Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölbýlishúsið í Helgamagrastræti 53 er eitt þeirra verkefna sem Híbýli hf. vann að. Kappkostað verður að ljúka við þær framkvæmdir sem fyrirtækið var með í gangi á þann hátt að sem minnst röskun hljótist af. Híbýli hf. úrskurðað gjaldþrota: Leitað eftir samningum við bæjarsjóð um verkeftialok Mörg fyrirtæki í byggingariðnaði standa höllum fæti GJALDÞROT Híbýlis hf„ sem er stærsta og elsta byggingafyrirtæki á Akureyri, kom mörgum á óvart. Fyrirtækið var stofnað árið 1971 og hefur æ síðan verið umsvifamikið á sviði byggingariðnaðar. Mörg stór verkefni hafa verið í gangi hjá félaginu á þessu ári. I gær fóru fram samningaviðræður milli skiptaráðanda og bæjarsjóðs og að hluta til með þátttöku stjórnar verkamannabústaða um verklok þeirra verka sem lýrirtækið er með í gangi og hugsanlega leigu bæjarsjóðs á tækj- um búsins. Allt kapp var lagt, á að sem allra minnst röskun yrði á fram- kvæmdum og reiknað var nteð að starfsmenn fyrirtækisins héldu vinnu sinni þann tíma sem tæki að ljúka verkunum. Ásgeir Pétur Ásgeirsson skipta- ráðandi hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri úrskurðaði Híbýli hf. gjald- þrota í gær, en stjórnendur fýrirtæk- isins lögðu inn beiðni um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta síðdeg- is í fyrradag. Ásgeir Pétur sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að því að koma tækjum búsins í leigu og ganga til samninga við bæjarsjóð og að hluta til stjórn verka- mannabústaða svo unnt yrði að ljúka þeim verkum sem fyriitækið vai' með í gangi. Reiknaði hann með að geng- ið yrði frá samningum þar að lút- andi í gær eða í dag. Þau verkefni sem í gangi hafa verið hjá Híbýli hf. á þessu ári er m.a. bygglng þijátíu íbúða fjölbýlis- •♦íúss fyrir aldraða við Víðilund 24, sem afhent var formlega fyrir skömmu. Þá er sundlaugarbygging við Glerárskóla á lokastigi og einnig hefur fyrirtækið verið að ljúka upp- setningu innréttinga á nýrri röntgen- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Stærsta verkefni félagsins nú er bygging fjölbýlishúss við Hc'ga- magrastræti 53, en þar eru alls 22 íbúðir, þar af 15 kaupleiguíbúðir á ivegum bæjarfélagsins. „Við munum kappkosta að sem allra minnst röskun verði á fram- kvæmdum og reynt verður að ljúka þeim verkum. sem í gangi eru. Núm- er eitt tvö og þrjú er að allir aðilar sem þarna eiga hagsmuna að gæta hljóti sem allra minnstan skaða,“ sagði Ásgeir Pétur. Eigið fé neikvætt um tæpar 53 milljónir um síðustu áramót Ekki liggur ljóst fyrir um hversu stórt gjaldþrot er að ræða og segir Ásgeir Pétur að þar fléttist inn marg- ir óvissuþættir, svo sem eins og úti- standandi kröfur þrotabúsins, sem hugsanlega séu meiri en gert var ráð fyrir. Samkvæmt bókhaldi fyrirtækisins fyrir síðasta ár var eigið fé þess neikvætt um tæpar 53 milljónir króna í lok ársins 19§S. Félagið greiddi á síðasta ári taí'svert hærri upphæð í fjármagnskostnað, vexti og verðbætur, en í launakostnað. Ásgeir Pétur sagði hugsanlegt að selja eignir félagsins í einu lagi og yrði sá möguleiki kannaður nánar á næstunni. Fyrir liggur að auglýsa eftir kröfum í búið og einnig væri hugsanlegt að ráðinn yrði bústjóri að búinu. Alvarlegt áfall fyrir byggingariðnaðinn Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Trésmiðafélags Akureyrar sagði áð ef samningar tækjust við Akureyrarbæ um yfirtöku verkefna Híbýlis, væri það í sjálfu sér farsæl lausn fyrir þá aðila sem unnu hjá fyrirtækinu.' Að öðru leyti sagði hann erfitt að segja fyrir um hver fram- vinda mála yrði. Gjalþrot Híbýlis hf. hefði engin áhrif á byggingarfrani- kvæmdir í bænum, nema ef til vill tímabundið. Guðmundur sagði að útlitið í bygg- ingariðnaði á Akureyri væri þokka- legt fram til áramóta, en sér kæmi ekki á óvart þó til einhvers atvinnu- leysis kæmi á meðal trésmiða eftir áramót. Á milli 170 og 180 trésmið- ir eru starfandi í bænum, þar af störf- uðu um 20 hjá Híbýli. „Þetta er alvar- legt áfall fyrir byggingariðnaðinn á Akureyri," sagði Guðmundur. Aðilar sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu að mörg byggingar- fyrirtæki í bænum stæðu höllum fæti og væri róðurinn erfiður. Þrátt fyrir að vel hafi árað síðustu tvö ár þyldu fyrirtækin ekki mikinn sam- drátt. Þá bentu menn eirinig á að þegar boltinn væri farin af stað yrði erfitt að stöðva hann og ekki ólíklegt að gjaldþrotið rnyndi draga dilk á eftir sér. Alvarlegast ef menn missa vinnuna Hólmsteinn Hólmsteinsson for- maður atvinnumálanefndar sagði að alvarlegast væri í þessu sambandi ef menn misstu atvinnu sína, en von- andi kærni til þess að eitthvert fyrir- tæki yfirtæki þau verk sem Híbýli hefði verið með og menn hefðu því vinnu áfram. Gjaldþrotið myndi ekki breyta stöðunni atvinnulega séð, heldur myndu menn færast á milli fyrirtækja. Hólmsteinn sagði ástandið ekki svo slæmt í byggingariðnaði nú, tölu- vert væri í gangi og fyrirsjáanlegt að næg atvinna yrði til áramóta og þá væri eftir vinna innan dyra. Varðandi stöðu fyrirtækja í bygg- ingariðnaði á svæðinu sagði hann að mörg hver ættu erfitt uppdrátt- ár.„Það er fyrst og fremst hinn gífur- lega hái fjármagnskostnaður sem spilar þar inn í. Hins vegar erum við Akureyringar mjög heppnir, við höf- um hér öflug fyrirtæki sem standa mjög vél og má þá nefna ýmis fyrir- tæki í sjávarútvegi í því sambandi. Þannig að í heildina getum við verið tiltölulega bjartsýnir," sagði Hólm- steinn. íslenskir dagar hjá KEA ÍSLENSKIR dagar hjá KEA hófust í gær með opnunarhátíð í Hrísa- lundi. Að íslensku dögunum standa Kaupfélag Eyfirðinga, Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar og Félag íslenskra iðnrekenda. Ávörp fluttu Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, og VígJundur Þorsteins- son, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, og ræddu þeir m.a um mikilvægi þess að neytendur velji íslenskar vörur og leggi þar með sitt lóð á vogarskálina til að sporna gegn atvinnuleysi. Þeir Magnús Gauti og Víglundur reyndu með sér í innkaupakcppni og fór sá síðarnefndi með sigur af hólmi þrátt fyrir að kaupfélagsstjórinn væri á heimavelli. Islensku dagarnir standa til 21. október nk. og > munu yfir 80 lýrirtæki kynna vörur sínar. Hótel Stefanía: Tíu þús- undasti gesturinn TÍU þúsundasti matargesturinn borðaði á Hótel Stefaníu um síðustu helgi. Það var Lára Björnsdóttir sem varð matar- gestur númer tíu þúsund í veit- ingasal Hótels Stefaníu og af því tilefni voru henni færð blóm og kampavín. í frétt frá hótelinu segir að að- sókn að veitingastaðnum hafi verið framar björtustu vonum manna þá sex mánuði sem hann hefur starfað og segjast þau á Stefaníu vonast til að tuttugu þúsundasta gestinum verði fagnað á ársafmæli staðarins. Lára Björnsdóttir t.h. ásamt Unni Vébjörnsdóttur yfirþjóni. Kannaður áhugi aldraðra fyrir sambýlisbúsetu ÖLDRUNARRÁÐ Akureyrar ætlar að boða til fundar fljótlega þar sem kannaður verður áhugi meðal aldraðra til sambýlis- búsetu. í stefnumótun bæjarins í öldrunarmálum er gert ráð fýrir að hefðbundin dvalarheim- ilispláss víki, en þess í stað er lögð áhersla á önnur úrræði. Eitt þeirra úrræða er sambýli og annað eignaríbúðir. Eignaríbúðaformið hefur þegar gefið góða raun með uppbyggingu slíkra íbúða við Víðilund. Þegar er búið að taka í notkun íjölbýlishús með þijátíu íbúðum og er annað samskonar í byggingu. Þá hafa einnig verið byggðar raðhúsíbúðir við Víðilund, alls þrettán, og er hluti þeirra enn í byggingu. Bjarni Kristjánsson forstöðu- maður öldrunarþjónustu Akur- eyrarbæjar sagði að talið væri að býsna stór hópur aldraðra hefði ekki ráð á að eignast slíkar íbúðir. „Það vantar aðra valkosti, og við erum að velta fyrir okkur sambýlis- búsetu í því sambandi," sagði Bjarni. Hugmyndir eru uppi um að ein- hver aðili legði til húsnæði og fengi aðra aldraða með sér til búsetu. Bjarni sagði hugmyndina með þessu formi þá, að ijúfa þá einangr- un sem margir aldraðir búa við, en hún væri oft ein af meginástæð- unum fyrir því að viðkomandi sæk- ir inn á dvalarheimili. Margt aldrað fólk er við ágæta heilsu, en ein- semdin vegur oft þyngst þegar fólk vill komast inn á dvalarheimili. Þá sagði Bjarni að eínnig væru uppi hugmyndir um að byggja upp litlar eignaríbúðir, sem yrðu ódýr- ari en þær sem nú eru í boði. Samkeppni um frumsamda smásögu Menningarsamtök Norðlendinga og dagblaðið Dagur á Akureyri hafa ákveðið að efna til sam- keppni um frumsamda smásögu. Skilafrestur handrita er 24. nóv- ember næstkomandi og skal senda sögurnar til formanns Menningarsamtakanna, Hauks Ágústssonar, Gilsbakkavegi 13 á Akureyri. Þriggja manna dómnefnd mun fjalla um sögurnar og er formaður hennar Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari, en aðrir í dómnefnd eru Hjalti Pálsson bóka- vörður við Héraðsbókasafn Skag- firðinga og Bragi V. Bergmann ritstjóri Dags. Sögur í keppninni mega að há- rnarki vera sex tii sjö vélritaðar síður í A-4 stærð. Sögurnar skal senda undir dulnefni, en rétt nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri skal fylgja með í lok- uðu umslagi. Verðlaunaafhending verður í Gamla Lundi við Eiðsvöll sunnu- daginn, 10. deseniber. Veitt eru 60.000 króna verðlaun fyrir bestu söguna að mati dómnefndar, auk 20.000 króna viðurkenningar fyrir þá sögu sem næstbest þykir. Verðlaunasagan verður birt í jólablaði Dags, en Fréttabréf MENOR áskilur sér einnig rétt til birtingar ef tök verða á. Leigubíll fyrir fatlaða hjá BSO FYRSTA sérútbúna leigubifreið- in fyrir fatlaða hefur verið tekin í notkun hjá Bifreiðastöð Odd- eyrar nú í vikunni og er Albert Valdimarsson leigubílstjóri eig- andi hennar. Bifreiðin er þýsk af gerðinni Volkswagen Caravelle og er sjö manna. Hægt er að taka mið- bekkinn úr henni þannig að þar komast fyrir tveir hjólastjólar. Ská- brautir eru notaðar til að renna stólunum inn og út úr bifreiðinni. Bílinn verður hægt að panta á BSO. Morgunblaðið/Rúnar hór Albert Valdimarsson leigubílstjóri við bifrcið sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.