Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 38
38, ,MORGUNBLAÐIÐ IÞRO1 IIR FÖSyjJOftWft lft OKTÓBER 1989 HANDKNATTLEIKUR Sigurður Sveinsson í 12 mánaða leikbann? Dortmund hefurekki staðið við samkomulagið sem gert varvið Val. Valsmenn hafa gefið þýska félaginu frest fram yfir helgi til að ganga frá málinu SVO gæti farið að Sigurður Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik, verði dæmdur í 12 mánaða keppnisbann. Ástæðan er sú að Dortmund hefur ekki staðið við það samkomulag sem félagið gerði við Val er gengið var frá félagaskiptum Sigurðar yfir í Dortmund f lok júlí. Valsmenn gengu frá félaga- skiptum Sigurðar yfir í Doit- mund fyrir 1. ágúst, þegar frestur um félagskipti leikmanna rann út. Ágreiningur var um samning milli félganna í fyrstu, en síðan náðist munnlegt samkomulag..Ekki var skrifað undir samning á þeirri stundu þar sem formaður Dort- mund var í Þýskalandi. Hann hafði lýst því yfír að þjálfari Dort- mund, sem var hér á lámdi í samn- ingaviðræðunu'm, ætti að ganga að öllum kröfum Valsmanna. Formaðurinn ætlaði síðan að ganga endanlega frá samningnum 9g skrifa undir og senda hann til íslands. Siðan hefur ekkert heyrst frá forráðamönnum Dortmund þrátt fyrir bréfa- og skeytasend- ingar að hálfu Valsmanna. Þórður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, sagð- ist vonast til að þetta mál leystist á farsælan hátt á næstu dögum. „Við gáfum Dortmund frest fram yfír næstu helgi til að ganga frá þessum málum og við buðum þeim að senda menn út tii að ganga frá samningi um helgina. Ef Dort- mund gerir ekkert í málinu verð- um við að fara fram á það við HSÍ að Sigurður verði settur í tólf mánaða leikbann. Framkoma forráðamanna Dortmund hefur verið fyrir neðan allar hellur. Við getum ekki látið- þessa menn hafa okkur að fíflum. Stjórn Vals hefur alla tíð reynt að greiða götur leikmanna og því ekki óeðlilegt að félagið fái fyrir það örlitla þóknun,“ sagði Þórður. Þórður sagði að ef Dortmund kæmist upp með að standa ekki við munnlega samkomulagið við Val þá væru félagaskipti Sigurðar dauðadómur fyrir aðra leikmenn sem hyggðust leika með erlendum liðum í framtfðinni. Ef Sigurður verður úrskurðað- ur í 12 mánaða leikbann getur það þýtt að hann fái ekki að leika með íslenska landsliðinu á heims- meistaramótinu í Tékkóslóvakíu í febrúar á næsta ári. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Sigurð Sveinsson í gær- Sigurður Sveinsson. kvöldi vegna þessa máls sagðist hann ekki trúa öðru en að það myndi leysast. „Satt að segja hélt ég að þetta mál væri úr sögunni. Annars er þetta eingöngu á milli Vals og Dortmund. Ég skil ekki hvernig ég ætti að geta fengið 12 mánaða ieikbann þar sem ég hef þegar fengið leyfí Vals og HSÍ til að leika með Dortmund,“ sagði Sigurður. v FR JALSlÞRÓTT AÞJALF ARI ðSKAST til þess að sjá um þjálfun unglinga 3var í viku í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 673409 á kvöldin. KNATTSPYRNA / TYRKLAND Erlendir leikmenn bannaðir? „Hljóta að standa við gerða samninga" - sagði Atli Eðvaldsson. Samningsbundnir útlendingar látnirfara í lok tímabilsins? Handknattleikssamband fslands boðar til almennrar ráðstefnu um efniö: STEFNUMÓTUN í AFREKSÍÞRÓTTUM Á ÍSLANDI Vilja islendingar eiga afreksmenn í ibróttum? Laugardaginn 14. október 1989 kl. 13.30-18.30 á Hótel Esju, Reykjavík. Ráðstefnustjóri: Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ. Dagskrá: 13.30 Setning ráðstefnunnar. Hr. Svavar Gestsson, mennta- og íþrótta- málaráðherra. 14.00 Viðhorf nokkurra forsvarsmanna íþrótta- hreyfingarinnar. 15.00 Viðhorf nokkurra forsvarsmanna auglýs- ingastofa, fjölmiðla og íþróttafrétta- manna. 15.45 Kaffiveitingar. 16.00 Viðhorf nokkurra forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja á sviði útflutnings og ferðaþjón- ustu. 16.45 Viðhorf nokkurra forsvarsmanna bæjar- og sveitarfélaga. 17.30 Viðhorf forsvarsmanna allra stjórnmála- flokka. 18.30 Ráðstefnuslit. Þátttaka í ráðstefnunni er öllum heimil. Þátttaka tilkynnist vinsamlegast til skrifstofu HSÍ, íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, í síma 685422. Ráðstefnugjald er krónur 2.000. Innifaldar eru kaffiveitingar. Tyrkneska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að banna erlendum atvinnumönnum að leika með tyrkneskum félagsliðum. Nú eru 46 erlendir leikmenn samnings- bundnir félögum í Tyrklandi. Reut- er-fréttastofan segir að þeir fái að ljúka keppnistímabilinu, en verða látnir fara í vor. „Þessi ákvörðun var tekin til að styðja tyrkneska leikmenn og efla knattspyrnuna í landinu," sagði talsmaður stjórnarinnar, en í Tyrkl- andi eru 204 atvinnumannafélög í þremur deildum. Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska kndsliðsins, er eini og um leið fyrsti íslendingurinn, sem leikur í Tyrkl- andi. Hann gerði samning við Genc- lerbirlig, sem gildir til vors 1991. „Menn hafa verið að tala um að hleypa ekki fleiri erlendum atvinnu- mönnum inn í deildina, en félögin hijóta að standa við gerða samninga hvað sem gerist," sagði Atli við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Tyrkir hafa horft til Italíu, þar sem útlend- ingar hafa verið að gera góða hluti, og því á ég ekki von á miklum tak- mörkunum," bætti hann við. GETRAUNIR Spámaður vikunnar: Guðni Guðmundsson Guðni Guðmundsson, rekt- or Menntaskólans í Reykjavík, er alltaf með í get- raununum og fékk einu sinni fyrsta vinning i beinni útsend- ingu hjá Stöð 2. „Það var bara heppni. Annars var ég að koma frá París, þar sem ég sá mína menn, Skota, tapa fyrir Frökkum. Frakkarnir spiluðu vel og opnuðu vörn Skota eins og niðursuðudós," sagði rektorinn. Guðni hefur lengi fylgst íneð ensku knattspymunni. „Ég hef alltaf haldiþ með Manchester United' og Arsenal, en þessi lið geta ekk- ert núna og því tvítryggi ég fyrsta leikinn," sagði Guðni. Fjórir med 12 rétta Isíðustu viku komu fram fjórar raðir með 12 leikjum réttum og var vinningurinn fyrir hverja rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. 11 rétt- ir gáfu 2.014 krónur í vinning, en annar vinningur skiplist á 96 raðir. Potturinn var tvöfaldur, en athygli vakti að engum leik lauk með jafn- tefli. Átta heimasigrar litu dagsins ljós og fjórir útisigrar. SOS og SÍLENOS eru efstir í haustleik Getrauna með 52 rétta. Síðan kemur TVB16 með 51, SWENSON, FÁLKAR og HAPPAKEÐJA með 50 og aðrir færri. Getraunaþáttur Morgunblaðsins byijar nú á ný, en með breyttu sniði. Spámaður vikunnar fyllir út 64 raða seðil — tvítryggir sex leiki og festir sex. 1 2 X2 X2 2 1 2 2 X2 1 2 X2 2 2 l i i i i i i r c C C i=' ■s;á «o 'o. c £ h; <0 ‘3 2. ro W i r £ c « -2j _Q «o 3 •O 5 o t— a VU o CQ cc 55 V) < I 1 X 2 Arsenal — Man. City 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 10 0 1 Charlton — Tottenham 1 2 X 2 2 X 2 X 2 2 X 1 4 6 Coventry — Nott. For. 1 1 1 1 1 2 1 X X 1 1 8 2 1 Derby —C. Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Everton — Millwall 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 10 1 0 Luton —AstonVilla 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 2 9 1 1 Norwich — Chelsea X 1 f 1 1 X 1 X X 1 X 6 5 0 QPR — Southampton 1 1 2 X 1 1 1 X 1 1 2 7 2 2 Wimbledon — Liverpool 2 2 2 2 2 2 X 2 2 2 2 0 1 10 Brighton — Watford 1 1 2 2 1 1 1 1 X 1 X 7 2 2 Portsmouth — Blackburn X 1 2 1 2 2 2 2 1 1 1 5 1 5 I Sheff. Utd. — West Ham 1 X X X X 2 X 1 2 1 X 3 6 2 Samtals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.