Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 10
1 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUÐAGUR 13. OKTÓBER-1989 Hvers vegna að vera með íjárvana löggæslu? eftir Pál Daníelsson Nú á að spara. Ekkert er nema gott eitt um það að segja svo fremi að tjónið verði ekki meira en sparnaðurinn en sú hætta getur leynst víða. Löggæslan Lögreglan á að spara eins og aðrir, enda þótt fámenni á því starfssviði geti bæði aukið hættu fyrir lögreglufólk og ekki síður fyrir hinn almenna borgara, sem vill vera í öruggu umhverfi. En hvgrsvegna að vera með fjárvana löggæslu? Stór hluti af störfum lögregl- unnar er þess eðlis að hægt ef að selja þjónustuna. Má þar nefna ýmis útköll. Mörg þeirra eru vegna áfengisneyslu og afleiðinga henn- ar. Þau störf ætti að innheimta fullt gjald fyrir. Þetta er kostnað- ur, sem þeir einir valda, sem fram- leiða, selja (þ.m.t. ÁTVR) eða neyta áfengis. Þeirra og þeirra einna er því að bera þau óþægindi og það tjón sem af starfseminni leiðir. Og ekki er ég í vafa um að Kirkjudag- ur Oháða safnaðarins SUNNUDAGINN 15. október kl. 14.00 verður hátíðarguðs- þjónusta í kirkju Oháða safiiað- arins. Kirkjudagurinn er árviss hjá Óháða söfnuðinum og er ávallt haldinn hátíðlegur á sunnudegi í októbermánuði. Guðsþjónustan er þungamiðja hátíðarinnar og verð- ur hún sniðin við hæfi allrar fjöl- skyldunnar. Svala Nielsen syngur einsöng og feðgarnir Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir, organisti safnaðar- ins, sjá um tónlistarflutning. E'ftir messu verður kaffisala til styrktar safnaðarstarfinu, og mun Kvenfélag safnaðarins sjá um að útbúa veisluborð í Kirkjubæ. Þórsteinn Ragnarsson, saíhaðarprestur. Páll Daníelsson „Einstaklingur sem veldur Ijóni á að borga fyrir sig.“ þessir aðilar mundu grípa við þessu fegins hendi. Hvernig á þá að innheimta? Einstaklingur sem veldur tjóni á að borga fyrir sig. Sá er selur vöru er veldur skaða hlýtur að vera ábyrgur og framleiðandi vöru er skaðleg reynist verður að bera fjárhagslega ábyrgð. Þessir aðilar geta sjálfir komið sér saman um hvernig kostnaðurinn skiptist á milli þeirra innbyrðis en reikning- ana fyrir kostnaðinum_ er rétt að einn aðili greiði, t.d. ÁTVR. Hér gæti því orðið dijúgur tekjustofn fyrir lögregluna og ýmsa fleiri aðila. Og fleiri gjöldum mætti létta af skattborgurunum Þeir sem áfengisviðskipti stunda í einni eða annarri mynd verða einnig að ■ standa undir rekstri meðferðarheimila fyrir áfengissjúka og sjúkrahúskostnaði þeiri'a, sem sjúkdóma hljóta af völdum áfengisneysiu, dóms- og fangelsiskostnaði þeirra sem bijóta af sér í ölvunarástandi, slysakostnaði vegna ölvunar, glöt- uðum vinnudögum, örorku, fram- færslu og fleiru. E.t.v. þykir við- amikið að reikna þetta út en margt er þó flóknara gert á tölvuöld. Hin góða þjónustu Þeir sem selja áfengi vilja veita góða þjónustu og þeir sem kaupa vilja fá góða þjónustu. Þessir aðil- ar mundu því sameinast um að hámarka gæði þjónustunnar og gera hana ódýra. Það ætti að minnsta kosti að vera auðveldara að ná góðum árangri þegar tekjum og kostnaði er haldið innan sama viðskiptageira. Og þeir sem ekki vilja taka þátt í þessum viðskiptum eru lausir undan því að bera kostn- að þeirra vegna. Hagur fyrir ríkissjóð Það er fullvíst að þetta mundi vera hagur fyrir ríkissjóð enda þótt hann missti tekjur af áfengis- sölu ÁTVR umfram eðlileg og al- menn gjöld. Fjárframlög til mála- flokka eins og dóms- og lögreglu- mála, heilbrigðismála, félagsmála og margt fleira mundi lækka miklu meira en sem nemur áfengistekj- um ÁTVR miðað við núverandi fyrirkomulag. Útgjöld ríkissjóðs mundu því lækka verulega. Grundvallarbreyting Þetta er grundvallarbreyting í áfengismálastefnu, sem rétt er að gefa gaum. „Boðin og bönnin“ verða flest í höndum þeirra, sem stunda viðskiptin með áfengi. Þeir fá mjög aukið frelsi en til viðbótar fá þeir ábyrgðina og undan því ættu þeir ekki að þurfa að kvarta enda er hún hvorki meiri né minni en þeir geta sjálfir mótað. Að sjálf- sögðu má ekki binda hendur þess- ara aðila með því að láta áfengi- sviðskiptin hafa áhrif á verðlagsv- ísitölur. Höfundur er viðskiptafræðingur. Suðurhvammur - Hf, rðiEo Eigum aðeins eftir tvær íbúðir í þessu skemmtilega fjöl- býlishúsi við Suðurhvamm í Hafnarfirði. íbúðirnar eru 4ra herb. með bílskúr og afh. tilb. u. trév. í nóvember nk. eða lengra komnar eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hagvirk- is í símum 53999 og 652862 (Inga). § § HAGVIBKI HF Skútahrauni 2, Hafnarfirði KVIKMYNDAHATIÐ LISTAHATIÐAR1989 Trúnaðar- traust Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Bizalom“. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: István Szabó. Helstu hlutverk: Ildikó Bánsági og Péter Andorai. Ungveija- land, 1979. Sögusvið Trúnaðarbrests er Ungverjaland undir hersetu nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Karl og kona, sem aldrei hafa sést áður, eru á flótta og neyðast til að leika hjón þar sem þau leyn- ast saman í lítilli íbúð í Búdapest. Konan á eiginmann í andspyrnu- hreyfingunni og dóttur en getur ekkert samband haft við þau. Maðurinn hefur verið svikinn áð- ur, er mjög var um sig og lokaður og treystir engum en smám sam- an í þröngum húsakynnunum skapast ástarsamband á milli þeirra, sem er dæmt til að mistak- ast. Þetta er fjórða og elsta mynd- in, sem sýnd er á Kvikmynda- hátíð eftir gest hennar, István Szabó, og stendur talsvert utan við þríleik hans (Mefistó, Redl, Hanussen) um sögulega og pólitíska þróun í Mið-Evrópu fyrir stríð. Trúnaðartraust er lítil mynd með litlum leikarahóp, gerist að mestu í þröngri og illa lýstri íbúð flóttafólksins og þótt hefði mátt þjappa henni betur saman veitir hið innilokunarkennda umhverfi og hættulegu ytri aðstæður upp- lagt tækifæri til að magna upp togstreitu, draga fram bældar til- finningar og kveikja ástríður. Búnaður myndarinnar líkist mest leikverki og gefur ágætum leikurum Szabó svigrúm til að skapa sterkar, ágengar persónur. Þau eru ólík, konan er mjög opin og skelfd en maðurinn er forvitni- legri, eins og dýr í búri, tor- tryggni hans stappar nærri geð- bilun og hann á bágt með að sýna tilfinningar. Þetta land er eins og gruggugt vatn, segir hann einu sinni, ef þú hrærir í því gýs upp Úr myndinni Trúnaðartraust. fýlan. Besta vörnin er að tala ekkert og gera ekkert. Þau eru eftir allt kannski ekki endilega í felum fyrir nasistum heldur hveijum sem kýs að kúga og bæla niður andspyrnu fólks og selja náunga sinn í hendur kúgar- ans. Úrslita- orustan - Le Dernier Combat Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri: Luc Besson. Hand- rit: Besson, Pierre Jolivet. Að- alleikendur: Pierre Jolivet, Je- an Bouisse, Jean Reno. Frakk- land 1982. Framgangur franska leikstjór- ans Luc Bessons hefur verið með ólíkindum. Hér gefst okkur tæki- færi á að sjá fyrstu mynd hans, Úrslitaorustuna, sem er aðeins sjö ára gömul. Þetta er ósköp fá- breytt vísindafantasía, auðsjáan- lega gerð af miklum vanefnum. Nokkrum árum síðar kom Sub- way, sem hlaut nokkra aðsókn í Evrópu og á síðasta ári Bláminn mikli sem sló víst öll aðsóknarmet í Frans. Úrslitaorustan segir frá ijórum mönnum sem lifað hafa af heimsstríð og að sjálfsögðu reyna allir að þrauka, með misjöfnum árangri. Frekar skemmtileg uppákoma, tæpast sagt orð í myndinni, leik- urinn í ætt við „slapstick“ þöglu grínmyndanna. Sá leikstíll á eink- ar vel við Bouisse, sem á fjöl- mörg, góð augnablik í hlutverki læknis sem hefur hreiðrað um sig í sjúkrahúsrústum. Minnir jafnvel örlítið á Tati. Gestur hátíðarinnar, Reno, á líka góða takta sem ber- serkurinn. Jafn mikið útí bláinn og seinni myndir leikstjórans, engu að síður frísklegt innlegg í það ágæta hanastél sem þessi kvikmyndahátíð er. Myndir sýndar í dag Blóðakrar Lestin leyndardómsfúlla Atlantshafsrapsódía Aðskildir heimar Erjur í Austurbotni, Sögur af Gimlispitala Ekki gráta elskan mín Omótstæðilegt afl Verðum að gera mynd- ir sem fólk vill sjá segir leikarinn Jean Reno Einn af gestum Kvikmynda- hátíðar er leikarinn Jean Reno, en hann leikur eitt aðalhlut- verkið í mynd franska leikstjór- ans Lucs Bessons, Úrslitaorust- an (le Dernier combat), sem sýnd er á hátíðinni. Reno hitti blaðamenn í gær og var viðstaddur þegar Úr- slitaorustan var frumsýnd í Regnboganum í gærkvöldi. Jean Reno kynntist Luc Besson árið 1981 og hefur leikið í öllum myndum hans til þessa. Úrslita- orustan (1983) var fyrsta mynd Bessons, en á eftir komu „Sub- way“ (1985) og „The Big Blue“ (1988). Hann leikur einnig í nýj- ustu mynd Bessons, „Nikita“, sem ekki er búið að frumsýna. Jean Reno segist vera hrifinn af „Úrslitaorustunni", sem er svart/hvít og án orða. „Myndin fékk góðar viðtökur hjá gagnrýn- endum á sýnum tíma og vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Avorial,“ segir Reno. „Almenn- ingur var aftur á móti ekki eins hrifinn. Þessu var öfugt farið með „Subway“ og „The Big Blue. Ég hef ekkert á móti listrænum myndum, en mér finnst samt að við verðum að gera kvikmyndir sem fólk vill sjá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.