Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 25
GH't Íl?n-)T>1() .St íriOAíTJ (110/ Jí(7 jOHOM
MÖEGUNBLA'ÐIÐ FÖBTUDA'GUR 13. 'OKTÓBEK T9BK
Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnai-sdóttir
Iþróttahúsið og grunnskólinn á Grundarfirði.
Iþróttahús
vígl í
Grundar-
firði
Grundarfirði.
NÝTT íþróttahús verður vígt og
formlega tekið í notkun á Grund-
arfirði á morgun, laugardaginn
14. október.
Hið nýja hús mun gjörbréyta
allri aðstöðu til íþróttaiðkana, en
slík aðstaða hefur nánast ekki ver-
ið fyrir hendi. Hátíðahöld hefjast
kl. 15 í hinu nýja og glæsilega
húsi og búist er við mikium fjölda
gesta; menntamálaráðherra, þing-
mönnum og sveitarstjórnamönnum
héraðsins auk annarra boðsgesta
og heimamanna sem staðið hafa
einhuga að þessari byggingu. Að
hátíðahöldum loknum eru kaffiveit-
ingar í boði hreppsnefndar og eru
þær í umsjón foreldra- og kennara-
félags grunnskólans.
- Ragnheiður
Flóamarkaður
fyrir Kattholt
Kattavinafélag Islands heldur
flóamarkað á Hallveigarstöðum,
suðurdyr, Túngötumegin, laug-
ardaginn 14. október kl. 14-17.
Kattavinafélaginu hafa borist
margir góðir munir sem verða til
sölu á flóamarkaðnum. Það er von
stjórnarinnar að félagar og aðrir
velunnarar sjái sér fært að láta
eitthvað af hendi rakna. Því verður
veitt móttaka á Hallveigarstöðum
eftir kl. 11.00 á laugardag.
(Fréttatiikynning)
Opinn fiindur hjá
AA-samtökunum
AA-deildirnar í Reykjavík
munu halda opinn kynningar-
fund, laugardaginn 14. október
í Háskólabíói kl. 14.00. Þar koma
fram AA félagar og einnig gest-
ir frá Al-anon og
Al-ateen-samtökunum, sem eru
samtök aðstandenda alkóhólista.
AA-samtökin segja þetta um sig
sjálf: AA-samtökin, eru félags-
skapur karla og kvenna, sem sam-
hæfa reynslu sína, styrk og vonir,
svo að þau megi leysa sameiginlegt
vandamál sitt og séu fær um að
hjálpa öðrum til að losna frá áfeng-
isbölinu. Til þess að gerast AA-
félagi þarf aðeins eitt: Löngun til
að hætta að drekka. Inntöku eða
félagsgjöld eru engin, en með inn-
byrðis samskotum sjáum við okkur
efnalega farborða. AA-samtökin
eru sjálfstæð heild og óháð hvers
kyns félagsskap öðrum. Þau halda
sig utan við þras og þrætur og
taka ekki afstöðu til opinberra
mála. Höfuðtilgangur okkar er að
vera ódrukkinn og að styðja aðra
alkóhólista til hins sama.
í dag eru starfandi um 190 deild-
ir um land allt, þar af í Reykjavík
um 90 deildir, erlendis eru 5 ís-
lenskumælandi deildir. Hver þess-
ara deida heldur að minnsta kosti
einn fund í viku, og er fundarsókn
allt frá 5—10 manns og upp í 150
manns á fundi. I Reykjavík eru
margir fundir á dag og byija fyrstu
fundirnir kl. 11 fyrir hádegi og
þeir síðustu um miðnætti. Upplýs-
ingar um fundi og fundarstaði er
hægt að fá á skrifstofu AA-sam-
takanna Tjarnargötu 5, 101
Reykjavík.
(Úr fréttatilkynningu)
Kínverskt veit-
ingahús opnað
KÍNVERSKT veitingahús hefur
verið opnað að Reykjavíkurvegi
68 í Hafnarfirði og hefur hlotið
nafnið Singapore.
Kínverskar kræsingar verða á
boðstólum, frá 200 kr. til 1.350 kr.
Kínverskur kokkur sér um elda-
mennskuna og hægt er að taka
mat með sér heim.
Eigendur Singapore eru; Gunn-
laugur Þorsteinsson, Guðlaug
Sveinsdóttir, Sveindís Alexanders-
dóttir, Guðmundur Óskarsson og
Snorri Sveinsson. Framkvæmda-
stjóri er Anna Alexandersdóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
Eigendur veitingastaðarins
Singapore. F.v; Gunnlaugur Þor-
steinsson, Guðiaug Sveinsdóttir,
Anna Ragna Alexandersdóttir
og Jock Kim Tan, matreiðslu-
maður.
Björg Þorsteins-
dóttir í Norræna
húsinu
BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar
sýningu á olíukrítar- og vatns-
Iitamyndum í Norræna húsinu,
laugardaginn 14. október kl. 14.
Á sýningunni, sem er 13. einka-
sýning Bjargar, eru 50 verk unnin
á sl. ári og á þessu ári. Sýningin
verður opin til 29. október frá kl.
14-19 daglega.
Málþing um
menntun og
menningu
MENNING nútíðar — fortíðar —
framtíðar er yfirskrift sem
Bandalag háskólamanna stendur
fyrir laugardaginn 14. október í
Viðey.
í fréttatilkynningu frá BHM seg-
ir, að aðdragandinn að þessu mál-
þingi sé sá, að sl. haust var settur
á laggirnar starfshópur á vegum
menntamálanefndar BHM sem
fékk það verkefni að ræða spurn-
inguna hvers vegna' menntun og
menning virðast í varnarstöðu í
íslensku samfélagi. Hópurinn skil-
aði skýrslu í nóvember sem lögð
var fram á þingi BHM.
Málþingið verður sett kl. 10 ár-
degis af Grétari Ólafssyni, forni-
anni BHM, en að því loknu munu
þrír úr starfshópnum gera grein
fyrir efni skýrslunnar og svara fyr-
irspurnum.
Þeir Kolbeinn Bjarnason og Páll
Eyjólfsson munu flytja samleik á
flautu og gítar, en síðan munu
fundarmenn skiptast í saniræðu-
hópa, sem fjalla um eftirtalin efni:
Islenska tungu, menntakerfið,
tækni í þágu menningar, sambýli
lands og þjóðar og um þá sérstöðu
sem skapast vegna legu landsins.
Málþinginu lýkur með pallborðs-
umræðum umræðustjóra í hveijum
hópi og gert er ráð fyrir að mál-
þinginu ljúki um 16.30.
Málþingið er öllum opið.
Moi-gunblaðið/Fi-ímann Ólafsson
Ólafur Þór Jóhannsson og Eð-
varð Júlíusson athuga ásig-
koniulag síldarinnar.
Fyrsta síldin til
Grindavíkur
Grindavik.
ÁGÚST Guðmundsson GK-95
kom með fyrstu síldina á þessari
vertíð til Grindavíkur í fyrra-
kvöld. Aflinn var 110 tonn.
Síldin var veidd á Stokkanes-
grunni og að sögn Birgis Sigurðs-
sonar skipstjóra gekk vel að veiða
hana. „Það verður ekki vandamál
að veiða síldina," sagði Birgir,
„mér list verr á sölumálin erlendis.
Það er sama sagan með Rússann
á hveiju hausti.“ Síldin sem var
þokkaleg að sögn Birgis fer á
ýmsa staði í Grindavík og verður
söltuð.
Síldin er seld í umboðssölu inn-
anlands í gegnum Fiskmarkað Suð-
urnesja hf., sem gengur þannig
fyrir sig að útgerð viðkomandi báts
tiíkynnir um síld og magn sem
Fiskmarkaðurinn sér síðan um að
selja.
Ólafur Þór Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri FS sagði í viðtali við
Morgunblaðið að þetta hefði verið
reynt í fyrravetur og gefist vel og
því hefði verið ákveðið að halda
áfram á þessari vertíð. Hagurinn
af þessu fyrirkomulagi liggur aðal-
lega í að útgerðin fær greitt fyrir
síldina fljótar og skiptimarkaður
með síld milli útgerðamanna dettur
upp fyrir, að sögn Ólafs. Ólafur tók
fram að síldin er ekki sett á venju-
bundinn uppboðsmarkað heldur er
verðið í samræmi við Verðlagsráðs-
verð.
FÓ
Xiao-Mei Zhu í
Hafnarborg
KÍNVERSKI
píanóleikarinn,
Xiao-Mei Zhu,
heldur aðra tón-
leika á vegum
Evrópusam-
bands píanó-
kennara, í
menningarstöð-
inni Hafnarborg
í Hafnarfirði nk.
sunnudags-
kvöld, 15. október, kl. 20.30.
Á jjessum tónleikum leikur hún
Níu tilbrigði K.V. 573, svokölluð
“Duport“-tilbrigði og sónötu í D-
dúr K.V. 576 eftir Mozart og 12
sónötur eftir Domenico Scarlatti.
Sjóferðir NSSV
UM HELGINA, en þá er einn
stærsti straumur ársins, stendur
Náttúruverndarfélag Suður-
lands að sjóferðum með far-
þegabátnum Hafrúnu um Kolla-
ljörð og Skerjafjörð og út í eyjar
á Kollafirði. Háfjara verður á
milli tólf og eitt báða dagana.
Á laugardag kl. 11 verður farin
sigling með strönd Kollafjarðar og
að öllum eyjunum en Kollafjörður
nær á rnilli Kjalarness og Gróttu.
Kl. 14 verður farið út í Engey og
gengið um eyjuna.
Á sunnudag kl. 11 verður siglt
út Engeyjarsund og inn undir
Grandahólma. Þaðan suður í
Skeijafjörð milli Kerlingarskers og
Suðurness inn á Seiluna og áfram
sunnan Lönguskeija og Skildinga-
nesshólma inná Arnarnesvík og
Fossvog síðan út Skeijafjöi'ð að
norðanverðu.
Kl. 15 verður boðið upp á sjó-
ferð út í Þerney og Lundey og
gengið urn eyjarnar.
Björgunardeildin Ingólfur mun
annast flutning fólks á milli Haf-
rúnar og eyjanna. Farið verður frá
Grófarbryggju norðan við Hafnar-
húsið.
Öllum er heimil þátttaka í ferð-
unuin sem taka munu um tvær
klukkustundir.
(Fréttatilkynning)
Úr myndinni Halloween 4.
Laugarásbíó:
„Halloween 4“
frumsýnd
LAUGARÁSBÍÓ hefúr tekið til
sýninga myndina „Halloween 4“
Michael Myles hefur verið tíu
ár á geðveikrahæli, þegar ákveðið
er að flytja hann á annan slíkan
stað, segir í kynningu frá Laugar-
ásbíói. Hann er talinn hættulaus
eftir svo langa vistun en það er
öðru nær. Hann drepur hjúkruna-
rfólkið og síðan stefnir hann til
heimabæjar síns þar sem hann
hafði áður myrt 16 manns. Aðeins
einn maður skilur hugsanagang
morðingjans, en tekst honum að
stöðva hann í tæka tíð?
Húsavík:
Lömb þyngri en
í fyrra
Húsavík.
SLATRUN sauðíjár hjá Kaup-
félagi Þingeyinga á Húsavík hef-
ur gengið vel og í dag er búið
að farga um 50 þúsund Qár.
Meðalþungi dilka er í dag 14,4
kíló og er það heldur betra en
sl.ár.
Áætlað er að alls verði slátrað
rúmlega 56 þúsund fjár og slát-
urtíð ljúki um miðja næstu viku,
en það er frekar á undan áætlun.
Slátursala er mikil og mun meira
selt tii Eyjaijarðar og austur í sýslu
en áður hefur verið.
Sláturhússtjóri er Þorgeir Hlöð-
versson frá Björgum.
- Fréttaritari
„Sjúk í ást“ -
síðustu sýningar
NU ERU síðustu forvöð að sjá
sýninguna „Sjúk í ást“ eftir Sam
Shephard sem lcikhópurinn
Annað svið sýnir í ieikhúsi Frú
Emclíu í Skeifunui 3c.
„Sjúk í ást“ fékk góðar viðtökur
en það var frumsýnt í lok ágúst
og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi
síðan. Nú þurfa leikarar hinsvegar
að fara að sinna störfum annars
staðar og geta sýningar því ekki
orðið fleiri.
Verkið fjallar um ástríðufullt
ástarsamband manns og konu sem
tengd eru saman af sterkum bönd-
um fortíðarinnar þrátt fyrir síend-
urteknar tilraunir sínar til að
stokka upp spilin og hefja nýtt líf.
Með hlutverk í sýningunni fara
Valdimar Örn Flygenring, María
Ellingsen, Róbert Arnfinnsson og
Eggert Þorleifsson. Leikstjóri er
Kevin Kuhlke.
Síðustu sýningar eru laugardag-
inn 14. október kl. 18.30 og kl.
21.00 og mánudaginn 23. október
kl. 20.00 og kl. 22.00.
(Fréttatilkynning)
Heyrnar- o g tal-
meinakönnun í
Eyjum
MÓTTAKA verður á vegum
Heyrnar- og talmeinastöðvar ís-
lands í Heilsugæslustöðinni í
Vestmannaeyjum dagana 21. og
22. október. Þar fer fram grcin-
ing heyrnar- og talmeina og út-
hlutun heyrnartælya.
Sömu daga að lokinni móttöku
Heymar- og talmeinastöðvarinnar
verður almenn lækningamóttaka
sérfræðings í háls-, nef- og éyma-
lækningum.
Tekið verður á móti viðtalsbeiðn-
um í Heilsugæslustöðinni í Vest-
mannaeyjum.
Björg Þorsteinsdóttir við eitt verka sinna.
Xiao-Mei Zbu