlaugu Kon- ráðsdóttur, hina ágætustu konu. Með þeim var jafnræði. Að Guðlaugu og einkadóttur þeirra, Guðrúnu Valgerði, er nú mikill harmur kveðinn. Ásgeiri var margt til lista lagt svo sem lög hans og margt í bundnu máli sýnir og hönnun hans á mörgum fögrum gripum, nú síð- ast hinum svonefnda þríkrossi, sanna. Á skammri ævigöngu bar Ásgeir með sér yl og birtu hvar sem hann fór. Minningin um hann er kær og ljós þau er hann tendraði lýsa, nú á haustdögum og ævinlega, þeim sem mestum harmi eru lostnir. Föðursystkini hans, frændfólk og vinir kveðja góðan dreng, fágætan förunaut. Þau biðja hann er himin- inn skóp að leggja syrgjendum líkn með þraut. Frá öllum heimsins hönnum, svo hægt í friðarömium þú hvílir hels við lín. Nú ertu af þeim borinn hin allra síðustu sporin sem með þér unnu og minnast þín. (E. Ben.) B.S. Hér fara á eftir nokkur fátækleg kveðjuorð vegna sviplegs fráfalls ljúfs og listræns hugsjónamanns. Ásgeir Gunnarsson andaðist á heimili sínu föstudaginn 6. þ.m., aðeins 48 ára að aldri. í upphafi þessa árs hringdi Ás- geir til mín á skrifstofu Blindrafé- lagsins og orðaði við mig hugmynd sem mætti verða til framdráttar Blindrafélaginu og málefnum blindra og sjóriskertra hérlendis og erlendis. Nokkru síðar heimsótti hann mig að Hamrahlíð 17 og sýndi mér frumsmíði grips sem síð- ar hefur fengið nafnið Gullni þrí- krossinn. Ég og þeir sem til voru kvaddir hrifumst þegar í stað af látlausri fegurð krossins og þeirri hugmynd sem að baki lá. Hið höfðinglega boð Ásgeirs var þegið og horium heitið fullum stuðningi og samvinnu af hálfu Blindrafélagsins. Þau stuttu en nánu kynni sem ég hafði af Ásgeiri næstu mánuðina voru ævintýri Iíkust, og eitt eftir- minnilegasta tímabil ævi minnar. Ég kynntist manni með mikla og sterka trúarþörf, leitandi sál sem öllum vildi vel. Á einni vorblíðri viku veittu þau þijú, Vigdís forseti ís- lands, herra Pétur þáverandi biskup og Jóhannes Páll páfi, krossi Ás- geirs viðtöku og lögðu blessun sína yfir þá hugmynd hans að sala kross- ins tengdist fjáröflun til blindra og sjónskertra hérlendis og erlendis. Á þessum björtu vordögum kynntist ég ljóðasmiðnum Ásgeiri með sínar sterku hugsjónir og viðkvæmu lund. Eftir sumar kemur haust og mennirnir eru misjafnlega undir það búnir að standa af sér hausthretin, einkum og sér í lagi þeir sem hugsa meira um hag annarra en sinn eiginn. En eftir vetur kemur ætíð vor. Ásgeir er að vísu horfinn frá okkur um sinn, en hugsjón hans mun lifa og minningin um góðan dreng mun veita þann styrk sem til þarf að hrinda henni í framkvæmd. Ég tel við hæfi að geta þess hér að á undanförnum áratugum hefur Ásgeir, og þau fyrirtæki sem hann var tengdur, veitt Blindrafélaginu ómældan fjárhagslegan stuðning. Ég er försjóninni þakklátur fyrir kynni mín af Ásgeiri og bið Guð að blessa minningu hans og veita eiginkonu hans, dóttur og fjölskyldu allri, sinn styrk og blessun á erfiðr/ stund. Halldóg Sveinn Rafnar Þú hvaifst ei frá marki, er hafðir þér sett, ef hjartað þér sagði að gott væri og rétt. I íslenzkri fortið það æðstur var hróður, sem ómar þér látnum: hann drengur var góður. (R. Beck) Kynni mín af Ásgeiri Gunnars- syni voru þannig að ég tel mér skylt að minnast hans við þessi tímamót, votta honum virðingu mína og þökk. Forfeður okkar til forna töldu það eina hina mestu hamingju manns- ins, að ávinna sér, lífs og liðinn, gott mannorð og minningar. Þeir töluðu um „einn er aldrei deyr: dóm- ur um dauðan hvern“. Slíkur ódauð- leiki er íslendingum enn að skapi, eigi síður fyrir það, þótt þeir sem kristnir menn trúi á líf sálarinnar eftir dauðann. Að Ásgeiri stóðu traustir stofnar norðlenzkir og vest- firzkir og hefir hann vafalaust hlot- ið að erfðum frá ættmennum sínum ýmis skapeinkenni og það viðhorf við lífinu, sem svipmerkti hann um annað fram. Ásgeir var einn af góðgerðasömustu og glaðværustu mönnum. Enginn kom á skrifstofu Ásgeirs hryggur eða glaður, svo ekki færi hann þaðan glaðari og hressari í bragði. Ásgeir hafði alltaf einhver ráð ineð að leysa úr vand- ræðum manna. Enginn sem kynnst hefur Ásgeiri, mun bera honum annað, en að hann hafi ávallt reynst raungóður og ósérhlífinn og kosið heldur að reisa á fætur en fella þann sem umkomulítill var. Mannlífið í Reykjavík hefir orðið sviphýrara og ánægjulegra fyrir það, að Ásgeir átti hér aðsetur. Ásgeir var vel metinn í starfi sínu og hinn liðtækasti. Ásgeir var við- kvæmur maður og bar harm sinn í hljóði, hinar þungu búsifjar ævinn- ar. Honum blæddi inni. Fyrir stuttu sýndi hann mér nýtt áhugamál, ljóðagerðina sína, ýmis þýð kvæði og falleg. Má á kvæðum þessum sjá aðaleinkenni Ásgeirs, hljóm- fegurð og þýðleik, málmýkt og lip- urð. Kvæði hans eru áferðarfögur, auðsætt, að honum var létt um að yrkja. Ásgeir bar í bijósti bjarg- fasta Guðs og eilífðartrú, spíritism- inn, hin háleita lífsskoðun, mun létta honum gönguna á Paradísar- sviðinu. Þökk fyrir sól og sumartrúna björtu: sjónum þú 'lyftir yfir gröf og hel. Söngvanna fræ, er sáðir þú í hjörtu samferðamanna, geyma nafn þitt vel. (E.P. Jónsson) Ég votta eiginkonu hans, Guð- laugu Konráðsdóttur, dóttur hans, Guðrúnu Valgerði, foreldrum, tengdaforeldrum, systkinum, mína dýpstu samúð. Full þörf er fyrir bróðurhendur, til þess að létta byrð- ina eftir föngum. En bezt mun nú duga sú föðurhönd, sem gert hefir dauðann að engu. Helgi Vigfússon Laugardaginn 7. október sl. sat undirritaður ásamt fjölskyldu sinni við kvöldverðarborðið til að halda upp á afmæli sitt þegar í miðju borðhaldi síminn hringdi og mér tilkynnt að vinur minn Ásgeit' Gunnarssonar væri allur. Á svip- stundu skipti gleðin sæti við systur sfna. Minningarnar hrönnuðust upp. Ásgeir var óvenjulega fjölhæfur og vel gerður maður, sem kom vinum sínum sífellt á óvart með nýjum og ólíklegustu hæfileikum. Við fráfall vinar okkar samdi Ásgeir einstak- lega fallegt lag við ljóð eftir Davíð Stefánsson og ég man að ég sagði við hann að mér fyndist gæði lags- ins til jafns við þetta fallega ljóð. En ljóð Ásgeirs voru ekki síðri. Minning: Eggert Gíslason framkvæmdastjóri Fæddur 14.janúar 1904 Dáinn 4. október 1989 Eggert Gunnlaugur Gíslason, tengdafaðir minn, fæddíst 14. jan- úar 1904 að Sölvabakka í Engihlíð- arhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Gísli Guð- mundsson, bóndi á Sölvabakka, og Anna Bessadóttir Þorleifssonar en móðir Önnur var Guðrún Einars- dóttir skálds í Bólu Andréssonar. Áður en þau fluttust að Sölva- bakka byggðu Guðrún og Bessi eitt fyrsta tómthúsið á Siglufirði 1866 og ráku þar veitingasölu en Bessi stundaði einnig hákarlaveiðar. Guð- rún var vinsæil gestgjafi,: gáfukona fræg að orðfimi, og Anna dóttir hennar hefur væntanlega sótt til móður sinnar, því að Sölvabakki var víðkunnur fyrir fjör og gestrisni, að sögn Eggerts og systra hans. Þar var nóg að borða og stundum var dansað og sungið og spilað á fiðlu. Þeim Önnu og Gísla varð sex barna auðið en elsta barnið dó í æsku. Næstelsta barnið var Bessi Bakkmann, Iengi skipstjóri og seinna framkvæmdastjóri í Háfn- arfirði, en þar dó hann í fyrra. Þriðja var Eggert; og svo- komu þijár stúlkur, Rakel Sigríður, Val- gerður Jónína, sem andaðist fyrir allmörgum árum, og Guðríður. Systkinin ólust upp hjá foreldrum sínum á Sölvabakka en fluttust svo suður til að vinna og stofna heim- ili. Guðríður á enn heima í Reykja- vík og Rakel Sigríður býr á Seltjarn- arnesi. Eggert stundaði sjó strax frá unglingsárum en sem strákur var hann líka þekktur fyrir íþróttir á landi. Hann var sprettharður og þolinn hlaupari og hljóp með boð milli bæja í sveitinni. Drengurinn var einnig góð skytta og veiddi fugl og sel á matborð heimilisins. En allt frá æskuárum hafði Eggert áhuga á dýralífi, sérstaklega fugla- lífi, var viðkvæmur fyrir náttúr- unnar ríki, og leið vel utan dyra. Hann naut þeirrar Iistar og frelsis sem birtast í flugi fugla og þótti sérstaklega vænt um kríuna; í vor og sumar, þegar hann Var orðinn veikur, glaðnaði yfir honum þegar hann sá kríur út um gluggann. Eggert réðst ungur í róðra og stundaði sjó á mótorbátum, línu- veiðui-um og togurum. Sumarið 1927 var hann, ásamt bróður sín- um, á enskum togara, Imperialist, á lúðuveiðum við Grænland. Hann gekk í Stýrimannaskólann í Reykja- vík 1929' og lauk þaðan stýri- mannaprófi árið 1930. Sama árið kvæntist hann frænku sinni og sveitunga, Þrúði Gunnarsdóttur, en hún fæddist að Yzta-Gili, Langad- al. Guðríður móðir Þrúðar var dótt- ir Einars í Bólu og hálfsystir Guð- rúnar ömmu Eggerts.' Þrúður hafði numið hárgreiðslu í Ameríku og vann sem hárgreiðslukona í Reykja- vík. Um hríð starfrækti. hún nokkr- ar stofur. Að loknu prófi var Eg- gert stýrimaður á líriuveiðaranum Sæbjörgu frá Hafnarfirði og stýri- rnaður á Fáfni frá Reykjavík en hvarf svo frá sjómennsku. Árið 1933 stofriáði Eggert ásamt öðrum verslunina Málningu & járn- vörur á Laugavegi 23 og var fram- kvæmdastjóri hennar með tnági sín- um, Gunnbirni Björnssyni, þar til verslunin var seld árið 1978. Síðar, eða 1942, var hann einn af stofn- endum umboðs- og heildverslunar- innar íslenzka verzlunarfélagið hf. og var framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins frá upphafi þar til hann seldi Hann átti auðvelt með að yrkja og notaði þá fjölbreytilegustu bragar- hætti. Ásgeir var einnig góður söngmaður. Handverk hans voru líka með einstaklega fáguðu sniði svo af bar. Það var vandað til orðs og verks. En það voru manngæsku- og mannræktarkostir hans sem fyrst og fremst lyftu honum langt upp úr mannhafinu. Öll hans verk voru einnig til styrktar ýmsum mannúðarmálefnum og hafa þar margir notið góðs af, fæst af því hefur verið borið til torgs. Til að nefna aðeins eitt dæmi þá ákvað hann að blindir skyldu njóta góðs af hans snilldarlega hugverki og hönnun, þríkrossinum, sem lengi á eftir að halda uppi nafni hans. Hvernig hugmyndin varð til og hvernig staðið var að því máli til kynningar var verk sem aðeins menn eins og Ásgeir Gunnarsson geta skilað frá mér. Þar sameinað- ist reynsla og þekking í óvenju- snjöllum hæfileikum. En fyrst og fremst . mun ég minnst hans sem JC-manns. Þar skárust leiðir okkar fyrst saman og í heilt starfsár hittumst við næstuni því á hveijum degi. Þá var mótuð sú JC-stefna, sem lengi vel reyndist farsæl og enn betur ef lengur hefði verið fylgt. Su vinna, framsýni og einstök vandvirkni, sem vinur minn Ásgeir Gunnarsson, lagði JC-hreyf- ingunni til þá varð JC-félögum ómetanleg um aldur og ævi. Saman unnum/við að svokallaðri Grænu bók, en það var kynningarbók um JC-hreyfinguna og fékk sú bók fyrstu alþjóðaviðurkenningu, sem JC-hreyfingin hafði þá fengið. Var sú bók þá talin vera besta kynning- arbók um JC-hreyfingunaj sem til var í heiminum. Þáttur Ásgeirs í þeirri bók var mikill og ytri hönnun þótti vel unnin, ekki síður en inni- haldið og var hönnunin alfarið verk Ásgeirs. Marga innlenda og erlenda vini eignuðumst við í þessu starfi og sendir einn þeirra, Mike Ashton og frú hans, bestu og innilegustu sam- úðarkveðjur til fjölskyldu hans og JC-hreyfingarinnar. Ásgeir Gunn- arsson hafði hlotið alla þá viður- kenningu, sem JC-hreyfingin veitir einum einstaklingi og verða störf hans seint fullþökkuð og nú aðeins í minningunni. Hann átti sér djúpa og einlæga trú. Margar einverustundit' sat hann á helgum stað og í líkamskyrrð hugleiðslunnar sveif andi hans til annarra heima, þar var hann einn á ferð og enginn til frásagnar. Elsku Gulla, Gunna Vala, foreldr- ar, systkini og aðrir vandamenn. Við Rósa sendum innilegar kveðjur. Minningin um frábæran, ljúfan og vel gerðan dreng mun að lokum sorgina sigra. Reynir Þorgrímsson það árið 1983. Einkasonur Eggerts og Þrúðar er Þráinn sem er prófessor í hag- fræði við Háskóla íslands. Fjöl- skyldan bjó fyrst á Hverfisgötu 39, þar sem Þráinn fæddist 1941, en fluttist síðar að Rauðalæk 26. í Reykjavík hélt Eggert áfram að stunda íþróttir, einkum hand- knattleik og sund. Hann var félagi í IOOF. Eggert ferðaðist mikið og hlakkaði alltaf til ferðanna. Árið 1947 fóru þau hjónin í ævintýra- lega Ameríkuför f tvo mánuði um Kanada og Bandaríkin. Síðar ferð- aðist Eggert með Þrúði og Þráni m.a. víða um Evrópu og Miðaustur- lönd. Síðasta utanlandsferðin lá til Majorku í desember 1988, en þá var hann 84 ára gamall. Þrúður átti við vanheilsu að stríða um árabil og dó 1977. Á efri árum bjó Eggert einn á Rauðalæk þar til hann veiktist um síðustu áramót úti á Majorku. Hann átti ekki afturkvæmt á heimili sitt. Eggert var einstaklega snotur maður, listfengur og mildur. Hann hafði gaman af því að lesa, var mjög þægilegur við börn, og skildi vel annað fólk en var sjálfur held- ur hulinn öðrum og feiminn. Hann var ráðhollur og gætinn og kenndi þeim sem þekktu hann vel mikið um það sem skiptir máli í lífinu. Anne Cotterill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.