Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLÁÐlÉ) FÖSÍTDA(!UR 13. OKTÖIiÚR 1989: 31 Stjörrm- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsumál Undanfarna daga hef ég fj'all- að um merkin útfrá heilsu- farslegum forsendum. I dag ætla ég að ljúka þessari um- fjöllun með því að geta nokk- urra bóka sem fjalla sérstak- lega um þetta sérsvið. Bœkur Árið 1981 kom útbók hjá The Aquarian Press í Englandi eftir Sheila Geddes, Astrology and Health. Bókin er 128 síður að stærð og er hin ágæt- asta kynning á læknisfræði- legri stjörnuspeki. Heilsufraöi Astrology and Health er skipt í fimm kafla. Hinn fyrsti fjall- ar um sálrænar orsakir sjúk- dóma. Þar segir t.d. að stund- um verðum við veik til að þurfa ekki að takast á við óþægileg mál, eða til að öðl- ast athygli og láta aðra þjóna okkur. I kafla tvö íjallar Sheila um náttúrulækningar, um handayfirlagningu, notk- un pendúls, lita- og tónlistar- meðferð, nudd, olíur, sérstaka fótameðferð, þrýsti- og punktanudd, hnykklækningar og smáskammtalækningar, jurtiro.fi. Þessi kafli er bæði kynning á einstökum náttúru- lækningastefnum og kynning á einstökum jurtum og nátt- úrulækningaaðferðum. Jákvœður lífsstíll I kafla þq'ú er fjallað um já- kvæðan lífsstíl, um mataræði, einstakar fæðutegundir, of- næmi, ofnæmispróf, líkams- æfingar, hugleiðslu, slökun og andlega iðkun. í kafla fjög- ur er lýsing á stjörnumerkjun- um, fyrst almenn persónulýs- ing og lýsing á heilsufari og síðan er fjallað um aðferðir til að viðhalda heilsu og jurt- ir, sölt og náttúruiækningaað- ferðir sem henta hveiju merki fyrir sig. Eins og áður segir er þetta ágæt bók sem er skrifuð af þekkingu og þörf fyrir að miðla hagnýtum fróð- leik. Nœringarfrceði Önnur ágæt bók er Astrology, Nutrition and Health eftir Robert Carl Jansky útgefin af Para Rescarch 1977. Þessi bók fjallar líkt og hin fyrri um margvísleg mál tengd stjörnuspeki og læknisfræði. Fyrst er talað um uppruna læknisfræðilegrar stjörnu- speki. Síðan er fjallað um stjörnumerkin, mataræði og fæðutegundir, prótein, kol- vetni, fitu, ensím, hormóna, vítamín og steinefni, m.a. um það hvaða vítamín og stein- efni hvert einstakt stjörnu- uierki hefur mesta þörf fyrir. Einnig er fjallað um líkamann °g tengsl líffæra og kirtla við stjörnumerkin og plánetur. Eins og áður sagði er þetta ágæt bók, en liún er fræði- legri en hin fyrrnefnda. Vítamin ogjurtir Að lokum vil ég minnast á The American Book of Nutr- ition and Medical Astrology eftir Eilcen Naumann, gefin út af Astro Computing Sei'vic- es, San Diego, 1982^ Þetta er mikil bokisem fjallar um stjörnumerkin, plánetur, af- stöður, miðpunkta, læknis- fræðileg pró^og sjúkrasögur í fyrri hluta. I síðari lilutanum er fjallað um vítamín, stein- efni, jurtir, sölt og kirtlakerf- ið. Einnig er talað um sÞa'.u- spekilegar rannsóknir og í bókarlok fylgir listi yfir ýmis læknisfræðileg hugtök. Eg get mælt með öllum þessum bókum. Fyrir leikmann er sú fyrsta aðgengilegust en hinar krefjast þekkingar á líffræði og töluverðs áhuga á við- fangsefninu. GARPUR GRETTIR AF HVE'KJU &KC&IR.&Ú SV'ONA/GR£nil?: E&EKBUINNAP \f HEVEÐC} þETÞl j 'ÖLEIKIA SCKÚKMll/ BZAGPAST EINS .O BRENDA STARR ss HEFAHVG&rNsKTU ekk/ o/s£>in Uf? A£ FULL KO/HPÁNLEG /nó£>u/e l e/ð Þennan tugt- LEFTYS. yT. HÚSL/AH, A/ÖGU UEL T/L þESS AE> HAFA AHÝGEJUI?. /tF /VtÓOU/Z HANS- ÉS/ETLA yr/R 71L HE/UN/Ue. TOMMI OG JENNI - rr-riPMM a Mr% rtKUIIVAIMU V'x y-..— 4?^ UJMEN VOU ANP CHUCK WERE AT CAMP, MARCIE,PIP VOU DO A LOTOF THING5 TOGETHER? M00NLI6HTÍ UUALK!?.' AAUGMÍi IT IUA5N TMUCH OF A WALK.. UJE JU5T 60T STARTEP UUHEN CHARLE5 WALKEPINTO A TREE! Lékuð þið ýkkur mikið saman þegar þú og Kalli voruð í sumarbúðunum. Magga? Ja, við fórum í tunglgöngu. Það var ekki mikil ganga. Við vor- nm rétt að leggja af stað þegar Kalli gekk á tré. BRIDS Andstæðingar eru komnir í fjögur hjörtu og þú ert með jafna skiptingu. ÁKx í trompinu og ás til hliðar. Þrír öruggir slagir og kannski langar þig til að dobla. Eða er til of mikils mælst að makker skaffi svo sem einn til tvo slagi? Svo sannarlega. Mótheijarnir eru komnir í geim án þess að eiga þessi spil og því liggur styrkur þeirra annars staðar. Og spilið liggur vel til sóknarinnar. Það væri skynsam- legra að dobla með DG109 í trompi og EKKERT annað. Þá er doblað út á slæma legu. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ - ¥ G953 ♦ 9532 . ♦ ÁD1074 Vestur ♦ KG1095 ... VA872 ♦ D64 + 3 Suður ♦ Á8632 V KD106 ♦ ÁG ♦ 92 Austur ♦ D74 V 4 ♦ K1087 ♦ KG865 Vestur Norður Austur Suður - - Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 3 björtu Pass 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Útspil: hjartatvistur. Þetta spil er dæmi um vel lukkað „þrumudobl“. Það eru sagnir, auðvitað, sem eru lykill- inn að dobli vesturs. Hann býst við að hjörtun skiptist 4-4-4-1. - Sóknin fær því ekki marga slagi á tromp. Hann á spaðann marg- valdaðan á eftir opnaranum, og einspil í laufi ef það skyldi vera hliðarlitur blinds. Og síðast en ekki síst þá skriðu NS í geimið, svo styrkurinn er líklega skorinn við nögl. Uppskeran var eins og við var að búast. Sagnhafi svínaði laufníunni í öðrum slag, sem austur drap á gosa og spilaði tígli. Drepið á ás og meira iauf. Vestur lét á móti sér að trompa, svo ás blinds átti slaginn og lauf- drottningin fór yfir til vesturs. Nú stakk vestur, tók hjartaás og spilaði meira trompi: þrír nið- ur og 800 til AV. SKAK Jan Timman hefur reynst algjör ofjarl Bretans Jonathans Speel- man í byijanaþekkingu í einvígi þeirra í London. Staðan er nú 3K—2'/: Timman í vil og má það kallast gott hjá Speelman, miðað við þær stöður sem hann hefur þurft að verja. Sjötta skákin á mánudaginn byijaði þannig: Hvítt: Speelman. Svart: Timman, Spánski leikurinn, opna afbrigðið, 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Rxe4, 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 - Be6, 9. Rbd2 - 0-0, 10. Rbd2 - 0-0, 11. Bc2 - Bf5, 12. Rb3 - Bg6,13. Rfd4 - Bxd4, 14. Rxd4 (í fjórðu skákinni lék Speelman 14. cxd4 og fékk lak- ara, en sneri skákinni við og var nálægt sigri. Henni lauk með jafn- tefli eftir rúmlega 100 leiki), 14. - Dd7i? 15. Rxc6 - Dxc6, 16. Be3 - Hfe8, 17. f3? SMAFOLK 17. - Rxc3i, 18. Dd2 (Eftir 18. bxc3 — Dxc3 vinnur svartur manninn til baka og verður tveim- ur peðum yfir.) 18. — Bxc2i, 19. Dxc2 - Hxe5, 20. Hael - Re2+!, 21. Hxe2.(21. Dxe2 - d4 er mjög slæmt.) 21. — Dxc2, 22. Hxc2 - Hxe3, 23. Hxc7. Speelman hefur sloppið með skrekkinn og tókst að hanga á jafntefli í 53 leikjum með peð undir í hróksendatafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.