Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 16
i L 'i3ÖÖT»0 ;r (IKIAJ JOHOM 16 MORGUNBLAÐLÐ EOSTUDAGUII 13. OKTOBER 1989 Gjöld ríkissjóðs: Hækkun um 22,5% íi’á síðasta fimmvarpi HEILDARGJÖLD ríkissjóðs eru í ljárlagafrumvarpinu áætluð 93,2 niilljarðar króna og er það 17,1 milljarði hærra en var í síðasta ijár- lagafrumvarpi, en þá voru útgjöldin áætluð 76,1 milljarður. Hækkun- in er 22,47%. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs á þessu ári verði 84,7 milljarðar króna og því segir í frum- varpinu , að hækkun þess samsvari því, að raunvirði útgjaldanna dragist saman um 4,5%, eða sem nemi rúmum ijórum milijörðum króna. Hlutfail útgjaldanna af vergri Iandsframleiðslu á að verða 27,8% á næsta ári.en niðurstöðutölur síðasta fjárlagafrumvarps voru 25,8%. Hins vegar er nú spáð, að hlutfallið verði 28,7% á þessu ári. Spáð er að Iandsframleiðslan verði 294,2 milljarðar á þessu ári og 335,2 milljarðar á því næsta. Meðal helstu breytinga í fjárlaga- frumvarpinu á gjöldum ríkissjóðs má nefna að framlög til húsnæðis- lánasjóðanna lækki um milljarð króna, framlög til verðlagsmála og ríkisábyrgðar hækki um milljarð, en þau framlög eru til þess að standa straum af kostnaði vegna ýmissa tjóna stofnana ríkisins og vegna ófyrirséðra verðlagshækkana á vöru og þjónustu. Þá er sérstakur útgjaldaliður til fjárveitinga hjá ráðuneytunum til þess að þau hafi á fjárlögum fé til Ánægður að sjá hve margir létu sig kosningarnar skipta - segir Birgir Ármannsson, nýkjörinn formaður Heimdallar „ÞAÐ hefúr ekki komið fram teljandi skoðanaágreiningur milli okkar Sveins Andra og þessar kosningar snerust því fyrst og fremst um einstaklinga. Þetta var einn fjölmennasti aðalfundur í sögu Heimdallar og mér fannst ánægjulegt að sjá hve margir létu sig þessar kosnihgar skipta,“ sagði Birgir Armannsson, sem á miðvikudag var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Birgir hlaut 290 atkvæði og mótframbjóðandi hans, Sveinn Andri Sveinsson, 284 atkvæði. Birgir kvaðst ekki hafa tekið end- anlega ákvörðun um framboð fyrr en á þriðjudag. „Þessi stutti frest- ur hefur bæði kosti og galla,“ sagði hann. „Gallamir eru þeir að það er erfitt að koma skilaboð- um til félagsmanna og allur undir- búningur er mjög knappur. Hins vegar er helsti kosturinn sá, að minni hætta er á að illindi og sárindi nái að grafa um sig.“ Formaðurinn sagði að fyrir sér vekti að efla starf Heimdallar. „Eg er þeirrar skoðunar að starf- ið hafi undanfarið verið í nokk- urri lægð og ég hef mestan hug á að efla það með því að bæta tengsl félagsins við framhalds- skólana og Háskóla íslands," sagði hann. „Ég held að sjónar- mið Sjálfstæðisflokksins eigi góð- an hljómgrunn meðal ungs fólks og ef flokkurinn kemur sínum sjónarmiðum á framfæri við það þá nýtur hann þess í flokksstarfi og kosningum." Birgir sagði að fleiri þætti þyrfti að efla í félagsstarfinu en tengslin við skólana. „Fundarhöld hafa ekki verið nægur þáttur í starfinu og svo tel ég einsýnt að auka verði útgáfustarfsemi til muna. Framundan eru í starfi félagsins stór verkefni, sem eru undirbúningur fyrir borgarstjórn- arkosningar í vor og áframhald- andi barátta gegn ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Til að sá kraftur, sem í félaginu býr, megi nýtast er nauðsynlegt að menn slíðri sverðin að loknum þessum aðalfundi og vinni í sam- einingu að framgangi sjálfstæðis- stefnunnar," sagði Birgir Ar- mannsson, formaður Heimdallar, að lokum. Á aðalfundinum var einnig kos- in ellefu manna stjórn félagsins. Listi stuðningsmanna Birgis vann þar sigur og allir ellefu frambjóð- endur listans náðu kjöri. Þeir eru: Andri Haraldsson, Glúmur Jón Bjömsson, Halldór Skúlason, Haraldur Johannessen, Kjartan Magnússon, Pétur Jens Lockton, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Unnur Jónsdóttir, Þorsteinn Davíðsson og Þórður Pálsson. Ánægður með þann stuðning sem ég fékk - segir Sveinn Andri Sveinsson „í ÞESSUM kosningum var ekki málefnalegur ágreiningur með okkur Birgi, heldur var fyrst og fremst um persónukosningar að ræða. Eg er mjög ánægður með þann stuðning sem ég fékk og óska félaginu og nýrri stjórn þess heilla í starfi," sagði Sveinn Andri Sveinsson, sem beið lægri hlut fyrir Birgi Ármannssyni í formannskjöri Heimdallar á miðvikudagskvöld. Sveinn Andri kvaðst vera ósátt- hafa samband við stuðningsmenri ur við vinnubrögð Birgis, sem ekki hefði skýrt sér frá framboði sínu fyrr en á þriðjudagskvöld. „Ég sagði hveijum sem heyra vildi síðastliðið vor að ég ætlaði að bjóða mig fram til formanns og óskaði eftir því, meðal annars við Birgi, að ég yrði látinn vita ef af mótframboði yrði,“ sagði hann. „Þær upplýsingar fékk ég hins vegar ekki fyrr en seint á þriðju- dagskvöld, daginn fyrir fundinn. Það gaf mér nauman tíma til að mína og því ánægjulegt að kom- ast að því að 284 greiddu mér atkvæði." Sveinn Andri kvaðst ætla að vera virkur í starfí Heimdallar áfram. „Reynslan við framboðið er mér dýrmæt, því ég komst að því að það eru ekki allir viðhlæj- endur vinir. Ég ætla að hugsa minn gang, en það er ljóst að ég verð nýrri stjórn ekki til trafala í störfum hennar fyrir félagið.“ sérstakra fjárveitinga. Þessir liður er nýjung og nemur 100 milljónum króna, sem skiptast milli ráðuneyt- inu á bilinu 3 til 15 milljónir króna. Breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga veldur nokkrum breytingum á útgjöldum og í heild hefur breytingin í för með sér hækkun útgjalda ríkisins. Virðisaukaskattur veldur því, að endurgreiðsla uppsafnaðs sölu- skatts til atvinnuveganna fellur nið- ur og munar þar mest um hjá sjáv- arútvegsráðuneyti þar sem sá liður var rúmar 900 milljónir króna. Tryggingagreiðslur, niður- greiðslur og framlög breytast nokk- uð. Heildarútgjöld til þeirra eiga að nema 37.914 milljónum króna og hækka um rúma 9 milljarða frá fyrra árs frumvarpi. Niðurgreiðslur eiga að standa í stað í krónutölu frá þessu ári, 4.053 milljónir, sem þýðir stiglækkandi hlutfall niður- greiðslna í vöruverði eftir því sem verðlag fer hækkandi. Gert er ráð fyrir þvi, að framlög í atvinnuleysistryggingasjóð hækki um milljarð og verða 1.252 milljón- ir. í síðasta fjárlagafrumvarpi voru launagreiðslur ríkisins áætlaðar 23,7 milljarðar króna og í þessu frumvarpi eru þær áætlaðar 28,1 milljarður. Mismunurinn er 4,4 milljarðar, eða 18,6%. Fjárfestingar eiga að dragast saman miðað við fjárlagafrum- varpið, úr 8.684 milljónum króna í 8.338 milljónir. Stofnkostnaður á að hækka um 900 milljónir, en fjár- festingaframlög lækka um tæpar 12 hundruð milljónir og munar mest um lækkun til byggingasjóð- anna um milljarð. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Páll Guðmundsson í Sunnuhlið við uppskerustörf á hvítkáli. Hrunamannahreppur: Uppskera grænmet- is og kartaflna er í slöku meðallagi Góð haustveðrátta hjálpar í útiræktinni Syðra-Langholti. UPPSKERA á grænmeti úr gróðurhúsum og kartöflum verður í siöku meðallagi hér í Hrunamannahreppi í sumar. Misjölh uppskera en þó sums- staðar góð er á útiræktaða grænmetinu. Fréttaritari hafði tal af Georg Ottóssyni, einum af garðyrkju- mönnunum á Flúðum, og innti hann eftir hvernig útkoman yrði hjá garðyrkjumönnunum á þe.ssu ári. „Uppskeran í gróðurhúsunum var í tæpu meðallagi og má þar mest um kenna sólarleysinu hér á Suðurlandi en tómatar? paprika og gúrkur verða send á markað fram í nóvember. Segja má að gróður- húsaræktunin standi illa eftir þetta sumar en þar er offramleiðsla eins og í öðrum greinum. Góð uppskera var á sumarkáli og nú er hver dagurinn dýrmætur fyrir sprettuna á haustkálinu. Okkar takmark er að lengja geymslutímann á grænmetinu og verið er að setja upp betri og full- komnari geymslur. Þá erum við einnig að reyna ný afbrigði sem þola að geymast lengur. Stór hluti af okkar afkomu er eðlilega sölu- málin, hvernig þau ganga og sam- keppnin er mikil. Heildarneysla á grænmeti. hefur ekki aukist og þarna grípur að sjálfsögðu inn í kaupgeta almennings." Þá er því við að bæta að yfir- leitt er kartöfluuppskera undir meðallagi. Þar munar mest um hve voraði seint, einnig komu frostnæt- ur í byijun september. Flestir kart- öfluræktendur hér um slóðir nota úðunarkerfi til að varna frost- skemmdum enda varð uppskeran mun betri þar sem hún náði til. Kartöfluakrarnir eru flestir á fijó- sömum árbökkum. - Sig.Sigm. Málmfríður Sigurðardóttir, Kvennalista: Telur halla á flárlögum á sam- dráttartímum réttlætanlegan „Við kvennalistakonur höfum alltaf sagt, að á samdráttartímum sé verjandi að afgreiða fjárlög með halla,“ sagði Málmfríður Sigurðar- dóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista í samtali við Morgun- blaðið, er hún var spurð álits á fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra, sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag. Hún segir að við fyrstu sýn, sýnist sér sem ýmsar forsendur frumvarpsins fái ekki staðist, svo sem hvað varðar launabreytingar og gengisbreytingar. „Það er gert ráð fyrir 16% verð- bólgu á árinu, en það er ekki gert ráð fyrir neinum launahækkunum innan frumvarpsins," sagði Málm- fríður, og það taldi hún að stæðist ekki. „Ef launaforsendumar fara úr böndunum, þá eru forsendurnar þar með brostnar," sagði Málm- fríður. Málmfríður sagði jafnframt: „Auðvitað heggur maður einnig eftir því að þeir sem verið hafa í forsvari fyrir fjármálaráðuneytið á undanföi-num árum hafa talað um það að draga þyrfti úr þenslu ríkisumsvifa. Útþenslan varð mikil í fyrra og samkvæmt þessu frum- varpi verður hún einnig mikil. Gert er ráð fyrir 20 til 30% hækkun á yfirstjórn ráðuneyta á meðan að almennt er gert ráð fyrir 16% verð- breytingu milli ára. Því sýnist okkur sem skilningurinn nái einna helst til þeirra sem næst standa þeim er að fjárlagagerðinni unnu, en að.al- menningur eigi ekki að búa við eins góðan kost.“ Málmfríður benti á að samkvæmt frumvarpinu ættu tekjur ríkissjóðs að hækka um 2,7 milljarða, en út- gjöldin um 8 milljarða, sem segði sína sögu um þenslu ríkisgeirans. Ekkert benti til þess að staðið yrði við orðin um að draga úr þenslu ríkisins. Málmfríður sagði að samkvæmt efnahagsstefnu í þjóðhagsáætlun ætlaði ríkisstjórnin að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu í þjóðfélag- inu og veija lífskjör hinna tekju- lægstu, m.a. með því að lækka framfæslukostnað. „Nú sé ég ekki almennilega hvernig hún ætlar að lækka framfærslukostnað með því m.a. að virðisaukaskatturinn verður nú hærri hundraðshluti en sölu- skattui’inn er og þó að hann eigi að verða lægri af brýnustu lífsnauð- sýnjum, þá kemur þar aftur á móti að niðurgreiðslur verða lægri. Af þessu fæ ég ekki annað séð en þetta muni vega upp lækkunina, eða allt að því. Auk þess er sýniiegt að gjaldskrár ýmissa þjónustustofnana munu lækka, og það er líka skatt- lagning," sagði Málmfríður Sigurð- ardóttir. Ingi Björn Albertsson, Flokki frjáls- lyndra hægri manna: „ Jafii marklaust plagg og síðustu íjárlög“ „VIÐ fyrstu sýn á þessu fjárlagafrumvarpi fyllist maður vantrausti á Ólafi Ragnari Grímssyni, sem fjármálaráðherra,“ sagði Ingi Björn Albertsson, formaður þingflokks Fijálslyndra hægri manna í sam- tali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á fiárlagafrum- varpinu. Ingi Björn sagði að í ljósi þess að fjármálaráðherra hefði lagt fram frumvarp til fjárlaga á sl. ári, þar sem gert var ráð fyrir tekjuafgangi upp á 6 til 700 milljón króna , þar sem niðurstaðan yrði a.m.k. 5 millj- arða halli, ef ekki meira, þá læddist að sér sú miður góða hugsun að halli íjáflága næsta árs ætti eftir að verða allmiklu meiri en þessa árs. „Ég efast stórlega um að þær forsendur sem fjárlagafrumvarpið gengur út frá, fái staðist. Þar má nefna launakröfur og gengisbreyt- ingar. Fróðlegt verður að sjá ráð- herra glíma við óbreytt laun á næsta ári,“ sagði Ingi Björn. „Að öðru leyti lít ég á þetta sem nokkurn veginn jafn marklaust plagg og síðustu fjárlög voru,“ sagði Ingi Björn Albertsson, for- maður þingflokks Frjálslyndra hæ- grimanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.