Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 12
} h-d it-’ a■■}. .tj > MMjrdm 12 mmzri —- - . -"-l l MQRGUNBLAÐIÐ FÖStUdÁGUR' Í3~ ÖKTðBER 1989 Brúðkaup Figarós yndisleg sýning * eftir Arna Tómas Ragnarsson Nýlega birtist grein í enska tíma- ritinu OPERA þar sem fram kom gagnrýni á sýningu íslensku óper- unnar á Brúðkaupi Figarós (BF) eftir Mozart. Grein þessi er eftir virtan óperugagnrýnanda, Hillary Finch (HF) að nafni, en henni var boðið að sjá sýninguna er hún tók þátt í málþingi um gagnrýni hér á landi sl. vor. Grein hennar birtist þá reyndar i heilu lagi í DV og vakti nokkra athygli, bæði ummæli hennar um sýninguna sjálfa og eins um Islensku óperuna, sem hún sak- aði um skort á djörfung í verkefna- vali. Þótt gagnrýni Hilary Finch á óperusýninguna væri að ýmsu leyti jákvæð (einkum hrósaði hún frammistöðu einsöngvara og hljóm- sveitar) þá var hún í heild neikvæð. Kom það nokkuð á óvart þar sem sýningin hafði áður fengið einróma lof íslenskra gagnrýnenda og ánægðir óperugestir fylltu húsið á hverri sýningu. Um skrif hennar vil ég segja það að mér finnst þau málefnaleg að mestu þótt ég sé henni ósammála um margt. Þær neikvæðu hliðar sem hún sér á sýii- ingu Brúðkaups Figarós eru í stuttu máli, að henni finnst of mikið „leik- rit“ vera sett á svið — að tónlistin sjáff fái ekki nægilega að túlka til- finningar persónanna ein og sér heldur séu hreyfingar og látbragð ofnotuð í því skyni og að það hafi truflandi áhrif á sönginn og heildar- svip sýningarinnar. Svipaðar raddir hafa áður heyrst um leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttur, sem hiaut upphaflega skólun í leikhúsi og ballett og vilja margir rekja það til þess. Hinu má þó ekki gleyma að hún hefur fengið mikla reynslu í leikstjórn óperusýninga og almennt hefur hin „leikhúslega" leikstjórn hennar fallið í kramið hjá íslending- um, m.a. hefur hún oftlega fengið sérstakt lof fyrir vel útfærð hópat- riði. íslendingar eru auðvitað ekki upp til hópa mjög vanir því að sjá óperusýningar og vel má vera að leið Þórhildar geri óperuna aðgengi- legri en ella og það eigi þátt í góðri aðsókn (hvort sem það vakir nú fyrir Þórhildi eða ekki). I öllu falli finnst mér að þarna standi maður að verulegu leyti frammi fyrir smekksatriði sem liver og einn verð- ur að gera upp við sig, en að ekk- ert eitt sé rétt. Sama má reyndar segja um leiktjöldin, sem mér finnst vera mjög falleg og falla vel að sýningunni og húsinu, þótt HF hafi fundist annað. Við umræður um þessi mál hlýt- ur einnig sú spurning að vakna — til hvevra er verið að höfða með óperusýningum — til sérfróðra manna um óperumál eða hinna al- mennu óperugesta? Málið er nefni- lega það að þessir tveir hópar fara í óperuna í mismunandi tilgangi. Þannig fer t.d. HF ekki í óperuna til þess að sjá Brúðkaup Figarós heldur til þess að sjá hvernig BF er sýnt hér — óperuna sjálfa er hún búin að sjá þúsund sinnum og vill því helst sjá eitthvað óvenjulegt og frumlegt í næstu sýningu (það er — með ólíkindum hvað sumir óperu- gagnrýnendur hafa lagt blessun sína yfir bara fyrir frumleikann). Bróðurparturinn af óperugestum er þó ekki kominn til þess að sjá hvern- ig BF er sett á svið heldur einfald- lega til þess að sjá þessa óperu pg njóta ævintýrisins sem best. Ég skal ekki dæma um það hvorum tilganginum sé göfugra að þjóna, en vil þó fullyrða að fyrir íslenskar aðstæður sé vart grundvöllur fyrir annað en það síðast talda og ég sé sjálfur í rauninni ekkert athugavert við_ það. í mörgum listgreinum þykir nú ekki fínt að bjóða fram iist sem höfðar til áhuga eða smekks al- mennings. Því er haldið fram að listin sé til listarinnar vegna og einskis annars (nema ef vera skyldi listamannanna sjálfra), en eios og allir vita er svo engin einhlít leið til að skilgreina hvað list er. Þann- ig þykir því fínast að gera myndir sem ekki gleðja augað, semja tón- list sem enginn getur sungið o.s.frv. Islenska óperan er nú ekki komin svo langt í sínum listþroska að hún hafi enn lagt á þessa braut heldur hefur hún reynt að bjóða fram óperusýningar, sem gera mætti ráð fyrir að Íslendingar hefðu ánægju af að sjá og heyva. Þetta hefur tek- ist alveg bærilega ef marka má aðsóknartölur, sem eru ótrúlega háar enda hafa óperugestir og gagnrýnendur lokið miklu lofsorði á nær allar sýningar ÍÓ og þá ekki síst á sýningu hennar á Brúðkaupi Figarós. Og þá erum við komin að gagn- rýni HF á starfsemi ÍÓ, en hún er raunar af svipuðum toga sprottin og hin fyrri, þ.e. út frá sjónarhóli sérfræðingsins, sem hefur séð allar óperur þúsund sinnum. HF óskar eftir meiri dirfsku í verkefnavali — ekki bara að sýna hinar klassísku vinsælu óperur heldur reyna eitt- hvað nýtt. Því er auðvitað til að svara að óperur verða klassískar og vinsælar af því að þær eru góð- ar óperui' — og þá eiga þær auðvit- að alltaf erindi. Óperusýningar eru heldur ekki daglegt brauð á íslandi og því lítil hætta á að fólk fái hund- leið á einhverri ákveðinni óperu (eins og HF heldur þó fram ásamt því að vinna við vinsælar óperur teljist vart skapandi starf!). Slíkan leiða fá bara sérfræðingar í útlönd- um og ég fullyrði að fleiri hafi sak- að ÍÓ um of mikla dirfsku í verk- efnavali en skort á henni. Nægir þar að minna á sýningarnar á Aida („allt of stórt verkefni") og Don Giovanni („höfðar til allt of fárra“). Vilji ÍÓ sýna enn meiri dirfsku væri það náttúrulega í því skyni að setja upp nýja íslenska óperu, en reynslan af aðsókn á sýningu á óperu Karólínu Eiríksdóttur „Mann hef ég séð“, sem því miður alltof fáir sáu ástæðu til að sjá, er þó ekki beint uppörvandi fyrir óperu- hús sem fær 70-80% af tekjum sínum af aðgöngumiðasölu. Hilary Finch kom reyndar aftur hingað í sumar til að sjá óperu Karólínu (m.a. á vegum Styrktarfé- lags íslensku óperunnar) og átti ég þá við hana tal vegna skrifa hennar um BF. Þar kom fram að hún hafði sorglega lítið kynnt sér aðstæður á íslandi, vissi ekki að íbúar Reykjavíkur væru aðeins um 100 þúsund og að það færu 10-15 þús- und manns til þess að sjá hveija óperusýningu að jafnaði (sem er auðvitað margfalt heimsmet), hún vissi ekki mikið um sögu og aðstæð- ur IÓ. Ég held því að það hafi runn- ið upp fyrir henni að skrif hennar um að hér væri ómótaður og mót- tækilegur óperuáhorfendahópur, sem væri til í alls kyns nýjungar, hafi í raun verið alveg út í bláinn 9g varla hægt að ætlast til að stjórn íð mótaði stefnu sína eftir slíkum sjónarmiðum. Hvort „Islenska óperan sé í þeirri öfundsverðu aðstöðu að starfa í list- rænu andrúmslofti sem er eins hreint og tært og loftið sem menn anda að sér á Islandi" sé rétt eða ekki ætla ég ekki að dæma um. Hitt veit ég að saga ÍÓ er ævintýri sem enn er að gerast — ekki bara fallegt ævintýri, heldur einnig upp á líf og dauða, því tilvera ÍÓ hefur lengstum hangið á bláþræði. Þótt fjái'stuðningur opinberra aðila hafi vissulega aukist verulega þá má segja að með því hafi stjórnvöld einungis ákveðið að ÍÓ ætti ekki að deyja, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort hún verður látin lifa. Stuðningui' fjölmargra styrktarfé- laga og styrktarfyrirtækja er ÍÓ því mjög mikilvægur, en enn um sinn mun það þó alfarið verða í höndum gesta IÓ hvort hún muni lifa. Því vilja vinir ÍÓ eindregið hvetja sem flesta til að skunda í Óperuna og sjá sýninguna yndis- legú — Brúðkaup Figarós! Ilöfwnlur er í stjórn styrktarfélags Islensku óperunnar. Lítt ígrundaðar sparnað- arhugmyndir stjórnvalda Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá stjórn Læknafélags Islands: Undanfarnar vikur og daga hafa fjölmiðlar óspart fjallað um háan kostnað ríkisins vegna heilbrigðis- þjónustunnar. Vissulega er það ómaksins vert að fjalla um þann kostnað en því miður hefur umfjöll- unin ekki verið málefnaleg, heldur hefur því margoft verið slegið föstu, að kostnaðurinn við heilbrigðisþjón- ustu hér á landi sé allt of hár og því kennt um, að tekjur lækna og ýmissa annarra starfsmanna í heilbrigðis- þjónustunni eigi þar stærstan hlut. Nú er það svo, að það vita þeir, sem vilja vita, að heilbrigðisjjjónust- an er síst dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum og sorglegt ef satt væri að þjóðin ráði ekki við þann kostnað í Ijósi þess að jijoðartekjur á hvern íbúa, eru sagðar hvað hæst- ar hér á landi. Enda þótt nú ári ekki verr til sjáv- ar og sveita en gengur og gerist er öllum Ijóst að illa árar í ]>jóðarbú- skapnum. Stjórnvöld hafa gefið fyrir- mæli um niðurskurð útgjalda, þar á meðal í heilbrigðisþjónustunni. P’ram komu fyrirmæli um að skera sérstak- lega niður launakostnað sjúkrahús- anna og var því m.a. mætt með lok- un sjúkradeilda og fækkun rúma. Fækkun sjúkrarúma er vafasöm sparnaðarráðstöfun þjóðhagslega séð, m.a. vegna aukins vinnutaps sjúkra. Hvað sem því líður eru allar líkur á því að sparnaðarmarkmið sjúkrahúsanna náist. Um sl. áramót voru gerðar veiga- miklar breytingar á gjaldskrársamn- ingi sérfræðinga. Tölur um kostnað vegna sérfræðijjjónustu utan sjúkra- húsa á árinu 1989 liggja að sjálf- sögðu ekki fyrir ennþá, en öll merki benda til þess að hann hafi minnkað eins og tilætlunin var. Það er þannig ijóst, að sparnaðaráform hafa náð fram að ganga að verulegu leyti á þessum tveimur viðamiklu sviðum heilbrigðisjíjónustunnar. Hafa lækn- ar þannig lagt sitt af mörkum, til að svo mætti verða. Fyrir nokkrum ártim var kostnað- ur við rekstur sjúkrahúsanna mjög til umræðu og voru þá sjúkrahús- læknar gerðir að blórabögglum og kostnaðurinn sagður að verulegu leyti tilkominn, vegna þess að þeir hefðu svo há laun. Nú er rætt um kostnaðarauka i sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa og enn gerist það, að sérfræðingamir eru gerðir að blórabögglum, kostnaðaraukinn sagður stafa af háum tekjum þeirra. Þeim er jafnvel borinn á brýn óheið- arleiki í starfi, rætt er um „oflækn- ingar", að þeir svífist einskis í rann- sóknum, að þeir sölsi undir sig störf frá „ódýrari læknum" og fleira í þeim dúr. Eða með öðrum orðum: Umræðan er ekki málefnaleg, héldur virðist með þessu verið að slá ryki í augu fólks, trúlega, til að minnkuð jjjónusta á þessu sviði verði síður áberandi. í þeirri herför, sem undanfarið hefur verið gerð að læknum, einkum sérfræðingum utan sjúkrahúsa, hafa m.a. komið fram þijár tillögur heil- brigðisyfii'valda, sem ætlað er að draga úr kostnaði við sérfræðiþjón- ustu utan sjúkrahúsa, nái þær fram að ganga. 1) Rætt hefur verið um að meina sjúkrahúslæknum sérfræðistörf utan sjúkrahúsa. Ekki er með neinu móti hægt að sjá, að slík ráðstöfun leiði til lægri kostnaðar, nema þá, að sér- fræðiþjónusta utan sjúkrahúsa legg- ist nánast niður. Hverjir yrðu til að sinna þessari þjónustu, ei' læknum, sem starfa á sjúkrahúsum, væri með valdboði bannað að sinna henni? Hvaða læknar aðrir koma þar til álita? Gildandi kjarasamningur sjúkra- húslækna kveður á um, að sjúkrahús- lækni í fullu starfi sé heimilt að sinna sérfræðistörfum utan sjúkrahúsa 9 klst. á viku hverri utan dagvinn- utíma. Þetta ákvæði er ekki tilviljun, heldur byggir á áratuga reynslu fyr- ir því, að þessi tilhögun eykur sam- hengið í greiningu og meðferð sjúk- dóma. Fjölmargir sjúkrahúslæknar eru í hlutastöðum og eru engin samn- ingsákvæði til, sem takmarka sér- fræðistörf þeirra utan sjúkrahús- anna. Það ber vott um vanþekkingu á eðli málsins, þegar gefið er í skyn, að sparnaður muni nást við að meina sjúkrahúslæknum að sinna sjúkling- um utan sjúkrahúsa, á eigin stofum eða annars staðar. Það þýddi hins vegai' minni þjónustu við sjúklinga. 2) Lagt hefur verið til að bjóða út sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa, en næsta óljóst er, hvað átt er við. Helst er að skilja, að í vissum sér- greinum yrði boðið út ákveðið magn þjónustu og einhvers konar kvóti þá settur innan hverrar sérgreinar. Væntanlega yrði að jafnaði tekið lægsta tilboði eins og þekki&L við útboð á verklegum framkvæmdum. Enda þótt ekki sé óhugsandi að það gæti verið til hagsbóta, að læknar sem heild yrðu verktakar við vissa þætti heilbrigðisþjónustunnar, er ljóst, að í sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa hentar þetta fyrirkomu- lag á engan liátt. Lág tilboð, undir- boð, byggjast væntanlega á því, að í boði verði léleg þjónusta, þar sem slegið hefur verið af gæðastaðli. Jafnframt er Ijóst, að ári illa um sjúk- dóma og heilsufar, getur fyrirfram ákveðinn og umsaminn kvóti reynst uppurinn löngu áður en áætlaður starfstími er liðinn. Til hvaða bragða á þá að grípa? 3) Lagt er til, að skilyrðislaus til- vísunarskylda verði tekin upp á nýjan leik. Með tilvísunarskyldu er átt við það, að til þess að sjúklingur megi leita til sérfræðings þannig að sjúkratryggingar taki þátt í greiðslu, verður hann fyrst að fara til viðkom- andi heimilis- eða heilsugæslulæknis og fá hjá honum skrifaða tilvísun til sérfræðingsins. Þetta fyrirkomulag var við líði um alllangt skeið, þar til fyrir nokkrum árum, að það var af- lagt sökum margvíslegra vankanta og erfiðleika, sem af þeim leiddu. Læknar eru sammála um, að endur- vakning tilvísunarkerfis í sömu mynd og áður þekktist væri síst til hags- bóta fyrir almenning. Heimilislæknar vilja hvorki né geta við núverandi aðstæður tekið að sér skömmtunar- stjórn á sérfræðiþjónustuna í landinu og vert er að undirstrika, að hlut- deild heimilis- og heilsugæslulækna í heilbrigðisþjónustunni hefur breyst og aukist jafnt og þétt hin síðari ár. Læknafélag Islands er nú sem áður reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að auka rekstrarhag- kvæmni í heilbrigðisþjónustunni og styður alla viðleitni til sparnaðar þar. Læknafélag íslands er hinsvegar ekki reiðubúið til að taka þátt í að- gerðum, sem rýra gæði læknisþjón- ustu og heftir aðgang fólks að henni. Læknafélag íslands hefur áður og aftur nú bent á ýmislegt, sem dregið gæti úr kostnaði heilbrigðisþjón- ustunnar. Má þar t.d. nefna eftirfar- andi: 1. Enda þótt margt hafi áunnist varðandi verkaskiptingu sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu, gæti verið hagkvæmt að auka hana enn meir. Ef sannað þykir, að aukin samvinna, jafnvel samruni sjúkrahúsanna að einhveiju eða öllu leyti leiði til minni kostnaðar, telja læknar sjálfsagt og eðlilegt að vinna að því markmiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.