Morgunblaðið - 14.10.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 14.10.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ■ LAUGARDAGUR 14:\QKipgeRf989:' cf Vísitala fram- færslukostnaðar: Hækkun 3ja mánaðajafti- gildir 23,6% verðbólgu KAUPLAGSNEFND heftir reikn- að vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í októberbyrj- un 1989. Vísitalan í október reyndist vera 133,7 stig eða 2,0% hærri en í september. Hækkun matvöruverðs hafði í för með sér 0,6% vísitöluhækkun en því til frádráttar kom lækkun á mjólk og mjólkurvörum 21. septem- ber sl. sem olli 0,1% lækkun vísi- tölunnar. Húsnæðiskostnaður hækkaði um 5,2% sem hafði í för með sér 0,6% hækkun vísitölunnar og má rekja það til hvors tveggja, hækkunar á viðhaldskostnaði og fjármagnskostnaði. Rafmagns- kostnaður hækkaði um 9,0% og húshitunarkostnaður um 3,7% og leiddi það til um 0,2% hækkunar vísitölunnar. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,9% hækkun visitölunnar en á móti kemur 3,4% verðlækkun á bensíni l.október sl. sem olli um 0,2% lækkun vísitölunnar. Sípasttiðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 21,1%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,4% og jafngildir sú hækkun um 23,6% verðbólgu á heilu ári. ísfiskútflutning- urinn í september: Verðáþorski með allra hæsta móti SALA ísaðs lísk héðan á fisk- mörkuðunum í Bretlandi og Þýzkalandi nam 7.725 tonnum að verðmæti 709 milljónir króna. Meðalverð á kíló í Bretlandi var um 107 krónur, en 71 í Þýzka- landi. Þorskverð í Bretlandi var um 1,13 pund á kíló og er það næst hæsta meðalverð yfir einn mánuð, sem fengizt hefur. Eldra metið er frá árinu 1987. Alls voru seld 3.415 tonn úrgám- um í Bretlandi, þar af þorskur 1.824 tonn. Heildarverð var tæpar 370 milljónir króna. Meðalverð í pund- um var 1,12 en 108,16 í krónum. Fyrir þorskinn fengust að meðaltali 1,13 pund, 109,85 krónur. Sala úr gámum í Þýzkalandi nam 1.217 tonnum að verðmæti 86 millj- ónir króna. Meðalverð í mörkum var 2,25, 71,21 króna. Hæst meðal- verð í mörkum fékkst fyrir grálúðu og þorsk, 3,14 mörk. Fyrir karfa fengust 2,53 mörk að meðaltali og hefur það oft verið hærra. Landssamtök heimavinnandi fólks stofnuð STOFNFUNDUR Landssamtaka heimavinnandi fólks verður hald- inn á Holiday-Inn, i dag, laugar- dag, kl. 13.30. I fréttatilkynningu frá undirbún- ingsnefnd segir, að Landssamtök- unum sé ætlað að veita stjórnvöld- um aðhald og vinna að leiðréttingu á kjörum og réttindum heimavinn- andi fólks svo sem lífeyrissjóðsmál- um, skattamálum, tryggingamálum Og öðrum þeim sviðurn, þar sem heimavinnandi fólk hefur ekki notið réttar á við annað vinnandi fólk. 27áráíslandi (U) PIOMEER SYNING ídag frá kl. 10-16 Hlustaðu á hljóminn í tækjum, samvöldum úr gullnu línunni sem kosta kr. 419.441 og hlustaðu á hljóminn í samstæðu sem kostar kr. 49.696 og spáðu í endalausa möguleikana á samvali tækja á öllu þessu verðbili. ER breytir liein 0g að sjálfsögðu sýnum við öll bíltækin líka, því PIONEER breytir bilnmii í liljómleikaböll Heitt á könnunni og kók í glasi fyrir sýningargesti Á sýningunni bregður líka fyrir því nýjasta í SAL0RA-LUX0R móttökubúnaði fyrir gervihnattasendingar og SHARP sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og tökuvélum. HLJÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖTU SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.