Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 13. OKTOBER 1989 15 Er mér barst sú sorgarfregn, að félagi minn Ásgeir Gunnarsson væri látinn, hafði ég nýlokið við að setja í umslög fyrsta fréttabréf Hins Islenska Senats. Fréttabréf til þeirra sem stjórn JC International hefur heiðrað fyrir mikið og óeigin- gjajnt starf í þágu hreyfingarinnar á Islandi. Umslagið sem átti að fara til Ásgeirs lá efst. Það var með miklum trega, sem ég tók umslagið og lagði til hliðar. I langa stund virti ég utanáskriftina fyrir mér og neitaði að trúa því að þetta nafn hyrfi nú af póstskrá Senatsins. Hugurinn hvarflaði aftur til ársins 1973 er ég kynntist Ás- geiri, en ég var þá forseti nýstofn- aðs JC-félags í Hafnarfirði. Ásgeir hafði starfað um allnokk- urt skeið í JC þegar félagið í Hafn- arfirði var stofnað. Það kom sér vel að geta leitað ti! hans eftir að- stoð er við vorum að taka fyrstu sporin. Og aldrei nokkurrt tíma skoraðist hann undan. Meðal ánn- ars leiðbeindi hann á fyrsta ræðu- námskeiðinu í félaginu og hafði ein- stakt lag á að fá okkur til að sigr- ast á óttanum við ræðustólinn. Fleiri leiðbeiningastörfum átti hann eftir að gegna í þágu félagsins í Hafnarfirði og leggja af mörkum mikilvægt starf við uppbyggingu þesj3. Eg bar strax mikla virðingu fyr- ir þessum manni, sem ætíð var til- búinn til að fórna af tíma sínum þegar aðsfoðar var leitað. Alltaf jafn vingjarnlegur, áhugasamur og um leið glettinn. Og enn átti virð- ingin eftir að vaxa er leiðir okkar lágu saman í landsstjórn JC starfs- árið 1974 til 1975, en hann varþá varalandsforseti. í landsstjórn kynntist ég enn frekar ósérhlífni hans, örlæti og skjpulagshæfileikum. Meðal þeirra verkefna sem hann tók sér fyrir hendur ásamt þáverandi landsfor- seta var að útbúa kynningargögn, sem gefin voru út ásamt litskyggn- um og glærum í möppum. Möppur þessar voru síðan notaðar til kynn- ingar á JC-hreyfingunni, en á næstu mánuðum og árum átti félag- afjöldi í JC á íslandi eftir að marg- faldast. Kynningarmappa þessi færði JC íslandi fyrstu alþjóðlegu viðurkenninguna, en hún þótti besta kynning sem' fram hafði komið á hreyfingunni, Var hún síðar þýdd á ensku og dreifðist víða. Er ég handlék umslagið með fréttabréfinu sem hafði átt að fara til Ásgeirs og tilkynna honum m.a. um árlegan morgunverð okkar senatora, einhveija léttustu sam- komu okkar og þá sem við horfðum jafnan til með mestri tilhlökkun, rifjuðust upp ýmis þau gamanyrði sem Ásgeir hafði þar látið sér um munn fara og sá þáttur hans I að gæða samkomur okkar léttleika. Sjálfur hafði hann á sínum tíma sem forseti Hins íslenska senats sett formlega á blað þær skipulagsregl- ur sem senatið starfar eftir. Snyrti- lega fram sett, eins- og hans var von og vísa, engum formsatriðum gleymt og ekki heldur því, að létt skyldi vera yfir starfinu fyrst og fremst. Það ,er okkur senatorum afar þungbæit að hugsa til þess að fé- lagsskapai' Ásgeirs Gunnarssonar eigi ekki eftir að njóta framar við. En um leið og við hörmum þá stað- reynd hugsum við með þakklæti til þeirra íjölmörgu ánægjustunda sem við fengum notið með honum, smit- andi starfsgleði hans og fórnfýsi. Þó Ásgeir Gunnarsson hverfi nú af póstskránni hverfur hann ekki úr hugum okkar félaganna. Það er mannbætandi að hafa fengið að kynnast svo hjartahlýjum og góðum dreng. Fyrir hönd Hins islenska senats votta ég eiginkonu hans, Guðlaugu Konráðsdóttur, og Guðrúnu Val- gerði dóttur þeirra, sem og öðrum aðstandendum innilegustu samúð. Megi góður Guð veita þeim styrk til að sigrast á sorginni. Þórarinn Jón Magnússon, forseti senatsins. Brids Arnór Ragnarsson Sveitakeppni á Húsavík - veg-leg verðlaun Helgina 3.-5. nóvember nk. fer fram opið mót á vegum Bridsfélags Húsavíkur og Hótels Húsavikur. Spiluð verður sveitakeppni meö Monrad-fyrirkomulagi, 7 umferðir, 16 spila leikir. Mótið liefst á fostu- dagskvöld og verða þá spilaöir tvær umferðir, 3 umferðir á laugadag og 2 umferðir á sunnudag. Spilað verður um silfúrstig og verður keppnisgjald 12 þúsund krónur á sveit. Fyrii' lengra að komna verða eftir- taldir pakkar í boði: Flug og hótelpakki: Rvík — Hvík — Rvík + gisting í tvíbýli i 2 nætur með morgunverði: kr. 11.000 per mann. Hótelpakki: Gisting í tvíbýli í 2 nætur •■o'unverði: kr. 3.900 per. mann. Verðlaun: 1. verðlaun kr. 100.000. 2. verðlaun: Kr. 50.000. / 3. verðlaun: kr. 25.000. Þátttaka tilkynnist fyrir mánaðá- mótin október/nóvember til Ferðaskrif- stofu Húsavíkur (Guðlaug), sími 96-42100. Enn fremur veitir Björgvin Leifsson (hs. 96-42076, vs. 96-41344) nánari upplýsingar. Ath. að mótið verður ekki haldið nema minnst 16 sveitir taki þátt! Enn fremur áskilur mótsstjórn sér allan rétt til að breyta út af auglýstri dagskrá ef ástæða þykir til. Landstvímenningur BSÍ Hinn árlegi Landstvímenningur BSÍ verður. spilaður vikuna 16.-20. október nk. Spiluð eru sömu spilin um allt land, að venju, og er árangurinn síðan reikn- aður á landsvísu. Auk þess er reiknað út hjá hveiju því félagi sem þátt tek- ur, eins og um venjulegan tvímenning sé að ræða. Spilarar og félög cru hvött til þess að vera með í þessari lands- keppni. Spilagjald á spilara er 550 kr. eða 1.100 kr. á parið. Að gefnu tilefni er spilrum bent á að þeir geta ekki spilað þessa keppni nema hjá einu fé- lagi, þar sem sömu spil eru spiluð hjá öllum félögum. Efstu pörum verða veitt verðlau og auk þess hljóta efstu pör á landsvísu silfurstig. Námskeið fyrir landsliðskonur Áætlað er að halda námskeið fyrir þær konur, sem hug hafa á að spila i landsliði kvenna á komandi árum. Þátttaka tilkynnist til: Bridssambands íslands, Sigtúni 9, 105 Reykjavík. I síðasta lagi 16. október. Nánari upplýsingar fást hjá Brids- sambandi íslands, síma 91—689360 og hjá Hjalta Elíassyni, síma 91—40690. L loðnu-og síldardælan Sterkbyggð og afkastamikil. Leitið upþlýsinga hjá sölumönnum okkar. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Fd*SPS2H o hnðiu Ihobo l .. ir#,m\kiWerð\a3kkun.« Góðar vowr Qi n« fótnaður, MIKIÐÚRVAL '4kajh>staw»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.