Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 18

Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 18
18 esei flaaor>io .n huoauhaouaj (huajímuohom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 Kirkjuþing kemur saman á þriðjudag HÉR MEÐ tilkynnist að 20. Kirkjuþing hinnar íslensku Þjóðkirkju kemur saman þriðjudaginn 17. október í Bústaðakirkju og stendur til flmmtudagsins 26. okfóber. Það hefst með guðsþjónustu klukkan 14. Þar mun séra Jónas Gíslason vígslubiskup predika en doktor Gunnar Kristjánsson sóknarprestur og séra Einar Þór Þorstcinsson prófastur annast altarisþjónustu. Þetta er fyrsta kirkjuþing sem herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, stýrir en biskup er foi-seti kirkjuþings samkvæmt lögum. Nýr kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guð- bjartsson, ávarpar þingið við setn- ingu þess. Fullbúin málaskrá liggur ekki fyr- ir en meðal mála sem ljóst er að rædd verða á þinginu eru þessi: Drög að reglugerð fyrir Jöfnunar- sjóð sókna; Undirbúningur að kristni- tökuafmæli árið 2000; Utgáfa sálma- bókai-viðbætis; Safnaðaruppbygging; Nefndarálit um úrskurð dauðastund- ar og líffæraflutninga og Könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans um kirkjusókn og æskilegan mess- utíma. Kirkjuþing er árleg samkunda Þjóðkirkjunnar sem fyrst var haldið 1958. Þingið kom saman annað hveit ár fram til 1981 en úr því á hveiju ári. 20 kjörnir fulltrúar sækja þingið. 18 eru kjömir úr 8 kjördæmum landsins, en að auki er einn fulltrúi kjörinn af guðfræðideild HÍ og einn af guðfræðingum er vinna að sér- stökum verkefnum í þágu Þjóðkirkj- unnar. Vígslubiskupar og kirkjuráðs- menn eiga rétt á fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti en ekki at- kvæðisrétti, nema þeir séu kjömir fulltrúar. Sæti á kirkjuþingi eiga að auki biskup og kirkjumálaráðherra, eða fulltrúi hans. (Úr frcttatilkynningu.) Sögur Njarðar P. Njarðvík þýddar HIN sögulega skáldsaga Njarðar P. Njarðvík, Dauðamenn, var á síðasta ári gefin út í sænskri þýð- ingu Inge Knutsson hjá Wahl- ström & Widstrand í Stokkhólmi undir heitinu Dödsomda og í þýskri þýðingu Hartmut Mittel- stadt hjá Aufbau Verlag í Austur- Berlín með titlinum Manner des Todes. Áður hafði hún verið gefin út á finnsku hjá Otava í Helsinki, í þýðingu Juha Peura og er vænt- anleg í eistneskri þýðingu Arvo Alas hjá Loomingu Raamatukogu í Tallin. Ritdómar hafa ekki borist frá Þýskalandi, en í Svíþjóð var bókinni vel tekið og margir jákvæði ritdómar verið birtir. I febrúar sl. vom Dauða- menn sérstaklega kynntir í Bonniers Bokklubb sem „redaktionens val“, en það þykir mikill heiður, þar sem mjög er vandað til þess vals. Af því tilefni skrifaði Jonas Bonnier í blað bókaklúbbsins: „Sumar skáldsögur sleppa mönnum ekki úr greip sinni. Maður reynir að leggja þær frá sér og horfa á sjónvarpið, en heyrir hvorki né sér. Maður situr_ekki einu sinni í stofusófanum, heldur er kyrr í veröld bókarinnar. Slík bók er Dauðamenn, og löngu eftir að ég hafði lokið lestrinum var ég enn staddur í löngu liðnum töfraheimi íslands. Sá galdur sem geislaði af blaðsíðum sögunnar var trúlega miklu sterkari þeim galdri sem hinir dauðadæmdu feðgar voru ákærðir fyrir. Slík lestrarreynsla er því miður alltof sjaldgæf og er þess vegna þeim mun skemmtilegri. Látið heillast af þessum töfrum!“ Njörður P. Njarðvík Nýlega kom út á finnsku bók Njarðar um íslenska' þjóðveldið, Is- land i forntiden, sem hann skrifaði upphaflega á sænsku, en hefur áður verið þýdd á dönsku og ensku. Á finnsku heitir bókin Muinainen Isl- anti, þýðandi er Maija Itkonen-Kaila og útgefandi Otava í Helsinki. Þá hefur Otava þegar ákveðið að gefa 'út nýjustu bók Njarðar, í flæðarmál- inu, og hefur Tuula Tuuva lokið við að þýða hana. Loks má nefna að Njörður hefur fi’umsamið barnabók á sænsku eftir pöntun frá hinu virta bókaforlagi í Stokkhólmi Carlseti/if, og verður húri myndskreýtt af hinum þekkta riiynd- listarmanni og bamabókahöfundi Ulf Löfgren. Sú bók verður samtímis gefin út hér á íslandiög í fleiri lönd- urri. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni á útifundi fatlaðra Öryrkjabandalag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp efndu til Dags fatlaðra í gær, og var gengið í kröfiigöngu frá Hlemmi að Al- þingishúsinu þar sem haldinn var útiftindur. Mikið ljölmenni var á fimdinum, en þar var meðal annars fjallað um um kröftir fatlaðra, en tilgangur þessara aðgerða var krefjast þess að stjórnvöld geri áætlun um lausn húsnæðis- mála og umönnunar mikið fatlaðs fólks. Ný plata Sykurmolanna: Ríflega 500.000 ein- tök seld um heim allan Nýjasta plata Sykurmolanna, Here Today, Tomorrow, Next Week, sem út kom í síðustu viku, hefúr færst úr 112. sæti upp í það 70. á bandaríska breiðskífulistanum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa selst af plötunni rúm 200.000 eintök í Bandarikjunum og seljast þar nú um 10.000 eintök á dag, sem er nokkuð minna en í síðustu viku en þó talið allgott. Talsmaður Smekkleysu, fyrir- tækis Sykurmolanna á íslandi, sagði plötuna hafa hlotið misjafnar viðtökur í Bretlandi, en blaðadómar hafa þó flestir verið jákvæðir og nefndi sem dæmi einkar jákvæðan dóm í tónlistartímaritinu Q og í blöðunum Record Mirror og So- unds. Platan fór í 15. sæti á Gallup- listanum svokallaða sem er talinn marktækasti breiðskífulisti Bret- lands, en hún trónir í efsta sæti á öllum listum yfir „sjálfstæðar“ út- gáfur. Talsmaðurinn sagði menn ytra vera ánægða með plötuna, enda hefði fyrsta dreifing verið fer- föld á við síðustu plötu. Um 50.000 eintök hafa selst í Bretlandi. I Þýskalandi fór platan inn á topp 50 á breiðskífulistanum þar í landi í síðustu viku, en þýski hljóm- plötumarkaðurinn er þriðji stærsti markaður í heimi, á eftir Banda- ríkjunum og Japan. Að sögn tals- manns Smekkleysu hafa selst í Þýskalandi um 40.000 eintök. Á Spáni hafa selst af plötunni um 30.000 eintök og um 20.000 eintök í Frakklandi, auk þess sem platan hefur selst mjög vel í Japan, en þar er platan í 76. sæti, og Ástr- alíu. Alls sagði hann að um 500.000 eintök af plötunni hefðu nú selst um heim allan. Hér á landi hefur Here Today, Tomorrow, Next Week selst í um 2.000 eintökum, en ef marka má fyrirframpantanir á íslensku útgáfu hennar, sem heitir 'Illur arfur og væntanleg er á næstu dögum, nær platan gullsölu, 3.000 eintökum, í byijun næstu viku. Sykurmolarnir eru nú á ferð um Bretlandseyjar og léku á írlandi í gærkvöldi, en í gær birtist í bresk- um tónlistarblöðum fyrsta gagnrýni á tónleika hljómsveitarinnar ytra í þessari för. Byggðist sú gagnrýni á hástemmdum lofsyrðum um frammistöðu hljómsveitarinnar og segir þar að í Glasgow hafi hljóm- sveitin verið klöppuð upp sex sinn- um hið minnsta. Drög að frumvarpi um stjórnun fískveiða: Vil að krókaveiðar verði gefiiar frjálsar Könnun félagsvísindastoftiunar: Mest andstaða við ríkisstjórn- ina meðal fólks undir fertugu RÍKISSTJÓRNIN nýtur minni stuðnings kvenna en karla samkvæmt þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að einungis 26,4% aðspurðra kváðust fylgjandi stjóminni. Mest er andstaðan við ríkisstjómina meðal fólks á aldrinum 25 til 39 ára, en minnst hjá fólki á aldrinum 60 til 75 ára. Tæp 30% karla sem rætt var við sögðust fylgja ríkisstjóminni að málum, en aðeins 23% kvennanna. Hvað andstöðu við ríkisstjórnina varðar var minni munur milli kynja; 50,5% kvenna voru andstæðingar stjórnarinnar og 52,5% karla. Mest andstaða gegn ríkisstjórn- inni, 56%, var í aldurshópnum 25 til 39 ára. Hins vegar var andstaðan minnst meðal elstu þátttakenda í könnuninni og 41% aðspurðra á aldr- inum 60 til 75 ára sögðust styðja stjómina. Aðeins 14,5% yngsta fólksins, 18 til 24 ára, kvaðst fylgja stjórinni en 55% þess var á móti henni. Hlutfall þeirra sem ekki tóku afstöðu var hæst í þessum aldurs- flokki, næstum 30%. Andstæðingar stjórnarinar em eftir konnuninni mun fleiri á höfuð- borgarsvæðinu en landsbyggðinni. Rúm 59% aðspurðra í Reykjavik og á Reykjanesi vom á móti stjóminni en 37% á landsbyggðinni. Hlutfall fylgismanna stjórnarinna var hins vegar svipað í Reykjavík og á lands- byggðinni, ríflega 37%. A Reykja- nesi naut stjórnin einungis stuðnings meðal 19,8% þátttakenda í þjóð- málakönnuninni. Sé litið á fylgi flokkanna kemur í ljós að í Reykjavík og á Reykja- nesi nýtur Sjálfstæðisflokkurinn langmests fylgis eða 52,9% og 55,6%. Aðrir flokkar hafa þarna minna en 15% fylgi samkvæmt könnuninni, nema Kvennalisti sem nýtur 18,8% fylgis Reykvikinga sem spurðir voru. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hlaut áberandi meira fylgi fólks af landsbyggðinni en höf- uðborgarsvæðinu eða 64% á móti 19%. Fylgi Alþýðuflokksins dreifist hvað jafnast á Reykjavík, Reykjanes og landsbyggðina ef marka má nið- urstöður könnunarinnar. Sjálfstæð- isflokkurinn sækir 73% fylgis síns til Reykjavíkur og Reykjaness, Al- þýðubandalagið 65% og Kvennalist- inn 64%. • • - segir Arthur Orn Bogason, formað- ur Landsambands smábátaeigenda „Landsamband smábátaeigenda hefur lengi barizt fyrir því að króka- veiðar yrðu gefiiar frjálsar og þá fyrst veiðar á handfæri. Fyrir því er ekki gert ráð í framkomnum frumvarpsdrögum, en þessari bar- áttu munum við halda áfram. Þá skil ég ekki alveg hugmyndir um svokallaða tómstundaveiði og í reynd er ég þeirra skoðunar að af- nema eigi kvótann,“ sagði Arthur Orn Bogason, formaður LS, er Morgunblaðið innti hann álits á drögum að frumvarpi til laga um fiskveiðistjórnun og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Arthur sagði að ýmislegt væri í drögum þessum, sem honum litist þokkalega á, en annað væri iniður. „Það er tildæmis í þessu viður- kenndur hlutur okkar í heildaraflan- um með því að ætla hveijum og einum báti kvóta og ekki reynt að skera okkur niður við trog eins og til þessa. Það eru komin inn atriði, sem við hefðjum gjarnan viljað sá fyrr, svo það er ljóst að boðskapur okkar hefur á endanum komizt til skila og má þar benda á bann við fjölgun bátanna. Meðal annars þess vegna sjáum við ekki af hveiju krókaveiðar mega ekki vera fijáls- ar. Þær ykju varla hlut okkar af heildaraflanum því íslenzka veðr- áttan felur í reynd í sér nægilega sóknaitakmörkun. Tómstundaveiði- leyfi skil ég ekki alveg og finnst hálf hjákátlegt að banna sjálfvirkni búnaðar þar sem hvort eð er er bannað að nýta aflann. Hvað á ég að gera við aflann ef hann verður meiri en ég get torgað sjálfur? Má ég gefa ömmu ýsu í bollur? Við eigum eftir að sjá uppreiknuð dæmi fyrir Þinstaka aðila í þessu öllu sam- an svo ég get lítið tjáð mig mögu- legar breytingar á þessari stjórnun. Skoðun mín er reyndar sú að af- nema eigi kvótakerfið, en þessir samráðsnefndarfundir líkjast æ meira kaþólskum messum," sagði Arthur Örn. í i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.