Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 urvakin árið 1962 eftir að Haukar og FH höfðu sent sameiginlegt lið undir nafni KHR. FH-ingar tóku þá stefnu að byggja upp fyrir framtíðina og sú uppbygging skil- aði sér tólf árum síðar en þá vann FH sér sæti í fyrstu deild. Þá voru í liðinu leikmenn á borð við Viðar Halldórsson og Ólaf Dani- valsson en þeir voru í hópi þeirra fyrstu sem voru aldir upp hjá fé- laginu. Meistaraflokkur félagsins náði besta árangri sínum í sumar er liðið hafnaði í 2. sáeti í 1. deild. Þá standa yngri flokkar félagsins í blóma. „Við gerðum okkur grein fyrir því að án góðs unglinga- starfs myndum við aldrei ná langt. Þá höfum við átt gott samstarf við foreldra og þáttur þeirra er ómetanlegur," sagði Ingvar Viktorsson. Handboltabærinn Hafnaríjörður hefur verið kall- aður handboltabærinn og er það ekki að ástæðulausu. Ekkert félag hefur oftar orðið Islandsmeistari og FH er eina liðið sem alltaf hefur átt lið í 1. deild. Líkt og í knattspyrnunni er mikið lagt í unglingastarf og það hefur skilað sér ríkulega. Innfæddir Hafnfirð- ingar hafa myndað lið FH og oft verið kjarni landsliðsins. Margir FH-ingar hafa gert garðinn fræg- an með erlendum liðum og nægir þar að nefna Geir Hallsteinsson, Gunnar Einarsson og nú síðast Kristján Arason. I vetur er útlitið bjart enda á FH frambærileg lið í öllum flokk- um og er talið líklegt til sigurs í meistaraflokki karla. Gróska í frjálsum íþróttum Skömmu eftir stofnun FH fóru FH-ingar að taka þátt í fijálsum íþróttum og náðu strax ágætum árangri. Fyrir fimmtán árum var deildin svo endurvakin og hefur verið mikil gróska í starfi félags- ins. Deildin hefur vaxið og FH er nú eitt sterkasta félag landsins í fijálsum íþróttum. Hæst ber sig- ur í Bikarkeppni FRÍ í fyrra en titillinn tapaðist naumlega í sum- ar. FIMLEIKAFÉLAG Ilafnarfjarðar heldur upp á sextugsaftnæli sitt í dag. Stórhuga íþróttamenn stóðu að stolnun félagsins en líklega hefði þá aldrei dreymt um aðstöðu líka því sem FH- ingar eiga nú. Þrír til fjórir grasvellir, stórt íþróttahús og góð aðstaða íyrir hinn félagslega þátt gera aðstöðu FH eins og best gerist í íslenskum íþróttum og er vegleg aftnælisgjöf. Ar- angurinn hefur ekki látið á sér standa, liðið náði sínum besta árangri í knattspyrnu I sumar, ekki aðeins í meistaraflokki heldur einnig í yngri flokkum. Sömu sögu er að segja af hand- knattleiknum en þar hafa FH-ingar verið stórveldi undanfarin ár. Loks ber að nefha frjálsíþróttadeild félagsins en þar hefiir verið mikil gróska síðustu misseri. Það sem hæst ber á þessum tímamótum er að sjálfsögðu mikl- ar framkvæmdir á svæði félagsins í Kaplakrika. Þar hefur á rúmum 20 árum risið glæsilegt svæði og punkturinn yfir i-ið er nýtt og glæsilegt íþróttahús fyrir um 3.000 áhorfendur en það á að verða tilbúið í febrúar. Með járnkarla í hraunið Það var 1967 sem FH var út- hlutað íþróttasvæði í Kaplakrika. FH-ingar höfðu reyndar áður fengið svæði þar sem nú stendur Fjarðarkaup en frá því var horfið. Sama ár teiknaði Gísli Halldórs- son heildarskipulag hins nýja svæðis í Kaplarkrika og ári síðar var ráðist í framkvæmdir. Svæði FH var ekki mjög knatt- spyrnulegt fyrsta árið. Hraun- breiðan var ekki árennileg og ekki laust við að mönnum féllust hendur er komið var að enda- lausri hraunbreiðunni. „En við létum okkur hafa það og réðust á hraunið með járnkarla að vopni,“ sagði Arni Agústsson, for- maður fulltrúaráðs FH, en hann var einn af íjölmörgum sem lögðu hönd á plóginn við byggingu vall- arins. „Nú, þegar við byggjum íþróttahúsið, eru notaðar stórvirk- ar vinnuvélar og ýmiskonar tækni sem ekki var til í þá daga. Við, sem unnum við völlinn, gerum hins vegar ekkert annað en að taka við húsinu þegar það er til- búið til afhendingar," sagði Berg- þór Jónsson, förmaður FII. Sumarið 1968 sprengdu FH- ingar um 10.000 rúmmetra af hrauni og tveimur árum síðar hófst undirbúningur að byggingu malarvallar og fijálsíþróttaað- stöðu. Þremur árum síðar, árið 1973, var malarvöllurinn tekinn í notkun, ásamt fijálsíþróttasvæði. Síðan þá hafa FH-ingar leikið alla heimaleiki sína á eigin knatt- spyrnuvelli. Arið 1976 var grasvöllur FH vígður og að því loknu var gengið frá æfingasvæði félagsins. Loks, árið 19B6, var búningsaðstaða og stúka við grasvöllinn tekin í notk- un. Síðasti hluti byggingasögu FH hófst 11. febrúar sl. Þá var fyrsta skóflustungan tekin að nýju íþróttahúsi og áætlað er að FH- ingar fái húsið afhent 15. febrúar á næsta ári. „Ætli við verðum ekki að safna þreki eftir þetta stórátak," sagði Iþróttasvæði FH í Kaplakrika. Morgunblaðið/KAX Fimleikafélag Hafiiaríjarðar 60 ára: „Réðumst á hraunið með járnkarla að vopni Þrír forystumenn FH, talið frá vinstri: Ingvar Viktorsson í afmælisnefnd, Bergþór Jónsson formað- ur og Árni Ágústsson formaður fulltrúaráðs FH. Ingvar Viktorsson, sem sæti á í afmælisnefnd FH. „En okkar bíða mörg verkefni. FH er komið í Evrópukeppni í knattspyrnu í fyrsta sinn og líklega verðum við að gera einhveijar breytingar á vellinum. Ég held að við þurfum ekki að kvíða verkefnaskorti," sagði Ingvar. „FH-ingar eru um land allt“ Það gefur auga leið að fram- kvæmdir sem þessar kosta sitt. Iþróttahúsið kostar 150 milljónir og FH borgar fimmtung eða 30 milljónir. Margt hefur verið gert til fjáröflunar og meðal annars efnt til „stórátaks“. „FH-ingar eru um land allt og við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við söfnun okkar. Eins og staðan er í dag náum við að borga okkar hluta við afhendingu,“ sagði Bergþór Jónsson. Uppbygging Knattspyrnudeild FH var end- Framtíðin björt „Félagið stendur í miklum blóma og þessi aðstaða á eftir að breyta miklu,“ sagði Bergþór Jónsson, formaður FH. „Við höf- um fengið mikinn stuðning og áhugi á íþróttum vex jafnt og þétt. Á meðan við leggjum rækt við unglingastarfið og höldum féiagsandanum þurfum við ekki að hafa áhyggjur og ég held að framtíð FH sé björt,“ sagði Berg- þór. LBE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.