Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 30
30 IB
MORGUNBLfWP■ ^ÖgyUDAqUfi 13, 1989, ., ,
fclk í
fréttum
ÞROSKAÞJÁLFUN
Ekkí unnt að
anna eftirspum
Námsstefna var haldin í
Þroskaþjálfaskóla íslands í
síðustu viku og lauk þar með heils-
árs framhaldsnámi liðiega fimmtíu
starfandi þroskaþjálfa í hinum
ýmsu stofnunum á landinu. „Við
höfum skipt náminu upp í náms-
daga og vinnu á vettvangi þess á
milli. Nemendur voru að gera grein
fyrir þeim verkefnum, sem þeir
hafa unnið að,“ sagði Bryndís
Víglundsdóttir, skólastjóri Þroska-
þjálfaskóla íslands.
Nemendur voru útskrifaðir á
föstudagskvöid, 'igh framhaldsnám-
ið, sem er eitt fyrsta sinnar tegund-
ar innan Þroskaþjálfaskólans, er
metið sem hálfsárs samfellt nám.
„Við erum afskapiega ánægð með
árangurinn. Við höfum skipt nem-
endum upp í hópa og hefur t.d. einn
hópurinn unnið handbækur fyrir
starfsfólk stofnana. Þá hefur verið
unnið að þróun nýrrar deildar á
stórri stofnun og tengist sú vinna
Sólborg á Akureyri og tómstunda-
starf á Kópavogshæli var skipulagt
upp á nýtt, svo dæmi séu tekin,“
sagði Bryndís.
I félagi þi-oskaþjálfa eru um 300
félagsmenn. Skólinn getur tekið á
móti 25 nýjum nemendum á ári.
Námið tekur þrjú ár svo að í skólan-
um er á áttunda tug nemenda í
einu. „Við önnum engan veginn
eftirspurninni eftir þroskaþjálfum.
Það vantar mikið af menntuðum
þroskaþjálfum í hinar ýmsu stofn-
anir, en við getum einfaldlega ekki
séð fleira fólki fyrir því verknámi,
sem við teljum það þurfa að hafa.
Eg tel að ef skólinn gæti tvöfaldað
tölu nemenda sinna næstu tíu árin,
gæti hann farið að svara eftir-
spurn,“ sagði Bryndís að lokum.
Hluti þeirra starfandi þroskaþjálfa, sem verið hafa í framhaldsnámi á vegum Þroskaþjálfaskóla Islands
síðasta árið.
-——75
1 1
BJARGVÆTTUR
Eastwood
hafði
máltíðina
afljóninu
Clint Eastwood, leikarinn góð-
kunni og fyirum bæjarstjóri í
Carmel, var réttur maður á réttum
stað fyrir nokkrum vikum. Hann
var þá í Zimbabwe að líta eftir
heppilegum upptökusvæðum fyrir
ýmis atriði nýju myndar sinnar
White hunter - black heait, er liann
varð vitni að ljóni gera árás á tvær
negrakonur. Eastwood kom eins og
sending af himnum ofan og bjarg-
aði konunum frá bráðum bana.
Eastwood sat í jeppa skammt frá
þorpi nokkru og sá konurnar tvær
ganga tii lækjar með þvott. Skyndi-
lega i'uddist ljón út úr skógar-
þykkni og skellti konunum flötum.
Eastwood brást skjótt við, steig
bensínið í botn og lagðist á flautuna
eins -og sagt er. Ljónið leit upp frá
verðandi málsverði sínum og sá
Clint Eastwood var bjargvættur í Zimltabwe.
„Diity Harry“ koma i loi'tinu heldur
ófrýnilegan ásýndar. Konungur
dýi'anna sá sér þann kost vænstan
að flýja af hólmi og hefur ljónið
ekki sést síðan. Bjargvætturin kom
konunum undir læknishendur, en
þær voru marðar og bláar og höfðu
þar að auki fengið taugaáfall.
V elheppnuð
skrautsýning
Dansarar í einu atriðanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Skemmtanir
Pétur Gunnarsson
AHótel íslandi var frumsýnd
um síðustu helgi mikil skraut-
sýning: „Söngleikir og rokkóper-
ur“. Syningin samanstendur af lög-
um og dansatriðum sem flestir
ættu að þekkja úr vinsælustu söng-
leikjum og rokkóperum síðustu ára-
tuga, allt frá „South Pacific“ til
„Rocky Horror Picture Show.“
Þessi sýning er sérlega vel heppnuð
skemmtun enda leyndi hrifning
frumsýningargesta sér ekki og af
„Söngleikjum og rokkóperum“ að
dæma fer að verða óhætt að leggja
alþjóðlegar mælistikur við uppá-
komur af þessu tagi hérlendis.
Sýningin hefst á atriðum úr
„Jesus Christ Superstar" og eftir
annað lagið „I don’t know how to
love him“, sem Sigga Beinteins
syngur betur en ég hef heyrt áður
gert var engin spurning um að
athygli hvers einasta áhorfanda var
náð. Síðan var keyrt áfram í gegn-
um lög úr „Sound of Music“, „West
Side Story“, „Cats“ og „Evitu“,
áður en staldrað var við „Hárið“,
„Aquarius", „Good Morning Stars-
hine“ og síðast en ekki síst hið
áhrifamikla lokaatriði „Ifársins",
„Let thé Sun Shine In“. Þar eins
og víðast annars staðar var í svið-
setningu og útsetningu tónlistar
haldið tryggð við frummyndina.
í „Pinball Wizard" úr „Tommy"
var feykigóð hljómsveit hússins,-
Stjórnin + Jón Ólafsson tónlistar-
stjóri sýningarinnar og blásara-
sveit, í aðalhlutverki eins og vera
bar þótt falín væri á bak við sviðs-
myndina. Þá eru ótalin íjölmörg
atriði - misvel heppnuð en engin
misheppnuð - úr „Litlu hryllings-
búðinni", „Chess“, „Rocky Horror
Picture Show“, „Sweet Charity",
„Grease“, svo eitthvað sé nefnt,
Einna eftirminnilegust er stór-
skemmtileg sviðsetning á „Time
Warp“ úr „Rocky Horror Picture
Show“ og „Big Spender “ úr „Swe-
et Charity“, þar sem aðaldansari
sýningarinnar, Helena Jónsdóttir
sló eftirminnilega í gegn. Botninn
var sleginn í sýninguna með atrið-
um úr „Grease“.
Söngvarar, dansarar og hljóð-
færaleikarar skiluðu allir sínum
hlutverkum með miklum ágætum
en á engan er hallað þótt sérstak-
lega sé minnst á frábæra frammi-
stöðu frammistöðu Siggu Beinteins
og Helenu Jonsdóttur dansara.
Rósa Ingólfsdóttir, sú umtalaða
sjónvarpsþula, tengdi atriðin sam-
an með kynningum og látbragði,
sem báru merki hennar einstæða
og persónulega stíls.
Kvöldi á „Söngleikjum og rokk-
óperum“ er vel varið og óhætt að
mæla með þessari skemmtun við
lesendur. Þríréttuð máltíð úr eld-
húsi staðarins var ljúffeng og ótrú-
legt að hægt sé að elda við tæki-
færi eins og þetta, þar sem matar-
gestir skipta hundruðum, mat sem
langflest veitingahús borgarinnar
gætu verið fullsæmd af.
Sigga Beinteins og Eyjólfur Kristjánsson í atriði úr „Grease".