Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 2
8 e«ei íiaao'rao .gi >1 LJOAcrjraö'-i QigAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ -FÖSTUDAGUR 13. OKTÖBER 1989 . Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Leitar álits aðila vinnumarkaðar á breytingum á vinnulöggjöfinni JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði við setningu Verkamannasanibandsþings í gær, að hún myndi á næstunni leita til aðila vinnumarkaðarins og fá fram afstöðu þeirra og greinargerð um það hvort þörf sé á endurskoðuu á vinnulöggjöfinni, og þá hvernig. í ræðu sinni sagðist Jóhanna telja, að verkalýðshreyfingin hafi verið alltof íhaldssöm á innra skipu- lag sitt, en afleiðing þess væri að foiystan hefði fjarlægst fjöldann í verkalýðshreyfingunni. Leiðrétting: Breytingar á tekju- skattskerfi til skoðunar Á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist frétt um fiárlagafrumvarpið, sem lagt var fram í fyrradag undir fyrirsögninni:“Tekjuskattshlut- fall hækkað og sérstakt hátekjuþrep." Fyrirsögn þessa má skilja á þann veg, að í íjárlagafrumvarpinu sé þrví lýst, að ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að hækka tekjuskattshlutfall og taka upp sérs- takt hátekjuþrep. Þetta er ekki rétt. í fjárlagafrumvarpinu segir m.a.: “Ríkisstjómin hefur ákveðið að end- urskoða tekjuskattkerfið á næst- unni í því skyni að það stuðli að meiri jöfnuði með því að létta skatt- byrði af lágtekjufólki en auka hana á hátekjufólki. Við þessa endur- skoðun hefur verið ákveðið að eftir- farandi kostir verði skoðaðir, sem tæki til áukins jöfnuðar innan tekju- skattskerfisins: 1. Að barnabætur verði í ríkara mæli tekju- og eignatengdar, þann- ig að þær komi fyrst og fremst í hlut lágtekjufólks. 2. Að hækka skatta á fólki með háar tekjur með því að hækka tekju- skattshlutfall og persónuafslátt. 3. Að komið verði á sérstöku skattþrepi á háar tekjur. 4. Að teknir verði upp tekju- tengd- ir húsaleigustyrkir." Þetta leiðréttist hér með. Jóhanna sagði að við slíkar að- stæður væru lýðræðisleg vinnu- brögð í vei’kalýðshreyfingunni í mikilli hættu. Því væri það knýj- andi nauðsyn að leiðandi öfl í verka- Lýðshreyfingunni staldri við og hugi að því skipulagsformi, sem hún hefði frá öndverðu byggt á, iiugi að því hvoit skipulagsform og starfshættir, sem gefið hefði verka- lýðshreyfingunni styrk í gær, sé ekki orðið hennar veikleiki í dag. „Virkt lýðræði og skilvirkt skipulag innan verkalýðshreyfingarinnar eru sá hornsteinn, sem verkalýðsbar- átta framtíðarinnar stendur og fell- ur með. Uppbygging og skipulag vei'kalýðshreyfingarinnai' verður að svara kröfum tímans og taka mið af fyrri reynslu. Ég bendi á hvort ekki sé tímabært að hugleiða álykt- un Alþýðusambandsþings frá 1958, þar sem kveðið var á um grundvall- arbreytingar í skipulagsmálum verkalýðshreyfingarinnar m.a. með því að taka upp starfsgreinafélög," sagði Jóhanna. „Ég er ekki hér og nú að boða endurskoðun á vinnulöggjöfinni. Ég er einungis að benda á að ég tel tímabært fyrir verkalýðshreyfing- una í landinu að staldra við og huga að skipulagsmálum sínum“,sagði Jóhanna rneðal ann- are. Sjá frásögn af setningu Verka- mannasanibandsþings á bls. 7 Ríkisendurskoðun í bréfí til utanríkisráðherra: Ekki ástæða til að tengja saman afinælisveizlu og áfengisúttekt Ærumeiðandi áburði hnekkt af óviihöllum aðila, segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Ríkisendurskoðun sendi Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkis- ráðherra, bréf í gær, þar sem fram kemur, að Ríkisendurskoðun hafi athugað gögn, sem utanríkisráðherra lagði firam -varðandi greiðslu á áfengi í afmæli þáverandi fiármálaráðherrafrúar. Segir í bréfinu, að gögn þessi hafi verið borin saman við áfengisúttektir frá 19. júlí og 5. ágúst 1988 og ekkert hafi komið fram, sem gefi tilefni til að tengja þetta tvennt saman eða rengja sannleiksgildi þeirra gagna, sem lögð hafi verið fram um að greiðsla veizlufanga hafi verið með eðlilegum hætti. Fréttatilkynning utanríkisráð- herra fer hér á eftir í heild:“Hjá- lagt er afrit af bréfi Ríkisendur- skoðunar til mín, sem mér barst í dag. Efni bréfsins skýrir sig sjálft. Þar með tel ég, að ærumeið- andi áburði, sem studdur hefur verið órökstuddum grunsemdum, hafi verið hnekkt af réttbærum og óvilhöllum aðila: Ríkisendurskoðun hefur, að beiðni yðar, hr. utanríkisráðherra, athugað gögn, er þér hafið látið í té, um það með hvaða hætti afmælisveisla fyrrverandi fjár- málaráðherrafrúar, sem haldin var 9. júlí 1988, var fjármögnuð og borið þau saman við tvær út- tektarnótur dags. 19. júlí og 5. ágúst 1988, er varða reiknings- gerð Borgartúns 6 á hendur fjár- málaráðuneyti, vegna áfengisút- tektar þess skv. risnuheimildum. Ofangreind athugun hefur ekki leitt neitt í ljós sem gefur ástæðu til að tengja þetta tvennt saman eða rengja sannleiksgildi fyrir- liggjandi gagna um að greiðsla veislufanga hafi verið með eðlileg- um hætti. Ríkisendurskoðun tekur skýrt fram að unnið er áfram að heildar- athugun á áfengisúttekt ráðu- neytanna árið 1988, sem henni var falin af yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings 1988. Þetta tilkynriist yður hér með.“ Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofiiuiiar: Sjálfstæðisflokkur fengi 47,6% atkvæða í Alþmgiskosningiim nú Aðeins 26,4% styðja ríkissljórnina SJALFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 47,6% greiddra atkvæða í al- þingiskosningum ef kosningar til Alþingis færu nú fram, samkvæmt þjóömálakönnun sem Félagsvísindastofnun hefúr unnið fyrir Morgun- blaðið. í alþingiskosningum 1987 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 27,2% atkvæða. Sömuleiðis myndi Kvennalistinn bæta við sig. Hann fengi 14,8% atkvæða ef kosið yrði nú, en fékk í kosningunum 1987 10,1%. Fylgi annarra flokka myndi hrapa, samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar. Samkvæmt könnuninni fengju A-flokkarnir báðir 8,3% greiddra atkvæða, en í kosningunum 1987 fékk Alþýðuflokkur 15,2% atkvæða og Alþýðubandalag 13,4% atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 17,6% atkvæða í kosningum nú, en fékk 18,9% í síðustu kosningum. Þá hefur fylgi Borgaraflokksins hrunið úr 10,9% í 0,3%. Fylgi Flekks mannsins færi úr 1,6% í 0,8% og Samtaka jafnréttis og félagshyggju færi úr 1,2% í 0,7%. Sömuleiðis fengi Þjóðar- flokkur 0,7% atkvæða í kosningum nú, en fékk í kosningum 1987 1,3%. Ftjálslindir hægrimenn fengju einnig 0,7% atkvæða ef kosið yrði nú. Samkvæmt könnuninni nýtur ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar stuðnings 26,4%. 51,2% sögð- ust vera á móti þéirri ríkisstjórn, sem nú sæti. 20% sagðist hlutlaus og 2,4% neituðu að svara þegar spurt var hvort viðkomandi væri frekar stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur. Könnunin var gerð dagana 3.-7. október sl. og var leitað til 1.500 manna á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu landinu. Upplýsinga var aflað í gegnum síma og fengust svör frá 1.060 manns. Nettósvörun nam 75%. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir svarendur um hvað þeir myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingiskosningar væiu haldnar 1 Þjóðleikhúsinu. Moi’gunblaðið/Julíus Harka færist í verk- fall rafiðnaðarmanna Eftir nokkurt stapp í Þjóðleikhúsinu í gær tókst Gísla Alfreðssyni þjóðleikhússtjóra að teygja sig með prik í hendi framhjá verkfallks- vörðum og í rafmagnstöflu fyrir liljóðkerfi Þjóðleikhússins og setja á það strauin. Verkfallsverðirnir færðu sig þá að spennistöð fyrir ljósabúnað hússins, en voru bornir burt og sýning fór fram. Hópur rafiðnaðannanna stóð arinnar á það ráð að tengja útsend- vörð við dyr sjónvarpshússins við ingu framhjá stjórnstöðinni. Þannig Laugaveg en innan dyra höfðu átta hófust útsendingar klukkan 18.30. starfsbræður þeirra sest að i aðalút- Pétur sagði að í Ijósi þessarar að- sendingarstjórn sjónvarpsins og gerðar hefðu sjónvarpsmenn talið krafist þess að öllum sjónvarpsút- sig óbundna af fyrra samkomulagi sendingum yrði hætt klukkan við Rafiðnaðarasambandsins og því 18.15. Að sögn Péturs Guðfinnsson- hafi að nýju útsendingu auglýyjnga ar framkvæmdastjóra Ríkissjón- en þeim hafði verið hætt 4 fyrra- varpsiris tóku forráðamenn stofnun- kvöld að kröfu verkfallsmanna. Við Sjónvarpið. Moi'gunblaðið/Ámi Sæbeig Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningarnar 1987. Peir sem taka afstöðu. Fjöldi Kjósa Sept. Júní Maí Kosningar nú 1989 1989 1989 1987 % % % % Alþýðuflokkur 61 8,3 8,9 11,3 10,9 15,2 Framsóknarflokkur 129 17,6 17,6 20,3 19,8 18,9 Sjálfstæðisflokkur 348 47,6 44,0 39,3 41,8 27,2 Alþýðubandalag 61 8,3 12,6 8,6 9,7 13,4 Kvennalisti 108 14,8 13,4 15,2 12,6 10,1 Flokkur mannsins 6 0,8 0,7 1,1 0,8 1,6 Samt. jafnr. og félagsh. 5 0,7 0,5 0,9 0,3 1,2 Þjóðarflokkur 5 0,7 0,5 1,1 1,9 1,3 Borgaraflokkur 2 0,3 1,4 1,8 03 10,9 Frjálsl. hægrimenn 5 0,7 0,1 0,4 1,6 - Aðrir 1 0,1 0,3 - 0,1 - Samtals 731 99,9% 100% 100% 100% 100% á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ voru spurðir áfram: Én hvaða flokk eða lista held- urðu að líklegast sé að þú myndir kjósa. Segðu menn enn „veit ekki“ voru þeir spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? 16,3% svarendanna sögðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær spurn- ingarnar, en þegar svörum við þriðju spurningu er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 7%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.