Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 36
MÖRGUÉBLÁÐIÐ' FÖSTCDAGUR 13. OKTÓBER 1989 .36 „ (?essí nýjct. geré okfcar heitír , Hjónaloanclsbjajrg\/eeituhrW . . . að leyna engu. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved • 1909 Los Angeles Times Syndicate czrzj þeim ... Vitið ræður ekki ferðinni Til Velvakanda. Nú loksins þegar Fram- sóknarflokkurinn er búinn að syngja sitt síðasta, þá væri fróðlegt að vita hvað hann hefur kostað Hver á þessa kisu? Þessi kisa fannst á hrakningi í Ljárskógum. Hún er grá og hvít og ómerkt. Þeir sem kannast við kisu eru vinsamlegast beðnir að hringja strax í síma 76206. þjóðfélagið sem úrelt miðflokka- kerfi. Til að fela tilgangsleysi sitt var kvótaruglinu komið á. Það er jafn heimskulegt og að ætla að banna fisknum að synda úr land- helginni að hafa þessa kvóta, sem enginn skilur og er ekki annað en feigðarflan framsóknarstefnunnar. Árið 1981 var farinn leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar út að Reykjaneshrygg og þá var sagt að úthafskarfinn væri óætur, nú 9—10 árum seinna er hann talinn vel ætur. Þetta voru niðurstöður fiskifræðinga á þessum tíma, þetta væri svipað og svínakjöt yrði að lambakjöti. Síðan hafa fiskifræðingar talið stofninn svona og svona stóran. Sjávarútvegsráðherra tekur þessar niðurstöður mjög alvarlega þó sýnt sé að fiskifræðingar hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. T.d. þegar Stranda- grunnið var opnað og togarar fengu að stunda gengdarlaust smáfiska- dráp áður en svæðinu var lokað aftur. Þetta sýnir að vitið ræður ekki ferðinni í þessum málum. Fiskistofninn verður fyrir áhrifum af sjávarhita og straumum og landið er í Golfstraumsbelti. Og því tel ég að sjómenn viti það manna best hvernig eigi að haga fiskiveið- unum og standa að annarri nýtingu sjávarauðlinda. Það þætti t.d. gott þótt það kæmi nema 2—3 prósent af hrygningu til skila. Til að slíkt gæti gerst væri nauðsynlegt að stöðva veiðar yfir hrygningartím- ann. Það er sýnt að Framsóknar- flokkurinn er ekki hæfur til að stjórna fiskveiðum þegar hann sjálf- ur er á góðri leið með að setja sína sterku samvinnuhreyfingu á haus- inn, SÍS-veldið sjálft. Eg tala nú ekki um villigróðurinn sem hann hefur gróðursett í valdastöðum í ke.rfinu. Það væri fróðlegt að vita hvor hverfur fyrr, Stalínisminn eða gin og klaufaveiki framsóknarinn- ar. Jónas Guðmundsson Þessir hringdu . . Röng dagsetning Spaugsamur hringdi: „Það er ekki von að fjár- málaráðherra geti reiknað hin stærri dæmin þegar hann og að- stoðarmenn hans eru ófærir um að segja til um réttan vikudag nokkur ár fram í tímann. Þetta sést í auglýsingu frá hinu háa ráðuneyti nýverið sem sýnir for- síðu Morgunblaðsins með dag- setningunni miðvikudagur 16. janúar 2010. 16. janúar 2010 er laugardagur." Frábært barnaleikrit L.G. hringdi: „Barnaleikritið Regnboga- drengurinn eftir Ólaf Gunnarsson, sem nú er verið að sýna í Gerðu- bergi, er alveg frábært. Ég fór á sýninguna með fimm ára barn og þó húsið væri fullt af börnum hefði ekki mátt heyra saumnál detta alla sýninguna, svo vel hélt hún athygli barnanna. Því var ekki að heilsa á Óliver í Þjóðleik- húsinu, sem ég sá einnig fyrir skömmu, því þar mátti heyra skijáf í sælgætispappír og þess hátta meðan á sýningu stóð.“ Gleraugu Gleraugu töpuðust á leið frá Hamraborg í Kópavogi að Bíóhöll- inni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 641542 eftir kl 17. Kettir Mjög stór svartur og hvítur högni fór að heiman frá sér að Rauðalæk 2 hinn 3. október. Hann er ómerktur. Þeir sem einhvetjar upplýsingai' geta gefið eru beðnir að hringja í síma 681525. Svartur og brúnbröndóttur fressköttur með hvítan háls, trýni og loppui' fór að heiman frá sér 7. október. Hann er eyrnamerktur R7587. Vinsamlegast hringið í síma 34146 eða 25404 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Gullhringir Tveir gullhringir fundust í snyrtiherbergi í Kringlunni fyrir nokkru. Upplýsingar í sín;a 37310 eftir kl. 20. Veski Veski var tekið í Rauðaljón- inu 23. septemlrer. 1 þvi voru gler- augu, húslyklar, bankabók, vísa- kort o. fl. Vinsamlegast hringið í síma 34508 ef eitthvað af þessu hefur fundist. Kápa Ljós tvíhneppt ullarkápa kom í jeitirnar í fatahenginu hjá Hótel ísland. Getur eigandi vitjað hennar þar. Hjól Hvítt Winther kvenreiðhjól með barnastól er í óskilum hjá Háskóla íslands. Eiganandi hafi samband við húsverði í Odda eða Árnagarði. Frakki Nýlegur dökkblár frakki var tekinn í misgripum í fatag- eymslu á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í Laugardalshöll 7. októ- ber. Frakki mjög svipaður en með slitnara fóðri var skilinn eftir. Sá sem hér á hlut að máli er beðinn að hafa samband í síma 666044. Víkverji skrifar Landsfundi Sjálfstæðisflokksins er lokið með mannabreytingum í varaformannsstóli. Einn lesenda Morgunblaðsins hringdi á ntstjórn blaðsins og vildi tjá sig um þessar breytingar, sem hann kvað stinga mjög í stúf við annað, sem gerðist í stjórnmálum landsins. Fannst honum foiystumenn ilokksins hafa sýnt hveijir öðinm mikinn drengskap og flokknum mikla hollustu og kvað hann menn vera orðna vana allt öðr- um vinnubrögðum í stjórnmálum í dag, þar sem hver reyndi að klóra úr náunganum augun. Vildi les- andinn lýsa ánægju sinni með þetta og vonaðist til að þetta bæri vitni betri tíð í íslenzkum stjórnmálum. xxx Viðbrögð foiystumanna í Aust- ur-Þýzkalandi vekja furðu, er þegnar þess lands kreflasb breytinga í landsstjórninni og aukins frelsis. Á sama tíma og Ungverjar leggja niður Kommúnistaflokk landsins af því að kommúnismi er úrelt þjóðfélagskei'fi, stíga öldungarnir í foiystu Austur- Þýzkalands á stokk og hóta að beita vopnavaldi gegn vopnlausri alþýðu landsins, sem aðeins krefst frelsis. Öldungamir era raunar einu stjórn- málamennirnir í Evrópu, sem mælt hafa árásum kínverska alþýðuhersins á stúdenta í Peking, bót og telja að þeir geti leyst sín vandamál heima fyrir með vonpavaldi. Á sama tíma og þeir lialda upp á 40 ára afmæli nkisins flýr fólk tugþúsundum saman til Vestur-Þýzkalands, fólk, sem er úrkula vonar um betri tíð heima fyr- ir. Staðreyndirnar tala sínu máli og stoðar lítt fyrir Eric Honecker flokks- foringja austur-þýzkra kommúnista, að lýsa yfir að þar blómstri sælui'íki á meðan fólksflóttinn heldur áfram. xxx Yíkveija hefur borizt bréf frá Geir Magnússyni í Harrisburg í Pensilvaníu, þar sem hann segir m.a.: „Ég sá í blöðum, sem ég fékk nýlega, að Svíakonungur og hans góða kona höfðu heimsótt gamla Frón. Það er ekkert nema gott um það að segja, einhvers staðar verða allir að vera. Það sem ég hnaut um, var sú frétt, að kóngi hefði verið leyft að „veiða“ 10 hreindýr. Mér brá, þegar ég sá þetta. Era ennþá til menn, sem telja það til gildis að slátra dýram á víðavangi? Varla skortir kónginn kjöt til vetrarins og ekki býst ég við að hann háfi haft svo mikið við að elta dýrin uppi, þykir líklegt að gæfar skepnur hafi verið reknar fram fyrir byssukjaft hans hátignar. Var ekki alveg eins hægt að leyfa honum að vinna við trippaslátran part úr degi, ef hann hefur svona ósköp gaman af því að fella stór- gripi?“ I lok bréfs síns segir Geir Magnús- son síðan: „Nei, þurfi að grisja dýra- hjörð, þá eiga eftirlitsmenn að gera það á sem kvalaminnstan hátt. Veið- ar til þess eins að drepa eiga sið- menntaðir menn að leiða hjá sér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.